Morgunblaðið - 11.02.2008, Síða 33

Morgunblaðið - 11.02.2008, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. FEBRÚAR 2008 33 Þjóðleikhúsið 551 1200 | midasala@leikhusid.is Ívanov (Stóra sviðið) Mið 20/2 kl. 20:00 U Sun 24/2 kl. 20:00 U Mið 5/3 aukas. kl. 20:00 Fim 6/3 aukas. kl. 20:00 Aukasýningar í mars Gott kvöld (Kúlan - barnaleikhús) Sun 17/2 kl. 13:30 Sun 17/2 kl. 15:00 síðasta sýn. Síðustu sýningar 17. feb. Vígaguðinn (Smíðaverkstæðið) Fös 15/2 kl. 20:00 Lau 16/2 kl. 20:00 Fös 22/2 kl. 20:00 Ö Lau 23/2 kl. 20:00 Fös 29/2 kl. 20:00 Skilaboðaskjóðan (Stóra sviðið) Sun 17/2 kl. 14:00 Ö Sun 17/2 kl. 17:00 Ö Sun 24/2 kl. 14:00 U Sun 2/3 kl. 14:00 U Sun 2/3 aukas. kl. 17:00 Sun 9/3 kl. 14:00 Ö Sun 16/3 kl. 14:00 Ö Sun 30/3 kl. 14:00 Baðstofan (Kassinn) Fim 14/2 kl. 20:00 Fös 15/2 kl. 20:00 Lau 16/2 kl. 20:00 Fim 21/2 kl. 20:00 Fös 22/2 kl. 20:00 Mánuður unga fólksins norway.today (Kúlan) Þri 12/2 kl. 20:00 Ö Einnig almennar sýn. Sólarferð (Stóra sviðið) Fös 15/2 frums. kl. 20:00 U Lau 16/2 2. sýn.kl. 20:00 U Fim 21/2 3. sýn. kl. 20:00 Ö Fös 22/2 4. sýn. kl. 20:00 U Lau 23/2 aukas.kl. 16:00 Ö Lau 23/2 5. sýn.kl. 20:00 U Fös 7/3 6. sýn.kl. 20:00 Ö Fös 14/3 kl. 20:00 Ö Lau 15/3 kl. 20:00 Ö Ath. siðdegissýn. Miðasalan er opin mánudaga og þriðjudaga kl.12:30-18:00, aðra daga vikunnar frá kl. 12:30 til 20, og alltaf klukkustund fyrir sýningu ef um breyttan sýningartíma er að ræða. Íslenska óperan 511 4200 | midasala@opera.is La traviata Fös 15/2 kl. 20:00 U Sun 17/2 kl. 20:00 U Mið 20/2 kl. 20:00 U Fös 22/2 kl. 20:00 U Sun 24/2 kl. 20:00 U Fös 29/2 aukas. kl. 20:00 Lau 1/3 kl. 20:00 U Mið 5/3 aukas. kl. 20:00 Fös 7/3 kl. 20:00 U Sun 9/3 lokasýn. kl. 20:00 U Bergþór Pálsson verður með kynningu fyrir sýningar kl. 19.15 Pabbinn Fim 14/2 kl. 20:00 Lau 16/2 kl. 20:00 Fim 21/2 kl. 20:00 Ö Lau 23/2 kl. 20:00 Ö Fim 28/2 kl. 20:00 Landnámssetrið í Borgarnesi 437 1600 | landnamssetur@landnam.is Mr. Skallagrímsson (Söguloftið) Lau 22/3 150 sýn. kl. 15:00 Lau 22/3 kl. 20:00 Lau 29/3 kl. 15:00 Lau 29/3 kl. 20:00 BRÁK eftir BrynhildiGuðjónsdóttur (Söguloftið) Sun 17/2 aukas.kl. 16:00 U Sun 17/2 aukas.kl. 20:00 U Fim 21/2 kl. 11:00 Ö aukas. ath breyttan sýn.artíma ! Lau 23/2 kl. 15:00 U Lau 23/2 aukas.kl. 20:00 Ö Sun 24/2 kl. 16:00 U Fim 28/2 kl. 20:00 U Fös 29/2 kl. 20:00 U Sun 2/3 kl. 16:00 U Lau 8/3 aukas. kl. 20:00 Sun 9/3 kl. 16:00 U Fim 13/3 kl. 20:00 Sun 16/3 aukas. kl. 16:00 Mið 19/3 kl. 20:00 Fim 20/3 skírdagur kl. 20:00 Fös 21/3 kl. 20:00 föstudagurinn langi Mán 24/3 kl. 20:00 Sun 30/3 kl. 16:00 Ö Fim 3/4 kl. 20:00 Ö Lau 5/4 kl. 20:00 Borgarleikhúsið 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is Alsæla (Litla sviðið) Mán 11/2 kl. 20:00 U Þri 12/2 kl. 20:00 Mið 13/2 kl. 20:00 Mán 18/2 kl. 20:00 Þri 19/2 kl. 20:00 Mið 20/2 kl. 20:00 Mán 25/2 kl. 20:00 Þri 26/2 kl. 20:00 Mið 27/2 kl. 20:00 BORGARBÖRN ÁST (Nýja Sviðið) Mið 27/2 kl. 20:00 U Fim 28/2 kl. 20:00 U Sun 2/3 kl. 20:00 Ö Fim 3/4 kl. 20:00 Fös 4/4 kl. 20:00 Í samstarfi við Vesturport Eagles-Heiðurstónleikar (Stóra sviðið) Mið 19/3 kl. 20:00 Mið 19/3 kl. 22:30 Aðeins tvær sýningar Gosi (Stóra sviðið) Lau 16/2 kl. 14:00 Sun 17/2 kl. 14:00 Ö Lau 23/2 kl. 14:00 Ö Sun 24/2 kl. 14:00 Ö Lau 1/3 kl. 14:00 Sun 2/3 kl. 14:00 Lau 8/3 kl. 14:00 Sun 9/3 kl. 14:00 Sun 16/3 kl. 14:00 Sun 30/3 kl. 20:00 Hetjur (Nýja svið) Fös 29/2 kl. 20:00 Lau 1/3 kl. 20:00 Lau 8/3 kl. 20:00 Sun 9/3 kl. 20:00 Fim 27/3 kl. 20:00 Fös 28/3 kl. 20:00 Jesus Christ Superstar (Stóra svið) Fös 15/2 kl. 20:00 U Sun 17/2 kl. 20:00 U Lau 23/2 kl. 20:00 U Fös 29/2 kl. 20:00 U Lau 1/3 kl. 20:00 U Fim 6/3 kl. 20:00 Lau 8/3 kl. 20:00 Ö Fim 13/3 kl. 20:00 Lau 15/3 kl. 20:00 Lau 29/3 kl. 20:00 Kommúnan (Nýja Sviðið) Fös 22/2 kl. 20:00 Lau 23/2 kl. 20:00 Sun 24/2 kl. 15:00 LADDI 6-TUGUR (Stóra svið) Fim 14/2 kl. 20:00 U Lau 16/2 kl. 20:00 U Fim 28/2 kl. 20:00 Fös 7/3 kl. 20:00 Ö Lau 15/3 kl. 20:00 Sun 30/3 kl. 20:00 Lík í óskilum (Litla svið) Fös 15/2 kl. 20:00 U Sun 17/2 kl. 20:00 Fös 22/2 kl. 20:00 Fös 29/2 kl. 20:00 Óþelló, Desdemóna og Jagó (Litla sviðið) Lau 16/2 kl. 20:00 Sun 24/2 kl. 17:00 Fim 28/2 kl. 20:00 Samst. Draumasmiðju og ÍD Íslenski dansflokkurinn 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is Febrúarsýning (Stóra sviðið) Fös 22/2 frumsýn kl. 20:00 Sun 24/2 kl. 20:00 Sun 2/3 kl. 20:00 Sun 9/3 kl. 20:00 Fös 14/3 kl. 20:00 Sun 16/3 kl. 20:00 Hafnarfjarðarleikhúsið 555 2222 | theater@vortex.is Halla og Kári (Hafnarfjarðarleikhúsið) Fös 15/2 6 sýn. kl. 20:00 Lau 16/2 7. sýn. kl. 20:00 Lau 23/2 8. sýn. kl. 20:00 Lau 1/3 9. sýn. kl. 20:00 STOPP-leikhópurinn 8987205 | eggert@centrum.is Eldfærin (Ferðasýning) Mán 11/2 kl. 10:00 F Hrafnkelssaga Freysgoða (Ferðasýning) Fim 14/2 kl. 11:00 F Leikfélag Akureyrar 460 0200 | midasala@leikfelag.is FLÓ Á SKINNI (Leikfélag Akureyrar ) Fim 14/2 kl. 20:00 U Fös 15/2 kl. 19:00 U Fös 15/2 aukas kl. 22:30 Ö Lau 16/2 kl. 19:00 U Lau 16/2 aukas kl. 22:30 U Sun 17/2 kl. 20:00 U Fim 21/2 kl. 20:00 U Fös 22/2 kl. 19:00 U Fös 22/2 aukas kl. 22:30 Lau 23/2 kl. 19:00 U Lau 23/2 kl. 22:30 U Sun 24/2 kl. 20:00 U Fim 28/2 kl. 20:00 U Fös 29/2 kl. 19:00 U Lau 1/3 kl. 19:00 U Lau 1/3 aukas kl. 22:30 Ö Sun 2/3 kl. 20:00 Ö Fim 6/3 kl. 20:00 Ö Fös 7/3 kl. 19:00 U Lau 8/3 kl. 19:00 U Lau 8/3 aukas kl. 22:30 Sun 9/3 aukas kl. 20:00 Fim 13/3 aukas kl. 20:00 Fös 14/3 kl. 19:00 U Lau 15/3 kl. 19:00 Ö Mið 19/3 aukas kl. 19:00 Iðnó 562 9700 | idno@xnet.is Söguveislameð GuðrúnuÁsmundsdóttur (Iðnó) Fös 15/2 kl. 20:00 Sun 24/2 kl. 20:00 Lau 1/3 kl. 20:00 Þri 11/3 kl. 14:00 Ö Lau 15/3 kl. 20:00 U Fim 27/3 kl. 14:00 Ö Fim 27/3 kl. 20:00 Revíusöngvar Þri 12/2 kl. 14:00 Ö Þri 19/2 kl. 14:00 Fim 21/2 kl. 20:00 Skoskt danskvöld Fös 22/2 kl. 20:00 Uppboð A&AFrímerkja,mynt/seðla og listaverkauppboð Sun 17/2 kl. 10:00 Flutningurinn Sun 24/2 kl. 14:00 Mið 27/2 kl. 14:00 Sun 2/3 kl. 14:00 Fim 6/3 kl. 14:00 Sun 9/3 kl. 14:00 Fim 13/3 kl. 14:00 Möguleikhúsið 5622669 / 8971813 | moguleikhusid@moguleikhusid.is Höll ævintýranna (Möguleikhúsið/ferðasýning) Mið 5/3 kl. 10:00 F leikskólinn hof Mið 19/3 kl. 13:00 Langafi prakkari (Möguleikhúsið/ferðasýning) Mið 13/2 kl. 10:00 F hjallaskóli Þri 4/3 kl. 10:30 F kvistaborg Fim 6/3 kl. 09:15 F barnaskóli hjallastefnunnar Fim 6/3 kl. 10:15 F barnaskóli hjallastefnunnar Mið 26/3 kl. 09:30 F laugaland ÚTSÝNI - Leikfélagið Hugleikur (Möguleikhúsið við Hlemm) Sun 17/2 6. sýn. kl. 17:00 Lau 23/2 7. sýn. kl. 20:00 Fös 29/2 lokasýn. kl. 20:00 Miðapantanir í s. 5512525 Kómedíuleikhúsið 8917025 | komedia@komedia.is Gísli Súrsson (Ferðasýning) Þri 26/2 kl. 08:30 F Mán 3/3 kl. 10:00 F Skrímsli (Ferðasýning) Mið 27/2 kl. 12:00 Fös 7/3 kl. 10:00 Silfurtunglið Sími: 551 4700 | director@director.is Fool for Love (Austurbær/ salur 2) Fös 15/2 kl. 20:00 U Lau 16/2 kl. 20:00 Ö bannað innan 16 ára Leikhúsin í landinu www.mbl.is/leikhus U Uppselt Ö Örfá sæti laus F Farandsýning DR. GUNNI er snjall og óvæginn þjóðfélagsrýnir og oft má sjá skemmtilegar athugasemdir um menn og málefni í pistlum hans og á bloggi sem hann heldur úti. Nú hefur hann sent frá sér ókeypis stutt- skífu á netinu þar sem havaríið í borginni í lok janúar er tekið fyrir undir heit- inu Að gefnu til- efni. Fjögur örstutt lög prýða skíf- una en samtals er hún sjö mínútur á lengd. Lögin eiga óvænta samleið með lagasmíðum Dr. Gunna fyrir börn, þar sem þau eru afskaplega ein- föld, bæði hvað byggingu varðar en einnig þegar kemur að laglínum og hljómum. Söngrödd Doktorsins er hálfgerð grínrödd og maður á hálf- partinn von á því að „Prumpulag- ið“ ryðjist skyndilega fram úr há- tölurunum inn á milli „Helvítis gráðugu fífls“ og „Legókubba auð- valdsins“. Eins og góð barnalög eru þetta líka gríðarlega grípandi lög í ein- feldni sinni, sérstaklega upphafs- lagið „Helvítis gráðugu fífl“ sem skartar frábæru versi milli viðlag- anna og „Gamli góði Villi“ sem verður eflaust vinsælt lag í partíum hjá ungliðahreyfingum vinstri- flokkanna. Platan er að sögn sett saman á hálftíma eitt föstudagskvöldið og ber þess nokkurn keim. Þetta er pönk – hér sér Dr. Gunni sjálfur um alla þætti skífunnar og gefur allar væntingar og viðmið upp á bátinn til að koma boðskapnum á framfæri. Hins vegar er stundum óljóst hvað Doktorinn ætlast ná- kvæmlega fyrir; hvað hann vill segja. Textarnir eru oft svo ein- faldir (eða einfeldningslegir) að það er erfitt að gera sér grein fyrir því hvort verið er að skopast að ástandinu í Ráðhúsinu eða hvort er verið að skopast að þeim sem mót- mæla ástandinu – skopast að þeim sem hrópaði til Ólafs að hann væri enginn fokking borgarstjóri og þannig í raun verið að styrkja ímyndina sem stuðningsmenn nýja meirihlutans vilja skapa af and- stæðingum borgarstjórnar og færa þeim vopn: „Sjáið bara bullið í Dr. Gunna – þetta er dæmigert fyrir skrílinn á pöllunum, hugsunarlaus dónaskapur.“ Ef marka má önnur skrif Gunnars var það ekki mein- ingin. En þegar öðru versanna í „Legó- kubbum auðvaldsins“ er sóað í jafnómerkileg orð og: „Takið þessa legókubba og troðið þeim rassgöt í / drullið ykkur bara burtu, segjum til Malaví / og ef ykkur vantar far þá skulum við hringja á taxi“ spyr maður sig hvort ekki hefði verið betra að vera annaðhvort alvar- legri eða fyndnari, eða hvort tveggja í senn. Muldrið í „Hand- rukkurum lýðræðisins“ rís t.a.m. mun hærra – þar trúir maður Doktornum og kinkar kolli þegar hann segir stjórnmálamenn „hlægi- lega tækifærissinnað og prinsipp- laust pakk“ sem snarþagni þegar það er „réttum megin við kjörkass- ana“. Sjálfur segir Dr. Gunni að fyr- irmynd skífunnar sé sjötomman Þjóðhátíðarlög 1974 með Böðvari Guðmundssyni og Kristni Sig- mundssyni. Einlægnin og hnyttnin sem einkennir þá plötu er hins veg- ar ekki alltaf til staðar á Að gefnu tilefni. Þetta er meiri mennta- skólahúmor sem er ágætur svo langt sem hann nær, en það verður að segjast eins og er að þrátt fyrir grípandi lög og nokkrar snjallar línur hafa skot Dr. Gunna hafa oft verið fastari og hnitmiðaðri. Oft fastar skotið TÓNLIST Geisladiskur Dr. Gunni – Að gefnu tilefnibbmnn Atli Bollason Gunnar Lárus Hjálmarsson Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „VIÐ erum búnir að vera að vinna í þessu síðan í september. Menn hafa reyndar verið að reyna að fá hann í fjöldamörg ár, en það hefur ekki gengið hingað til. En þegar við fór- um að þreifa á þessu í september virtist vera stemning að gera þetta loksins,“ segir Kári Sturluson sem ásamt Grími Atlasyni stendur að tónleikum breska tónlistarmannsins Erics Claptons í Egilshöll föstu- dagskvöldið 8. ágúst næstkomandi. Tónleikarnir eru hluti af Evrópu- tónleikaferð kappans sem hefst í sumar, en þar mun hann fylgja eftir útgáfu á safnplötunni Complete Clapton sem kom út fyrir skemmstu. Á plötunni má finna öll vinsælustu lög Claptons, og má því búast við að lög á borð við „Sunshine Of Your Love“, „White Room“, „Layla“, „Tears in Heaven“ og „Cocaine“ muni hljóma á tónleikunum í ágúst. 18 Grammy-verðlaun Clapton, sem verður 63 ára í mars á þessu ári, er fyrir löngu orðinn lif- andi goðsögn í tónlistarheiminum. Hann hefur verið í hljómsveitum á borð við The Yardbirds og Cream, auk þess að hafa átt gifturíkan sóló- feril. Clapton hefur einn manna ver- ið vígður inn í frægðarhöll rokksins (Rock and Roll Hall of Fame) í þrí- gang; fyrir sólóferil sinn og þátttöku í The Yardbirds og Cream. Þá er hann 18-faldur Grammy-verðlauna- hafi, auk þess að hafa verið aðlaður af bresku drottningunni fyrir fram- úrskarandi starf á tónlistarsviðinu. Gælunafn Claptons er Slowhand og er hann jafnan álitinn einn af bestu gítarleikurum allra tíma. Sem dæmi má nefna að tónlistartímaritið Roll- ing Stone setti Clapton í 4. sæti yfir bestu gítarleikara sögunnar. „Clapton nýtur náttúrlega ómældrar virðingar sem tónlist- armaður, og ekki síst sem gítarleik- ari. Þetta er ein af þessum tíu stóru kanónum sem eru að túra með glans þessa dagana,“ segir Kári og bætir við að því sé um mikinn hvalreka að ræða fyrir íslenska tónlistar- áhugamenn. „Eða kannski mætti frekar segja að þetta sé stór lax að landa,“ segir Kári og hlær, en eins og margir eflaust vita hefur Clapton margsinnis komið hingað til lands til laxveiða. Alls verða um 10.000 miðar í boði á tónleikana, og verður Egils- höllinni skipt í tvö svæði. „Þetta verður ekki ósvipuð uppstilling og á Duran Duran-tónleikunum 2005,“ útskýrir Kári. Fyrirkomulag forsöl- unnar verður kynnt í næstu viku. „Stór lax að landa“ Eric Clapton heldur tónleika í Egilshöll 8. ágúst næstkomandi Eric Clapton Án efa enn virtasti tónlistarmaður samtímans.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.