Morgunblaðið - 11.02.2008, Page 36
36 MÁNUDAGUR 11. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
/ ÁLFABAKKA / KRINGLUNNI
VIPSALURINNER BARA LÚXUS
ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA
eeee
„ Charlie Wilson’s War
er stórskemmtileg
og vönduð kvikmynd
- V.J.V., TOPP5.IS
„Myndin er meinfyndin“
„Philip Seymour Hoffman fer
á kostum í frábærri mynd“
- T.S.K. 24 STUNDIR
eeee
„Sérlega vel heppnað og
meinfyndið bandarískt
sjálfsháð...“
Ó.H.T., RÚV/Rás 2
SÝND Í ÁLFABAKKA OG SELFOSSI
O S C A R
®
T I L N E F N I N G A R
ÞAR Á MEÐAL
NO COUNTRY FOR OLD MEN kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.16 ára
NO COUNTRY FOR OLD MEN kl.5:30 - 8 - 10:30 B.i.16 ára LÚXUS VIP
P.S. I LOVE YOU kl. 5:30 - 8 - 10:30
SWEENEY TODD kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.16 ára
UNTRACEABLE kl. 10:30 B.i.16 ára
CHARLIE WILSON'S WAR kl. 8 B.i.12 ára
DEATH AT A FUNERAL kl. 6 - 8 B.i.7 ára
NATIONAL TREASURE 2 kl. 10:30 B.i.12 ára
TÖFRAPRINSESSAN m/ísl tali kl. 5:30 LEYFÐ
NO COUNTRY FOR OLD MEN kl. 5:40 - 8 - 10:30 B.i.16 ára
P.S. I LOVE YOU kl. 5:30 - 8 - 10:30 LEYFÐ
SWEENEY TODD kl. 10D B.i.16 ára DIGITAL
UNTRACEABLE kl. 8 B.i.16 ára
THE GAME PLAN kl. 5:40 LEYFÐ
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG SELFOSSI
SÝND Á AKUREYRI OG KEFLAVÍK
VERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI
TÖLVULEIKIR»
Eftir Ómar Örn Hauksson
mori@itn.is
NÝLEGA kom út heimildar-
myndin The King of Kong sem
fjallar tvo menn sem keppa um
heimsmeistaratitilinn í klassíska
spilakassaleiknum Donkey Kong
sem margir ættu að kannast við.
Annar þeirra, Billy Mitchell, hefur
haldið titlinum í yfir 20 ár og álítur
sig súperstjörnu í spilakassa heim-
inum en Steve Wiebe er grunn-
skólakennari sem hefur aldrei
staðið á toppnum í neinu og hefur
það eina takmark að verða heims-
meistari í Donkey Kong. Þetta er
kvikmynd sem hefur farið sigurför
um heiminn og ekki að ástæðu-
lausu enda stórkostlega fyndin og
hálf absúrd mynd um heim áhuga-
manna um klassíska spilakassa-
leiki. Græna Ljósið tekur myndina
til sýningar í mars og ég hvet alla
áhugamenn um góðar heimild-
armyndir, tölvuleiki og frábærar
kvikmyndir að gera sér ferð á
þessa mynd því að hún er hreint út
sagt alveg stórkostleg.
Og að öðru. Skype-netsíma-
forritið er komið á markað fyrir
notendur PSP Slim & Lite vél-
arinnar sem gerir það að verkum
að hægt er breyta tölvunni í far-
síma sem tengir sig við þráðlaust
net, þar sem það er finna. Annað
samskiptaforrit Go Messenger hef-
ur einnig verið uppfært fyrir PSP
vélina og nú er hægt að notast við
PSP-myndavélina til að spjalla við
félaga í gegnum netið. Einnig er í
vinnslu niðurhals-þjónusta fyrir
myndbönd og kvikmyndir sem er
reyndar eitthvað sem hefði átt að
koma út fyrir löngu þar sem PSP
vélin er tilvalin til þess að horfa á
kvikmyndir á löngum ferðalögum.
Donkey Kong Leikurinn á ennþá sína eldheitu áhugamenn.
Gamalt
og nýtt
ÞEGAR kemur að tölvuleikjum
byggðum á kvikmyndum, fara allar
viðvörunarbjöllur í gang. Yfirleitt er
um að ræða auglýsingabrellu sem
ætlað er að ýta undir sölu á sjálfri
kvikmyndinni eða að hámarka gróð-
ann á vörumerkinu sem byggt hefur
verið upp í kringum kvikmyndina.
Beowulf er engin undantekning.
Leikurinn er byggður á tölvuteikni-
myndinni sem kom út á síðasta ári og
fjallar um hetjuna Beowulf sem
ferðast til hinn „háu“ tinda Danmerk-
ur í þeirri leit að fella skrímslið Gren-
del. Þessi leikur er satt að segja
furðuleg skepna því hann byggist á
venjubundnu takkahjakki þegar
kemur að bardögum en svo breytist
leikurinn snögglega í einhverja snar-
bilaða útgáfu af Dance Dance Revolu-
tion þar sem spilari þarf að hvetja
menn sína áfram með því að halda
takti. Mjög sérstakt allt saman. Leik-
urinn á það til að detta niður í leiðindi
þegar langar leiknar senur detta inn
en það er ansi mikið af þeim, skal ég
ykkur segja. Miðað við að leikurinn sé
byggður á tölvuteiknimynd þá kemur
það verulega á óvart hversu slök
grafíkin er í leiknum. Persónur eru
klunnalegar og hálf kjánalegar og
Beowulf sjálfur virkar sem hálf-
gerður sekkur. Umhverfis-hönnunin
er ásættanleg og framkallar drung-
ann í sögunni á nokkuð sannfærandi
hátt. Ofbeldið er gífurlegt í þessum
leik og það líður varla sú mínúta í
leiknum að hetjan okkar standi í ekki
djúpum blóðpolli eftir hressilegan
bardaga. Óvinirnir eru bókstaflega
rifnir í sundur og allt er þetta að sjálf-
sögðu sýnt í smáatriðum.
Hljóðvinnslan er frekar slök en
tónlistin er fín og er væntanlega tekin
úr myndinni. Leiklestur er frekar
stirrður og ósannfærandi en líður
helst fyrir að vera illa hljóðblandaður.
Hræddur er ég um að þetta sé leikur
sem gleymist fljótt en þeir sem hafa
áhuga á að berjast við hálfnakta An-
gelinu Jolie ættu svo sem að fá eitt-
hvað fyrir sinn snúð.
Reiður,
reiður
maður
Ómar Örn Hauksson
Beowulf Furðuleg skepna sem hefur það að markmiði að græða sem mest.
TÖLVULEIKIR
Xbox 360
Ubisoft
Beowulf
Spilun ***
Grafík ***
Hljóð **
LEIKARINN Heath Ledger var
lagður til hinstu hvílu í Perth í
Ástralíu á laugardag.
Jarðarförin var mjög fámenn og
aðeins nánustu vinir og fjölskylda
Ledgers voru viðstödd. Þegar at-
höfninni var lokið fóru viðstaddir
saman niður á strönd þar sem Mic-
helle Williams, fyrrverandi unnusta
Ledgers, og Kate Ledger, systir
hans, óðu fullklæddar út í sjóinn
ásamt fleiri gestum og syntu og
léku sér í vatninu á meðan sólin
settist. Faðir leikarans, Kim Led-
ger, fylgdist með og hvatti fólkið á
ströndinni áfram. „Þetta var ein-
mitt eins og Heath hefði viljað hafa
það,“ var haft eftir einum við-
staddra.
Óðu í sjóinn
í minningu
Ledgers
Útför Fyrrverandi eiginkona
Ledgers og systir hans komu saman
til jarðarfararinnar.
Reuters
KVIKMYNDAVERÐLAUN
bresku kvikmyndaakademíunnar,
BAFTA verðlaunin, voru afhent við
hátíðlega athöfn í gærkvöldi.
Margir höfðu veðjað á að Atone-
ment myndi hreppa verðlaunin fyrir
bestu myndina og gekk það eftir.
Myndin var tilnefnd til fjórtán verð-
launa, en stóð uppi með tvö í lok
kvöldsins og var það sviðsmyndin
sem var sérstaklega verðlaunuð að
auki.
Eins kom það fáum á óvart að
Daniel Day-Lewis skyldi fá verðlaun
sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir
myndina There will be blood, enda
hafa gagnrýnendur keppst við að
hlaða á hann lofi fyrir frammistöð-
una. En þó að flestir hefðu búist við
því að breska leikkonan Julie Christ-
ie bæri sigur úr býtum fyrir mynd-
ina Away from her, þá var það Mar-
ion Cotillard sem sló henni við og
var valin besta leikkona í aðal-
hlutverki í myndinni La vie en rose.
„Leikur hennar hafði marga frá-
bæra eiginleika,“ sagði Daniel-Day
Lewis þegar hann stóð á verðlauna-
palli. „En bara fyrir allan kjarkinn
sem þurfti til, þá finnst mér að Mar-
ion ætti að fá mín verðlaun líka.“
This is England þótti besta breska
myndin í ár, en hún lýsir neðanjarð-
arkúltúr í Bretlandi á valdatíma
Thatcher. Það voru svo Coen-
bræðurnir sem fengu verðlaun fyrir
bestu leikstjórn í myndinni No co-
untry for old men. Tæmandi lista yf-
ir verðlaunahafa má finna á heima-
síðu bresku kvikmyndaakademíunn-
ar.
Vígalegur Daniel Day-Lewis í
myndinni There will be blood.
Piaf Marion Cotillard í hlutverki
sínu í myndinni La vie en rose.
Atonement valin besta
myndin á BAFTA
www.bafta.org