Morgunblaðið - 17.02.2008, Side 2

Morgunblaðið - 17.02.2008, Side 2
2 B SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ Störf fagritara og símavarðar Umhverfisstofnun auglýsir laus til umsóknar tvö skrifstofustörf hjá stofnuninni. Starf fagritara á Akureyri. Starf fagritara á deild lífríkis og veiðistjórnunar, sem staðsett er á Akureyri. Megin verkefni starfsmannsins verða að svara fyrirspurnum í síma, afgreiðsla veiðikorta, innsláttur gagna og ýmis tilfallandi verkefni. Næsti yfirmaður fagritara er deildarstjóri lífríkis og veiðistjórnunar, sem heyrir undir svið náttúruauðlinda Umhverfisstofnunar. Nánari upplýsingar um starfið veita Bjarni Pálsson, deildarstjóri, sími 460 7900 og Sigrún Valgarðsdóttir, starfsmannasstjóri, sími 591 2000. Æskilegt er að starfsmaður geti hafið störf sem fyrst. Starf símavarðar í Reykjavík Starf símavarðar heyrir undir deild fjármála og reksturs. Megin verkefni eru símsvörun og þjónusta við viðskiptavini sem leita til stofnunarinnar. Næsti yfirmaður símavarðar er sviðsstjóri fjármála og reksturs. Nánari upplýsingar um starfið veita Atli Þór Þorvaldsson sviðsstjóri og Sigrún Valgarðsdóttir, starfsmannasstjóri, sími 591 2000. Æskilegt er að starfsmaður geti hafið störf 1. apríl n.k. Eftirfarandi kröfur um menntun, reynslu og þekkingu eru hafðar til viðmiðunar við val á umsækjendum: ● Stúdentspróf eða sambærileg menntun ● Reynsla sem nýtist í starfi ● Staðgóð tölvukunnátta ● Góð íslenskukunnátta Við val á umsækjendum verður að auki lögð áhersla á að væntanlegur starfsmaður sé: ● Skipulagður og sjálfstæður í störfum ● Sýni lipurð í samskiptum ● Geti unnið undir álagi Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags. Bæði konur og karlar eru hvött til að sækja um starfið. Umsóknir um ofangreind störf skulu sendar rafrænt á netfangið ust@ust.is eigi síðar en 4. mars 2008. Sjá nánari upplýsingar um Umhverfisstofnun á www.ust.is M bl 9 71 50 3 Njótum umhverfisins og stöndum vörð um það saman. Tölvunarfræðingar LINUX / AIX umhverfi Flugstoðir ohf. óska eftir að ráða öfluga einstaklinga í störf tölvunarfræðinga hjá kerfisdeild fyrirtækisins. Starfssvið Kerfisdeild sér um rekstur tölvukerfa í flugstjórnarmið- stöðinni í Reykjavík. Deildin sér einnig um þjálfunar- umhverfi. Tölvukerfi flugstjórnarmiðstöðvarinnar eru m.a. fluggagnakerfi og ratsjárkerfi. Bæði þessi kerfi eru með rauntímaupplýsingar um flugumferð á Íslandi og Norður Atlantshafi. Helstu verkefni felast m.a. í uppsetningu, eftirliti og viðhaldi kerfa. Í starfinu felst einnig fyrirbyggjandi við- hald, greining bilana og ákvörðun viðbragða við þeim. Viðkomandi mun einnig koma að forritun vegna við- halds kerfa í notkun, þarfagreiningu vegna nýrra verk- efna, gerð kerfislýsinga vegna áætlanagerðar og mati á umfangi verkefna, uppsetningu og prófunar á hugbún- aði og fleiri spennandi verkefnum. Starfið er ýmist unnið á dagvöktum eða á virkum dögum. Hæfniskröfur Við gerum kröfu um háskólapróf í tölvunarfræði eða sambærilega menntun. Reynsla af LINUX og TCP/IP netumhverfi er æskileg. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi gott vald á íslenskri og enskri tungu. Einnig er nauðsynlegt að viðkomandi hafi frumkvæði í starfi, góða samskiptahæfileika, sé skipulagður í verkum sínum og geti unnið undir álagi. Umsóknir Frekari upplýsingar um starfið veitir Sigurður Hauksson, deildarstjóri og Ingunn Ólafsdóttir starfs- mannastjóri síma 424-4000. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Skriflegar umsóknir með ítarlegum upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist starfsmannahaldi Flug- stoða ohf. Turni, Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík, fyrir 25. febrúar nk., eða í tölvupósti á shard@flugstodir.is. Hægt er að nálgast umsóknareyðublöð á heimasíðu Flugstoða ohf, www.flugstodir.is Öllum umsóknum verður svarað. Flugstoðir ohf. er opinbert hlutafélag sem tók yfir þjónustu- verkefni Flugmálastjórnar Íslands þann 1. janúar 2007. Hjá Flugstoðum ohf. starfa um 220 starfsmenn. Helstu verkefni fyr- irtækisins eru að sjá um uppbyggingu og rekstur flugvalla og veita flugumferðar - og flugleiðsöguþjónustu fyrir innanlands- flug og alþjóðlegt flug yfir Norður - Atlantshafi. Flugstoðir ohf. leggja áherslu á jafnan rétt karla og kvenna til starfa. Starf óskast ! Kona á besta aldri óskar eftir atvinnu. Hef tölvu og skrifstofunám. Er vön almennum þjónustu- störfum. Get hafið starf fljótlega. Umsóknir sendist á box@mbl.is merkt 21240. Tollstjórinn í Reykjavík óskar eftir að ráða í stöðu lögfræðings á tollasviði. Hjá tollstjóranum starfar hópur hæfileikaríks starfsfólks sem hefur það að markmiði að veita góða og skilvirka þjónustu og standa vörð um hagsmuni almennings og atvinnulífs. Lögð er áhersla á símenntun starfsmanna, heilsueflingu og góðan aðbúnað. Embættispróf í lögfræði eða sambærilegt próf. Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti. Tölvufærni og hæfni til að aðlagast breytingum og nýjungum. Frumkvæði og hæfileiki til að greina og leysa úr vandamálum. Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi til að bera lipurð í mannlegum samskiptum, séu kurteisir og búi yfir þjónustulund. Krafist er traustra vinnubragða og stundvísi. Hreint sakavottorð. Svörun erinda og álitaefna í tengslum við tollamál ásamt gerð úrskurða. Ráðgjöf varðandi tollamál og tollframkvæmd, svo sem rannsókn og afgreiðslu tollalaga- brota, tollafgreiðslu og tollheimtu. Gerð lögfræðilegra álitsgerða um tollamál og veiting umsagna. Verkefnastjórnun og þróun verkferla. Gerð leiðbeiningarita og handbóka. Kennsla við Tollskóla ríkisins. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Athygli er vakin á að umsóknir gilda í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. LÖGFRÆÐINGUR Á TOLLASVIÐI Starfssvið:Menntunar- og hæfniskröfur: Um er að ræða fjölbreytt starf með möguleika á sveigjanlegum vinnutíma. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna. Um starfs- kjör, réttindi og skyldur gilda að öðru leyti lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996. Nánari upplýsingar um starfið veita Helga Hauksdóttir, deildarstjóri lögfræðideildar, í síma 864-3416 og Harpa Hallsdóttir, deildarstjóri starfsmannahalds, í síma 560-0352. Umsóknarfrestur er til 3. mars nk. Umsókn merktri „lögfræðingur tollasvið“ ásamt ferilskrá skal skila til mannauðssviðs embættisins að Skúlagötu 17, 101 Reykjavík eða í gegnum tölvupóst: starf@tollur.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.