Morgunblaðið - 17.02.2008, Side 8
8 B SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Heilbrigðisstofnun Suðausturlands
á Hornafirði
Hjúkrunarfræðingur
óskast
Hjúkrunarfræðingur óskast á hjúkrunar- og
sjúkradeild Heilbrigðisstofnunar Suðaustur-
lands, Höfn í Hornafirði. Um er að ræða fastar
stöður og sumarafleysingar.
Hjúkrunar- og sjúkradeild HSSA er 28 rúma
deild sem skiptist í 24 langlegurými og
4 sjúkrarými fyrir t.d. bráðainnlagnir og
sængurkonur.
Unnið er á tvískiptum vöktum, morgun- og
kvöldvöktum með bakvakt um nætur.
Starfið er fjölbreytt þar sem sjúklingahópurinn
er mjög breiður og áhugaverður.
Heilbrigðisstofnunin sinnir Austur-
Skaftafellssýslu, sem nær frá Öræfum í vestri
til Hvalness í austri. Sýslan er víðferm og
straumur ferðamanna mikill allan ársins hring.
Á Höfn er blómlegt mannlíf, barnvænt
umhverfi, góð aðstaða til útivistar, íþrótta- og
tómstundariðkana. Tveir leikskólar, einsetinn
grunnskóli, tónskóli og Framhaldsskóli Austur-
Skaftafellssýslu.
Við leitum að áhugasömum hjúkrunarfræðingi
sem er tilbúinn í að takast á við ný og
spennandi verkefni.
Mjög góð laun í boði, góður starfsandi,
flutningsstyrkur og niðurgreidd húsaleiga.
Allar nánari upplýsingar veitir
Ásgerður K. Gylfadóttir, hjúkrunarstjóri á
hjúkrunarsviði í síma 478 2321 og
896 6167 netfang: asgerdur@hssa.is
Hafðu samband og fáðu
upplýsingar um Hafnarfjörð
og hundrað ára afmæli
Hafnarfjarðarkaupstaðar í síma
585 5500 og á heimasíðunni
www.hafnarfjordur.is
Skólastjóri
Setbergsskóla
Setbergsskóli er heildstæður
grunnskóli og eru nemendur nú
tæplega 600.
Skólinn hefur í áraraðir haft á
að skipa góðu fagfólki og þar
ríkir jákvæðni og góður starf-
sandi.
Setbergsskóli er forystuskóli í
læsi og námsvitund.
Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar auglýsir lausa stöðu
skólastjóra við Setbergsskóla.
Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem er tilbúinn
til að leiða áfram gott faglegt samstarf í skólanum og hafa
að leiðarljósi að gott skólastarf má ávallt bæta.
Menntunar- og hæfniskröfur
• Kennarapróf og kennslureynsla
• Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar,
uppeldis- eða kennslufræði æskileg
• Frumkvæði og samstarfsvilji
• Góðir skipulagshæfileikar
• Hæfni í mannlegum samskiptum
• Sé reiðubúinn til að leita nýrra leiða í skólastarfi
• Hafi áhuga og/eða reynslu til að leiða þróunarstarf
í átt að einstaklingsmiðuðu námi
Umsókninni skal fylgja greinargóð skýrsla um störf
umsækjanda og menntun, stjórnunarreynslu og hver þau
verkefni sem hann hefur unnið við og varpað geta ljósi á
færni hans til að sinna skólastjórastarfi. Þá er æskilegt að
með umsókn fylgi greinargerð um hugmyndir umsækjanda
um starfið og þær áherslur sem hann vill leggja í starfi
Setbergsskóla til framtíðar.
Ráðið verður í stöðuna frá 1. ágúst en æskilegt að
umsækjandi geti hafið störf í maí/júní eða eftir
nánara samkomulagi.
Allar upplýsingar um stöðuna veitir Magnús Baldursson,
fræðslustjóri í síma 585 5800, magnusb@hafnarfjordur.is.
Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að
sækja um stöðuna.
Umsóknum ber að skila á Skólaskrifstofu Hafnar-
fjarðar, Strandgötu 31, 220 Hafnarfjörður.
Umsóknarfrestur er til og með 27. febrúar 2008.
Vantar yfirvélstjóra
Vantar yfirvélstjóra á Arnarberg ÁR-150 sem
gerir út á línu með beitningarvél frá Þorláks-
höfn. Vélastærð 478 kW (649 hö). Upplýsingar
í síma 898 3285.
vi
lb
or
ga
@
ce
nt
ru
m
.is
www.hrafnista.is
Nánari upplýsingar:
Magnea@hrafnista .is
Sími: 585 9529
www.hrafnista.is
Verkstjóri
í borðsal
Hrafnista í Reykjavík óskar eftir
verkstjóra í borðsal.
Verkstjórinn hefur umssjón með
stjórnun og mannahaldi. Tölvu-
kunátta nauðsynleg.