Morgunblaðið - 17.02.2008, Side 14
14 B SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Umhverfis- og samgöngusvið
Heilbrigðisfulltrúi - Heilbrigðiseftirlit og vöktun
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum hjá borginni.
Atvinnuauglýsingar má einnig skoða á heimasíðu Reykjavíkurborgar: www.reykjavik.is/storf.
Hjá símaveri Reykjavíkurborgar, 4 11 11 11, færð þú allar upplýsingar um þjónustu og starfsemi borgarinnar
og samband við þá starfsmenn sem þú þarft að ná í.
Í samræmi við leiðarljós Heilbrigðiseftirlits og vöktunar,
miðar starf heilbrigðisfulltrua að því að tryggja borgar-
búum heilnæm lífsskilyrði og vernda heilnæmt og
ómengað umhverfi.
Helstu verkefni:
• Reglubundnu eftirliti með starfsemi í samræmi við
lög nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir,
lög um matvæli nr. 93/1998 og lögum nr. 52/1988
um eiturefni og hættuleg efni og reglugerðum skv.
þeim.
• Skráningum og skýrslugerð, sinna kvörtunum og
annast fræðslu.
• Sinna öðrum verkefnum samkvæmt gildandi
starfslýsingu fyrir heilbrigðisfulltrúa og samkvæmt
fyrirmælum deildarstjóra.
• Samstarf og samvinna milli deilda Heilbrigðiseftirlits
og vöktunar.
Menntunar- og hæfniskröfur sem hafðar verða til
viðmiðunar við val á umsækjendum:
• Háskólamenntun á sviði heilbrigðisvísinda,
raunvísinda, eða sambærileg menntun.
• Hæfni í mannlegum samskiptum og sveigjanleiki.
• Jákvæðni og vilji til að takast á við fjölbreytt og
krefjandi verkefni.
• Sjálfstæði, frumkvæði og skipulagningu í starfi
• Réttindi til að mega starfa sem heilbrigðisfulltrúi
æskileg.
Launakjör fara að kjarasamningum viðkomandi
stéttarfélaga og Reykjavíkurborgar.
Nánari upplýsingar veitir Árný Sigurðardóttir,
framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits og vöktunar og
Arnfinnur U. Jónsson starfsmannastjóri hjá Umhverfis-
og samgöngusviði Reykjavíkurborgar, Borgartúni 10-
12, frá kl. 9-16 í síma 411 8500.
Umsóknir skulu berast til Umhverfis- og samgöngu-
sviðs Reykjavíkurborgar eigi síðar en 3. mars nk.
merktar „Heilbrigðisfulltrúi - Heilbrigðiseftirlit og
vöktun“.
Við ráðningar í störf vilja borgaryfirvöld stuðla að því
að þau flokkist ekki í sérstök kvenna- eða karlastörf
og hvetja því það kynið sem er í minnihluta í
viðkomandi starfsgrein að sækja um. Konur er því
hvattar til þess að sækja um starfið.
Reykjavík 15. febrúar 2008.
Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar
Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar,
auglýsir laust til umsóknar tímabundið starf
heilbrigðisfulltrúa hjá Heilbrigðiseftirliti og vöktun.
Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar er eitt af
fagsviðum Reykjavíkurborgar og samanstendur af skrifstofum
Samgöngumála, Neyslu og úrgangs og Náttúru og útivistar,
auk Staðardagskrár 21 og Heilbrigðiseftirlits og vöktunar, sem
fyrir utan Hundaeftirlit skiptist í þrjár deildir: Hollustuhætti,
Mengunarvarnir og Matvælaeftirlit.
Helstu verkefni Umhverfis- og samgöngusviðs eru: heilbrigðis
og mengunarvarnareftirlit, náttúruvernd og garðyrkja,
sorphirða frá heimilum, dýraeftirlit, Vinnuskóli Reykjavíkur,
Staðardagskrá 21 og stefnumótunar og þróunarverkefni á sviði
umhverfis og samgöngumála.
Áhugavert starf í boði
Orgelleikari
Félagssamtök á Reykjavíkursvæðinu óska eftir
að komast í samband við orgelleikara. Nauð-
synlegt er að áhugi sé til þátttöku í almennu
félagsstarfi.
Áhugasamir vinsamlegast sendið nafn til
auglýsingadeildar Mbl. eða á box@mbl.is
merkt: ,,Orgelleikari - 212262”.
Duglegir lagermenn óskast
1912 ehf. leitar að duglegum lagerstarfsmönnum.
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/N
A
T
41
15
6
02
/0
8
www.1912.is
Vinnutími er alla virka daga frá kl. 7 eða vaktir kl. 14-23 mánud. – fimmtud.
Umsjón með ráðningu: Hanna Dóra Haraldsdóttir, starfsmannastjóri – hdh@1912.is
Umsóknarfrestur er til og með 24. febrúar 2008.
1912 ehf. er móðurfyrirtæki Nathan & Olsen hf. og Ekrunnar ehf.,
en þau eru leiðandi fyrirtæki á sviði sölu og dreifingar á matvælum.
STARFSSVIÐ
Vörumóttaka
Tilltekt á pöntunum
Vöruafgreiðsla
Öll almenn lagerstörf
HÆFNISKRÖFUR
Reynsla af lagerstörfum skilyrði
Vinnuvélaréttindi æskileg
Heiðarleiki og sjálfstæð vinnubrögð
Þjónustulund og miklir samskiptahæfileikar
Reglusemi og reykleysi
Hreint sakavottorð skilyrði
Bifreiðasmiður
Bílamálun Sigursveins óskar eftir bifreiðasmið
eða manni vönum bílréttingum, sem fyrst til
starfa. Góð laun fyrir góðan mann.
Upplýsingar í síma 568 5360 eða e-mail
bilamalun@bilamalun.is
Formenn landssambanda og
stærstu aðildarfélaga innan
Alþýðusambands Íslands og
Samtök atvinnulífsins hafa
orðið ásátt um meginútlínur
launaliðs nýrra kjarasamn-
inga, með fyrirvara um að
ásættanleg niðurstaða fáist í
viðræðum aðildarsamtakanna
um sérmál.
Þetta kemur fram í yfirlýs-
ingu á vefsíðu ASÍ.
Gildir til
nóvemberloka 2010
Við það er miðað að kjara-
samningar gildi til nóvember-
loka ársins 2010 og feli í sér
hækkun almennra launataxta
um kr. 18.000 við undirskrift,
kr. 13.500 árið 2009 og kr.
6.500 árið 2010 og að launa-
taxtar iðnaðarmanna hækki
um kr. 21.000 við undirskrift,
kr. 17.500 árið 2009 og kr.
10.500 árið 2010.
Við það er miðað að nýjar
launatöflur taki gildi á hverju
ári og ekki er gert ráð fyrir að
heimilt verði að lækka álags-
greiðslur á móti taxtabreyt-
ingunni.
Samkomulag er um launa-
þróunartryggingu. Í því felst
að þeir sem verið hafa í starfi
hjá sama atvinnurekanda og
hafa ekki fengið að lágmarki
5,5% launahækkun frá 2. jan-
úar 2007 til undirritunar
samninga fái það sem á vant-
ar. Ennfremur verði ákvæði
fyrir þá sem skipt hafa um
starf fram til 1. september
2007. Á árinu 2009 verði
launaþróunartryggingin
3,5%.
Árið 2010 verði almenn
launahækkun upp á 2,5%, auk
fyrrgreindra taxtahækkana.
Byggist á aðkomu
stjórnvalda
Landssamböndin innan
ASÍ munu hvert fyrir sig
funda með SA næstu daga til
að ljúka sérmálum og þá er
einnig verið að kappkosta að
ljúka þeim sameiginlegu mál-
um sem verið hafa á borði ASÍ
gagnvart Samtökum atvinnu-
lífsins.
Þessi niðurstaða byggist af
hálfu aðildarsamtaka ASÍ á
ásættanlegri aðkomu stjórn-
valda, segir að lokum í yfirlýs-
ingunni.
Árvakur/Árni Sæberg
Samningar ASÍ og SA eru komin langt áleiðis með samn-
ingana. Hér frá fundi með Ásmundi Stefánssyni.
Yfirlýsing
ASÍ vegna
kjaraviðræðna
Félags- og trygginga-
málaráðherra, Jóhanna Sig-
urðardóttir hefur úthlutað
styrkjum til atvinnumála
kvenna að upphæð kr.
15.790.000. Styrkjunum er
ætlað að styðja við bakið á
konum sem hafa áhuga á að
hasla sér völl sem sjálfstæðir
atvinnurekendur og eru með
áhugaverða viðskipta-
hugmynd.
Frá þessu er sagt á vefsíðu
Vinnumálastofnunar.
28 verkefni fengu styrk
Að þessu sinni var um að
ræða aukaúthlutun styrkja til
atvinnumála kvenna fyrir árið
2007 vegna mótvægisaðgerða
ríkisstjórnarinnar og því
mestu úthlutað til kvenna á
landsbyggðinni.
Alls bárust 115 umsóknir
en 28 verkefnum er úthlutað
styrk, allt frá 200.000 til
1.500.000 króna. Stærstu
styrkina fá verkefnin Spá-
konuhof á Skagaströnd og
búningaleiga á Akureyri.
Mikil fjölbreytni var í við-
skiptahugmyndum umsækj-
enda en meðal þeirra verk-
efna sem styrkt eru má nefna
vöruþróun í lífrænni sultu-
gerð, stofnun og markaðs-
setning á útfararstofu, „sölu“
á lifandi fé auk ýmiskonar
verkefna sem ætlað er að
styrkja ferðaþjónustu, m.a. á
Patreksfirði, Bakkafirði og í
Húnaþingi.
Samhliða stórauknu fjár-
magni til styrkja atvinnumála
kvenna hefur verið ákveðið að
efla til muna stuðning og ráð-
gjöf við konur sem hafa áhuga
á að vinna með sínar við-
skiptahugmyndir í samstarfi
við aðrar konur um allt land.
Vinnumálastofnun mun innan
tíðar kynna þá þjónustu bet-
ur, en þessa dagana er verið
að auglýsa eftir starfsmanni
sem mun annast það verkefni
innan stofnunarinnar.
Seinna á þessu ári verður
úthlutað 50 milljónum í styrki
til atvinnumála kvenna. Með
þeirri úthlutun opnast tæki-
færi fyrir fleiri konur til að
láta drauma sína rætast og
skapa sér áhugaverð atvinnu-
tækifæri og vinna um leið að
eflingu atvinnulífs í sínu
byggðarlagi.
Styrkir atvinnu-
sköpun kvenna
Morgunblaðið/Frikki
Styrkir Jóhanna Sigurð-
ardóttir styrkir framtaks-
samar konur.