Morgunblaðið - 01.04.2008, Side 8

Morgunblaðið - 01.04.2008, Side 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Á ANNAN í páskum lést Þór Wil- lemoes Petersen langt fyrir aldur fram. Hann var aðeins sautján ára og hafði barist við krabbamein í 10 ár. Liverpool-fótboltafélagið var eitt af helstu áhugamálum hans um langt skeið og fór hann tvívegis til Liverpool til að fylgjast með gengi liðsins. Voru þær ferðir honum til ómældrar ánægju og styrktu hann í baráttu við sjúkdóm sinn. Vinir og fjölskylda Þórs vinna nú að stofnun minningarsjóðs í sam- vinnu við Liverpoolklúbbinn á Ís- landi. Markmið sjóðsins er að styrkja börn sem eiga við erfiðleika að etja til ferða á Anfield til að fylgjast með leikjum Liverpool- liðsins. Hér er átt við börn sem eiga við erfiðleika að stríða vegna sjúk- dóma, fötlunar eða félagslegra að- stæðna. Skulu ferðirnar farnar undir stjórn Liverpoolklúbbsins. Í fyrstu stjórn sjóðsins munu sitja: Ásgeir Haraldsson, prófessor og yfirlæknir á Barnaspítala Hringsins, Jón Óli Ólafsson, for- maður Liverpoolklúbbsins á Ís- landi, og Bárður Sigurgeirsson læknir. Tekið er á móti framlögum á bankareikning 140-26-9140, 131155-3369. Sjóðurinn er í vörslu Landsbankans og Bárðar Sig- urgeirssonar fram að formlegri stofnun sjóðsins. Hetjur Þór ásamt Jamie Carragher, leikmanni Liverpool, síðastliðið haust. Styrktarsjóður fyrir sjúka Liverpool-aðdáendur FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, flytur á morgun, þriðju- daginn 1. apríl, fyrirlestur um lofts- lagsbreytingar og nýjar öryggis- ógnir á vegum Carnegie Council í New York. Forseti mun einnig eiga fundi með fjölmörgum sendiherrum hjá Sameinuðu þjóðunum þar sem fjallað verður um framboð Íslands til Öryggisráðsins að því er fram kem- ur í frétt frá forsetaskrifstofunni. Fyrirlesturinn hefst á morgun kl. 12 að íslenskum tíma og að honum loknum mun forseti svara fyr- irspurnum, en fyrirlestrinum verður útvarpað og tenging á útsendinguna á heimasíðu forsetaembættisins, for- seti.is. Forseti Íslands mun einnig á morgun og miðvikudaginn 2. apríl eiga fundi með sendiherrum ríkja í Suður-Ameríku og með sendiherr- um Norðurlanda og Eystrasaltsríkja hjá SÞ. Á fundunum verður fjallað um framboð ið til Öryggisráðsins. Mexíkó Í opinberri heimsókn for- seta til Mexíkó nýlega lýsti forseti Mexíkó, Felipe Calderón, yfir ein- dregnum stuðningi við framboð Ís- lands til Öryggisráðs SÞ. Fyrirlestur í New York HP Farsímalagerinn ehf., sem rekur verslanir Hans Pet- ersen og Farsímalagerinn, hefur sett á fót Ljósmynda- skóla Hans Petersen á netinu. Markmið skólans er að kenna undirstöðu í ljósmyndavinnslu bæði fyrir áhuga- menn og þá sem hyggja á frekara ljósmyndaranám. Kennd eru undirstöðuatriði í myndvinnsluforritum á borð við Photoshop auk almenns og ítarlegs kennslu- efnis í ljósmyndun svo og kennsla í notkun einstakra myndavéla. Forstöðumaður skólans er Kjartan Örn Sig- urðson. Hægt er að skrá sig í skólann á www.hanspeter- sen.is og fá nemendur þá 12 mánaða ótakmarkaðan að- gang að ítarlegu kennsluefni í ljósmyndavinnslu. Nemendur geta því komið og farið í skólann þegar hentar. Ljósmyndaskóli á netinu Kjartan Örn Sigurðsson ÚRSLIT í Frumkvöðlakeppni Inn- ovit 2008 fyrir íslenska háskóla- nemendur og nýútskrifaða nálgast nú óðum, en yfir 100 viðskipta- hugmyndir voru skráðar til leiks í fyrsta áfanga keppninnar. Í öðrum áfanga skiluðu nemendur inn full- mótaðri viðskiptaáætlun og hafa nú verið valdar 18 áætlanir í undan- úrslit keppninnar. Innovit er nýsköpunar- og frum- kvöðlasetur á sviði viðskipta með það að markmiði að auka þátt há- skólamenntaðs fólk í frumkvöðla- starfi á Íslandi. Þær viðskiptaáætlanir sem nú eru komnar munu fara í ítarlegan yfirlestur rýnihóps sérfræðinga sem samanstendur af fulltrúum úr íslensku viðskiptalífi og háskólum. Að lokum munu alls 10 við- skiptaáætlanir komast í úr- slitaáfanga keppninnar þar sem keppendur þurfa að kynna áætlanir sínar frammi fyrir yfirdómnefnd. Úrslit fara fram 12. apríl nk. og verða niðurstöður kynntar sam- dægurs. Sigurvegararnir hljóta að launum verðlaunagripinn Gull- eggið 2008 og 1,5 mkr í verð- launafé. Keppt um við- skiptaáætlanir SJÓMAÐUR slasaðist alvarlega um borð í togaranum Jóni Vídalín VE á Selvogsbanka í fyrrakvöld. Hlaut hann mikið högg á kviðinn og innvortis blæðingar. Landhelg- isgæslan sótti manninn með þyrlu og var hann lagður inn á slysadeild Landspítala þar sem hann gekkst undir aðgerð. Togarinn er gerður út af Vinnslustöðinni í Eyjum. Slasaður sjómaður STUTT Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is „HJÁ okkur hefur það verið langtíma- stefnumótun að verða samfélagslega ábyrgt fyrirtæki. Við tókum þessa ákvörðun í upphafi 10. áratugarins þar sem við teljum þetta vera hvata til þess að reka fyrirtækið á arðbærari hátt.“ Þetta segir Elin Myrmel-Jo- hansen, yfirmaður samfélagslegra ábyrgðarmála hjá norska fjármálafyr- irtækinu Storebrand. Hún mun á morgun halda erindi á ráðstefnu Út- flutningsráðs um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja, efni sem mikið hef- ur verið skoðað og fjallað um á er- lendri grundu en lítið hefur verið í um- ræðunni hér á landi. Myrmel-Johansen segir það mikil- vægt fyrir fyrirtæki að ná forskoti á þessu sviði og ráða við að framleiða vöru og þjónustu á þann hátt sem hafi jákvæð áhrif bæði á rekstur, t.d. í formi aukinna tekna, og á samfélagið. Slíkt hafi keðjuverkandi áhrif, meðal annars á starfsfólk og starfsanda inn- an fyrirtækisins. „Við höfum orðið vör við að starfsmenn Storebrand eru mjög stoltir af því að starfa hjá fyrir- tækinu og er það að stórum hluta vegna samfélagslegrar ábyrgðar fyr- irtækisins. Starfsfólkinu finnst þetta mjög mikilvægur hluti starfseminnar og það er mjög áhugasamt og ánægt með að eiga hlut í þessu starfi. Sam- félagsleg ábyrgð okkar hefur einnig gert okkur það mun auðveldara að ná til okkar góðu starfsfólki og nýútskrif- að ungt fólk er meðal þeirra sem sækja í fyrirtæki með skýra stefnu hvað varðar samfélagslega ábyrgð,“ segir hún og bætir við að stórir við- skiptavinir, á borð við fyrirtæki og stofnanir, leggi sífellt meira upp úr því að eiga í viðskiptum við fyrirtæki sem hefur tekið samfélagslega ábyrgð. Eykur tryggð Aðspurð segir hún erfitt að segja nákvæmlega til um hver áhrifin hafa orðið á rekstur Storebrand í krónum og aurum. „Við höfum unnið mikið af greiningum um áhrifin af samfélags- lega ábyrgum fjárfestingum. Margir telja aukinn kostnað falinn í sam- félagslegri ábyrgð en okkar nið- urstaða er sú að það hafi ekki áhrif á kostnaðarhliðina þegar á heildina er litið og þegar litið er til þess að samfé- lagsleg ábyrgð eykur tryggð við- skiptavina og starfsmanna við fyrir- tækið þá er ljóst að hún margborgar sig. Við höfum dæmi um að stórfyr- irtæki á borð við Det Norske Veritas hafi beint viðskiptum sínum til okkar vegna stefnu okkar.“ Hvernig skilgreinir þú samfélags- lega ábyrgð? „Samfélagslega ábyrg fyrirtæki eru fyrirtæki sem mæta samfélagslegum þörfum í gegnum kjarnastarfsemi sína. Þá á ég ekki við góðgerðar- starfsemi heldur að sníða afurðir sínar í takt við samfélagslegar þarfir. Það verða að verða einhver varanleg áhrif af því sem fyrirtækið gerir og í raun er öll starfsemin lögð undir. Það er vissulega jákvætt að vinna með góð- gerðarstofnunum og ýmsum fé- lagasamtökum en það tengist á engan hátt samfélagslegri ábyrgð sé það það eina sem fyrirtækið gerir,“ segir Myrmel-Johansen. Volkswagen datt út Aðspurð hvernig fjárfestingar- og lífeyrisvörslufélag á borð við Store- brand geti fjárfest á samfélagslega ábyrgan hátt segir hún félagið hafa sett sér mjög strangar reglur þar sem kveðið er á um þau skilyrði sem fyrir- tæki þurfa að uppfylla áður en hægt er að fjárfesta í þeim. „Í dag höfum við útilokað 96 af þeim fyrirtækjum sem finna má í heimsvísi- tölu Morgan Stanley,“ segir hún en segir það þó stefnu fyrirtækisins að gera ekki opinbert hvaða fyrirtækjum það fjárfesti í. Þó geti hún sagt að þýski bílaframleiðandinn Volkswagen hafi á sínum tíma dottið út vegna al- varlegra spillingarmála sem þar komu upp. Þar hafi þó verið tekið til og þar með hafi Storebrand fjárfest í félaginu á ný. Aðrir þættir sem Storebrand horfir til eru að sögn Myrmel-Johansen mannréttindamál og umhverfismál auk þess sem ekki er fjárfest í tóbaks- framleiðendum, framleiðendum jarð- sprengna, kjarnorkuvopna og klasa- sprengna. Þá eru þau 10% fyrirtækja sem verst eru í hááhættuiðnaði ekki til þess hæf að fjárfest sé í þeim. Samfélagsleg ábyrgð er arðbær Elin Myrmel-Johansen Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is FULLTRÚAR minnihluta í borgar- stjórn segja doða í borgaryfirvöldum og að athygli veki það ráðaleysi sem einkennt hafi umræðuna um vanda miðborgarinnar, þegar fyrir liggja vandlega rökstuddar tillögur um úr- bætur. Þetta kom fram á blaðamanna- fundi sem borgarfulltrúar minni- hluta boðuðu í gær þar sem lögð var fram skýrsla um málefni miðborg- arinnar. Fyrirliggjandi í tvo mánuði Vinna við skýrsluna hófst í sept- ember 2007 að frumkvæði 100-daga meirihlutans svokallaða, og komu að gerð hennar fulltrúar veitinga- manna, lögreglu, ferðaþjónustu og borgar auk þess að valdir íbúar mið- bæjarins voru fengnir til þátttöku í verkefninu. Skýrslan er um 50 blaðsíður að lengd og eru þar lagðar fram tillögur til úrbóta á ýmsu því sem finna má að ástandi borgarinnar í dag. Skoðar skýrslan einnig þær lausn- ir sem aðrar borgir með svipuð vandamál og Reykjavík hafa notað með góðum árangri. Skýrslan óhreyfð Skýrslan lá fyrir fáeinum dögum áður en núverandi meirihluti tók við stjórn borgarinnar og gagnrýndu fulltrúar minnihluta borgarstjóra og formann borgarráðs fyrir að hafa ekki kynnt efni skýrslunnar eða haf- ið vinnu í samræmi við tillögur henn- ar. „Það er eins og sumt af þeirri miklu vinnu sem var unnin í tíð fyrri meirihluta hafi fengið að liggja ofan í skúffu frá því nýr meirihluti tók við,“ sagði Dagur B. Eggertsson á fund- inum. „Skýrslan er afrakstur um- fangsmikillar vinnu helstu hags- munaaðila og veitir alhliða tillögur sem taka m.a. á hreinsun bæjarins, veggjakroti og yfirgefnum húsum.“ Hefur burði til að blómstra Bæjarfulltrúarnir kölluðu á fund- inum eftir skýrari stefnu og mark- vissum aðgerðum. Sagði Dagur að líklega hefði áhugi, framtaksemi og fjárfesting í úrbótum á miðbænum aldrei verið meiri. „Það eru ekki bara möguleikar fyrir hendi til að miðbærinn blómstri, heldur getur hann orðið kröftugri en nokkurntíma áður,“ sagði hann. Dagur sagði það skipta miklu máli að skilaboð borgaryfirvalda í málefn- um miðbæjarins væru skýr, og að hústöku og öðrum vandamálum hefði verið sýnt of mikið umburðar- lyndi. Lögregla taki áfengið Meðal hugmynda sem lagðar eru fram í skýrslunni er að mörkuð verði svæði í miðborginni þar sem neysla áfengis utandyra er leyfileg, en að lögreglu verði gefið vald til að leggja hald á áfengi á öðrum stöðum. Önnur hugmynd er sú að skemmtistaðir hleypi viðskiptavin- um ekki inn eftir ákveðinn tíma, þó staðirnir séu opnir lengur. Slíkt komi í veg fyrir ráp viðskiptavina milli staða og um leið þann óskunda sem oft vill fylgja rápinu. Lausn miðborgar- vandans ofan í skúffu? Gagnrýna meirihluta fyrir að nýta ekki tillögur skýrslu Morgunblaðið/Ómar Lausn? Skýrslan, sem unnin var að frumkvæði fyrri meirihluta, skoðar m.a. þær leiðir sem aðrar borgir hafa farið til að leysa svipuð vandamál. Í HNOTSKURN »Skýrsla gerð með þátttökuhelstu hagsmunaaðila var fyrirliggjandi þegar nýr meiri- hluti tók við. »Minnihluti gagnrýnir borg-arstjóra fyrir að kynna ekki og nýta þær tillögur sem koma fram í skýrslunni. »Tillögur m.a. um að lögreglamegi taka áfengi af fólki á sumum svæðum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.