Morgunblaðið - 01.05.2008, Síða 1

Morgunblaðið - 01.05.2008, Síða 1
„Þennan leik geta ekki leikið nema bráð- greindir menn – sem eru fljótir að hugsa.“ Karl G. Bene- diktsson var ánægður með sína menn » 5 Framarar fagna hundrað ára afmæli félagsins í dag, 1.maí. Þeir halda upp á daginn á veglegan hátt á fé-lagssvæði Fram í Safamýri. Hátíðardagskráin hefstkl. 10 til 12 með 7. flokks móti í knattspyrnu á veg- um Kiwanisklúbbsins Heklu. Reiknað er með að fjölmenni verði í Safamýrinni ídag. Framarar safnast saman á tveimur stöðum kl.13 og gengið verður þaðan á félagssvæðið. Þaðverður boðið upp á sögugöngu frá gamla Fram- svæðinu við Skipholt. Einnig verður boðið upp á skrúðgöngu frá Grensáskirkju, þar sem lúðrasveit verður fremst í flokki. Afmælishátíðin hefst síðan kl. 13.20 til 15.20 meðbarnaskemmtun. Skoppa og Skrítla koma í heim-sókn, hljómsveitin Sprengjuhöllin skemmtir, Bjart-ur sýnir Breakdans, boðið verður upp á leiktæki fyrir börn og Coke-fótboltavöll í boði Vífilfells. Margt annað verður á dagskrá. Borgarstjórinn íReykjavík, Ólafur F. Magnússon, mun skrifa und-ir samninga við Fram varðandi nýja Framsvæðiðí Úlfarsárdal kl. 14 og þá fara fram heiðurs- merkjaveitingar. Í tilefni dagsins verður blásið til veislu þar sem öllum Frömurum og öðrum gestum er boðið upp á kaffi og veit- ingar kl. 13.30 til 16. Börnum verður boðið upp á pylsur og gos. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson „ÉG er afar stolt og ánægð að vera fyrsti Fram- arinn til að ná Íslandsmeistaratitli á afmæl- isárinu,“ sagði Sigrún Nanna Karlsdóttir, 27 ára, nýkrýndur Íslandsmeistari í -59 kg flokki í Tæk- vondó. Sigrún Nanna er hér á myndinni hvít- klædd fyrir miðju í annari röð, umkringd ungu keppnisfólki í Fram, sem á framtíðina fyrir sér. Sigrún Nanna á sæti í stjórn Tækvondódeildar Fram og þá þjálfar hún yngstu tækvondómenn Fram. Það má segja að Sigrún Nanna Karlsdóttir, landsliðsmaður í tækvondó, hafi komið, séð og sigrað á Íslandsmótinu í tækvondó um miðjan mars 2008. Sigrún Nanna kom heim sl. desember eftir fjögurra ára doktorsnám í efnaverkfræði við University of Michican í Bandaríkjunum. Hún var Íslandsmeistari 2003 er hún hélt til Banda- ríkjanna, eftir að hafa útskrifast frá Háskóla Ís- lands, með B.S. próf í véla- og iðnaðarverkfræði. Hún keppti ekki á meistaramótinu á námsárum sínum vestan hafs 2004, 2005, 2006 og 2007. „Stolt og ánægð“ ÞAÐ er ýmislegt á döfinni á 100. afmælisári Fram. Afmælishóf Fram var haldið í Gullhömrum í Grafarholti í gærkvöldi. Þar fór fram frumflutningur á 100 ára afmælislagi Fram.  Afmælisrit Fram, hundrað síður, kom út í gær.  Afmælishátíð verður á félagssvæði Fram í Safamýri á afmælisdaginn 1. maí.  Afmælisbúningur Fram 2008 verður kynntur 12. maí, annan í hvíta- sunnu.  Nýr Fram-vefur verður opnaður í júní.  Afmælisgolfmót Fram fer fram í júlí.  Framdagurinn verður haldinn í ágúst.  Minnisvarði um Rúnar Vilhjálmsson, sem lést í London í keppnisferð með landsliði Íslands í knattspyrnu í byrjun árs 1970, verður afhjúp- aður í október. Hið árlega herrakvöld Fram verður haldið í nóvember.  Afreks- og minningarsjóður um Ásgeir Elíasson verður stofnaður í nóvember.  100 ára afmælisbók Fram kemur út í byrjun desember.  Íþróttamaður- og kona ársins 2008 krýnd 31. desember. Það verður í fyrsta skipti sem útnefningin fer fram. Á döfinni ... „GULLTÍMABILIГ 1962-1972 RAFMÖGNUÐ BARÁTTA FRAM OG FH TÓK Á TAUGARNAR >> 4 Pétur Ormslev um Ásgeirs- tímabilið 1985 til 1991. „Stórkost- legt að umgang- ast alla þessar sterku persónur sem komu við sögu í Safamýr- inni.“ » 6

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.