Morgunblaðið - 09.05.2008, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 09.05.2008, Qupperneq 6
6 FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Guðrún Sóley Gunnarsdóttir frá Breiðabliki María B. Ágústsdóttir, byrjuð aftur Alicia M. Wilson í barneignarleyfi Berglind Magnúsdóttir í Þór/KA  Lánuð út tímabilið. Olga Færseth, hætt Valdís Rögnvaldsdóttir, hætt   *+   Stofnað: 1899. Heimavöllur: KR-völlur. Aðsetur félags: KR-heimilið, Frostaskjóli 2, 107 Reykjavík. Sími: 510-5310. Fax: 510-5308. Netfang: knattspyrna@kr.is. Heimasíða: www.kr.is Stuðningsmannasíða: www.krreykjavik.is Framkvæmdastjóri: Ingólfur Már Ingólfsson. Þjálfari: Helena Ólafsdóttir. Aðstoðarþjálfari: Guðrún Jóna Kristjánsdóttir. Liðsstjóri: Sigríður Fanney Páls- dóttir. Sjúkraþjálfari: Svala Helgadóttir. Formaður knattspyrnudeildar: Magnús Ingimundarson. Íslandsmeistari: (6) 1993, 1997, 1998, 1999, 2002, 2003. Bikarmeistari: (3) 1999, 2002, 2007. Deildabikarmeistari: (4) 1999, 2000, 2002, 2008. Knattspyrnufélag Reykjavíkur Eftir Stefán Stefánsson stes@mbl.is „Við höfum æft vel í vetur, sem hefur ekki verið okkur góður því við æfðum að mestu utanhúss og það reyndi svo sannarlega á, en nú er tilhlökkun og spenna í hópnum með grænkandi grasi. Við byrjuðum í byrjun nóvem- ber, æfðum fimm og stundum sex sinnum í viku en minnkuðum það í lokin því álagið var mikið og stelp- unum fannst á tímabili að þær væru orðnar nokkuð þungar. Stelpurnar hafa því verið viljugar og duglegar, það hefur ekki þurft að þrýsta á þær til að mæta á æfingar svo ég þarf ekki að kvarta. Það veitir ekki af því sam- keppni um stöðu í liðinu er mikil, við erum með 21 leikmann í hópnum og það veitir ekki af því við fundum fyrir því í fyrra að við máttum illa við því að lenda í meiðslum. Auðvitað skiptir miklu hvað gerist þegar lykilleik- menn detta út og mér sýnist að þrír leikmenn fari utan í skóla og þá verða hinir að vera klárir. Helena fékk stuðning Við fórum ekki neitt utan til æfinga því landsliðið var á ferðinni í Portú- gal. Svo kostar heilmikið að fara svona ferðir svo við ákváðum að sleppa því, taka frekar æfingahelgi í bænum og eitthvert húllumhæ síð- ar.“ Helena fékk dyggan stuðning við að styrkja liðið. „Edda Garðarsdóttir, sem einnig er leikmaður, tók að sér þrekþáttinn og lyftingarnar sem við ákváðum að taka fastari tökum og ég sé mikinn mun á stelpunum. Það er fín lína að vera leikmaður og þjálfari en hún hefur leyst það mjög vel og stelpurnar hafa komið vel út úr þrek- prófum. Við þurftum að taka á þessu því ég fylgdi þessu ekki nóg eftir þeg- ar ég var ein með liðið og vildi sjá bætingu í þessum málum svo ég er mjög sátt enda þarf þetta að vera í lagi þegar mótið hefst. Það var rætt um daginn að stelpurnar væru í of- þjálfun en ég er ekki sammála því. Það er frekar spurning um æfinga- leiki og tímasetningar hjá landsliðun- um og ég er ekki alsæl yfir þeim en hef ekki áhyggjur af því, þær hrista það af sér og ég finn að þegar gengur vel í landsliðinu er létt yfir þeim,“ sagði Helena. Hún hefur náð að styrkja liðið með varnarjaxlinum Guðrúnu Sóleyju Gunnarsdóttur og Maríu B. Ágústs- dóttir markverði, en er ekki viss um að hún njóti krafta markadrottning- arinnar Olgu Færseth og Aliciu Max- ine Wilson úr vörninni. „Leikmenn eins og Guðrún eru ekki á hverju strái, gríðarlegur styrk- ur að fá hana með sína miklu reynslu auk þess að vera með KR-hjarta. Svo er gott að fá Maríu í markið, við vor- um með Írisi í fyrra og hún stóð sig mjög vel en María er með gríðarlega reynslu. Varnarleikurinn ætti því að vera sterkari enda höfum við fengið á okkur fá mörk. Hins vegar hefur Olga ekki sagt mikið um hvort hún verður áfram, auðvitað heldur maður í vonina um að hún komi inn en ég get ekki byggt liðið á því núna. Það tók tíma að láta liðið ná saman eftir að hún hætti – því hún er leiðtogi og lék frábærlega í fyrra. Svo vitum við ekki hvort Alicia kemur aftur. Fyrir vikið þurftu stelpurnar að vinna sig út úr því en mér finnst það hafa gengið vel,“ sagði þjálfarinn en slær þó ekki af þegar kemur að markmiðum. „Við höfum ekki farið formlega yfir markmið en þau eru samt skýr, við vitum að við erum með lið sem getur unnið titil svo það er auðvitað mark- miðið. Það væri fáránlegt að segja að við stefndum á annað sætið og við stefnum á titil eða titla. Við erum með leikreynt lið með marga reynslubolta og þeir vilja góðan árangur. Það eru alltaf kröfur í KR, þó ekki meira en venjulega og við gerum sjálfar mestu kröfurnar. Við erum í þessu til að vinna og ég finn að það er meðbyr, fólk sér að allt er hægt og við getum margt svo það kemur með.“ Helena býst við spennandi deild þar sem mörg lið gera atlögu að verð- launum. „Deildin gæti orðið skemmtileg. Við höfum spilað við öll hin liðin. Ég gæti trúað að Valur og KR berjist á toppnum áfram en Breiðablik með Vöndu Sigurðardótt- ir sem þjálfara gerir eflaust góða hluti. Stelpurnar þar eru auðvitað eldri núna og þær í 19 ára landsliðinu eru þungamiðjan í liðinu. Svo er Stjarnan og Keflavík en allir eru að fá útlendinga svo ég geri ráð fyrir að fara inn í nýtt mót,“ sagði Helena. Helena Ólafsdóttir, þjálfari KR, þurfti að endurskipuleggja lið sitt við brotthvarf Olgu Færseth Morgunblaðið/ÞÖK Fyrirliðinn Hrefna Jóhannesdóttir, hinn marksækni leikmaður KR, hefur tekið við fyrirliðabandi liðsins. Helena Ólafsdóttir, þjálfari KR. Morgunblaðið/Sverrir Á ferðinni Hólmfríður Magnúsdóttir, besti leikmaður Íslandsmótsins 2007, er hér á ferðinni með knöttinn í leik gegn Breiðabliki. & ,+   ? ! +   /'    ? % ? +     -/    '   ,    $  ,   A % , +C<  A$   ' $ + 0   ' #    *  />   ><%   1232 1228 124: 1241 1242 1242 1226 1242 1243 124: 1246 1244 1227 1:5 6 35 59 14 1 6 13 51 27 1:: 74 6 82 6 16 89 8 6 6 7 76 48 176 : 6 54 6 6 7 6 6 6 6 18 86 16 6 6 :4 13 6 6 2 6 1 14 ;( ,' ./0  % > 0   C % ,   ;  16 77 86 1 '- ,. : 9 3 4 18 19 13 12 71 78 ,0/23- ,. 7 8 5 2 11 1: ' '- ,. ?) 1247 1242 42 19 6 6 3 6 ,+0 !,   A ,( +   ,+,(&    %  E   &$< (,-   * %    1241 1247 124: 1247 1247 1242 17: 44 84 98 176 9 1: 73 1 9 18 6 4   B     % C  D „SUMARIÐ leggst vel í mig og ég hlakka til því ég held að það geti orðið skemmtilegt, sérstaklega eft- ir að landsliðið er farið í gang og mótið stærra með fleiri leikjum auk þess sem ég er líka ánægð með liðið mitt,“ sagði Helena Ólafsdóttir, þjálfari KR-kvenna, um sumarið. Það tók tíma að láta liðið ná saman

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.