Morgunblaðið - 09.05.2008, Síða 9

Morgunblaðið - 09.05.2008, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2008 9   Karitas S. Ingimarsdóttir frá BÍ Linda Rós Þorláksdóttir frá Val  Í láni tímabilið 2008. Beth Anna Ragdale til Englands Donna Cheyne til Skotlands Una Harkin til Norður-Írlands   *+   Stofnað: 1929. Heimavöllur: Keflavíkurvöllur. Aðsetur félags: Keflavíkurvöllur v/ Hringbraut, 230 Reykjanesbær. Sími: 421-5188. Fax: 421-4137. Netfang: kef-fc@keflavik.is. Heimasíða: www.keflavik.is. Framkvæmdastjóri: Friðrik Rúnar Friðriksson. Þjálfari: Salih Heimir Porca. Liðsstjóri: Kjartan Einarsson. Sjúkraþjálfari: Elfa Sif Sigurð- ardóttir. Formaður knattspyrnudeildar: Þorsteinn Magnússon. Íslandsmeistari: Aldrei. Bikarmeistari: Aldrei. Deildabikarmeistari: Aldrei. Keflavík, ungmenna- og íþróttafélag Eftir Kristján Jónsson kris@mbl.is „Við fórum til Portúgals í æfinga- ferð og vorum í vikutíma. Þar voru serbnesku leikmennirnir reyndar ekki með okkur. En það gekk bara vel og ferðin styrkti hópinn. Ég var með tuttugu manna hóp á æfingum í allan vetur sem var ánægjulegt. Fleiri heimamenn munu fá tækifæri því með þennan hóp fannst mér óþarfi að fá fleiri en þrjá erlenda leikmenn til liðsins. Og erlendu leikmennirnir eru búnir að vera í Keflavík í þrjú til fjögur ár. Ég er í raun bara með einn nýjan leikmann í hópnum en það er Linda Rós Þor- láksdóttir sem kom frá Val. Ég er því með leikmannahóp í höndunum sem ég er búinn að móta og það er mjög jákvætt. Ég tel að við verðum sterkari í sumar en í fyrra enda reynslunni ríkari.“ Keflvíkingum var eins og áður segir spáð 4. sæt- inu af forráðamönnum félaganna. Porca segir það ekki óraunhæft að spá liðinu því sæti en segist ætla að stríða stóru liðunum: „Maður vill alltaf gera betur en í fyrra. Ég reikna með því að við verðum sterkari en í fyrra og getum strítt KR og Val. Markmiðið er að taka eitt skref fram á við og berjast um eitt af þremur efstu sætunum. Það er engin spurning um að við mun- um taka einhver stig af stóru lið- unum. Ég trúi ekki öðru. Við erum búin að æfa mjög vel og munum því hafa kraft og úthald til þess að klára leiki. Þetta er spurning um hversu mikið leikmennirnir vilja sækja fram og hvort þær vilja meira. Ef við viljum vinna leiki og komast ofar í töflunni þá verðum við að sækja. Það þýðir ekkert að bíða aftarlega á vellinum og skapa sér bara eitt og eitt marktækifæri. Við verðum auðvitað að spila sókn- arbolta, svona upp að því marki sem andstæðingurinn leyfir.“ Skandall ef Valur vinnur ekki Spurður hvort hann vildi spá um hvaða lið yrði meistari stóð ekki á svarinu hjá Heimi Porca: „Valur er með stærsta og sterkasta leik- mannahópinn og það yrði skandall ef þær ynnu ekki. Svo einfalt er það.“ Salih Heimir Porca, þjálfari Keflvíkinga „Munum taka stig af stóru liðunum“ Ljósmynd/Víkurfréttir Tilbúnar í slaginn Jelena Petrovic, Danka Podovac, Salih Heimir Porca, þjálfari Keflavíkurliðsins, og Vesna Smiljkovic. G     &       /     %   A   ? !      <%     ,+@(/+   @  )     $   ,+0A % H  *  '    !     1245 1242 1244 1244 1221 1226 1248 1247 1242 1248 1227 1227 1226 88 77 9 19 6 6 97 73 18 :1 : 8 17 1 6 6 1 6 6 18 16 1 14 6 6 1 6 6 6 6 6 6 1 12 6 15 6 6 6 4 6 6 6 6 6 6 6 6 1 17 ;( ,' ./0 0 % ><%    @   ;  9 2 16 11 1: 19 13 1 '- ,. 7 4 76 71 75 79 ,0/23- ,. 8 : 3 18 15 14 77 78 7: ' '- ,. ?) 1247 1248 52 18 6 6 6 6 % >/+   & < & )    C ,   ' /     < ,    C  %0   *0#    (G $   !=< I 1245 1244 1232 1226 1226 1227 1242 1245 1226 94 81 :1 8 3 9 71 6 8 7 6 4 1 6 6 6 6 6 4   B     % C  D SALIH Heimir Porca hefur verið að gera góða hluti með Keflavík- urkonur. Þeim er spáð fjórða sæti á eftir risunum þremur í íslenskri kvennaknattspyrnu, KR, Val og Breiðabliki. Það þarf svo sem ekki að koma mjög á óvart þar sem Porca fór með Keflavíkurliðið alla leið í bikarúrslit á síðustu leiktíð. Hann segir erlendum leikmönnum liðsins hafa fækkað úr sex í þrjá en engu að síður eigi Keflavík að geta tekið stig af Val og KR. KEPPNISBOLTINN í Lands- bankadeild kvenna kemur frá Uhlsport og heitir gripurinn TC Precision Classic. Undanfarin tvö ár hefur Mitre verið keppn- isboltinn í deildinni og segir Hrefna Huld Jóhannesdóttir leikmaður KR að það sé ekki mikið vandamál að sparka hvaða bolta sem er inn í mark andstæð- inganna. „Við erum reyndar ekki búnar að prófa nýja keppnisbolt- ann en við fáum kynnast honum á æfingunni á morgun (í dag). Það sem við höfum heyrt frá karlaliðinu sem er búið að prófa boltann er að hann er aðeins þyngri en sá sem var notaður í fyrra. Ég hef ekki velt þessu mikið fyrir mér en ef það á að nota þessa tegund í efstu deild karla og kvenna á Íslandi þá hlýtur hann vera góður.“ Hrefna segir að leikmenn KR séu ekki að spá mikið í þær teg- undir af boltum sem eru í boði en sitt sýnist hverjum. „Fótboltar eru misjafnir. Sumir eru léttir, aðrir þungir. Þetta er ekkert ósvipað því að velja sér fótbolta- skó. Skórnir eru misjafnir og það er erfitt að gera öllum til hæfis,“ sagði Hrefna Huld Jóhann- esdóttir. Hefur ekki áhyggjur af keppnisboltanum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.