Morgunblaðið - 09.05.2008, Side 15

Morgunblaðið - 09.05.2008, Side 15
Eftir Ingibjörgu Hinriksdóttur Þjálfari liðsins, Gareth O’Sullivan frá Írlandi, er ánægður með að vera meðal hinna bestu. „Það er frábært að vera í efstu deild. Okkar markmið er að vera samkeppnis- hæfar og halda sæti okkar í deild- inni. Við eigum von á því að fá dyggan stuðning frá íbúum Mos- fellsbæjar og þeir verða okkar 12. maður. Hjá okkur ríkir því bæði spenna og eftirvænting,“ sagði Ga- reth O’Sullivan en hann kom til fé- lagsins fyrir rúmu ári síðan eftir að hafa þjálfað skólalið í Bandaríkj- unum. Það var athyglisvert að fylgjast með liði Aftureldingar síðasta sum- ar og greinilegt að metnaðurinn er til staðar í Mosfellsbænum. Að sögn forráðamanna liðsins er byggt upp til framtíðar og sagan frá 1996 á ekki að endurtaka sig en þá lék Afturelding í efstu deild, í fyrsta og eina skiptið til þessa, og hafnaði í neðsta sæti með aðeins þrjú stig. Meistaraflokkur Aftureldingar var síðan lagður niður eftir keppn- istímabilið 1997 og var ekki stofn- aður aftur fyrr en tæpum áratug síðar. Það var því splunkunýtt lið sem var sent til keppni í 1. deildinni í fyrra og það fór í gegnum hana með glæsibrag og hafnaði í öðru sæti. Þjálfari liðsins, Gareth O’Sulliv- an, er snjall að finna öfluga erlenda leikmenn og var með tvo af bestu erlendu leikmönnum kvennadeild- anna hjá Aftureldingu sl. sumar. Önnur þeirra, Sophia Mundy, mun leika áfram með Aftureldingu í sumar og verður forvitnilegt að sjá þennan öfluga leikmann kljást við nokkrar af bestu knattspyrnukon- um Íslands. Fimm erlendir leikmenn Alls munu fimm erlendir leik- menn leika með Aftureldingu í sumar, þrír frá Bandaríkjunum, Sophia Mundy, Christa Mann og Brett Maron, Vicky Charnley frá Englandi og Maria Sönnerborg frá Svíþjóð. Einnig eru hjá liðinu nokkrir efnilegir ungir leikmenn, m.a. Sigríður Þóra Birgisdóttir, sem skoraði 10 mörk í 12 deilda- leikjum á síðasta tímabili, og María Rannveig Guðmundsdóttir, sem var kjörin íþróttakona Aftureldingar á síðasta ári. Þær eru báðar aðeins 17 ára gamlar og leikmenn með stúlknalandsliði Íslands. Gareth O’Sullivan, þjálfari Aftureldingar Spenna og eftir- vænting AFTURELDING vann sér sæti í Landsbankadeildinni eftir harða baráttu við HK/Víking og Þrótt sl. sumar. Liðið lék skemmtilega knattspyrnu í 1. deildinni og ljóst að uppbyggingarstarf í Mosfells- bænum undanfarin ár er að skila góðum árangri. Ljósmynd/Ingibjörg Hinriksdóttir * % '     &      % <   "!    /#      ( $    F#  !  %  %    &      & ,+$     +/     * /   1226 1226 1249 1227 1221 1244 1245 1227 124: 1227 1221 1233 6 6 6 6 6 6 6 6 87 6 6 72 6 6 6 6 6 6 6 6 : 6 6 7 6 6 6 6 6 6 6 6 6 6 6 6 6 6 6 6 6 6 6 6 6 6 6 6 1 17 18 ;( ,' ./0    ,-0>   G <%  0   ;  2 78 1 '- ,. 16 11 15 13 14 12 76 77 75 73 ,0/23- ,. 7 : 5 9 3 4 1: 19 71 7: 79 74 ' '- ,. ?) 1249 1234 1242 6 73 6 6 6 6 6 6 6   OF    N#  H    & @ $   (,+$     #      &    , ' +    ,+$     ,(A      0    N#  1227 1247 1243 1244 1221 1226 1249 124: 1228 1227 1227 1245 6 6 6 6 6 6 6 :4 6 6 6 6 6 6 6 6 6 6 6 7 6 6 6 6 4   B     % C  D Við Varmá Gareth O’Sullivan, þjálfari Aftureldingar, ásamt Sigríði Þóru Birgisdóttur og Maríu Rannveigu Guð- mundsdóttur, leikmönnum liðsins, sem báðar spila með stúlknalandsliði Íslands. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2008 15 '    Stofnað: 1909. Heimavöllur: Varmárvöllur. Aðsetur félags: Íþróttamiðstöðin Varmá, 270 Mosfellsbær. Sími: 566-7089. Fax: 564-6032. Netfang: umfa@simnet.is Heimasíða: www.afturelding.is. Framkvæmdastjóri: Hallur Birgis- son. Þjálfari: Gareth O’Sullivan. Aðstoðarþjálfari: John Andrews. Sjúkraþjálfari: Sólveig Þórarins- dóttir. Formaður kvennaráðs: Hallur Birgisson. Íslandsmeistari: Aldrei. Bikarmeistari: Aldrei. Deildabikarmeistari: Aldrei. Ungmennafélagið Afturelding KVENNALIÐ Aftureldingar leikur með Bleiku slaufuna framan á búningum sínum í Landsbankadeildinni í sumar. „Hugmyndin kvikn- aði út frá búningi Barcelona en tvö síðustu ár hefur félagið auglýst UNICEF á búningi sínum og styrkt samtökin um leið. Eftir að við fór- um að velta þessu fyrir okkur vaknaði hugmyndin að kjörið væri að vekja athygli á Bleiku slaufunni, árveknisátaki um brjóstakrabbamein, á keppnisbúningi meistaraflokks liðs Aftureldingar í Landsbankadeild kvenna í sumar. Tengja þannig átakið gegn brjóstakrabbameini við íþróttir kvenna og heilbrigðan lífsstíl,“ segir Gústav Gústavsson, stjórnarmaður í meistaraflokksráði kvenna hjá Aftureldingu þegar þessi ákvörðun var kynnt. „Forsvarsmönnum Krabbameinsfélagsins leist strax vel á hugmynd- ina og samþykktu hana um leið,“ segir Gústav ennfremur. Samningur Aftureldingar og Krabbameinsfélags Íslands felur í sér að keppn- istreyjur kvennaliðs Aftureldingar í knattspyrnu verða merktar bleiku slaufunni. Samhliða mun meistaraflokkur kvenna safna áheit- um hjá fyrirtækjum og einstaklingum fyrir hvert mark sem liðið skor- ar í Landsbankadeildinni og VISA-bikarkeppninni á þessu ári. Rennur ágóðinn af áheitunum jafnt til Bleiku slaufunnar og til eflingar knatt- spyrnu kvenna hjá Aftureldingu. Afturelding með Bleiku slaufuna Morgunblaðið/Golli Bleika slaufan Hallur Birgisson, formaður meistaraflokksráðs kvenna hjá Aftureldingu, og Guðrún Agnarsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélags Íslands, fyrir miðju, ásamt leikmönnum og þjálfara Aftureldingar. Brett Maron frá Bandaríkjunum Christa Mann frá Bandaríkjunum Gréta Rún Árnadóttir frá ÍR Maria Sönnerborg frá Svíþjóð Valdís María Einarsdóttir frá BÍ Vicky Charnley frá Englandi Alicia Milyak til Bandaríkjanna Danielle T. Guempel til Bandaríkjanna Kirsty Marr til Skotlands Samanta Robinson til Bandaríkj- anna   *+  

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.