Morgunblaðið - 21.06.2008, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 21.06.2008, Qupperneq 27
að þessu sinni við Vörðuna, sem er ráðhús Sandgerðinga. Boðið var upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla aldurshópa.    Langt er komið að reisa grind nýrr- ar björgunarstöðvar Sigurvonar á Hafnarsvæðinu. Húsið er tvær hæð- ir og tæpir 650 fermetrar. Áætlað er að húsið verði tekið í notkun á áttatíu ára afmæli Sigurvonar sem verður í haust.    Í eldra húsnæði Sigurvonar við Strandgötu hefur verið útbúin lög- reglustöð í hluta húsnæðisins. Enn fremur fær slökkvilið Sandgerðis stærra húsnæði fyrir tæki og búnað en slökkviliðið er í sama húsnæði og björgunarsveitin Sigurvon. eru rússneskir en þá fengu þau gef- ins frá vinum sínum þar í landi, en Nonni bjó þar um tíma. „Þetta eru bollar sem vísa í rússnesk ævintýri og engir bollar eru eins. Hver þeirra er með sérstaka ævintýramynd.“ Nonni er forfallinn vopnasafnari og á ógrynni af sverðum, spjótum og hnífum, sem flest er í geymslu. Þó er eitt forláta sverð frá Kína yfir stofu- dyrunum og eins eru uppi á vegg örvar sem hann keypti á markaði í London, spánskt Fernando-sverð og skjöldur sem hann keypti af járn- smiði í Tékklandi. „Ég er líka veikur fyrir hauskúp- um og systir mín gaf mér til dæmis göngustaf í jólagjöf með handfangi sem er hauskúpa. Ég á ágætt safn af hauskúpuhringjum enda eru kúpur kúl,“ segir Nonni. Beta segir að þau séu bæði algjör- ir safnarar og eigi fullar geymslur af húsgögnum og dóti sem kemst ekki fyrir í íbúðinni. „Þar geymum við meðal annars rókokkó-sófasett, hundrað ára risastórt borðstofuborð og stóla. Við gætum sennilega sett upp heilt leikhús. Við þurfum sem sagt að stækka við okkur og erum búin að setja íbúðina á sölu.“ Andinn er mjög góður í íbúðinni og eflaust skiptir þar máli að gamlir hlutir frá ættingjum eru innan um nýrri húsgögn, til dæmis risastór standlampi frá afa og ömmu Nonna í einu stofuhorninu. „Viðarklukkan í stofuglugganum er frá langömmu minni og rósótti stóllinn frá ömmu. Mér finnst gott að hafa í kringum mig hluti með sál frá fólkinu mínu,“ segir Nonni sem er svo heppinn að Beta er sama sinn- is. khk@mbl.is Höfuðprýði Þau nota bæði mikið af húfum og höttum og margt af því er frá öfum og ömmum þeirra. Svefnherbergið Yfir stóru hjónarúminu er stórt áritað verk eftir Pétur Stefán til afa Nonna og nafna, Jóns Aðalsteins. Sjarmerandi Þau létu upprunalegu eldhúsinnréttinguna halda sér og segja allt smakkast vel sem matreitt er á henni, en Nonni er matgæðingur. Herbergisskraut Við hlið gínunnar í svefn- herberginu er forláta stafur með hauskúpu. Nonni er forfallinn vopnasafnari og á ógrynni af sverðum, spjótum og hnífum. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 2008 27 Friðrik Steingrímsson í Mý-vatnssveit henti gaman að blíðunni sunnanlands og „fékk það í bakseglin“ í vikunni. Hann velti því fyrir sér hvað skaparinn væri að hugsa: Sumrinu síst er að hlífa sorgleg er skaparans gjörð. Helvítis hundslappadrífa af himninum fellur á jörð. Í Mývatnssveit gekk á með éljum og hitinn var ein gráða: Fölna blóm og fuglar þegja fjallahringur allur grár. Mér finnst ef að satt skal segja sumarið heldur stutt í ár. Hlynur Snæbjörnsson orti er hann heyrði af hrakningum Frið- riks: Hríð um glugga hann þar sá, harðindavísu Frikki reit. býsna vitlaust virtist þá, að vera upp í Mývatnssveit. Og Jón Gissurarson: Friðrik margra virðing vann vel hann getur samið brag. Hryggileg þó hrelli hann hríð um bjartan sumardag. VÍSNAHORNIÐ pebl@mbl.is Af éljum í júní

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.