Morgunblaðið - 21.06.2008, Side 28

Morgunblaðið - 21.06.2008, Side 28
28 LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Ríkisstjórninkynnti ífyrradag umfangsmiklar breytingar á starfsemi Íbúða- lánasjóðs með það að mark- miði að koma hreyfingu á fasteignamarkaðinn aftur. Aðgerðin hefur margvíslega þýðingu. Augljósustu áhrifin snúa að fólkinu sjálfu og gerir fjöl- skyldum í landinu auðveldara að fjármagna íbúðarkaup eft- ir að bankarnir drógu veru- lega úr fasteignalánum. Þá er mikilvægt fyrir væntanlega kaupendur að lánsfjárhæð miðast við markaðsvirði en ekki brunabótamat og að há- markslán eru hækkuð. Aukið aðgengi að lánsfé hefur venjulega þau áhrif að hleypa lífi í fasteignamark- aðinn sem er mikið hags- munamál fyrir allan bygging- ariðnaðinn. Lánsfjárkreppan hefur leikið verktakafyrir- tæki grátt sem hafa bundið háar fjárhæðir í byggingum sem standa tómar. Annað markmið ríkis- stjórnarinnar er að sporna gegn áframhaldandi falli krónunnar, sem hefur skilað sér hratt í hækkandi verði á innfluttum vörum. Aukið framboð á sérstökum ríkis- bréfum er líklegt til að auka eftirspurn eftir krónum og styrkja gengið. Pólitískasta spurningin snýr hins vegar að við- skiptum fjármála- fyrirtækja og Íbúðalánasjóðs. Nú geta bankar og sparisjóðir fjármagnað úti- standandi íbúðalán sín hjá Íbúðalánasjóði samkvæmt ákveðnum reglum og með álagi. Þetta er mikilvægt fyr- ir fjármálafyrirtækin, sér- staklega sparisjóðina, sem hafa átt í vandræðum með að fjármagna lánin vegna erf- iðra aðstæðna á alþjóðlegum lánamörkuðum. Þetta þýðir að Íbúðalána- sjóður er heildsölubanki sem fjármagnar lán annarra fjár- málafyrirtækja. Þá hugmynd settu Samtök fjármálafyr- irtækja fram árið 2003. En þá átti Íbúðalánasjóður einn- ig að draga sig út úr almenn- um lánum og gegna eingöngu félagslegu hlutverki. Það er rétt sem Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, bendir á í Morgunblaðinu í gær að brýnt sé að ljúka umbótum á fasteignamarkaði og mark- aðsvæða hann í samræmi við evrópskar reglur. Hann er ósammála því að rýmka láns- heimildir og umsvif Íbúða- lánasjóðs beint þó jákvætt sé að bæta aðgengi að lausafé. Er ekki rétt að rík- isstjórnin taki skrefið til fulls og breyti Íbúðalánasjóði í heildsölubanka og dragi sig um leið út af almennum fast- eignalánamarkaði? Umsvif ríkisins á fasteignamarkaði hafa verið aukin.} Heildsölubanki Tilkynning umstofnun al- þjóðlegs jafnrétt- isseturs og jafn- réttisskóla við Háskóla Íslands í gær, á kvennadaginn 19. júní, er auðvitað táknræn aðgerð þeirra Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráð- herra og Kristínar Ingólfs- dóttur, rektors Háskóla Ís- lands. Í þeim skilningi beinir hún athygli okkar og um- heimsins að þeirri staðreynd að mikið starf á eftir að vinna í þágu jafnréttis í heiminum. Það starf verður óhjákvæmi- lega að efla með öllum mögu- legum hætti ef raunverulegt jafnrétti á ekki að vera fjar- lægur draumur um ókomna framtíð. Þótt formleg stofnun skól- ans verði ekki fyrr en á ráð- stefnu í nóvember, liggur fyr- ir að markmiðið með skólanum er að auka getu stofnana og einstaklinga sem koma að uppbyggingu og framkvæmd þróunarstarfs í þróunarlöndum og á fyrrum átakasvæðum. Hingað til hefur framlag Íslands til alþjóðlegs sam- starfs fyrst og fremst falist í því að miðla sérþekkingu á sviði jarðvarmanýtingar og sjávar- útvegs. Með yfirlýsingu Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur þess efnis að jafnréttismál eigi að vera enn einn þátt- urinn í þróunarsamvinnu og alþjóðastjórnmálum er búið að skjóta þriðju stoðinni und- ir framlag þjóðarinnar sem efndi til kvennafrídagsins og kaus sér kvenforseta fyrir margt löngu. Rannsóknarstofa í kvenna- og kynjafræðum, sem verður hluti af þessari nýju stofnun, gerir ráð fyrir því að alþjóð- legar stofnanir og erlendir aðilar leiti til utanríkisráðu- neytisins og fleiri um sam- starf til uppbyggingar jafn- réttis. Það er óskandi að sú verði raunin og að um leið verði tækifærin nýtt til að koma jafnrétti lengra áleiðis hér heima. Mikið starf á eftir að vinna í þágu jafn- réttis í heiminum} Efling þróunarstarfs Þ að er athyglisvert að lesa um sögu kvennafótbolta. Árið 1921 gerðist það t.d. í Bretlandi að konum var meinað að spila á völlum enska knattspyrnu- sambandsins. Ástæðurnar sem gefnar voru upp voru þær að kvennafótbolti væri „ósmekklegur“. Nokkru áður í Liverpool höfðu hvorki fleiri né færri en 53 þúsund áhorfendur mætt á völlinn til að horfa á kvennafótboltaleik. Fleiri þúsund höfðu orðið frá að hverfa, slíkur var áhuginn. Það merkilega við kvennafótboltabannið var hins vegar að það hélst í heil 50 ár. Það var ekki fyrr en árið 1971 að breska fótbolta- sambandið leyfði konum aftur að leika á völlum sínum. Kvennafótbolti er nú sú íþrótt sem vex hraðast í Bretlandi. Íslenska þjóðin er á undanförnum vikum búin að fá rækilega kennslustund í fótbolta. Einhver mundi nánast kalla þetta samhæfðan heilaþvott í boði ríkisins. Það hefur verið lífsins ómögulegt að komast hjá boltanum og „EM“. Í dag er eiginlega komið í ljós hvers vegna þetta hefur dunið svona linnulaust á okkur: Þetta er upphitun. Upphitun fyrir fótboltaleik dagsins. Í dag ætlar íslenska kvennalandsliðið í fótbolta nefnilega að vinna að því að komast í úrslitakeppni Evrópumóts landsliða. Í dag mæta þær Slóvenum og á fimmtu- daginn Grikkjum á Laugardalsvelli. Ef þær vinna eru þeim allir vegir færir. Það var fyrir nákvæmlega ári síðan sem íslenska kvennalandsliðið vann Serba 5-0 í frábærum leik á Laugardals- velli. Liðið lék við hvern sinn fingur við dyggan stuðning áhorfenda. Sigurinn varð enn sætari fyrir þær sakir að nýtt met var slegið: Aldrei höfðu fleiri komið til að horfa á landsleik íslenskra kvenna í Laug- ardalnum. Tæplega sex þúsund manns mættu á völlinn þann 21. júní 2007; 9.800 sæti eru í boði í dag 21. júní 2008. Í fyrra varð Margrét Lára Viðarsdóttir fjórða konan á 52 árum, og jafnframt fyrsta fótboltakonan, til að hljóta nafn- bótina „íþróttamaður ársins“. Með kjöri Margrétar Láru voru hennar eigin afrek ekki einungis verðlaunuð heldur um leið sá uppgangur íslensks kvennafótbolta sem við höfum orðið vitni að á undanförnum árum. Það er með verðugum áskorunum, góðum samherjum og stuðningi sem einstaklingar dafna: íslenska lands- liðið er á siglingu. Niðurstaða dagsins liggur því fyr- ir. Þau ykkar sem ætla ekki að vera með á minning- arskákmóti um hinn góða dreng Pál Gunnarsson í Djúpavík á Ströndum, hlaupið út í sumarið, flykkist á völlinn og hrópið „Áfram Ísland!“. Leikurinn byrjar klukkan 14 í dag á Laugardalsvelli. Ég er sannfærð um að stelpurnar okkar bjóða upp á frábæran fót- boltaleik. Þjóðin er í góðri þjálfun í fótboltaáhorfi: Er ekki tilvalið að slá nýtt áhorfendamet á vellinum í dag? liljagretars@gmail.com Guðfríður Lilja Grétarsdóttir Pistill Klapp og stapp og hróp og köll FRÉTTASKÝRING Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is SAMTÖK atvinnulífsins(SA), sem fara með samningsumboð fyrir Flugstoðir ohf. í kjaraviðræðunum við Félag íslenskra flugumferð- arstjóra (FÍF), segja að í aðal- atriðum feli kröfur félagsins í sér u.þ.b. 30% sérstaka hækkun launa auk ýmissa breytinga sem leiða myndu til verulegra skertra stjórn- unarheimilda ef á þær yrði fallist. SA segir að samkvæmt upplýs- ingum Kjararannsóknarnefndar opinberra starfsmanna hafi heildar- mánaðarlaun flugumferðarstjóra numið að meðaltali 809 þúsund krón- um í júní 2007. Launin skiptust þannig að dagvinnulaun voru 450 þúsund, vaktavinnu- og önnur laun 188 þúsund og yfirvinnulaun 171 þúsund. Kaupmáttur dagvinnulauna hópsins hafði vaxið um 172% frá árinu 1990 samanborið við 102% hjá opinberum starfsmönnum í heild. Þessar tölur sýni ljóslega að hópur- inn sé vel settur miðað við aðra og hafi notið hagstæðrar þróunar á undaförnum einum og hálfum ára- tug. Ekki tilviljun að farið sé aftur til ársins 1990 í samanburði Loftur Jóhannsson, formaður FÍF, segist ekki véfengja þessar töl- ur. Það sé greinilega engin tilviljun að SA fari aftur til ársins 1990 í sam- anburði sínum. Það ár hafi dag- vinnulaun flugumferðarstjóra verið hækkuð til að bæta þeim upp tekju- missi vegna nýrra starfsaldurs- reglna. Flugumferðarstjórum hafi verið gert að hætta störfum 60 ára með möguleika á undanþágu til 63 ára aldurs. Einnig hafi yfirvinna ver- ið færð inn í dagvinnulaun á þessum tíma. Þá segja Samtök atvinnulífsins að launakrafa FÍF sé byggð á túlkun á 11 ára gamalli úttekt á réttarstöðu flugumferðastjóra sem unninn var á grundvelli þess að flugumferðastjór- ar höfðu í reynd ekki verkfallsrétt á þeim tíma. Í ljósi þess sé skýrt að umrædd úttekt hafi enga þýðingu nú í viðræðum FÍF við Samtök atvinnu- lífsins og Flugstoðir ohf. Um þetta atriði segir Loftur að það sé ekkert nýtt að viðsemjendur þeirra vilji ekki virða niðurstöðu þessarar skýrslu. Skýrslan sé frá 30. júní 1997 og undirrituð af öllum aðil- um án fyrirvara, m.a. fulltrúum, samgönguráðherra, fjármálaráð- herra, utanríkisráðherra og Flug- málastjórnar. Flugumferðarstjórar telji skýrsluna enn í fullu gildi og muni berjast fyrir því áfram að til- lögum hennar verði hrint í fram- kvæmd. Samningaviðræður Samtaka at- vinnulífsins og Flugstoða hafa staðið frá janúar síðastliðnum. SA segir að í þeim viðræðum hafi flugumferða- stjórum verið boðnir skammtíma- samningar, sem séu sambærilegir við þá samninga sem aðrar flug- stéttir hafa samþykkt á undanförum mánuðum. Einnig hafi þeim verið boðnir samningar til lengri tíma, allt að fjögurra ára. „Félag íslenskra flugumferða- stjóra verður að gera sér grein fyrir því að sérstök launahækkun þeim til handa myndi vega að þeirri launa- stefnu sem myndast hefur og mynda nýja viðmiðun,“ segir í frétt frá SA. Heildarlaunin 809 þúsund að meðaltali Morgunblaðið/Brynjar Gauti                .<6 .16 ./6 .46 .=6 .26 .36 ..6 .66 56  0>'    $  % & "  9 )>8    &03666 3661 =1/ .510= ,   0 8 3 66 6 ? .6 6 P. FP. FP. FP. FP. FP. FP. F :      42= 3.606 =1. 3.405 /6/ 3340< 4/< 33<0. 45. 32<04 445 3=601 4<1 3=504 4<3 3420< /65 3/405 //3 31302 162 3<50. 114 26.06 <61 2./05 366.3666 3663 3662 366= 3664 366/ 3661 STJÓRNENDUR Flugstoða héldu fund í gærmorgun, þar sem far- ið var yfir stöðu málsins. Þorgeir Pálsson, forstjóri Flug- stoða, segir að engin ákvörðun hafi verið tekin og annar fundur verði haldinn eftir helgina. Samtök atvinnulífsins fara með samningsumboð fyrir Flug- stoðir og segir Þorgeir að aðilar telji að þeir hafi teygt sig eins langt til móts við kröfur flug- umferðarstjóra og mögulegt sé. Þorgeir segir að sjaldan eða aldrei hafi verið jafnerfið staða í flugrekstri og um þessar mund- ir og mörg flugfélög berjist í bökkum. Þau hafi sent flug- umferðarstjórnum heims ákall um að draga úr kostnaði sínum með öllum ráðum, til að koma til móts við flugfélögin. Farið yfir stöðuna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.