Morgunblaðið - 21.06.2008, Page 30

Morgunblaðið - 21.06.2008, Page 30
30 LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞRÍR af áköfustu talsmönnum þess að Ís- lendingar gangi í ESB hafa nú tjáð sig um kosninganiðurstöður í Írlandi þar sem þjóðin hafnaði frekara sam- runaferli aðildarþjóð- anna. Írar eru eina þjóðin sem fær að kjósa um svokallaðan Lissa- bonsamning en áður höfðu Frakkar og Hollendingar hafnað sömu hug- myndum að auknum samruna þjóð- anna í þjóðaratkvæðagreiðslum. Fyrstur til að gefa út opinbera skýringu á írsku niðurstöðunni var Árni Páll Árnason þingmaður Sam- fylkingarinnar sem lýsti því yfir, væntanlega þá fyrir hönd írskra kjós- enda, að þeir hefðu í reynd verið að meina allt annað en að hafna Lissa- bonsáttmálanum. Næstur kom varaformaður Sam- fylkingarinnar sem lýsti því yfir að kjósendur gætu ekki haft rétt fyrir sér þegar svo víðtæk samstaða væri um málið meðal stjórnmálamanna. Þriðja yfirlýsingin barst svo frá Baldri Þórhallssyni forstöðumanni Smáríkjaseturs HÍ sem taldi fráleitt að smáríki eins og Írland fengi að hafna jafn göfgum áformum stórþjóð- anna og nú væri ekki annað að gera en að Írar kysu aftur og kysu þá rétt! Nýr lýðræðisskilningur Evrópusambandið hefur á und- anförnum árum innleitt nýjan og afar vafasaman skilning á lýðræði þar sem litið er á almennar kosningar almenn- ings sem leið til að þvinga fram ákveðna og fyrirframgefna niður- stöðu. Þannig töluðu talsmenn ESB blygðunarlaust um það sem smáholu í veginum þegar Frakkar og Hollend- ingar höfnuðu efnisatriðum Lissa- bonsáttmálans í stjórn- arskrárkosningum árið 2005. Niðurstaðan varð því ekki sú að taka mið af afstöðu almennings og sveigja af leið. Þess í stað var komið í veg fyr- ir að fleiri þjóðir álf- unnar fengju að lýsa af- stöðu sinni og sömu ákvæði innleidd með nýju nafni. Sú innleið- ing heitir Lissabon- samningur og um hann skal ekki kosið í Evr- ópulöndunum enda vitað að hann yrði víða felldur. Þannig er stefna ESB skýr og vilji almennings getur aldrei orðið til ann- ars en trafala en aldrei breytt þeirri stefnu. Enda svo um hnúta búið í málatilbúnaði ESB að alltaf er hægt að saka almenning um skilningsleysi. Raunar skilur enginn til fulls þá doðr- anta sem samband þetta sendir frá sér og síst þeir sem berjast af mestri ákefð fyrir frama ESB. Þar ræður trú en ekki skilningur. Því er talið rétt og skylt að almenningur kjósi aftur og aftur þar til hann sér ljósið og kýs rétt. Leiðarahöfundur Fréttablaðsins túlkar atburði í ljósi þessa rétttrún- aðar og segir að auðvitað verði Bruss- elvaldið nú að leggja sig betur fram um að sannfæra almenning til þess að slys eins og það sem varð í Írlandi endurtaki sig ekki. Hjá rétttrúuðum er auðvitað útilokað að sveigja eigi stjórnarstofnanir að vilja almennings eða að niðurstöður kosninga ráði ein- hverju. Það er almenningur sem á að trúa og hlýða. Sænska leiðin og írska fullveldið Sænska leiðin inn í ESB er reynd- ar afar gott dæmi um þá lýðræðisást sem ESB-sinnar bera. Þar í landi barðist minnihlutinn fyrir aðild um langt árabil og náði þeirri einstöku stöðu að efna til kosninga á því augnabliki í þjóðmálaumræðunni að þá var meirihluti fyrir aðild. Síðan þá hefur staðan oftast verið sem áður – meirihlutinn er andvígur aðild þjóðarinnar að ESB en fær sig hvergi hrært. ESB er ekki klúbbur sem þjóðir ganga í og úr af léttúð heldur endanlegur og lokaður fé- lagsskapur sem engin dæmi eru um að þjóð komist út úr og til fyrra full- veldis. Og þetta er leiðin sem íslensku ESB-sinnarnir vilja leiða þjóð sína. Enginn þeirra hefur svarað því hversu oft yrði kosið á Íslandi. Það gætu að vísu verið nýir tímar framundan, þökk sé skýrum ákvæð- um írsku stjórnarskrárinnar um full- veldisafsal. Ástæða þess að kosið var um Lissabonsáttmálann á Írlandi eru skýr ákvæði stjórnarskrárinnar þar í landi um að fullveldisafsal geti ekki farið fram nema með þjóðaratkvæða- greiðslu. Fari svo að Írar reynist staðfastir í sinni afstöðu er eina leið Bruss- elvaldsins að vísa þessum frændum okkar út úr klúbbnum. Samrunaferli sem miðar að evrópsku stórríki getur vitaskuld ekki orðið ef ein þjóð beitir neitunarvaldi sínu sem hefur verið virt innan ESB. En þetta voru líka síðustu forvöð því Lissabonsamningurinn ógildir um aldur og ævi neitunarvald einstakra þjóða. Og inn í slíkt Evrópusamband eiga engar smáþjóðir erindi. Lýðræðisást ESB-sinna Bjarni Harðarson skrifar um Evrópumál »En þetta voru líka síðustu forvöð því Lissabonsamningurinn ógildir neitunarvald ein- stakra þjóða… í slíkt Evrópusamband eiga engar smáþjóðir erindi Bjarni Harðarson Höfundur er alþingismaður. „BORGARRÁÐ samþykkti á fundi sín- um í morgun að veita 4 milljóna króna styrk svo hægt verði að hafa gjaldfrjálsan aðgang að útitónleikum í Laugardalnum. Tón- leikarnir eru haldnir til stuðnings þorskinum. Hann er í bráðri útrýmingarhættu og hvatt er til þess að nýtingu hans verði hætt. Listamennirnir sem koma fram á tónleikunum munu ekki þiggja greiðslur fyrir vinnu sína.“ Ofangreind „frétt“ er að sjálf- sögðu bull og vitleysa. Hins vegar hefur borgarráð samþykkt að veita tilgreinda upphæð til styrktar tón- leikum Bjarkar og Sigur Rósar í Laugardalnum 28. júní. Á vef Reykjavíkurborgar kemur fram að tónleikarnir eigi að vera fjöl- skylduvænir. Borgarstjóri fagnar frumkvæði tónleikahaldaranna og segir þetta einstakt tækifæri fyrir borgarbúa að njóta tónlistar fræg- ustu tónlistarmanna landsins í einni af útivistarperlum borgarinnar. Hvergi er að finna upplýsingar um að tilefni tónleikanna sé neitt nema að skemmta borgarbúum. Nú get ég upplýst lesendur um að yfirskrift tónleikanna er „Náttúra“. Gott og vel, geta ekki allir verið sammála um að rétt sé af Reykjavíkurborg að styrkja tónleika þar sem áhersla er lögð á náttúru Íslands? En þegar að er gáð kemur í ljós samkoman snýst í raun fyrst og fremst um að Íslendingar eigi að hætta að virkja orkuauðlindir sínar og stöðva frekari upp- byggingu orkufreks iðnaðar. Málið er sem sagt hápólitískt og þá er spurningin hvort eðlilegt sé að Reykja- víkurborg styðji sam- komuhaldið? Ég skil vel að núverandi borg- arstjóri styðji málið, hann er samkvæmur sjálfum sér þar. Spurningin er frek- ar þessi: styður Sjálfstæðisflokk- urinn í borgarstjórn pólitíska stefnuyfirlýsingu af þessu tagi? Nú er það svo að fátt kemur manni leng- ur á óvart í málflutningi sjálfstæð- ismanna í borginni. Öll vitleysan í kringum REI og Orkuveituna er nóg til að æra óstöðugan. Mér kemur samt á óvart að borgarstjórn- arflokkur Sjálfstæðismanna skuli til- einka sér boðskap tónleikahald- aranna. Hvaða skilaboð er hér verið að senda borgarbúum sem starfa í álverum, orkufyrirtækjum, verk- fræðistofum og fleiri fyrirtækjum sem á einn eða annan hátt tengjast nýtingu orkuauðlinda landsmanna? Hvernig skyldu Norðmenn bregð- ast við ef borgaryfirvöld í Osló færu að styrkja umhverfissamtök og þekkta einstaklinga þar í landi til baráttu fyrir því að hætta þegar í stað að nýta olíu og gas við strendur Noregs? Ég er enginn sérstakur talsmaður álvera en fram að þessu hafa erlend fyrirtæki í þeirri grein verið nánast ein um að hætta fé sínu til fjárfest- inga í atvinnulífinu hér á landi. Nú er þetta að breytast og margir nýir, áhugaverðir fjárfestar á öðrum svið- um hafa áhuga á að koma hingað með sína starfsemi. Þá má það ekki gerast að við höfum ekki orku til að bjóða þeim. Svo virðist hins vegar að fáir stjórnmálamenn þori lengur að gangast við því að þeir styðji áfram- haldandi nýtingu orkuauðlinda landsmanna, í öllu falli er ekki of- framboð á slíkum yfirlýsingum. Ég er sannfærður um að meirihluti Ís- lendinga er ekki samþykkur því að við afsölum okkur nýtingarrétti, enda væri slíkt hreint ekki til hag- sældar fyrir land og þjóð. Ekki má skilja orð mín svo að ég hafi eitthvað á móti Björk eða Sigur Rós. Þvert á móti: ég er mikill aðdá- andi Sigur Rósar og finnst liðsmenn sveitarinnar einlægir í sínum mál- flutningi. Mér finnst hins vegar ekki rétt að fjármunum sé varið úr borg- arsjóði til styrktar samkomu af þessu tagi. Rétt er að tónlistarmenn- irnir sjálfir og pólitískir samherjar þeirra beri þann kostnað sem til fell- ur, ekki skattgreiðendur í Reykjavík – frekar en af pólitískum samkomum yfirleitt. Reykjavíkurborg styður tón- leika gegn veiðum á þorski Kristján Krist- insson skrifar um stuðning Reykjavík- urborgar við menn og málefni »Rétt er að tónlist- armennirnir sjálfir og pólitískir samherjar þeirra beri þann kostn- að sem til fellur, ekki skattgreiðendur í Reykjavík. Kristján Kristinsson Höfundur er efnaverkfræðingur. HVAÐ veistu betra en fá að hvíla í örmum þess sem þú elskar, í örmum þess sem elsk- ar þig. Þú finnur að þú ert hluti af einhverju. Einhverju meiru og dýpra en þú ert sjálf- ur. Það er ljúft en jafn- framt getur það verið sárt. Þú ert gefandi og þú ert þiggjandi. Þú ert í hlutverki sem þú kannt ekki og ræður illa við en þráir að fá að njóta og skalt endi- lega takast á við. Já, láttu það eftir þér og njóttu þess af ástríðu. Ástin er nefnilega eins og galdur sem við skiljum ekki en getum og megum upplifa. Við getum meðtekið hana og þegið hana, hvílt í henni, notið hennar og gefið hana. Ástin er allt í senn, svo viðkvæm og vandmeðfarin, brothætt og sár, en jafnframt svo vermandi og falleg, ljúf og sönn, djúp og varanleg. Ástin er skjól, vígi og skjöldur, hún umber, er þolinmóð, styður, uppörvar og hvetur. Sönn ást breiðir yfir lesti, hún er gegnheil og svíkur ekki. Hún gefst ekki upp og yfirgefur ekki, því hún fellur aldrei úr gildi. Ástin er hvorki um- búðir né útlit. Og hvorki girnd, né losti, heldur bál sem kviknar. Henni þarf að halda við svo glóðin kulni ekki og slokkni. Dýrmætari en gull Hversu ljúft er að finna ástina um sig leika. Hún er dýrmæt- ari en allt heimsins gull. Hún er heitari en sólin að degi og rómantískari en tunglið um nætur. Hún er sem töfralyf, dýrðarsveigur, him- neskur ljómi, eilífðar hnoss. Ljóð sem lifa Börnin okkar eru ljóð ort af okkur saman. Ljóð sem lifa. Ávöxtur ástar, óður til lífsins. Lífs sem við kveikjum saman, með Guðs hjálp. Lífs sem heldur áfram og verður aldrei afmáð. Ástin blómstri Sigurbjörn Þor- kelsson skrifar um ástina Sigurbjörn Þorkelsson » Sönn ást breiðir yfir lesti, hún er gegnheil og svíkur ekki. Hún gefst ekki upp og yfirgefur ekki, því hún fellur aldrei úr gildi. Höfundur er ljóðskáld og rithöf- undur, áhugamaður um ástina og framkvæmdastjóri Laugarneskirkju. Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is NEYTENDASAMTÖKIN veittu at- hygli grein sem birtist á bls. 2 í bíla- blaði Morgunblaðsins hinn 13. júní sl. Um var að ræða pistil þar sem Leó M. Jónsson vélatæknifræðingur svaraði spurningum almennings varðandi hugsanlega galla á bifreiðum. Þessi umfjöllun um hugsanlega galla á bifreiðum er vissulega góðra gjalda verð en þó var í svari Leós að finna ákveðnar lögfræðilegar rang- færslur sem samtökin vilja koma á framfæri athugasemdum við. Í fyrsta lagi var í svarinu vísað til reglna kaupalaga. Hið rétta er að ef einstaklingur (neytandi) kaupir hlut af aðila sem hefur atvinnu af sölunni (t.d. bílaumboð) gilda um viðskiptin lög um neytendakaup sem veita kaup- anda nokkuð ríkari rétt heldur en kaupalögin. Þá eru lög um neytenda- kaup ófrávíkjanleg svo ekki má veita neytanda minni rétt en lögin kveða á um. Þegar leyst er úr lögfræðilegum ágreiningi, eða réttarstaða aðila könnuð, er vissulega mikilvægt að vís- að sé í rétta lagabálka. Í öðru lagi var talað um að seljandi bæri tveggja ára ábyrgð vegna galla í nýjum hlut. Hið rétta er að neytandi hefur, samkvæmt neytenda- kaupalögum, almennt tveggja ára kvörtunarfrest komi upp gallar í sölu- hlut – og gildir sú regla jafnt um nýja hluti og notaða. Þessi kvört- unarfrestur er lögbundinn, en hins vegar er um ábyrgð að ræða þegar seljandi lofar einhverju eða tekur á sig skyldur sem eru umfram laga- skyldu. Það á ekki að gefa út ábyrgð- aryfirlýsingu nema hún veiti kaup- anda ríkari rétt en hann á samkvæmt lögum. Þá er einnig í neytendakaupalögum að finna svokallaða fimm ára reglu sem gerir það að verkum að kvört- unarfrestur vegna galla í hlutum sem ætlaður er verulega lengri ending- artími en gildir um söluhluti almennt er fimm ár. Þetta hefur í för með sér að þegar um er að ræða stærri og end- ingarbetri hluti, eins og t.a.m. sófa, uppþvottavélar, þvottavélar og ís- skápa, hefur neytandi fimm ár til að kvarta vegna galla. Þessi regla ætti einnig að gilda um bíla – enda er þeim ætlaður lengri líftími en söluhlutum almennt. Þetta hefur í för með sér að alveg óháð þriggja ára verk- smiðjuábyrgð hefur neytandi fimm ár til að kvarta vegna galla í bifreið. Neytandinn þarf þó, séu meira en sex mánuðir liðnir frá því hann fékk bíl- inn, að sýna fram á að um galla sé að ræða. Það er því ekki rétt sem í greininni segir að þriggja ára ábyrgð sé hrein viðbót við lögin. Sé um galla í bifreið að ræða hefur neytandinn, samkvæmt lögum, fimm ár til að tilkynna um gall- ann (að því gefnu vitaskuld að hann dragi það ekki óhóflega frá því gallans varð vart). Svokölluð verksmiðjuá- byrgð er því alls engin viðbót þegar um neytendakaup er að ræða, nema í henni felist loforð um að bæta úr ágöllum sem ekki teldust gallar í skilningi laganna. HILDIGUNNUR HAFSTEINSDÓTTIR lögfræðingur Neytendasamtakanna. Athugasemd vegna pistils um galla við bifreiðakaup Frá Hildigunni Hafsteinsdóttur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.