Morgunblaðið - 21.06.2008, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 21.06.2008, Qupperneq 44
44 LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ dagbók Í dag er laugardagur 21. júní, 173. dag- ur ársins 2008 Orð dagsins: En hvert tré þekkist af ávexti sínum, enda lesa menn ekki fíkjur af þistlum né vínber af þyrni- runni. (Lúkas 6, 44.) Framkvæmdastjóri Ikea á mikiðhrós skilið fyrir skjót viðbrögð. Þannig er að á dögunum átti Vík- verji dagsins erindi í Ikea í Garða- bæ, keypti stóra skápa og greiddi fyrir heimsendingu. Níðþungir pakkarnir komu á tilsettum tíma en þegar bílstjórinn frá Flytjanda hafði komið brettinu á gangstéttina fram- an við húsið í Vesturbæ Reykjavíkur sagði hann að hlutverki sínu væri lokið. Víkverji var ekki heima en kona hans og dóttir horfðu í for- undran á manninn og spurðu hvort hann ætlaði ekki að aðstoða þær við að bera vörurnar inn því ekki gætu þær það. Hann hélt nú ekki og lét sig hverfa. x x x Mæðgurnar létu Víkverja vita.Hann hringdi þegar í fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins, sagði honum hvað hafði gerst . Fram- kvæmdastjórinn sagði augljóst að þarna hefði bílstjórinn ekki farið að vinnureglum Ikea og framkoman væri óviðunandi. Hann þakkaði kær- lega fyrir að láta sig vita og sagðist sjá til þess að menn kæmu til að bera vörurnar inn. Ekki þarf að orðlengja það að tveir menn komu innan stundar og báru vörurnar upp stiga og inn í íbúðina. Vel að verki staðið og viðbrögð framkvæmdastjórans, sem voru með hraða ljóssins, til fyr- irmyndar. x x x Um svipað leyti ætlaði Víkverji aðkaupa myndaramma í verslun Hans Petersen í Kringlunni. Rétta stærðin var ekki til en Víkverji var með ramma og spurði hvort hægt væri að laga kartonið þannig að mynd, sem var einnig í farteskinu, kæmist í rammann. Unga af- greiðslustúlkan var ekkert nema kurteisin uppmáluð, sagði það minnsta mál og kom myndinni fyrir í rammanum. Þegar veskið var tekið upp brosti stúlkan sínu blíðasta og sagði að þetta kostaði ekki neitt. Auðvitað var þetta ekki dýr fram- kvæmd en það er alltaf ánægjulegt að fá góða þjónustu. Víkverjiskrifar Reykjavík Stefán Örn Sæv- arsson fæddist 17. apríl kl. 01.33. Hann vó 3.335 g og var 51 cm langur. Foreldrar hans eru Sævar Örn Gunnlaugsson og Sigurbjörg Jakobsdóttir. Reykjavík Hlynur Þorri fæddist 13. mars kl. 9.53. Hann vó 3.310 g og var 50 cm langur. Móðir hans er Helga Guðrún Loftsdóttir. Reykjavík Guðlaug Nóa fæddist 6. febrúar kl. 16.53. Hún vó 3.875 g og var 52 cm. Foreldrar hennar eru Sigríð- ur Hafdís Benediktsdóttir og Einar Þór Einarsson. Reykjavík Heiðrún Lóa Jónsdóttir fæddist 23. apríl kl. 17.27. Hún vó 4.180 g og var 53 cm. Foreldrar hennar eru Jón Brynjar Birgisson og Bryndís Rut Jónsdóttir. Nýirborgarar Krossgáta Lárétt | 1 halda í skefj- um, 4 fulltingi, 7 girnd, 8 kvæði, 9 hef gagn af, 11 einkenni, 13 hlífa, 14 gestagangur, 15 lof, 17 dreitill, 20 stefna, 22 mergð, 23 gjafmild, 24 veiða, 25 tígrisdýr. Lóðrétt | 1 vígja, 2 guðs- hús, 3 lengdareining, 4 til sölu, 5 birtu, 6 líkams- hlutann, 10 jöfnum hönd- um, 12 tíni, 13 bókstafur, 15 kona, 16 hamslaus, 18 sterk, 19 hljóðfæri, 20 huldumanna, 21 gangur. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 kotroskin, 8 fólks, 9 ylinn, 10 ker, 11 tafla, 13 asnar, 15 summu, 18 úlpan, 21 nær, 22 kýrin, 23 askan, 24 griðastað. Lóðrétt: 2 orlof, 3 röska, 4 seyra, 5 iðinn, 6 eflt, 7 gnýr, 12 lóm, 14 sæl, 15 sókn, 16 mærir, 17 unnið, 18 úrans, 19 pakka, 20 nánd. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3- reit birtist tölurnar 1-9. Það verð- ur að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Lausn síðustu Sudoki. www.sudoku.com © Puzzles by Pappocom Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 g6 2. d4 Bg7 3. Rf3 d6 4. Rc3 a6 5. Be2 b5 6. a4 b4 7. Rd5 a5 8. O–O c6 9. Re3 Rd7 10. c3 bxc3 11. bxc3 Dc7 12. Hb1 Rgf6 13. Dc2 O–O 14. Ba3 Ba6 15. Bxa6 Hxa6 16. Rd2 Hb6 17. Hxb6 Rxb6 18. Hb1 Rfd7 19. Rdc4 Rxc4 20. Rxc4 Hb8 21. Hxb8+ Rxb8 22. Db3 Rd7 23. Bc1 d5 24. exd5 cxd5 25. Ra3 Staðan kom upp í A-flokki alþjóð- legrar skákhátíðar í Myzliborz í Pól- landi sem lauk fyrir skömmu. Íslenski stórmeistarinn Henrik Danielsen (2510) hafði svart gegn serbneska Fide- meistaranum Jovica Radovanovic (2349). 25… Bxd4! 26. Bd2 Bc5 27. c4 Db6 28. Rb5 Bxf2+ 29. Kf1 dxc4 30. Dxc4 Bc5 svartur er nú tveimur peðum yfir og með léttunnið tafl. 31. Dc3 De6 32. Dxa5 Dc4+ 33. Ke1 Re5 34. Dd8+ Kg7 35. Bc3 De4+ 36. Kd1 Dxa4+ 37. Kd2 Df4+ 38. Kc2 De4+ 39. Kb3 Dc4+ 40. Kc2 Dxb5 og hvítur gafst upp. Svartur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Eins og Garozzo. Norður ♠ÁK ♥G1076 ♦Á1097 ♣Á74 Vestur Austur ♠G109876 ♠32 ♥D42 ♥K9 ♦G3 ♦K52 ♣KG ♣D9832 Suður ♠D4 ♥Á853 ♦D864 ♣1065 Suður spilar 4♥. „Þú spilar eins og Garozzo,“ er stundum sagt í viðurkenningarskyni þegar sagnhafa tekst vel upp. Grikkinn Karamensis átti hrósið skilið í leiknum við Ísland í 3ju umferð EM. Aðalsteinn Jörgensen vakti á multi 2♦ í vestur, sem norður doblaði og nokkru síðar varð Karamensis sagnhafi í vonlitlum 4♥. Útspilið var ♠G. Karamensis spil- aði ♥G í öðrum slag – kóngur og ás. Svo hjarta að blindum, sem Aðalsteinn dúkkaði hiklaust, en upp fór tían. Næst kom ♦Á og meiri tígull. Nú dúkkaði Sverrir Ármannsson, en Karamensis lét drottninguna. Loks var laufi spilað á ásinn og Aðalsteinn gerði sitt besta með því að henda kóngnum undir. En það dugði skammt vegna ♣10 suðurs; Sverrir hafði ekki efni á að yfirdrepa ♣G og Aðalsteinn varð að spila út í tvö- falda eyðu í lokin. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Fólk veit ekki hvernig það á að taka þér núna svo þú getur alveg eins komið með tvíræð skilaboð. Notaðu tæki- færið og stuðaðu allan heiminn. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þér getur liðið ósköp vel án pen- inga, og þú ert jafnríkur og þú ert ánægð- ur. Ef keppni væri í gangi, værir þú rík- asti maður í heimi. Eða sá hamingjusamasti. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Ef þolinmæði er dyggð, er óþol- inmæði löstur – og þú munt láta undan honum núna. Þegar þú bíður í biðröð heyrist hið þögla öskur þitt um allan heim. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þú ert í góðu og skrítnu skapi. Sköpunargáfa vekur athygli á fólki. Viltu hana? Bara ef þú hefur eitthvað að selja. Ef þú finnur það, geturðu grætt vel. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þú getur ekki valið rangt. Þú getur valið á milli gleðskapar og lærdómsríkrar reynslu. Mjög vitur manneskja gæti ekki sagt hvort væri meira virði. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þú ert ekki viss hvort þú eigir að efast um vissa hugmynd eða styðja hana. Til að gera ákvörðunina áhugaverðari, er gráa svæðið risastórt. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þér finnst þú heppinn að vera meðal áhugverðs fólks. En það er ekki heppni. Þú sendir frá þér réttu bylgjurnar sem laða fólkið að sem þú vilt vera með. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Ástarböndin hafa ekki slitn- að, bara teygst á þeim. Reyndu að koma þeim í samt horf með því að skilja góðan ásetning hins aðilans. Það segir mikið. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þér tekst yfirleitt að laða að þér hluti, í stað þess að eltast við þá. Fyrri aðferðin er erfið og krefst snilli- gáfu. Sú seinni er skemmtileg en er alltof mikil vinna. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þú ert í raun að bíða eftir að hlutirnir komi í ljós á eigin hraða. Ekki ýta á eftir þeim og alls ekki skipta þér af. Ekki gefast upp – láttu þig fljóta með. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Settu alla þína orku í að borga útistandandi skuldir, ekki búa til nýjar. Það krefst aga og þú hefur hann. Í kvöld stríðir þú ástvini sem kann að meta það. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þú grunar einhvern um að plokka í hjartastrengina þína. En þegar þú elskar sjálfur fær það strengi hjartans til titra. Þú hefur mikið innsæi í kvöld. Stjörnuspá Holiday MathisHoliday Mathis 21. júní 1856 Dufferin lávarður kom til landsins og ferðaðist víða. Þjóðólfur sagði að hann væri stórauðugur, „kurteis, ljúfur öðlingur og hinn ríklundaðasti höfðingi.“ Tveimur áratugum síðar reyndist hann Vestur- Íslendingum vel, þá var hann orðinn landstjóri í Kanada. 21. júní 1959 Sigurbjörn Einarsson, 47 ára prófessor í guðfræði, var vígð- ur sem biskup yfir Íslandi. Í biskupskjöri hlaut hann 69 at- kvæði, Einar Guðnason hlaut 47 atkvæði og Jakob Jónsson 22 atkvæði. Sigurbjörn gegndi embættinu til 1981. 21. júní 1973 Þjóðgarðurinn í Jökulsár- gljúfrum í Öxarfirði var stofn- aður. Hann nær frá Dettifossi og niður fyrir Ásbyrgi og er um 150 ferkílómetrar. 21. júní 1991 Perlan, útsýnishús Hitaveitu Reykjavíkur á Öskjuhlíð, var formlega tekin í notkun. 21. júní 2000 Síðari Suðurlandsskjálftinn reið yfir kl. 0.51. Hann mæld- ist 6,6 stig og átti upptök við Hestfjall í Árnessýslu. Tjón í þessum skjálfta og þeim fyrri, sem varð 17. júní, er talið hafa numið á annan milljarð króna, m.a. eyðilögðust 34 hús. Heimild: Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson Þetta gerðist þá… Valgerður Bílddal er áttræð í dag, 21. júní. Hún tekur á móti gestum í safn- aðarheimili KE- FAS kirkjunnar að Fagraþingi 2a í Kópavogi milli kl. 15 og 17 í dag. 80 ára SVO MIKILL var lífskrafturinn í Sævari Helgasyni, afmælisbarni dagsins, að blaðamaður hafði á til- finningunni að hann væri á tali við tvítugan ung- ling. Áhugamál Sævars eru mörg, meðal annars stundar hann sjókajakróður, sjóstangaveiði, skíða- mennsku og fjallgöngur í frítíma sínum, auk þess sem hann heldur úti bloggsíðunni saevarh.blog.is. „Þannig að sjötugum er allt fært,“ útskýrir hann kátur eftir þessa löngu upptalningu, „menn geta haldið sér í góðu formi með því að hafa áhuga á til- verunni.“ Í yfir sjö ár hefur Sævar stundað sjókajakróður, og á bloggsíðu hans getur að líta fallegar myndir af Langasjó frá ferð sem hann fór í sem fararstjóri í fyrrasumar. „Það er fyrirhuguð ferð í Breiðafjörðinn, frá Reykhólum yfir í Skáleyjar, í byrjun ágúst,“ sagði hann aðspurður hvert hann stefndi í sumar, og leyndi eftirvæntingin í röddinni sér ekki. „Ég stunda sjóstangaveiði frá lok janúar fram á jólaföstu,“ sagði af- mælisbarnið, sem var einmitt á leið í slíka ferð þegar blaðamaður trufl- aði hann. „Það er bara myrkrið sem stoppar,“ bætir Sævar við, en hann á lítinn bát. Hann starfaði lengi sem verkefnastjóri hjá Íslenska álfélag- inu í Straumsvík og hefur mikinn áhuga á nýtingu orkunnar í sátt við náttúruna. Afmælisdeginum ætlar hann að eyða í faðmi fjölskyldunnar. | andresth@mbl.is Sævar Helgason, fyrrv. verkefnastjóri, 70 ára Allt er sjötugum fært ;) Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af nýja ríkisborgaranum ásamt upplýsingum um fæðingarstað og stund, þyngd, lengd, og nafn foreldra, á netfangið barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.