Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.2008, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.2008, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 2008 Lesbók 3MENNINGARÁSTAND verið lögð talsverð áhersla á miklar og íburðarmiklar sýningar. Líkur eru á því að bæði á sviði og skjá muni framleiðendur fara að sækja meira í vel skrifaðan texta, þar sem texti er jú þrátt fyrir allt til- tölulega ódýr í framleiðslu. Sú viðleitni Borgarleikhússins að ráða leikskáld í fullt starf virðist einmitt vera skref í þessa átt. Ef til vill mun Þjóðleikhúsið feta sömu braut. Hvað íslenska tónlist varðar hefur sú þró- un átt sér stað undanfarinn ár að hlutur ís- lenskra geisladiska hefur aukist mjög á kostnað erlendra. Fyrir um 10 árum voru íslenskir geisladiskar um 25% af heild- arsölu, en eru nú um 65%. Líklega mun sú þróun halda áfram, eftir því sem við förum að líta okkur nær í kreppunni. Það eru þó ekki endilega bjart- ir tímar framundan fyrir tón- listarmenn. Baldvin Esra hjá útgáfufélaginu Kima, sem gefur út hljómsveitir eins og Reykjavík og Hjaltalín, telur að ein ástæðan fyr- ir því að fleiri íslenskar plötur seljist sé sú að fólki finn- ist í lagi að hala niður erlendri tónlist af netinu, en vilji frekar styðja við bakið á ís- lenskri tónlist. Í harðindum getur þó vel farið svo að fólk verði minna ragt við að hala sem mestu niður. Þetta mun ekki síð- ur koma niður á bíóhúsunum. Ásmundur Jónsson hjá Smekkleysu tel- ur að ein ástæðan fyrir því að íslensk tónlist hefur selst vel upp á síðkastið sé að túristar hafa sýnt henni mikinn áhuga. Þrátt fyrir vonir ýmissa stjórnmálamanna er þó lík- legt að túrismi til Íslands muni minnka á næstunni. Vissulega er nú orðið ódýrara fyrir útlendinga að versla hér. En eftir því sem kreppan breiðist út um heim mun fólk fara minna til útlanda, og mun þá frekar kjósa ódýrari sólarlandaferðir en æv- intýraferðir til hins gjaldþrota Íslands. Vörumerkið Ísland hefur beðið mikinn hnekki, sem mun lýsa sér á ýmsan hátt. Þ egar ég var í námi í ritlist við Queens University Belfast fyrir um fimm árum fengum við stundum heimsókn frá útgefendum sem héldu fyrir okkur fyrirlestra. Einn þeirra hafði á orði að svo virtist sem eftir því sem efnahagsástandið væri verra, því betri væru handritin sem hann fengi send. Samkvæmt þessu virðist efnahagskreppa lista- mönnum mikill innblástur. Sagan virðist við fyrstu sýn styðja þetta. Sumir vilja meina að sá mikli blómatími sem varð í breskum listum um miðjan 10. áratuginn, með Britpop-fyrirbærinu í tónlist, rithöfundum eins og Irvine Welsh og leikstjórum eins og Danny Boyle, eigi einmitt rætur sínar að rekja til þess hve atvinnuleysi var um tíma mikið á valdatíma Thatcher. Fjöldi fólks lenti á bótum, og til að nýta tímann fór sumt af því að fást við listsköpun með fyrrgreindum afleiðingum. Þegar við hugsum um kreppuna miklu sem hófst í Bandaríkjunum árið 1929 hugsum við gjarnan um tónlistarmenn eins og Woody Gut- hrie, rithöfunda eins og John Steinbeck og sumar af bestu myndum Charlies Chaplins. Hér á Íslandi voru rithöfundar eins og Halldór Laxness, Þórbergur Þórðarson og Steinn Steinarr að skrifa sum af sínum bestu verkum og þykja enn bera höfuð og herðar yfir aðra íslenska höfunda 20. aldar. Sterkt kaffi Það má vissulega búast við því að fólk fari að sýna alvarlegri listum meiri áhuga á næstunni, í staðinn fyrir inni- haldslitla froðu kjósi það frekar gott, sterkt kaffi. Eigi að síður verður að benda á að hvorki Þórbergur né Steinbeck voru í raun lýsandi fyrir það sem mestra vinsælda naut í kreppunni miklu, heldur nutu léttvægar gam- anmyndir þá fádæma vinsælda. Þó að jaðarinn verði róttækari er ekki þar með sagt að fólk hafni einfaldri afþreyingu. Þvert á móti mun fólk að öllum líkindum, eftir því sem kreppan dýpkar og lengist, fá leið á krepputali og sækja frekar í eitthvað sem dreifir huganum betur. Þó að það sé líklegt að fleiri pólitískir trúbadorar komi fram munu sveitaballaböndin líklega enn njóta jafnmikilla, eða jafnvel meiri vinsælda en áður. Kreppan mun þó hafa margvíslegar afleið- ingar. Með hruni krónunnar verður stöðugt erf- iðara að fara til útlanda, og á sama tíma verður dýrara að flytja inn erlent efni. Þó mun fólk ekki hætta að sækja í afþreyingu og skemmtanir, heldur mun það vilja fá sem mest fyrir peninginn. Það má búast við því að gerð íslenskra sjónvarps- þátta muni ef til vill aukast. Slíkt efni er þó dýrt í framleiðslu og fjárhagsstaða ljósvakamiðlanna mun versna eftir því sem auglýsingar dragast saman. Líklega verður það þó bót í máli að búast má við því að enn fleiri erlendar bíómyndir verði teknar upp hérlendis, þar sem hér finnst áhuga- vert landslag og gott tæknifólk sem kostar nú lít- ið að ráða í vinnu. Leikhúsin standa líklega hlutfallslega betur hvað leikið efni varðar en sjónvarp. Enda hefur það komið á daginn að sjaldan hafa selst jafn- mörg árskort í Borgarleikhúsið og í haust, þó að kannski megi að hluta til megi rekja þessa þróun til nýs leikhússtjóra. Vafalaust mun þó inntakið eitthvað breytast. Undanfarin ár hefur Vörumerkið Ísland Eitt sem mun því vafalaust gerast er að menn munu byrja að syngja meira á íslensku. Alveg síðan Björk sló í gegn árið 1993 hafa margir af metnaðarfyllstu íslensku tónlistarmönnunum reynt að meika það í útlöndum og látið sveita- ballaböndunum íslenskuna eftir. En íslenska útrásin er nú liðin undir lok, og það líklega á öll- um sviðum. Endalok fjármagnsútrásarinnar munu einnig hafa áhrif á útrás íslenskra lista- manna. Þetta tvennt helst á margan hátt í hendur, samanber útrás bandarískrar menn- ingar og fjármagns. Ísland hefur verið mjög í tísku á und- anförnum 15 árum og menn víða um heim hafa verið forvitnir um menningu þessarar vík- ingaþjóðar sem virtist svo staðráðin í að leggja heiminn að fótum sér. Eftir að mönnum er ljóst að útrásin var á blekkingum byggð mun líklega áhuginn á íslenskri menningu minnka einnig. Vissulega hefur Ísland sjaldan verið jafnmikið í erlendum fjölmiðlum og einmitt þessa dagana, en nú sem víti til varnaðar. Fólk mun sækja minna í menningu lands sem þykir ekki lengur til fyrirmyndar. Í Bretlandi, svo dæmi sé nefnt, dást menn ekki lengur að því að Íslendingar bjargi breskum fótboltaliðum, heldur er fólk þar reitt yfir því að breska ríkið þurfi nú að borga skuldir Íslendinga. Ef til vill mun fólk fá meiri áhuga á norskri menningu, en hófsemi Norðmanna er nú öfund- uð um allan heim. Þetta hefur jafnvel verið að gerast hér á Íslandi. Áður fyrr litu Íslendingar á Norðmenn sem nokkurs konar sveitafrændur og Ósló var kölluð stærsti sveitabær í heimi. En á nýliðinni kvikmyndahátíð nutu norskar myndir fádæma vinsælda, svo sem Lönsj og opnunarmyndin O’Horten, sem var jafnframt vinsælasta mynd hátíðarinnar. Það er erfiðara að sjá fyrir hvaða áhrif kreppan mun hafa á íslenskar bókmenntir. Það hafa aldrei komið út jafnmargir titlar og í fyrra, en þeir munu verða talsvert færri nú. Reynslan hefur sýnt að bóksala dregst ekki endilega saman í kreppuástandi, þar sem bækur eru þrátt fyrir allt ódýrari jólagjafir en ýmislegt annað, jafnframt því sem fólk hefur meiri tíma til lestrar. Í óvissuástandi er það þó svo að ís- lenskir útgefendur halda að sér höndum. Mest áhersla er lögð á þekkta höfunda sem líkleg- astir eru til að seljast. Nýir höfundar teljast til áhættufjárfestinga og munu því eiga erfitt upp- dráttar á næstunni. Krúttið búið Þó að kreppur eigi það til að kalla fram það besta í listamönnum munu þeir þó eiga erfitt fjárhags- lega eins og aðrir, og ekki aðeins vegna þess að erfiðara verður að fá styrki hjá bönkum. Flestir þeirra vinna aðra dagvinnu, og þegar mikill sam- dráttur er hjá auglýsingastofum og fjölmiðlum munu þeir fá minna að gera. Merkilegustu áhrif kreppunnar verða þó vafalaust á hugarfarið. Heilt hugmyndafræðikerfi sem kennt er við frjálshyggju hefur nú hrunið til grunna. Eitt- hvað mun þurfa að fylla í skarðið. Gamla pönkkynslóðin er enn ráðandi í ís- lenskum menningarheimum, ekkert sambæri- legt við pönkið hefur komið fram til að stuðla að kynslóðaskiptum. Þeir listamenn sem komið hafa fram undanfarin ár hafa einfaldlega runn- ið inn í ráðandi fyrirkomulag. Og margir af þeim sem tengdust frjálshyggjunni á einhvern hátt hafa misst trúverðugleika sinn. Sú kynslóð sem nú er á unglingsárum mun vafalaust verða reiðari en þeir sem á undan hafa komið. Það er ekki endilega víst að þeir muni finna leið sína inn í „mainstreamið“, en jaðarinn mun breytast til muna. Líklegt er að krútt- kynslóðin svokallaða hafi sungið sitt síðasta. Þeim sem eru á einhvern hátt á skjön við meg- instraumana mun ekki lengur finnast það nóg að vera bara krútt. Krafa verður um að listamenn hafi meira fram að færa en það. Hvað sem öðru líður eru að öllum líkindum afar áhugaverðir tímar framundan í íslenskum listum. Listin á tíma kreppu Eftir að mönnum er ljóst að útrásin var á blekk- ingum byggð mun líklega áhuginn á íslenskri menn- ingu minnka einnig. Eftir Val Gunnarsson valurgunnars@gmail.com Ekki meira krútt? Skyldi kreppan úrelda krúttið? Verður kallað á harðari afstöðu? Árvakur/G.Rúnar Höfundur er sagnfræðingur. Líklegt er að krúttkynslóðin svokallaða hafi sungið sitt síðasta, segir greinarhöfundur sem veltir fyrir sér áhrifum kreppunnar á listalífið. S ú hugmynd að skáld og listamenn skapimestu og bestu listaverkin þegar þeirsvelta og þjást er lífseig. Hún dúkkar ekki síst upp þegar kreppa skellur á. Þannig hafa ýmsir daðrað við þessa hugmynd í blogg- færslum á netinu undanfarna daga. Hugmyndin er runnin úr ótrúlega fjörugri umræðu rómantískra skálda og heimspekinga SVELTANDI SNILLINGAR á átjándu og nítjándu öld um fagurfræði. Reyndar höfum við nánast allar hugmyndir okkar um eðli og eigindir listsköpunar úr þeirri deiglu og það þrátt fyrir að tuttugasta öldin snerist öndverð gegn mörg- um þessum hugmyndum. Halldór Laxness sneri skemmtilega upp á hug- myndina um sveltandi snillinga með frægu til- svari um að hann hefði aldrei misst úr máltíð á ævi sinni. Þórbergur Þórðarson gekkst hins vegar upp í því að lýsa sjálfum sér sem sveltandi skáldi. Gunnar Gunnarsson fékk svo að reyna sultinn á eigin skinni þegar hann fór ungur til Kaup- mannahafnar, fátækur bónda- sonur að austan, með þann draum einan í veganesti að verða skáld. throstur@mbl.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.