Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.2008, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.2008, Blaðsíða 16
Í mannheimum safnast hipphoppararnir saman, annaðhvort hver í annars hljóð- verum eða á tónleikum. Þetta eru fé- lagsmiðstöðvarnar. Netið er svo mik- ilvægur vettvangur boðskipta. Spjallsvæðið Bents borð (bents- bord.proboards62.com) er afar vinsælt og þar er grasrótarstarfsemin stunduð af miklu kappi. Vefurinn hiphop.is var mik- ilvægur en hefur legið niðri um hríð en kemur upp aftur í nóvember sem partur af monitor.is-vefnum. Þá er rétt að benda á síðuna www.coxbutter.com sem haldið er úti af meðlimum úr Forgotten Lores, en þar er hægt að nálgast heilu plöturnar frítt. Ef menn vilja svo grúska ærlega og liggja yfir straumum og stefnum í íslensku hipphoppi er þægilegast að rekja sig í gegnum myspace-síður listamannanna en slíkt er orðið að staðli í tónlistarmenningu nútímans. Einfaldast er að skella sér inn á eina og þræða sig svo í gegnum aðrar út frá henni en menn eru iðulega með tengingar á aðra lista- menn. Þar er líka hægt að fylgjast með væntanlegum viðburðum. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 2008 16 LesbókTÓNLIST Klíkuhugsunarhátturinn er þannig sterkur, eitt- hvað sem hefur fylgt hipphopp menningunni frá upphafi. Þetta sker sig frá t.a.m. harðkjarnasenunni þar sem ást og bræðralag er undirstrikað af krafti. Áhersla á sérkenni og að fá að „gera sitt“ er hins vegar dagskipunin hjá samtíma hipphoppurum. Þ að var árið 2001 sem XXX Rott- weilerhundar og Sesar A gáfu út plötur sem innihéldu í fyrsta skipti texta á íslensku. Áhrif þessa áttu eftir að verða gríðarleg, ómæld eig- inlega, og eftir á að hyggja eig- inlega furðulegt að menn hafi ekki farið fyrr af stað, en viðlíka senur á Norðurlöndum, þar sem menn rappa á móðurmálinu, höfðu verið í gangi lengi vel. Hugarfar íslenskra hipphoppara breyttist við þetta á einni nóttu og alvöru hipphopp sena var fædd. Fram að því hafði Subterranean flokk- urinn verið helsti, og eiginlega eini, hipphopp hópurinn sem eitthvað kvað að. Þar var hins vegar rappað á ensku en eftir „byltinguna“ þótti slíkt með öllu ótækt. Svo langt fóru menn í dýrkun á hinu ylhýra að rapparar tóku höndum saman með rímnamönnum og gáfu út plötu þar sem þessum tveimur túlkunarformum var sleg- ið saman. Á árinu 2002 hrundu svo inn plötur; Bent & 7Berg, Móri, Skytturnar, Afkvæmi guð- anna, Bæjarins bestu og Kritikal Mazz gáfu út breiðskífur og safnplötur komu einnig út. Rapp- fár mikið geisaði allt það ár og fram á það næsta. Það datt hins vegar niður aftur, og það afar snögglega. Eins og bankahrunið Á því eru þó eðlilegar skýringar, íslenska hipp- hoppið hefur alla tíð verið jaðarbundið og þar þrífst tónlistin. Slíkar senur eiga það þó til að staldra við í meginstrauminum en vanalega er sá tími stuttur. Ómar Ómar hefur um langa hríð verið einn af helstu málsvörum íslensks hipphopps. Hann hefur rekið síðuna tfa.is, staðið fyrir skífusk- anki, stýrt útvarpsþáttum o.fl. og er flestum hnútum kunnugur hvað þessa eðlu list varðar. Hann hefur þá verið mikill málvöndunarsinni og myndast við að íslenska sem mest af erlend- um tökuorðum. Ómar líkir endalokum þessa blómaskeiðs við bankahrunið, boginn hafi einfaldlega verið of spenntur, of mikið hafi komið út og senan hafi þurrausið sjálfa sig. „Stóru útgáfurnar fóru líka að stökkva á þetta og ætluðu beinlínis að græða á þessu. Þetta var einfaldlega of mikið, of fljótt.“ Undir þetta tekur Dóri DNA, sólólistamaður og meðlimur í rappsveitinni 1985! „Senan var pínulítil en öflug. Of stór fyrir landið og allir keyrðu þetta í strand. Í raun bara svipað og með íslensku bankana.“ Jóhann Ágúst Jóhannsson gagnrýnandi tek- ur í sama streng. „Þetta er nú gjarnan það sem gerist ef eitt- hvað springur svona út af miklum krafti eins og gerðist með hipphoppið. Súrefnið klárast við sprenginguna og helstu þátttakendur geta ekki haldið dampi og fólk fær „óverdós“. Íslenskt hipphopp var samt ótrúlega „real“, með fæt- urna á jörðinni og vel gert, svona oftast nær. Það sem gerði svo út um það að lokum var gróðahyggjan. Þegar BT ætlaði t.d. að sitja eitt um ákveðnar útgáfur í samráði við útgefendur eða listamenn. Þetta gekk ekki og allir töpuðu, sumir peningum aðrir „street credinu“. Þetta var bara ekki kúl svo það var best fyrir þá sem vildu gera þetta að alvöru að draga saman segl- in og vinna að listinni í friði og ró – „keeping it real!“ Klíkur Í dag er fullt af fólki að búa til hipphopp. Poet- rix og Dabbi T stigu fram með plötur í fyrra og Forgotten Lores, Rottweiler, Original Melody, Steve Sampling, Móri, 1985! og Sesar A; allir eru þessir aðilar virkir í dag. Fyrir stuttu steig fram súpergrúppan 32C og þá eru ótaldir fjöldamargir einyrkjar sem kokka upp lög og smella þeim svo út á netið. Vírað og raftónlist- arskotið hipphopp flæðir þá úr ranni Pan Thor- arensen og félaga hans (Regnskóg, Audio Imp- rovement, Beatmakin Troopa o.fl.). En allt tal um einhverja senu virðist óvinsælt, sérstaklega hjá yngri hipp-hoppurum. Fólk heldur sig út af fyrir sig og gerir sitt, segir Ágúst Bogason dagskrárgerðarmaður: „Áhuginn fyrir að vera í hljómsveitum virðist vera minni en allir hafa græjað sig vel up af tölvum, forritum og mixerum í góðærinu og eru að „hipphopp laptop“-trúbadorast heima hjá sér. Þeir sem eru í þessu eru í þessu 110%. Net- ið er vettvangurinn – allir sem einhvern áhuga hafa á dæminu hafa fyrir því að þefa uppi giggin og þau eru kannski auglýst á frekar fáum stöð- um.“ Klíkuhugsunarhátturinn er þannig sterkur, eitthvað sem hefur fylgt hipphopp menningunni frá upphafi. Þetta sker sig frá t.a.m. harð- kjarnasenunni þar sem ást og bræðralag er undirstrikað af krafti. Áhersla á sérkenni og að fá að „gera sitt“ er hins vegar dagskipunin hjá samtíma hipphoppurum. Auk þess eru skærur og metingur á milli rappara jafn sjálfsagður hluti af hipphoppinu og taktur og textar. Þetta er partur af leiknum og menn stunda þetta meira sem sport, frekar en að þeir missi svefn yfir þessu. Nýverið voru Móri og Poetrix, tveir af þekktari röppurunum í dag, í hnýtingum á síðum þessa blaðs. Um það sagði Poetrix á þeim tíma: „Það er að vissu leyti rétt … þetta er svo- lítið leikurinn, ég get alveg tekið undir það. En svo er það líka jákvætt að þetta veldur því að allir eru á tánum og vilja gera betur en næsti maður. Þetta er eins og samkeppni í fótboltaliði; ef þú ert ekki í baráttu um stöðuna þína þá þarftu heldur ekki að leggja neitt á þig.“ Virkni eða ekki? Ómar Ómar segir að þessi einangrun rapp- aranna sé að geta af sér tilraunakenndara hipp- hopp en áður. Þegar allir séu hver í sínu horn- inu fylgist menn ekki með því sem aðrir séu að gera og það geti af sér ólíkar áherslur. „Það er nóg að gerast í dag en okkur vantar miðla til að koma þessu á framfæri. Menn vilja koma tónlistinni sinni út víðar, það er al- veg klárt. Starfsemin fer í dag mikið til fram í gegnum netið, menn skjóta út mp3 lögum á myspace en það er bara ekki nóg. Að mínu viti er platan mikilvæg, þá lifa menn með tónlistinni í einhvern tíma og eru að koma saman verki. Mp3 þróunin hefur haft ýmislegt jákvætt í för með sér en hún hefur líka ýtt undir ákveðna leti.“ Atli Bollason gagnrýnandi hefur hins vegar ögn aðra sýn á þetta og er ómyrkur í máli. „Það er sorglegt hversu lítil úr- vinnsla hefur átt sér stað eftir sprenginguna. Sjálfur hélt ég að ís- Íslenskt hipphopp: skýrsla Morgunblaðið/Frikki Einsamall Móri Íslenskt samtíma hipp-hopp einkennist af tiltölulegri einangrun þeirra sem það stunda. Íslenskt rapp sprakk út með látum árin 2001 og 2002 og var þá á allra vörum. Tónlistin fór hins vegar jafnharðan aftur niður fyrir moldu en virknin í dag er engu að síður æði mikil, þrátt fyrir ósýnileikann lenskt hipphopp væri komið til að vera sýnilegt frá og með 2002. Svo virðist ekki vera. Kannski að hluti af því sé hin gríðarlega óvild og skortur á samstöðu sem mér finnst ég hafa fundið í hipp- hoppi. Allir rapparar baktala alla hina rapp- arana, og allir taktsmiðirnir eru að eigin mati langt yfir hina hafnir. Svo virðist á heildina litið ekkert sérstaklega mikill metnaður í gangi, fólk hendir bara í lag á einu kvöldi og enginn virðist vilja smíða langlíf eða úthugsuð verk – áherslan er kannski fullmikil á víðar buxur og hassreyk- ingar í stað þess að gera gott hipphopp.“ Og um mp3-væðinguna hefur hann þetta að segja: „Efnisleg form eru alltaf einhvern veginn meiri „steitment“ en myspac-útgáfa, enda er það alþekkt að þangað rati inn demo og hálf- kláruð lög sem færu aldrei á plötu. Þar er lög- unum líka skipt út eins og nærbuxum og það stendur einhvern veginn ekkert eftir til lengri tíma litið. Upphleðsla á MySpace er herfileg söguleg skráning og enginn sem vill láta taka sig alvarlega lætur slíka útgáfu nægja.“ Bjartsýni Bæði rýnar sem listamenn eru þó ásáttir um að íslenskan sé málið; eitthvað sem var ekkert svo sjálfsagt mál fyrir byltingu. Jóhann Ágúst seg- ir: „Það skiptir öllu máli. Afkvæmi Guðanna voru til dæmis með frábæra texta, Móri líka, Vi- vid Brain og Forgotten Lores sömuleiðis. Til að boðskapurinn komist til skila og tákni eitthvað í íslenskum raunveruleika þarf rappið að vera á íslensku. Rapp sem fjallar um þjóðfélagsástand, pólitík, og er gagnrýnið þarf að vera á móð- urmálinu. Tyrkneskt rapp er gott dæmi um það en lengi vel töldu tyrkneskir hipphopparar ómögulegt að nýta tungumálið. En sáu svo að það er bara málið þegar kom að því að yfirfæra merkingu og það er líka séreinkenni og stíll að nota móðurmálið – annað flæði en á ensku. Ís- lenskir hipphopparar verða þó að vara sig á að troða ekki of mörgum atkvæðum í hverja línu.“ Ómar Ómar segir að lokum að það vanti til- finnanlega meiri sýnileika eigi hipphoppið að blómstra enn frekar. Hann er bjartsýnn á fram- haldið og í nóvember verður hiphop.is vefurinn opnaður á nýjan leik, undir hatti monitor.is. „Það virðist oft velta á einum manni að draga vagninn. Robbi Kronik hefur t.d. verið mjög duglegur í þessu en það er ekki nóg. Íslenska hipphoppið er búið að vera nógu lengi neð- anjarðar, ef það fer ekki að komast meira í út- varp eða verða sýnilegra koðnar þessi virkni sem er núna í gangi niður, smátt og smátt.“ Hvar er rappið? Höfundur þakkar eftirtöldum ómetanlega aðstoð við vinnslu greinarinnar: Ómar Ómar, Jóhann Ágúst Jóhanns- son, Sesar A, Erpur Eyvindarson, Ágúst Bogason, Atli Bolla- son, Steve Sampling, Dóri DNA, Haukur S. Magnússon. Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.