Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.2008, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.2008, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 2008 Lesbók 7TÓNLIST L íklega kannast ekki margir við hljóm- sveitina Uncle Tupelo frá Bellville í Ill- inois. Til að setja hana í kunnuglegra samhengi má geta þess að forsprakki hinnar virtu jaðarsveitar Wilco, Jeff Tweedy, var meðlimur þessarar ágætu sveitar. En Uncle Tupelo er af mörgum talin ein áhrifa- mesta hljómsveit sögunnar hvað hið svokallaða jaðar-sveitatónlistar-rokk varðar (Alternative Country Rock). Uncle Tupelo var stofnuð árið 1987, af þeim félögum Jeff Tweedy, Jay Farrar og Mike Hei- don, og lagði upp laupana sjö árum seinna. Á þessu tímabili bættust fleiri í hópinn, t.d. nú- verandi bassaleikari Wilco, John Stirrat, og fleiri málsmetandi aðilar innan þessarar senu. Það sem gerir þessa sveit öðru fremur merki- lega er sú blanda áhrifavalda sem hún hrærði saman í tónsmíðum sínum; Flying Burrito Brothers, Hank Williams, Bob Dylan og al- mennt séð sveita- og þjóðlagatónlist og síðan The Ramones, The Sex Pistols, Black Flag og síðast en ekki síst The Minuteman svo eitthvað sé nefnt. Þeir blönduðu s.s. saman hrein- og einfaldleika sveitatónlistarinnar við reiði og hráleika pönksins, auk þess sem textarnir voru eins konar grautur pönks og kántrís, sem speglaðist í laga- og textahöfundunum Jeff og Jay (en þeir sömdu til helminga allt að því allt sem sveitin lét frá sér fara) þar sem sá síð- arnefndi var á slóðum verkalýðsins, atvinnuleysis, alkóhóls og þess að vilja ekki ganga í her- inn á meðan Jeff var á einlæg- ari nótum. Fyrir vikið hefir tónlist sveitarinnar oft verið lýst með hugtakinu kántrí-pönk. Hvað sem því öllu líður er útkom- an einstök. Það má glöggt heyra á frum- burðinum, No Depression (1990), sem heitir svo eftir lagi The Carter Family, „No Depress- ion in Heaven“. Platan sú er einstaklega kraft- mikil og eftir því hrá, enda eingöngu tekin upp á tíu dögum við lítil efni. Raunar þótti hún falla vel í þann farveg sem mótaðist á þessum tíma gegnum bönd líkt og Nirvana. En Uncle Tupelo ákvað að fara í aðrar leiðir. Eftir plötu númer tvö, Still Feel Gone (1991), áttu þeir nefnilega góða möguleika á að njóta þess sem stuðlað hefur að tölunni „27“ í lífi ófárra rokkaranna. Þá gerðu þeir allt að því algerlega óraf- magnaða plötu, March 16-20, 1992 (1992), með blöndu til helminga af frumsömdu efni og þekktum þjóð- lögum, allt á rólegu nótunum. Fjórða og jafnframt síðasta platan heitir svo Anodyne og kom út 1993. Varðandi No Depression hafa sumir viljað ganga svo langt að segja hana marka upphafið að jaðar-sveitatónlistar-rokkinu. Pönkrokk, sveita- og þjóðlagablanda POPPKLASSÍK ÓLAFUR GUÐSTEINN KRISTJÁNSSON B ob Dylan er frægur fyrir margt og sumt af því sérkennilegt. Eitt af því sem menn hafa hrist hausinn yfir árum saman er það hve hann er gjarn á að setja það ekki á plötu sem aðrir teldu vel út- gáfuhæft og jafnvel meistaraverk. Hér er átt við það þegar hann hefur heykst á því að setja upptekin og frágengin lög á plötur, kippt þeim út á síðustu stundu fyrir ókunnar sakir, en þeg- ar menn síðan hlusta á þau löngu síðar fer ekki milli mála að það voru frábær lög og jafnvel bestu lög þeirrar upptökulotu. Útgáfuröðin er gullnáma Í þessu sambandi nægir að vísa til þess er Mark Knopfler vann með Dylan-plötuna Infidels (1983) og er unnið var að frumeintaki skífunnar ákvað Dylan að fella út lagið „Blind Willie McTell“, sem er sannkölluð perla, en í því syng- ur Dylan og leikur á píanó og Knopfler slær undir á kassagítar. Þetta, og fleira reyndar, varð til þess að Knopfler afneitaði skífunni, en almenningur varð að bíða í mörg ár þar til lagið fékk að hljóma í Boot- leg-útgáfuröðinni („The Boot- leg Series“) 1991. Sú útgáfuröð er gullnáma fyr- ir Dylan-áhugamenn og ekki bara fyrir það hve mikið af prýðis lög- um er þar að finna heldur líka vegna þess hve hún gefur góða mynd af lagasmiðnum Bob Dylan, hvernig hún leyfir okkur að skyggnast inn í kollinn á honum, sjá hliðarspor sem hann hefur tekið, tilraunir sem hafa kannski ekki gengið upp og svo geta menn skemmt sér við að reyna að sjá hvað það var við eitthvert tiltekið lag sem varð þess valdandi að hann taldi það ekki útgáfuhæft. Svo má ekki gleyma því að á sumum diskanna í Bo- otleg-röðinni eru tónleikaupptökur sem gefa enn fyllri og betri mynd af tónlistarmanni sem hefur verið á tónleikaferð í rúma fjóra áratugi. Nýjasta skífan í Bootleg Series er sú átt- unda, Tell Tale Signs, og spannar tímann frá 1989 til 2006. Á þessum árum komu út nokkrar Dylan-skífur og ekki allar góðar, en þó er þar að finna Oh Mercy (1989), World Gone Wrong (1993), Time Out Of Mind (1997), sú frábæra Love & Theft (2001) og ekki síðri Modern Tim- es (2006). Gamalt verður nýtt Lögin á diskunum tveim (þrír í rándýrri lúx- usútgáfu – svínslegt!) eru 27 og mörg á ofan- greindum skífum en hér í svo frábrugðinni út- gáfu að þau hljóma sem ný lög, en einnig eru á plötunum tónleikaupptökur og lög sem fáir eða engir hafa heyrt (nema innimyglaðir safnarar). Eins og ártalið í yfirskriftinni bendir til ætti nú dagskráin að vera tæmd eða svo gott sem; komnir eru átta diskar sem ná frá 1961 til 2006. Dylan- fræðingar vita betur því til eru hundruð diska með tónlist hans sem aldrei hefur verið gefin út op- inberlega. Það er því af nógu að taka og auðvelt að mínu viti að byrja á öðrum umgangi. Annan umgang, takk Dylan Til eru hundruð diska með tónlist hans sem aldrei hefur verið gefin út opinberlega. PLÖTUR VIKUNNAR ÁRNI MATTHÍASSON Bob Dylan | Tell Tale Signs Þ að taka líklega flestir undir það að kan- adíski píanóleikarinn Marc-André Hamelin er einn mesti virtúós sem hingað hefur komið eins og sannaðist á frábærum konsert hans í Háskólabíói á Listahátíð fyrir nokkrum ár- um (ímyndið ykkur ef hann hefði haft almenni- legt hljóðfæri til að spila á). Diskarnir sem hann hefur tekið upp fyrir Hyperion-útgáfuna bresku eru líka mikið eyrnakonfekt og sumir með því besta sem tekið hefur verið upp af píanóleik (nefni sem dæmi „Marc-André Hamelin Live at Wigmore Hall“), en þeir eru þó ekki síst skemmtilegir fyrir ævintýramennsku. Gott dæmi um það er diskurinn „In a State of Jazz“ frá í vor. Þó nafnið gefi til kynna að á diskinum sé djass að finna þá er það öðru nær; eins og Hamelin til- tekur samviskusamlega í bæklingi útgáfunnar er hann ekki að spila djass, enda er að segja hver tónn spilaður eftir nótum sem er vissulega á skjön við djassinn – tónlist snarstefjunar og innblásturs augnabliks- ins. Á diskinum eru aftur á móti tónlist sem kall- ast á við djass, verk eftir Friedrich Gulda, Nicolai Kapustin, Alexis Weis- senberg og George Antheil. Þess má geta að verkið eftir Weissenberg skrifaði Hamelin niður eftir 45 snúninga skífu sem Weissenberg tók upp á sjötta áratugnum, því nótur af því eru ekki til. Þetta er semsé tónlist sem innblásin er af djass, ef svo má segja, en af tónskáld- unum þá er Gulda sá eini sem starfaði sem djasstónlistarmaður ekki síður en konsertpíanisti (og lék meðal annars óforvarandis með Gunnari Ormslev, Jóni Páli Bjarnasyni og fleirum á tón- leikum Jazzklúbbs Reykjavíkur í Framsóknarhúsinu í september 1959, en það er önnur saga). Djass og þó … Marc-André Hamelin | In a State of Jazz Þ au Windy Weber og Carl Hultgren hafa unnið að tónlist saman í fimmtán ár og gefið út átta plötur. Alla jafna er músíkin naumhyggjuleg, svo naumhyggjuleg stundum að mörgum finnst eflaust nóg um. Fáir hafa þó eins næma tilfinningu fyrir einfaldleikanum og heyra má til að mynda vel í laginu „I Have Been Waiting to Hear Your Voice“ sem Windy samdi til móður sinnar og heyra má á meistaraverki þeirra Dream House/Dedications to Flea (2005). Á þeirri plötu, og skífunum á undan reyndar, er yfirbragð tónlistar- innar einkar rólyndislegt, víst spenna undir, en alla jafna litað ljúfum trega og hlýju. Því sperr- ir maður eyrun þegar hlustað er á nýja plötu þeirra „Songs for the Broken Hearted“, sem kom út í vikunni – í henni kraumar reiði og beiskja, átök og uppgjör með svo afgerandi hætti að maður spyr sig hvað hafi eiginlega gengið á. Nýleg sólóskífa Windy, „I Hate People“ hefði reyndar átt að gefa til kynna að eitthvað óvenju- legt væri í vændum, enda hófust upptökur á þessum tveim plötum víst sama daginn. Það seg- ir sitt um tónlistina á „I Hate People“ að Kranky- útgáfan sem gefið hefur út tónlist Windy & Carl heykist á að gefa skífuna út enda væri músíkin á henni frekar ætluð þeim sem hefðu dálæti á Nurse With Wound og álíka grodda. Eins og Windy rekur söguna á vefsetr- inu brainwashed.com/wc/ bjóst hún ekki við því að upptökurnar sem þau Carl gerðu saman yrðu nokkurn tímann gefnar út, en lét undan með að ljúka við þær þegar Carl var búinn að véla um obbann af upptökunum, bæta við þær hljóðfærum og klippa til. Hún setti þó það skilyrði að skífan myndi heita Songs for the Broken Hearted og víst á sú yfirskrift vel við. Átök og uppgjör Windy Weber og Carl Hultgren | I Hate People Klassík og ómissandi fyrir rokktónlistar- … ja, eða sveitatónlistarunnendur Meðlimir sjálfir gáfu þó lítið fyrir slík ummæli og sögðust eingöngu fylgja í fótspor manna líkt og Grams Prasons og Woodys Guthries og leit- ast við að endurskapa hefðina. Það tókst þeim svo sannarlega. Mætti raunar með sanni segja að tónlistin hljómi dálítið eins og ef Gram Par- sons og fleiri félagar í þeirri deild hefðu innbyrt vel stóran skammt af afskaplega fjörmiklu spítti. Platan er enda að miklu leyti til í yfirdrif- inu, undir miklum áhrifum af svonefndum stoppköflum í anda The Minuteman, en þó læð- ast hugljúfari lagasmíðar inn á milli, líkt og lag Carter-fjölskyldunnar, sem og mix af hvoru tveggja, líkt og í laginu „Whiskey Bottle“. Það er þó fyrst og fremst þessi blanda pönkrokks, sveita- og þjóðlagatónlistar sem gerir plötuna að klassík og ómissandi fyrir rokktónlistar- … ja, eða sveitatónlistarunnendur. Þess má svo að lokum geta að árið 2003 voru allar fjórar breiðskífur sveitarinnar endur- útgefnar ásamt einkar veglegu og áhugaverðu aukaefni. olafurgudsteinn@gmail.com

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.