Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.2008, Side 2
E
ins og sakir standa er Ísland eins og
land sem háir stríð á fjarlægri
grundu. Á yfirborðinu virðist allt
með felldu, og raunar virðist höf-
uðverkefni allra, frá leikskólakennurum til
forsætisráðherra, að láta sem allt sé með
felldu, en allir vita að ósigurinn er algjör.
Þetta sést vel úr fjarlægð. Þjóðargjald-
þrotið sem vart er nefnt á nafn hér mitt í
hringiðunni er beinhörð staðreynd þegar
horft er á málið með augum erlendra fjöl-
miðla. Smám saman er þó eins og endalaus
niðurlægingin á vígstöðvunum í austri og
vestri síist inn. Okkar hersveitir fara ekki
bara halloka. Stórkostlegt stórtap þeirra er
staðreynd, þrátt fyrir fréttir um skipulagt
undanhald. Þótt hugmyndafræði, þrjóska
og vani haldi þjóðfélaginu enn á réttum kili
gefa stoðirnar sig. Í síðasta mánuði voru
4000 manns hið minnsta reknir úr störfum
sínum. Ég hef hitt nokkra úr þeirra röðum.
Þeim líður eins og ókunnir kraftar hafi
kippt sundur sporbaug lífs þeirra og þeir
þjóti nú út í tómið. Ég veit ekki hvort starf-
andi er ráðgjafarhópur um almenna já-
kvæðniuppbyggingu í samfélaginu, en ef
marka má fréttir af því að aðstoðarmenn
þriggja ráðherra hafi boðað ritstjóra og yf-
irmenn fjölmiðla á sinn fund til að fara yfir
málin, virðist svo vera. Ekkert almennings-
tengslastarf heldur hins vegar aftur af
manninum á götunni sem upplifir á svolítið
ruglingslegan hátt reiði, vanmátt, skilnings-
leysi og sjálfsásökun í bland við vonleysi
þess sem sér enga möguleika á eðlilegu lífi
í náinni framtíð.
Ef stjórnvöld eru ofan í afneitunarkaupið
að reyna að koma böndum á „uppgjafartal“
með fjölmiðlaleiðbeiningum, þá er sá starfi
ærinn. Hvorki þau né aðrir fá að fullu ham-
ið þá vaxandi ólgu, óánægju og reiði sem
hver einasta bensínskvetta frá burtreknum
bankamönnum magnar. Fyrst les maður
„fréttirnar“ á bloggsíðum. Síðan eru þessar
sömu bloggsíður sendar í tölvupóstum. Síð-
an eru tölvupóstarnir afritaðir og end-
ursendir uns að endingu „fréttin“ kemst
upp úr sínu stafræna kafi, upp á yfirborðið.
Inni á vefnum sást fyrst sagt frá skuld-
þvegnum Kaupþingsmönnum. Inni á vefn-
um rís nú alda alvarlegrar gagnrýni á
hvernig nýi aðallinn í bönkunum virðist svo
samofinn fyrra þrotakerfi að ómögulegt er
að koma auga á umskiptin. Sagt er að
bankastjórar gömlu bankanna stjórni nýju
bönkunum á laun. Krafan um alger um-
skipti verður háværari. Að gefið verði upp
á nýtt.
Um tíma hélt maður nefnilega að hið
mikla Hrun þýddi í raun byltingu. Að Ís-
land væri að upplifa atburð á borð við sið-
breytinguna þegar heilli valdastétt og nán-
ast öllu efnahags- og félagskerfi hennar
var sópað út af borðinu og stærsta eigna-
tilfærsla íslenskrar sögu fór fram. Svo er
þó ekki. Sama fólkið og setti Ísland á haus-
inn stjórnar enn fjármálum þjóðarinnar.
Hið mikla Hrun var þrátt fyrir allt ekki
hrun fjármálastéttarinnar. Það var fyrst og
síðast hrun allra þeirra sem fóru í laut-
arferð í góðærinu með myntkörfuna fulla af
gulleggjum. En eins og í vondu Grimms-
ævintýri breyttust eggin í myllusteina sem
hanga þeim um háls. Í Hruninu missti
þetta fólk tök á hinni efnislegu tilveru, en
það missti líka tök á trúnni á framtíðina.
Drifkraftur íslensks samfélags á und-
anförnum árum byggðist á trúnni á að við
öll, þjóðin, værum gædd sérstökum eig-
inleikum sem tryggðu stöðugt áframhald-
andi velsæld. Þessi hugmynd dó á einni
nóttu. Nú berjast menn við að byggja upp
traust á komandi tímum, snúa kreppunni í
jákvæðan byr og von um að hægur vöxtur,
útsjónarsemi og aðrar góðar dyggðir komi
okkur til bjargar. Það er þörf á því að
hlusta á allt það góða fólk sem sér mögu-
leikana í ástandinu, en vandamálið er að
það eru jarðsprengjur í rústunum. Ef þær
verða ekki aftengdar allar strax er öll já-
kvæðni og framtíðartrú til einskis. Hin
reiða myntkörfukynslóð verður að fá upp-
gjör við valdamenn gömlu bankanna og allt
þeirra mikla umbununarsýstem. Annars
verður komandi tíð ein skelfingargryfja
reiði, tortryggni og óréttlætis.
kbjonasson@gmail.com
Myllusteinar í myntkörfum
Hrunið „Það var fyrst og síðast hrun allra þeirra sem fóru í lautarferð í góðærinu með myntkörfuna fulla af gulleggjum.“
FJÖLMIÐLAR
KRISTJÁN B. JÓNASSON
Hin reiða myntkörfukyn-
slóð verður að fá uppgjör
við valdamenn gömlu
bankanna og allt þeirra
mikla umbununarsýstem.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 2008
2 LesbókSKOÐANIR
Ó
nafngreindir
heimildarmenn“
komu þeim
skilaboðum til fjölmiðla
að háttsettir starfs-
menn Kaupþings hefðu
með samþykki stjórnar
verið leystir undan
ábyrgðum á lánum sem
þeir tóku til hlutabréfa-
kaupa áður en bankinn
var einkavæddur. Fyrst komst þetta á kreik í
tölvupóstum og bloggsíðum, síðan var sagan
sögð í sjónvarpsfréttum og dagblöðum, enn með
tilvísun til „ónafngreinda heimildarmannsins“. Í
gang fór hin illa séða en vel smurða afneit-
unarvél þeirra sem hugsanlega gætu vitað til
þessara mála. Aðrir létu ekki ná í sig. Loks tókst
skjaldborg gamla fjármálavaldsins að hrinda
tveimur fram fyrir spjótin, menntamálaráðherra
og formanni VR, Gunnari Páli Pálssyni. Þótt fjöl-
miðlar og almenningur hafi náð einhvers konar
tangarhaldi á þessu máli stendur eftir sú tilfinn-
ing að þetta sé aðeins hurðarhringurinn á risa-
vaxinni ormagryfju. Fyrir einhvers konar mistök
hafi almenningi verið leyft að frétta eitthvað sem
allir þartilbærir aðilar, ekki síst ríkisstjórnin og
stjórnarþingmenn, vissu, en töldu ekki rétt að
gera opinbert af ótta við … almenning. Allt við
þetta mál vekur þær áleitnu grunsemdir að end-
uruppbygging íslensks þjóðfélags á grundvelli
sannleika, réttlætis og djörfungar muni aldrei
fara fram. Við sitjum uppi með byrðar sem aðrir
stofnuðu til og sem þeir munu nú sjálfir sjá um
að velta yfir á þjóðina.
ÞETTA HELST
Hvað leynist í
ormagryfjunni?
Ríkisstjórnin Er hún
hrædd við okkur?
R
étt er að benda lesendum á frábæra
dagskrá Ríkisútvarpsins á laugar-
dögum en þar má finna þætti sem
eru með því besta sem hægt er að finna í
íslenskum ljósvaka. Kvika hefst kl. 10.15 og
er þáttur um kvikmyndir í umsjón Sigríðar
Pétursdóttur. Í kjölfarið koma Vikulokin
sem Hallgrímur Thorsteinsson hefur gætt
nýju lífi síðustu mánuði. Kl. 13 er komið að
Krossgötum Hjálmars Sveinssonar, maga-
sínþætti af bestu gerð. Í Lostafulla listræn-
ingjanum kl. 15.25 er rætt um listir, að
þessu sinni verður m.a. fjallað um sýningu
Gylfa Gíslasonar í Listasafni ASÍ en um
Gylfa er einnig fjallað í Lesbók í dag.
Einnig er óhætt að mæla með tveimur
kvikmyndum sem sýndar verða í Ríkissjón-
varpinu í kvöld. Afbrotavarnir eða Minority
Report (2002) eftir Steven Spielberg er
bráðskemmtilegur framtíðartryllir sem er
sömuleiðis áhugaverður sökum þeirrar sýn-
ar sem hún hefur á tæknisamfélag fram-
tíðar. Sú sýn byggðist á samstarfi við vís-
inda- og uppfinningamenn og er því
kannski ekki út í hött. Í myndinni er til
dæmis vísbending um það hvernig við mun-
um hugsanlega lesa dagblöð í framtíðinni.
Fréttirnar eða Die Nachrichten (2005) er
einnig mjög fín þýsk mynd um Austur-
Þjóðverja sem fluttist vestur yfir eftir fall
múrsins. throstur@mbl.is
Útvarpið á
laugardögum
Og bíókvöld á RÚV
MEÐMÆLIN
Lesbók Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvakur hf. Ritstjórnarfulltrúi Þröstur Helgason, throstur@mbl.is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 PrentunLandsprent
Þ
að er almennt séð mjög örugg pólitík
hjá pistlahöfundi að vera svartsýnn, að
vera neikvæður og gagnrýninn, pota í
allt og alla. Fyrr eða síðar mun nefni-
lega allt fara til andskotans.
En nú ber svo við að við erum einmitt þar.
Eða um það bil að koma þangað. Niður í það
svartasta svarta. Og þá er tími til þess að taka
upp léttara hjal.
Þið getið kallað mig bjartsýnisbjálfa. Þið get-
ið sagt að lífið sé svört skáldsaga. Þið getið
meira að segja haldið því fram að ástandið jafn-
ist á við móðuharðindin. En mér er sama, því að
nú tel ég rétt að taka undir með þeim sem í
upphafi þessa svokallaða hruns bentu ítrekað á
alla þá kosti og krafta sem Íslendingar byggju
yfir.
Það er nefnilega meira vit í því en mörgu sem
sagt er um þessar mundir að við þurfum að
byggja á því sem við höfum enn nóg af, mennt-
un, auðlindum, sköpunarkrafti, frumkvæði.
Við þurfum í sjálfu sér ekki að tíunda þessa
hluti neitt frekar, en það þarf hins vegar að taka
til hendinni, núna þarf að koma hlutum á hreyf-
ingu og það sem allra fyrst.
Og það er allt í lagi að byrja smátt ef sporin
eru bara ákveðin og í rétta átt.
Nú væri til dæmis gott að taka ákveðið skref
í átt að því að stofna til einhvers konar mið-
stöðvar fyrir sjálfstæðar rannsóknir, fyrir fólk
sem er með hugmyndir, á hvaða sviði sem það
nú er.
Nú ríður á að hvetja fólk til þess að skapa og
elta drauma sína, hrinda hlutum í framkvæmd
sem það hefur ekki haft tíma til að huga að sök-
um þess hversu mikið var að gera við að telja
peninga.
Fjölmargir einstaklingar eru nú til dæmis að
losna út úr speglasölum bankanna. Veruleikinn
verður að taka vel á móti þeim, hlúa að þeim,
virkja þá. Þetta er alls konar fólk með alls konar
menntun. Það væri slys að missa þetta fólk úr
landi.
Nú þegar berast fréttir af því að iðn-
aðarmenn og tæknifólk streymi til útlanda að
freista gæfunnar. Þrjú hundruð manns mæta á
fund þar sem kynntar eru reglur um flutning til
Norðurlanda. Þrjátíu hafa verið á slíkum fund-
um undanfarin misseri.
Stjórnvöld verða að bregðast hratt við og
þau verða að gera það á jákvæðan hátt – skapa
aðstöðu, leggja fram fé, hvatningu og einhverja
sýn svo að sprotarnir sem eru vissulega fyrir
hendi fái að vaxa og dafna.
Léttara hjal
Nú ríður á að hvetja fólk til þess að skapa og elta drauma sína
VITINN
ÞRÖSTUR HELGASON
Verðmæti Það væri slys að missa bankafólkið úr
landi. Það þarf að virkja það.