Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.2008, Qupperneq 6
Þ
að er kunnara en frá þurfi að segja að
netið er mörgum þyrnir í augum enda
er það bæði uppspretta góðs og ills. Það
er síðan mismunandi hvað það er sem
menn telja gott og hvað illt og breytilegt milli
landa. Þannig fylgjast kínversk stjórnvöld ræki-
lega með allri netnotkun í Kína, greina allt það
sem hver notandi sendir frá sér og sækir til sín
til að koma í veg fyrir að menn skiptist á skoð-
unum, og sama hyggjast stjórnvöld í Frakk-
landi gera, þ.e. koma í veg fyrir að menn skiptist
á tónlist og kvikmyndum.
Reyndar hyggjast frönsk stjórnvöld beita
öðrum fyrir sig, enda var það samþykkt í
frönsku öldungadeildinni í vikubyrjun að net-
þjónustur (fyrirtæki sem selja aðgang að net-
inu) skuli framvegis fylgjast með netnotkun
notenda sinna og grípa inn í ef þeir skiptast á
höfundarréttarvörðu efni, til að mynda tónlist,
kvikmyndum eða hugbúnaði.
Fyrir fyrsta brot fá menn skammir í tölvu-
pósti, við annað brot er lokað á þá tímabundið
en síðan verður lokað fyrir netaðgang þeirra
fyrir fullt og fast við þriðja brot.
Þetta hefur eðlilega í för með sér aukinn
kostnað hjá netfyrirtækjum því þau þurfa að
greina hvern gagnapakka sem sendur er um
netið sem kostar talsverðan vélbúnað og einnig
að geta lagt mat á hvort um sé að ræða ólöglegt
efni eða löglegt (milljónir ókeypis laga eru fáan-
legar á netinu á lögmætan hátt og eins þúsundir
kvikmynda). Einnig þurfa fyrirtækin eðlilega að
bæta við sig starfsmönnum. Þessi kostnaður
lendir síðan á netnotendum og því verður dýr-
ara að kaupa netaðgang í Frakklandi fyrir vikið.
Þessi hugmynd hefur verið á kreiki í Frakk-
landi frá því Nicolas Sarkozy var kjörinn forseti
og er meðal annars afrakstur starfs nefndar
sem hann skipaði. Formaður þeirrar nefndar
var góðkunningi Sarkozys og stjórnarformaður
frönsku verslunarkeðjunnar FNAC, sem hefur
eðlilega mikilla hagsmuna að gæta. Hann fann
leiðina að hjarta öldungadeildarþingmannanna
(og Sarkozys) meðal annars með því að leggja
áherslu á það í skýrslu um efnið að fyrst og
fremst skaðaði ólögmæt dreifing á tónlist og
kvikmyndum franska menningu – þeir sem
dreifa efni um jafningjanet eru að gera út af við
franska menningu sagði hann og það dugði.
Ekki er gott að segja hvaða örlög bíða þess-
arar tillögu í franska þinginu, enda eru ýmsir
andsnúnir henni í Frakklandi og víðar.
Meðal þess sem menn hafa sett fyrir sig er að
það að takmarka aðgengi fólks að netinu sé
skerðing á persónufrelsi og mannréttindum,
enda sé svo komið að fjölmargar opinberar
stofnanir og einkafyrirtæki byggi þjónustu sína
að miklu eða mestu leyti á netsambandi við um-
bjóðendur sína, sífellt færist í aukana að kosið
sé á netinu og svo megi áfram telja.
Gekk svo langt að það var samþykkt á Evr-
ópuþinginu í vor að það brjóti beinlínis í bága
við manréttindastefnu Evrópusambandsins að
svipta menn netaðgangi.
Það er líka rétt að varpa fram þeirri spurn-
ingu hvort það samrýmist persónuvernd og frið-
helgi einkalífs að fyrirtækjum sé gert skylt
fylgjast með allri netnotkun viðskiptavina sinna.
Hver mun svo gæta gæslumannanna?
arnim@mbl.is
Hver gætir gæslumannanna?
Frönsk stjórnvöld vilja njósna um netnotendur
NETIÐ
ÁRNI MATTHÍASSON
Harður Nicolas Sarkozy og
tónlistarmaðurinn Carla
Bruni eiginkona hans.
Reuters
H
ver man ekki eftir Ewan McGregor á
harðahlaupum niður Princess-götu í
Edinborg í upphafi Trainspotting, með
Iggy Pop og Lust for Life í botni á
hljóðrásinni? Þetta er sígilt andartak, eitt ef
kennimerkjum tíunda áratugarins í bíómenn-
ingunni, rétt eins og atriðið í Pulp Fiction þegar
Travolta og Uma Thurman tvista við gamlan
Chuck Berry slagara. Það eru því dálítið
blendnar tilfinningar sem gera vart við sig
snemma í Slumdog Millionaire (Ríkur ræs-
ishundur), nýjustu mynd Danny Boyle, leik-
stjóra Trainspotting, þegar aðalhetjurnar,
bræðurnir Jamal og Salim, hlaupa eins og fætur
toga eftir troðfullum götum hlykkjóttrar kofa-
byggðar í ónefndu fátækrahverfi í Indlandi; þeir
eru á flótta undan löggunni rétt eins og Renton
tæpum tíu árum fyrr. Umhverfið er vissulega
annað, dópgreni og undirheimar Edinborgar
kunna að vera slæmir en fátæktin og eymdin
sem hér blasir við tilheyrir allt öðrum heimi.
Sjálfsvísandi vídd senunnar er þó sláandi og
áhorfandi spyr hvort hér sé um að ræða glað-
hlakkalega skírskotun eða eilítið örvænting-
arfulla tilraun til að endurheimta ljóma fortíðar,
hvort þetta sé úrvinnsla eða uppgjöf. Þannig er
nefnilega mál með vexti að Trainspotting mark-
ar ákveðinn hápunkt á ferli leikstjórans og leið-
in hefur að sumu leyti legið niður á við síðan,
þótt ágætar myndir á borð við 28 Days Later og
Sunrise sýni að töggur er í honum. Hér er
reyndar rétt að taka fram að málið snýst ekki
um frumleikahugtakið sem slíkt, og engin
ástæða er til að ætla að leikstjórar á borð við
Boyle, sem er afar meðvitaður um ímynda-
samfélagið, hiki við að kinka kolli til sjálfs sín.
En jafnvel Tarantino hefur forðast endur-
vinnslu á íkonískustu andartökum eigin kvik-
mynda, þótt hann eigi erfitt með að láta flott at-
riði í myndum annarra í friði. Þetta er spurning
um hvert menn sæki sér kraftvaka og inn-
blástur, og hvort reynt sé að lifa á fornri frægð
eða horft sé fram á veginn. Af þessum og öðrum
ástæðum fannst mér Boyle tefla á tæpasta vað
þegar hann endurskapar sitt frægasta atriði í
nýju myndinni. Nokkrum mínútum síðar, þegar
eltingarleikurinn í fátækrahverfinu er end-
urtekinn, en undir öðrum og miklu grimmari
formerkjum, verður hins vegar ljóst að Boyle er
langt í frá að gerast sekur um glöp í starfi; hann
notar meðvitund áhorfenda um fyrri myndina
til að skapa ákveðin skil milli menningarheima,
eiginlega til að draga landamæralínu milli vest-
urs og austurs. Vísunin í eldri myndina er til
staðar en hún býr yfir þunga og tilgangi sem út-
skýrir og réttlætir hana.
Rammafrásögn Slumdog Millionaire er snið-
ug. Hún hefst á því að ungur, fátækur og
ómenntaður karlmaður, Jamal, sögupersóna
myndarinnar, hefur náð þeim ótrúlega árangri
að komast alla leið að síðustu spurningunni í
indversku útgáfunni af sjónvarpsþættinum
Viltu vinna milljón? Þetta er vitanlega spennu-
þrungið andartak fyrir þátttakendur, gríð-
arlegir fjármunir eru í húfi og Jamal tekur
mikla áhættu, og því veldur það nokkrum von-
brigðum þegar klukkurnar glymja og í ljós
kemur að tíminn er á þrotum. Það sem gerist
næst kemur á óvart, Jamal er handtekinn um
leið og slökkt er á upptökuvélunum og færður á
lögreglustöð þar sem hann er yfirheyrður og
pyntaður næturlangt. Yfirvöld og þáttastjórn-
endur eru sannfærð um að hann sé að svindla –
að ómögulegt sé að ræsishundur eins og hann,
þ.e.a.s einstaklingur sem kemur úr einu af
mörgum fátækrahverfum landsins, hafi haft öll
svörin reiðum höndum. Framvindan er svo á þá
leið að Jamal útskýrir hvernig hann gat svarað
spurningunum meðan löggurnar fara yfir þátt-
inn af myndbandsspólu. Hver spurning í þætt-
inum og hver skýring leiða til endurlits þar sem
sýnt er hvernig vitneskju um svarið er að finna í
fortíðarreynslu hetjunnar. Svo heppilega vill til
að þáttaspurningarnar kalla fram lífssögu Ja-
mals í línulegri röð, svörin við fyrstu spurning-
unum lærði hann ungur að árum í fátækra-
hverfinu en svörin við spurningum seinni hluta
þáttarins tengjast unglingsárunum og samtím-
anum. Frásagnaraðferðin ber með öðrum orð-
um nokkurn keim af brellum og tilgerð, en hún
virkar samt ágætlega. Eins og við er búast
reynist gatan harður skóli og kraftmestu hlutar
myndarinnar eru þeir sem lýsa æskuárunum.
Jamal og bróðir hans, Salim, þurfa að sjá um sig
sjálfir, móðir þeirra er myrt meðan þeir eru
börn, og í hönd fer erfið lífsbarátta þar sem
kaldlyndi, miskunnarleysi og útsjónarsemi
halda þeim á lífi. Í hópinn bætist stúlka, Latíka,
og saman reyna þremenningarnir að þreyja
þorrann í erfiðum heimi. Sambandið milli La-
tíku og Jamals, og afbrýðisemi Samals reynast
þeir efnisþættir sem sagan snýst um, en myndin
verður öðrum þræði mikil ástarsaga þar sem ör-
lög þessara ræsishunda fléttast saman við þær
gríðarlegu samfélagslegu umbreytingar sem
eiga sér stað þegar hið nýja, kapítalíska Indland
fæðist.
Vestræn áhrif eru táknuð með sjónvarps-
þættinum Villtu vinna milljón? og segja má að
samsláttur og misgengi menningarheima sé
einmitt eitt af því sem myndin fjallar um. Boyle
hefur skapað rómantíska spennumynd þar sem
hefðbundin frásagnarstef vestrænnar afþrey-
ingarmenningar eru færð yfir í fjarlægt og
ókunnugt umhverfi, og að einhverju leyti er
þetta gert í von um að breytingin á sviðs-
umhverfi og raunsæistáknum blási ferskum
vindum um frásögnina. Það tekst að sumu leyti,
en myndin er þó langt í frá gallalaus og missir
flugið eftir því sem á líður. Boyle hefur þó fram-
reitt lifandi og skemmtilega mynd, sem byggist
á snjallri grunnhugmynd. Hollywood fer í heim-
sókn til Bollywood, en heldur þó sínum skap-
gerðareinkennum. Slumdog Millionaire var
lokamynd Kvikmyndahátíðarinnar í London.
vilhjalmsson@wisc.edu
Slumdog Millionaire | Danny Boyle
MYNDIR VIKUNNAR
BJÖRN ÞÓR VILHJÁLMSSON
Viltu vinna milljón rúpíur?
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 2008
6 LesbókKVIKMYNDIR
E
in allra skemmtilegasta myndin sem sýnd
var á kvikmyndahátíðinni í London þetta
árið er rokkmyndin 1 2 3 4 eftir Giles Borg;
lauflétt og leikandi skemmtimynd með alvar-
legum undirtón sem fjallar um óháðu tónlist-
arsenuna í London. Og þegar ég
segi óháðu þá meina ég óháðu –
um er að ræða senuna þar sem
bönd spila fyrir tíu manns og
borga með sér. Segja má að 1 2 3
4 fari ekki alveg ótroðnar slóðir
hvað umfjöllunarefni varðar en
það sem gerir hana eftirtekt-
arverða er það að draumar um
stóra meikið eru ekki það sem
knýr persónurnar áfram. Þegar
öllu er á botnin hvolft er það
ástríðan fyrir tónlistinni sjálfri sem útskýrir
þrótt tónlistarmannanna ungu, og það er smit-
andi tilfinning. Eitt af því sem Borg tekst að
miðla er hið frjálsa andrúmsloft listsköpunar
sem á sér stað svo langt frá meginstraumnum að
niðurinn frá honum heyrist ekki
einu sinni. Leikstjóri myndarinnar
segist hafa varið stærstum hluta
ævinnar í óþekktum hljóm-
sveitum í neðanjarðarsenunni, og
sú reynsla skilar sér svo sann-
arlega. Mynd þessi er fersk, frum-
leg, vel skrifuð og gerð af slíkum
ljómandi skýrleika að hún heillar
mann frá fyrstu stund. Smartasta
mynd sem ég hef lengi séð um
bóhemíuna.
1 2 3 4 | Giles Borg
Óháða senan
W
altz with Bashir hefur ýft fjaðrir í
heimalandinu Ísrael en hér er á ferð-
inni teiknimynd sem fjallar um innrás
Ísraels í Líbanon á öndverðum níunda ára-
tugnum, og beinir myndin þá einkum sjónum
að því þegar varaher á vegum kristilegs
stjórnmálaflokks í landinu gekk berserksgang
í palestínskum flóttamannabúðum. Þúsundir
óbreyttra borgara voru myrt-
ar meðan ísraelski herinn
horfði aðgerðalaus á. Leið-
togi Kristilega stjórn-
málaflokksins í Líbanon og
væntanlegt forsetaefni, Bas-
hir Joomayyeel, hafði verið
ráðinn af dögum nokkru áður
en fjöldamorðin í flótta-
mannabúðunum hófust, og myndin gefur í
skyn að launmorðið hafi verið kveikjan að at-
burðarásinni. Leikstjórinn Ari Folman var
sjálfur meðlimur í ísraelska hernum á þessum
tíma og myndin er eftirtektarverð sem sér-
stök blanda af skáldskap, endurminningum og
heimildarmyndarforminu. Hér er um að ræða
rannsókn á eftirköstum atburða sem hugurinn
getur ekki sætt sig við og
ferðalag um völundarhús
bældra og hálf-gleymdra
minninga. Útlit myndarinnar
og grafísk hönnun er sláandi
og óhætt er að segja að hún
hafi verið ólík öllu öðru sem
sýnt var á Kvikmyndahátíð-
inni í London þetta árið.
Waltz with Bashir | Ari Folman
Völundarhús minninganna
Slumdog Millionaire
„Hollywood fer í heimsókn
til Bollywood.“