Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.2008, Qupperneq 7

Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.2008, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 2008 Lesbók 7TÓNLIST V ið þokumst æ lengra og dýpra inn í hlýjan helli sýrupoppsins og rökrétt að enda á plötu sem er eingöngu til á vínyl og kassettu og hljómar eins og hún hafi verið tek- in upp á ónýtt kassettutæki. Á meðan {{{Sun- set}}} fæst við drama og stærð og The Music Tapes vinnur með gamla, heimilislega hljóma er War einhvers staðar lengst úti í geimnum, sendandi brotakennt, stórskrítið popp til jarð- arinnar með ónýtum sendi sem brakar bæði og brestur í. Ekki þarf að koma á óvart að lítið er vit- að um þennan mann, haldbærar upplýsingar um líf og störf jafn þokukenndar og tónlistin. War ku vera frá Brooklyn og er/var með- limur í hljómsveitinni Chas.Mtn sem á eina breiðskífu að baki, Hugs, sem minnir sumpart á það sem War er að gera í dag. Ekki þarf að fjölyrða um að þetta er engin venjuleg plata; hljóðheimurinn er svo verptur, sýrður og „ofskynjunarlegur“ að hausinn á manni fer eiginlega ósjálfrátt að snúast. Maður fer á tripp án þess að snerta á neinu vafasömu og skítugu, „ófullkomni“ og umfram allt lifandi hljómurinn er óendanlega heillandi. War vinnur að mörgu leyti með sígild minni og hefur mik- inn snertiflöt við sýrurokkshöfðingja á borð við Roky Erickson, Skip Spence og Syd Barrett og á stundum heyrir maður jafnvel í lágfitlskóng- unum í Guided by Voices. Platan er barmafull af hugmyndum og War á auðheyranlega fullt í fangi með þær og ræður eiginlega varla við að vinna úr þeim. Þeir sem hrifist hafa af Ar- iel Pink og vel sýrðu og surgandi en um leið ofurmelódískri, nánast dá- leiðandi tónlist hans verða ekki sviknir af þessari plötu (og sá snillingur kom reyndar að hljóm- jöfnun plötunnar). New Raytheonport | Gary War Hugmyndastríðið S umarið 1989 varð Dave Mustaine, leið- togi bandarísku þrasssveitarinnar Megadeth, fyrir því óláni að aka á kyrr- stæðan bíl sem til að bæta gráu ofan á svart var í eigu lögreglumanns á frívakt. Þegar betur var að gáð kom í ljós að kappinn var fleytifullur af fíkniefnum og hafði í þokkabót ábót í fórum sínum. Hann var því umsvifalaust færður í fangageymslur. Enda þótt Mustaine hafi ekki gert sér grein fyrir því á þeirri stundu átti þessi gjörningur eftir að færa honum mikla gæfu. Dómstólar gáfu honum nefnilega fyr- irmæli um að fara í fíkniefnameðferð. Enginn efast um tónlistarhæfileika Mustai- nes en ferill hans fram að þessu hafði einkennst af endalausum árekstrum. Hann var sem frægt er rekinn með skít og skömm úr Metallica fyrir drykkjuskap skömmu áður en rokkskrímslið hljóðritaði sína fyrstu plötu og hafa þeir James Hetfield og Lars Ulrich eldað grátt silfur síðan. Mustaine stofnaði þá Megadeth, þétt band sem þrassaði í sama anda og Metallica. Eftir tvær prýðilega heppnaðar plötur, Kill- ing Is My Business … and Business Is Good! (1985) og Peace Sells … but Who’s Buying? (1986), skarst í odda með Mustaine og gítarleik- aranum Chris Poland og trymblinum Gar Samuelson og var þeim báðum vísað á dyr. Ástæðan, merkilegt nokk: Óregla. Inn komu gítarleikarinn Jeff Young og trommarinn Chuck Behler fyrir þriðju breið- skífuna, So Far, So Good … So What! (1988), sem fékk blendna dóma. Ekki leið þó á löngu uns Mustaine lenti upp á kant við þá líka og áður en So Far-túrinn var á enda höfðu þeir báðir verið látnir taka pokann sinn. Alltaf hélt bassaleikarinn, David Ell- efson, velli enda þótt þeir Mus- taine færu í hár saman síðar. Eftir tólf þrepa-meðferðina sá Mustaine tilveruna í sæmilega skýru ljósi, í fyrsta sinn í áratug. Hann beið því ekki boðanna, heldur dreif Ellefson og tvo nýja liðsmenn, Nick Menza trommuleikara og Marty Friedman, sem reynd- ist vera framúrskarandi gítaristi, inn í hljóðver. Útkoman var þéttasta og besta plata Megadeth til þessa dags, Rust in Peace, eða Hvíl í ryði, sem kom út í september 1990. Lagasmíðar Mustaines voru þroskaðri og heilsteyptari en áður. Ekki vantaði lengur herslumuninn og nærvera Friedmans er al- mennt talin hafa lyft spilamennskunni á hærra plan. Mustaine er sem fyrr pólitískur og per- sónulegur í textum sínum en þessi alvörugefni þjóð- félagsrýnir hefur alla tíð risið upp úr meðalmennskunni í þeim efn- um. Þurfti kannski ekki mikið til? Hvergi er snöggan blett að finna á Rust in Peace. Þekktustu lögin eru líklega Holy Wars … The Punishment Due, sem margir skilgreina sem há- punktinn á ferli Megadeth og Hangar 18. Í fyrrnefnda lag- inu veltir Mustaine vöngum yfir styrjöldum og bendir hlustendum á að horfa ekki eingöngu til Ísraels, „It might be your home- lands“. Í Hangar 18 fær bandaríski herinn á baukinn en hann á að hafa lokað verur frá öðr- um hnöttum inni í téðu flugskýli. Áfram má telja. Dawn Patrol fjallar um hlýn- un jarðar og gróðurhúsaáhrifin og Take No Prisoners um stríðsfanga. Þarna eru líka per- sónulegri mál, Poison Was the Cure er uppgjör Mustaines við heróínfíkn sína, Tornado of Souls hverfist um fyrrverandi ástkonu hans og Luc- retia er óður til vofu nokkurrar sem tekið hefur sér bólfestu á háaloftinu hjá honum. Segir sag- an að Mustaine blandi stundum geði við hana í skjóli nætur – þegar enginn sér til. Rust in Peace var upphafið að stöðugasta skeiði í sögu Megadeth. Menza sló taktinn á þremur plötum til viðbótar og Friedman gekk ekki úr skaftinu fyrr en eftir þá fjórðu, Risk, 1999. Það er heil eilífð í slagtogi við Mustaine en fljótlegra er að renna gegnum íslensku síma- skrána en listann yfir liðsmenn Megadeth fyrr og nú. Engin þeirra platna sem komu út á tí- unda áratugnum stóðu Rust in Peace þó á sporði og þaðan af síður plöturnar þrjár sem lit- ið hafa dagsins ljós á þessari öld. orri@mbl.is O g talandi um Elephant Six. Um er að ræða áhrifamikla útgáfu sem tengdi saman líkt þenkjandi sveitir í upphafi tíunda áratugarins sem dufluðu við nefnt sýrupopp, en helstar má nefna The Apples in Stereo, The Olivia Tremor Control, Elf Power og Neutral Milk Hotel (það nægir reyndar að skoða dyntótt hljómsveitanöfnin til að sjá í hvaða pælingum sveitirnar eru). Julian Koster, fyrrum meðlimur í Neutral Milk Hotel hefur undanfarin ár haft sveitina The Mu- sic Tapes sem aðalstarfa en á plötunni sem hér er til umfjöllunar hefur hann komið lo-fi aðferðafræðinni upp á næsta stig. Við vinnslu hennar gekk Koster svo langt að nýta sér vaxhljóðrita Thomas Alva Edison frá 1895 við upptökur en þeir eru nokkrir sem sverja og sárt við leggja að sú tækni sé til muna traustari en seinni tíma uppfinningar (við vitum öll að geisladiskar eru drasl. Komonn). Tónlistin, þar sem heyra má í banjói, sög og ýmsum torkennilegum handanheimshljóðum er í senn snotur og stórfurðuleg. Það er engu lík- ara en framsækin nýbylgjurokksveit hafi tekið sér far í tímavél til ársins 1920 og dúndrað inn tónlist á 78 snúninga plötu með því að notast við það sem hendi er næst. „Sveitin stikar ein- stigið á milli óviðjafnanlegrar snilldar og algjörs kjaftæðis,“ sagði Popmatters síðan einhverju sinni um þessar tilraunir Kosters. Sjarmi hins ófullkomna, höfnunin á hinu dauðhreinsaða höfðar í dag ríku- lega til yngri og leitandi tónlistar- manna, þess fólks sem þó er alið upp við geisladiska og allra handa stafræna hluti. Merkilegt. Þess má þá geta að Koster gaf út sólóplötu í síðasta mánuði, The Singing Saw at Christmastime, þar sem jólalög eru leikin á sög. Vírað! Music Tapes for Clouds and Tornadoes | The Music Tapes Gamalt, nýtt É g er þægilega fastur í nútíma sýrupoppi um þessar mundir („.neo-psychedelia“). Ég veltist því um ringlaður með geð- veikislegt sælubros á vör og fíla mig í botn. Grúví maður! Þetta er eitthvað sem fór væntanlega í gang eftir skrif mín um Of Mont- real fyrir tveimur vikum síðan og því ekki úr vegi að líta á nokkrar nýútkomnar plötur í þessum geira. Ég ætlaði reyndar að taka fyrir plötur úr ólíkum áttum en bara hreinlega gat það ekki þegar ég hellti mér út í þessi mál. Byrjum leik á nýútkominni plötu sveit- arinnar {{{Sunset}}}, The Glowing City. Um áttatíu mínútna „verk“ er að ræða, og þá legg ég sérstaka áherslu á orðið „verk“. Platan er þannig massíf, framvindan afskaplega heild- stæð og hugmyndaflæðið sem leikur um lögin átján með hreinum ólíkindum. Áferðin er um- rætt nútíma sýrupopp; sólskinsbakaðar hand- anheimsstemmur með afkáralegu sniði og snúningum sem minnir helst á Elephant Six sveitina Olivia Tremor Control (meira um það hér fyrir neðan). Heilinn á bak við verkefnið (það er alltaf „klikkaður prófess- or“ á bak við verk af þessum toga) heitir Bill Baird og er frá tónlistarbænum mikla Austin í Texas. Bærinn sá hefur alltaf verið mikill suðupottur hvað tónlist áhrærir og það skýrir kannski víð- feðma nálgun Bairds. Nýja sýrupoppið sker sig frá hinu gamla að því leytinu til að starfsemin fer nær eingöngu fram neðanjarðar á meðan hinar upprunalegu sýrupopps- og rokkshetjur beggja vegna Atlantsála eins og Pink Floyd, Love og Doors gáfu út á stöndugum merkjum og nutu al- mannahylli. Þá leggja nýsýrðir sig gjarnan eft- ir gamaldags, forláta upptökugræjum og lág- fitlið svokallaða eða „lo-fi“ er í hávegum haft. Persónuleg, „óvönduð“ vinnubrögð eru málið; menn líma þannig sjálfir saman kassettur og skreyta og gefa svo út í takmörkuðu upplagi. Þannig var raunin með Baird, sem byrjaði að dæla út efni fyrir réttum tveimur árum. Baird og hans hyski þurfa enn sem komið er að borga með sér en hann lýsir því sjálfur yfir á mys- pace-setri sveitarinnar (www.myspace.com/ lobosunset) að fyrst og fremst hafi hann viljað koma efninu út, burtséð frá forminu. Útgáfan sem slík er því öll í hrærigraut; út hafa komið kassettur, vínylplötur, geisladiskar og stafrænt niðurhal en Baird harmar að enn hafi þeir ekki haft ráð á því að gefa út sjötommur og viðlíka „skemmtilega“ hluti eins og hann orðar það. Hann segist þá vonast til að geta komið plöt- unum í betri dreifingu í fyllingu tímans og segir að lögin verði þá ekkert endilega í þeirri útgáfu sem þau eru í núna. Tímanna tákn í raun en á þessum opnu og stafrænu tímum er nánast ekki hægt að tala um eiginleg verklok. Stafrænum út- gáfum er hægt breyta og stokka upp eftir hentugleika, eitthvað sem smellpassar vinnuhólistum eins og Baird sem er á yfirsnúningi þegar þetta er ritað, en The Glowing City er þriðja platan sem hann gefur út í ár. arnart@mbl.is The Glowing City | {{{Sunset}}} PLÖTUR VIKUNNAR ARNAR EGGERT THORODDSEN Streymi Bill Baird og félagar í {{{Sunset}}} taka sér stutta pásu frá allri vinnugeðveikinni. Jörðin, hún snýst um sólina Hvíl í ryði POPPKLASSÍK ORRI PÁLL ORMARSSON Eðalþrass frá brakandi þurrum Dave Mustaine og félögum í Megadeth

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.