Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.2008, Side 9

Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.2008, Side 9
þeim frumstæða, sterkur. 1947 sló Armstrong glæsilega í gegn með lítilli hljómsveit á tónleikum í Town Hall í New York og voru þar með honum tveir menn er áttu eftir að leika í stjörnusveit hans, er fór sigurför um heiminn næstu áratug- ina; básúnuleikarinn og söngvarinn Jack Teag- arden og trommarinn Sidney Cattlet. Þegar stjörnusveitin var stofnuð bættust við klarinettu- leikarinn Barney Bigard, sem verið hafði einn af helstu einleikurum Duke Ellingtons og Earl Hi- nes, faðir nútímadjasspíanóleiksins, er hljóðritað hafði með Armstrong 1928 tímamótadúettinn ,,Weather Bird“ og var eini maðurinn í Hot Five- og Seven-sveitum hans er var samboðinn meist- aranum. Svo voru bassaleikarinn Arwell Shaw og söngkonan Velma Middelton með í för. Hún var tæplega meðaldjasssöngkona en Armstrong nauðsynleg í skemmtihluta efnisskrár hans. Árið 1951 hættu Teagarden og Hines með sveitinni og var eftirsjá Armstrongs eftir Teagarden mikil, en honum og Hines samdi ekki. Hines vildi vera í stjörnuhlutverki, en í hljómsveitum Armstrongs var aðeins pláss fyrir eina stjörnu. Hann hafði verið í því hlutverki allt frá því að hann yfirgaf King Oliver 1924 og var það til dauðadags – enda hvarvetna fremstur í flokki þar sem hann fór. Arftakar Teagardens og Hines voru Trommy Yo- ung, sem verið hafði stjarna með stórsveit Jimmy Lunceford, og Billy Kyle, einn flottasti píanisti djassins af Hines-skólanum. Trommy var með Armstrong í rúman áratug en Kyle allt til dauða- dags 1966. Þeir voru þó ekki í sama klassa og fyr- irrennarar þeirra er hér var komið sögu og svo var ekki um aðra er léku með stjörnusveit Arms- trongs síðari árin. Armstrong er ekki eini djass- meistarinn sem galt þess að hafa oftar en ekki meðaljóna í hljómsveitum sínum. Tenórsaxófón- jöfurinn Sonny Rollins er seldur undir sömu sök. Louis sagði gjarnan aðspurður: ,,Þarf aðra stjörnu en mig?“ eða: ,,Hvað heldurðu að þeir kosti?“ Umboðsmaður hans, Joe Glaser, sem var alltaf grunaður um mafíutengsl, sá um að ráða og reka þá er léku í stjörnuhljómsveitinni og vísast er að þar hafi dollarar frekar ráðið en gæði – aft- ur á móti verður að viðurkenna að Glaser var alla tíð annt um Louis. Mannkærleikurinn Louis Armstrong stóð eins lengi í sviðljósinu og stætt var. Eins og Duke Ellington hélt hann tón- leika næstum hvern dag ársins og oftar en ekki tvenna. Aðdáendur hans voru honum hjartfólgnir og það voru ekki orðin tóm er hann tjáði þeim ást sína eins og þessi saga frá Gautaborg sýnir. Louis hafði verið þar með tónleika í Norðurlandaför sinni veturinn 1955 og eftir tónleika biðu aðdá- endur hundruðum saman í kuldanum fyrir utan hótelið þar sem hann gisti. Löngu eftir miðnætti biðu nokkrir stráklingar enn eftir að Louis yf- irgæfi hótelið, en hann átti að taka næturlestina til Kaupmannahafnar. Þegar hann snaraðist loks- ins inn í leigubílinn sem beið hans sá hann skjálf- andi drengina fyrir utan og spurði: ,,Af hverju var mér ekki sagt frá strákunum?“ Lucille, kona hans, bað hann um að flýta sér en meistarinn sagði: ,,Farið á undan í lestina. Ég kem þegar ég hef rætt við piltana.“ Það gerði hann og þeir óku honum svo á lestarstöðina í litla óupphitaða Fí- atnum sínum. Það var kannski þessi mannkærleikur, sem alltaf einkenndi hann, er gerði hann jafn vinsælan og raun bar vitni og kom djasslistin ekkert við sögu er hann velti Bítlunum úr efsta sæti banda- ríka vinsældalistans með ,,Hello Dolly“ 1964, elst- ur allra er vermt hafa það sæti, eða kom honum í efsta lista breska vinsældalistans með ,,What A Wonderful World“ 1968. Enn komst hann í efstu sæti vinsældalista, víða um heim, löngu eftir dauða sinn með sama lagi árið 1987 – þá hafði það hljómað í kvikmyndinni Good Morning Vietnam. Þá voru ellefu ár liðin frá dauða hans. Ætli nokk- ur muni leika það eftir? Nú hafa áhrif Armstrongs blómstrað að nýju og þá einkum í tónlist trompetleikara frá New Orleans með Wynton Marshalis, djasslöggu Bandaríkjanna, í broddi fylkingar. Allir gömlu Armstong-taktarnir; lokatónstitringurinn, hristi- titringurinn, glæsinóturnar yfir háséinu, einfald- leikinn, ljóðrænan, tónfegurðin og umsköpun lagsins í ótal tilbrigðum lifa góðu lífi enn í djass- heiminum. Þó verður tónlist hans aldrei endursköpuð. Hún er jafn ódauðleg og tónlist allra þeirra er bú- ið hafa yfir snilligáfunni samhliða mannkærleik- anum. Þar skipta vinsæladalistarnir engu máli. Höfundur er djassgagnrýnandi við Morgunblaðið. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 2008 Lesbók 9 The Complete Hot Five And Hot Seven Recordings Heildarútgáfa á fyrstu meist- araverkum djasssögunnar, sem áttu eftir að hafa áhrif á alla djasslistamenn þar til bíboppið kom til sögunnar. Frábær mynd- skreytt bók fylgir í tvöföldu diskabroti. Einnig fáanlegt á: Hot Five And Sevens Nær sömu upptökur, en segja má að hreinsanir John R. T. Davis taki jafnvel fram hreinsunum tæknimanna Columbiu – en bókina góðu vantar. Louis in New York Columbia Upptökur Lo- uis frá 1929 m.a. I Cańt Give You Anything But Love og Black And Blue. St. Louis Blues Upptökur Louis frá 1929 og 30. M.a. Dear Old Southland og Ím Confessiń. Yoúre Driving me Crazy Upptökur frá 1930 og 31. M.a. Memories of You og Lazy River. The Complete RCA Victor Recordings Stórsveitarupptökur og upptökur með stjörnubandinu með Teagarden, m.a. hinn frægi Town Hall-konsert frá 1947. The California Concerts Flottir tónleikar stjörnusveitarinnar með Teagarden, Earl Hines og fleiri í Pasadena 1951 og í Cres- endo-klúbbnum 1955 þegar Barney Bigard, Trummy Young og Billy Kyle voru í áhöfn- inni. Plays W. C. Handy Líklega besta skífa Armstrongs með Stjörnuhljómsveitinni eftir að Teagarden yfirgaf hana. Ýmsir blúsar hljóðritaðir hér í fyrsta sinn af Lou- is. Satch Plays Fats Columbia Fjöldi söng- dansa Wallers sem Armstrong hafði ekki glímt við í áratugi. Ambassador Satch Einstaklega mögnuð hljómleikaplata, tekin að mestu upp í Evr- ópu. Hápunktarnir eru West End Blues og líklega besta útgáfa Louis af All of Me; tekin upp í Mílanó 1956. The Complete Ella Fitzgerald & L. A. on Verve Hér má fá í einum pakka Ella And Louis, Ella And Louis Again, báðar plöt- urnar, og Porgy And Bess. Hunang. Satchmo: A Musical Biography Louis rifj- ar upp tónsköpun sína allt frá árunum með King Oliver. Vel heppnaðar end- urminningar. Armstrong & Duke Ellington: The Great Summit – Master Takes Ellingtonópusar, margir hljóðritaðir af Louis í fyrsta sinn, Ellington leikur á píanóið með stjörnusveit Louis og hún gengur í endurýjun lífdag- anna. Að lokum skal getið um Classic- útgáfuna frönsku sem gefur út þær hljóð- ritanir djassmeistara sem ekki eru varðar höfundarrétti, þ.e. fimmtíu ára og eldri. Af Armstrong-útgáfum Classic skal sér- staklega mælt með útgáfunum er spanna árin 1931-32 (Classic 536) þar sem ,,Star Dust“ er að finna og útgáfuna frá 1937 til 38 (Classics 515) þar sem finna má hina glæsiútgáfu hans á ,,Struttin With Some Barbercue“. Nýjasta skífa útgáfunnar er frá 1954. Varast ber að þarna er allt sem eldra er og finna má á öðrum útgáfum og aukatökur eru aldrei á Classic. Ef farið er á amazon.com má finna 1.881 disk með Louis Armstrong. Þar sem réttindi falla úr gildi fimmtíu árum eftir hljóðritun má nærri geta að þarna er margt misjafnt á ferð- inni. Auk allskonar safnplatna og hljóðritana frá tónleikum, út- varpi og sjónvarpi, eru tóngæðin oft ekki meiri en þegar Arms- trong hljóðritaði fyrstu skífur sínar með Hot Five í Chicago 1925. Hér er listi yfir það besta sem fá má með Armstrong á diskum um þessar mundir. Armstrong á diskum Þ ú hefur kannski hugsað þig um tvisvar áður en þú komst hing- að?“ „Tvisvar, ég veit það ekki. Mig langaði.“ „Þú hefur haldið að kuldinn myndi drepa þig.“ „Drepa mig, nei það hélt ég ekki. En ég hélt, að það yrði kalt hér, miklu kaldara en er. Þegar við flugum yfir landið skömmu áður en við lentum, leit sessunautur minn út og sagði: „Getur verið, að þetta sé Ísland, ég sé hvergi nokkurs staðar neinn ís.“ Og nú er einhver Ameríkani, hef ég heyrt, sem vill kalla landið Ni- celand, það líkar mér vel.“ Hann hélt áfram að raka sig. Ég stóð í dyrunum, og við horfðumst í augu í speglinum. Hann sápaði sig aftur. Það var eins og hann hefði gaman af að breyta þessu svarta andliti, mála það hvítt með sápunni. „Þegar ég var kominn hingað í hótelið í gær,“ sagði hann, „gekk ég út og skoðaði mig um, mér fannst gaman að sjá þetta fallega umhverfi hér, og ég var frakkalaus, hver mundi trúa því? Það er alls staðar snjór um þetta leyti árs nema á Íslandi. Merkilegt. Maður getur aldrei orðið svo gam- all, að lífið hætti að koma manni á óvart.“ Hann rispaði svarta rák í sápuna eins og barn, sem hefur gaman af að leika sér. Og einhvern veginn fannst mér ég hafa þekkt þenn- an mann alla ævi, hans hlýja hjarta, einlægni hans; auðmýkt. Allar hreyfingar hans voru í ákveðnum töktum, þeir voru líka ósjálfráðir og eðlilegir. (Úr samtali Matthíasar Johannessen við Armstrong í Morgunblaðinu 1965.) Hvítt á svörtu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.