Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.2008, Qupperneq 16
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
D
ægurtónlist er, hvort sem fólki líkar
það eða ekki, menningarlegt fyr-
irbæri sem skiptir máli.“
Þessa setningu er að finna í
dómi greinarhöfundar um safn-
plötuna Svona er sumarið 2000,
sem birtist undir fyrirsögninni Poppfárið 2000.
Setningin var til komin vegna óþols á því að ekki
væri rýnt í popptónlist að gagni eins og með
aðra tónlist en þetta árið var og mikil gróska í
íslensku poppi, stundum kölluðu sveitaballa-
poppi en ég hef kosið að nefna það alíslenskt
popp í þessari greiningu. Sveitir eins og Land
og synir, Sóldögg og Á móti sól gáfu á þessum
tíma út lög og plötur sem báru með sér mikinn
metnað og vísvitandi tilraunir voru gerðar til að
brjótast út úr ódýrum og hraklega sömdum
smellum. Í kjölfarið brast á nokkuð öflug popp-
bylgja sem reis hvað hæst um 2002-2003 en þá
réð hljómsveitin Írafár algerlega lögum og lof-
um. Frá árinu 2004 tók að dofna yfir og viðlíka
fár á enn eftir að láta á sér kræla.
Hljómsveitirnar sem urðu hvað mest áber-
andi í kringum aldamótin voru að fylla upp í
skarð það sem SSSól og Sálin hans Jóns míns
höfðu skilið eftir í kringum 1997 og voru það
Land og synir og Skítamórall sem kepptust um
keflið framan af. Atið náði fullum blóma árið
2000 og Írafár og Í svörtum fötum bættust fljót-
lega í hóp þeirra sveita sem nefndar voru í upp-
hafi.
Hvað lagasmíðapælingar á þessum tíma
varðaði voru flestar sveitirnar nokkurs konar
sporfarar Sálarinnar hans Jóns míns sem öðl-
aðist reyndar sjálf nýtt líf um þetta leyti. Ein-
stök staða þeirrar sveitar, það að geta fyllt upp í
heilt ball einvörðungu með frumsömdu efni er
hið endanlega markmið íslenskra sveitaballa-
poppara. Það er sama hvern maður spyr. En um
leið hangir sú krafa eins og myllusteinn um háls
þeirra. Hjá sumum er um raunverulega tog-
streitu að ræða; menn spila ábreiður eða „co-
ver“ af því að þeir þurfa þess en læða svo inn
eigin smellum eins og hægt er á meðan aðrir lifa
fullkomlega tvöföldu lífi. Spila lög eftir aðra á
böllum meðfram því sem gefnar eru út plötur
með frumsömdu efni. Sem er svo sjaldan eða
aldrei spilað á böllunum. Þetta tvöfalda líf ís-
lenskra poppsveita sem gera út á skemmt-
anamarkaðinn er á vissan hátt alveg sér-
íslenskt. Erlendis ferðu annaðhvort alla leið
með það að vera ábreiðusveit, og einbeitir þér
þá gjarnan að einhverju einu tímabili eða heilli
hljómsveit, nú, eða þú leikur eigin lög, kastar í
mesta lagi inn einu, tveimur tökulögum upp á
grínið.
Inn í þetta fléttast svo hin sígilda rimma á
milli „alvöru“ listamanna og skemmtikrafta og
spurningin hvort hægt sé að reka hljómsveit
með arði samfara því að hafa listrænan metnað,
nokkuð sem hefur raunverulega tekist í tilfelli
Sálarinnar.
Að standa með sér
Í skrifum þessum leitaði ég til fjölmargra máls-
metandi manna og kvenna, bæði fólks sem er í
sjálfum bransanum og rýna sem standa utan við
hann. Viðbrögðin komu mér satt að segja á
óvart, mikið var um metralangan tölvupóst, tug-
mínútna símtöl og þá frá báðum hópum. Þessi
geiri, sem svo margir slá af borðinu sem froðu,
kallaði á meiri pælingar og meiri tilfinningar en
þær jaðarstefnur sem ég hef fjallað um í síðustu
skýrslum (öfgarokk og hipp hopp).
Ég átti langt spjall við Hreim Örn Heimisson,
söngvara Lands og sona. Eiginlega var ekki
hægt að hugsa sér betri kandídat, þar sem hann
hefur snert á flestum þeim hliðum sem skipta
máli fyrir þessa grein. Hann bjó til gegnheilt og
lítt fýsilegt froðupopp í upphafi, reyndi sig svo
við metnaðarfyllri gerð popptónlistar og tók
meira að segja útrásarslaginn.
Og hann kannast vel við þá togstreitu sem
fylgt getur hinum alíslenska poppara.
„Ég hef staðið sjálfan mig að því að tala niður
til þess sem ég gerði í upphafi,“ viðurkennir
hann. „Og það er ekkert sniðugt. Það er eitt-
hvert skrítið óöryggi í þessum bransa virðist
vera. Menn taka gagnrýni of nærri sér sem er
samt vel skiljanlegt. Og það var beinlínis sú
slæma gagnrýni sem við fengum fyrir fyrstu
plötu okkar sem ýtti okkur í að vanda betur til
verka á þeirri næstu.“
Það viðhorf gat af sér eina bestu plötu hins al-
íslenska poppgeira frá upphafi, Herbergi 313
(1999).
„Með tímanum uppgötvuðum við svo að ef
maður stæði ekki 100% með því sem maður
væri að gera væri eins gott að hætta bara.“
Það hefur nefnilega einkennt umræðuna um
alíslenska poppið að henni er einatt stillt upp
sem verri tónlist en hinni svokölluðu jað-
arbundnu, listrænu tónlist. Mugison er betri en
Skítamórall og þannig er það bara. Eða hvað?
Er þetta virkilega bundið í hlutarins eðli? Er
haganlega samið ofurgrípandi popplag frá sveit
suður með sjó sjálfvirkt verra en meðalgóð smíð
frá lopapeysuklæddum 101 búa? Þrátt fyrir
mikla farsæld popparanna í kringum aldamótin
var þessi rimma alltaf undirliggjandi. Sumpart
er þetta rifrildi um keisarans skegg. Maður sem
mætir á ball og gefur allt sitt í að búa til
skemmtun, eftirminnilegan viðburð fyrir þá
sem eru mættir, af hverju er hann samt alltaf
tveimur skrefum á eftir, „left-wing“ listamann-
inum eins og Selfyssingar orða það svo
skemmtilega? Og þá meira að segja í þeim til-
fellum þar sem slík „alvöru“ list er iðkuð með
hangandi hendi?
Segir Jóhann Ágúst Jóhannsson gagnrýn-
andi:
„Eðalpopp er til í hrönnum. Sálin, Ný Dönsk
sem og SSSól eiga slíkt efni í bunkum og það
efni virkar á böllum. Stundum hefur borið á
hroka gagnrýnenda gagnvart poppsveitum –
þar sem listrænn metnaður þeirra er ekki álit-
inn til staðar á kostnað gróðahyggju og inni-
haldsleysis á meðan misgóðum grasrót-
arböndum er hampað gríðarlega en eru svo
öllum gleymd og grafin. Er tónlist ekki hluti af
nokkurs konar upplifunarmenningu? Ball og
plata eru hlutir sem skila ánægju og upplifun
þess sem neytir og hvort um sig stendur og fell-
ur með listrænum metnaði listamannsins. Það
að framkalla lýtalausa gleði og ánægju á tón-
leikum krefst metnaðar og orku frá listamann-
inum – það að hann geti lifað sómasamlegu lífi
af því að gefa frá sér á þann hátt er sjálfsagt og
mýtan um fátæka snillinginn sem skapar list-
arinnar vegna má alveg fá hvíld því innst inni
vilja allir meika það, munurinn felst einfaldlega
í því hvað fólk er tilbúið að leggja á sig mikla
vinnu.“
Engin nýliðun?
Ástæðurnar fyrir því að upp spratt svo blómlegt
popplíf í kringum aldamótin eru af marg-
víslegum toga. Um það leyti myndaðist gat á
markaðnum eins og áður er rakið. En af hverju
komu flestar sveitirnar utan af landi, og þá lang-
flestar frá Selfossi? Það þyrfti reyndar um-
fangsmikla samfélagslega rannsókn sem tæki
tillit til margra breyta til að finna út úr þessu
með Selfoss en líklegasta skýringin á lands-
byggðarvinklinum er væntanlega sú að helstu
frammámenn þessarar seinni bylgju alíslenska
poppsins ólust upp við sveitaballið sem aðalvett-
vang skemmtunar og tónlistar. Bubbi og Sálin
voru átrúnaðargoð ungra og óharðnaðra ung-
linga.
„Þetta fólk vildi verða eins og Stefán Hilm-
arsson og Bubbi,“ segir Helga Þórey Jónsdóttir
gagnrýnandi. „Þetta voru þeirra stjörnur, eðli-
lega, en ekki malarbarnanna sem höfðu úr
meiru að velja.“
Ægivald popparanna um þetta leyti hafði þó
slík áhrif í höfuðborginni að þar risu upp ball-
sveitir, eins og t.a.m. Í svörtum fötum og hljóm-
sveit eins og Sóldögg, sem hafði verið í gangi í
nokkur ár, fékk frekari vind í seglin. Tónlist
hennar þokaðist fram á við en hún, eins og
Skítamórall og Land og synir höfðu fram að því
verið í fremur jólasveinalegu grallarapoppi. En
svipað fár virðist ekki í gangi í dag. Og hvað
veldur?
Jóhann Ágúst Jóhannsson segir nýliðunina
ekki hafa verið eins öfluga og í kringum 2000.
„Margar af þessum sveitum áttu rætur sínar
að rekja til landsbyggðarinnar en í dag er ann-
ars konar bylgja í gangi út á landi, galgopasveit-
ir eins og Ljótu hálfvitarnir og Hvanndals-
bræður gera það gott í stað ballsveitanna
sálugu. Þetta gæti líka verið vegna breyttra
neysluvenja hlustenda. Tónleikastöðum hefur
fækkað og þessi tegund útgerðar á undir högg
að sækja, þ.e. þegar ballmarkaðurinn var
plægður í rútu með ærnum tilkostnaði.“
Fleiri álitsgjafar nefndu þetta, að kostir af-
þreyingar væru meiri og fjölbreyttari í dag og
umfram allt auðveldari aðgengis. Hreimur
nefndi að í gamla daga hefði þetta verið mjög
einfalt. Menn bókuðu böll grimmt um helgar úti
á landi, ja nema þegar einhver vinsæl mynd
kom út. Ef von var á Die Hard 2 á leigurnar um
einhverja helgina var bókununum breytt! Helga
Þórey bendir þá á nokkuð athyglisverðan punkt
hvað þetta varðar, að möguleg endurnýjun sem
hefði skilað sér í nýjum sveitum hafi að mestu
farið í gegnum Idol og viðlíka sjónvarpsefni.
Það næsta stóra …
Ballmenningin lifir auðvitað enn þó að tími risa-
stórra sveitaballa sé mestanpart liðinn, a.m.k.
eru mun færri um hituna í dag. En það er ekk-
ert æði í gangi, eins og þegar Birgittudúkkur
fylltu hillur verslana og fjórar til fimm breið-
skífur hinna alíslensku poppara komu út um
hver jól – og seldust svo í tugum þúsunda.
Ein sveit var þá nefnd fremur en aðrar þegar
spurningunni um líklegasta kyndilbera næstu
bylgju hins alíslenska popps var velt upp. Það er
hljómsveitin Ingó og Veðurguðirnir. Og með-
limir koma flestallir frá … jú þú giskaðir
rétt … Selfossi!
Alíslenskt popp: skýrsla
Upp úr aldamótum skall
á landinu nokkuð öflug
poppbylgja. Einkenni
hennar voru metnaður
til nýsköpunar og mark-
miðsbundnar tilraunir
voru gerðar til að slá
saman listrænum metn-
aði og þeirri list að
skemmta. En hversu vel
gengur þetta tvennt
saman? Og hver er
staðan í hinu alíslenska
poppi í dag?
Menn bókuðu böll
grimmt um helgar úti á
landi, ja nema þegar
einhver vinsæl mynd
kom út. Ef von var á Die
Hard 2 á leigurnar um
einhverja helgina var
bókununum breytt!
Hugheilar þakkir fá eftirfarandi fyrir veitta aðstoð: Heimir
Eyvindarson, Hreimur Heimisson, Gunnar Reynir Þor-
steinsson, Jóhann Bjarni Kolbeinsson, Dr. Gunni, Einar
Bárðarson, Birgir Nielsen, Haukur S. Magnússon, Jóhann
Ágúst Jóhannsson, Hildur Maral og Helga Þórey Jónsdóttir.
Í alvöru
Á móti sól, 2004. Er hægt að
samtvinna listrænan metnað
og galgopaleg sveitaböll?
Alíslenskt popp: skýrsla
VEFVARP mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 2008
16 LesbókTÓNLIST
O
ft hefur greinarhöfundur haft á tilfinn-
ingunni að þeir aðilar sem tilheyra
hinu svokallaða alíslenska poppi séu
óþarflega mikið í vörn og jafnvel haldnir
minnimáttarkennd. Blýföst trú hans er
að fyrst og síðast snúist þetta um að
standa með sér; og þá standa með því
fagi og þeim áherslum sem menn hafa
valið sér, veri það argasta popp eða
argasta pönk. Rígur á milli jaðar-
tónlistarmanna og popp-
ara er í raun fárán-
legur, eitthvað sem í
mesta lagi er hægt
að skemmta sér yfir.
Einar Bárðarson,
umboðsmaður Ís-
lands, átti sann-
arlega sinn þátt í
poppsprengingunni
um aldamótin. Hann segir um þennan þátt:
„Ef fólk skammast sín fyrir vinsældir laga
sinna þá er fólk í meiriháttar tilvist-
arkreppu sem verður ekki löguð á
dægursíðum Morgunblaðsins.
Þegar menn eru dáðir af
95% þjóðarinnar en
elta ólar við álit fá-
menns hóps „sér-
fræðinga“ þá eru
menn ekki að for-
gangsraða rétt hjá
sér. Daginn sem
ég verð kallaður
til skrafs og ráða-
gerða á X-inu er
dagurinn sem ég
skila titlinum
umboðsmaður
Íslands.“
Einar hefur orðið