Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.2008, Qupperneq 6
S
umar kvikmyndir eru einfaldlega engu
líkar, með öðrum orðum
einstakar. Franska kvikmyndin
Entre les murs (Bekkurinn), eftir Laur-
ent Cantet, er gullmolinn sem vann Gull-
pálmann á Cannes í ár en franski titillinn þýðir
einfaldlega milli veggjanna. Titillinn lýsir vel
grunnhugmynd kvikmyndarinnar, þar er fylgst
með lífinu innan veggja gagnfræðaskóla í einu
af fjölmenningarlegum en fátækum úthverfum
Parísarborgar. Aðalsögupersónur eru kenn-
arinn François og bekkur hans í frönsku og
bókmenntum eina skólaönn. Þannig er söguefn-
ið ofurhversdagslegt en útkoman er heillandi
sneið úr hversdagsleikanum, sem hverfist um
samskipti kennara og nemenda á unglingsaldri
og síðast en ekki síst samband einstaklingsins
við skólakerfið sem um leið segir mikið um
fransk samfélag. Myndin og söguhugmyndin
eru byggðar á bók eftir gagnfræðaskólakenn-
arann og rithöfundinn François Bégaudeau, þar
sem hann lýsir lífinu í skólastofunni og sinni af-
stöðu til heimspeki kennslunnar. Bégaudeau fer
með hlutverk kennarans og leikarar eru ólærðir
nemendur úr gagnfræðaskóla, ekki ósvipuðum
þeim sem myndin fjallar um. Samspilið og
dýnamíkin sem myndast milli leikara er gríð-
arvel heppnuð, en samskiptin einkennast í senn
af jarðbundu raunsæi og fínstilltu drama. Þá
hefði líklega enginn annar en reyndur kennari
getað farið með hlutverk François en hann
heldur í senn uppi athygli, alúð, aga og áhuga
nemenda (sem og bíógesta) í hinum fjölmörgu
atriðum myndarinnar sem gerast í kennslutíma.
Þá skynja áhorfendur vel hinar krefjandi hliðar
kennslustarfsins, ekki síst meðal illa launaðra
kennara á borð við François, sem berst fyrir því
að sinna kennslunni sem best í fjársveltum
skóla og virkja nemendur sína þrátt fyrir að
framtíðin sem blasi við mörgum þeirra sé ekki
endilega björt.
Í kennslustofunni
Þegar myndin var sýnd á Kvikmyndahátíðinni í
London (London Film Festival) nú í október
kom margt fram í kynningu aðstandenda henn-
ar um það hvernig verkið var unnið.
Leikstjórinn Laurent Cantet fékk áhuga á að
gera kvikmynd sem gerðist innan veggja
kennslustofu þegar hann var að ljúka við mynd-
ina Vers le sud (Suður á bóginn). Þegar hann las
bók Bégaudeau sem þá var nýkomin út vissi
hann þegar í stað að hér væri komið tilvalið
samvinnuverkefni. Hann segist hafa heillast af
því hvernig bókinni tókst að segja svo margt um
franskt samfélag og bregða upp mynd af
kennslustofunni sem nokkurs konar smáheimi
þar sem spurningar um jöfnuð, vald, menning-
arlega aðlögun og útskúfun, eiga ekki síður við
en utan veggja skólans. Bókin varð síðan grunn-
urinn að þeirri innsýn í raunverulegt skólalíf
sem myndin hefur til að bera og þeirri marg-
þættu persónu sem kennarinn François er. „Ég
hreifst af persónuleika François, af því hrein-
skiptna sambandi sem hann myndaði við nem-
endur sína. Einhvern veginn fannst mér hann
hafa til að bera alla þá kosti og togstreitu sem
kennslustarfið felur í sér,“ segir leikstjórinn.
Bégaudeau segir að bókin sín hafi verið hugs-
uð sem nokkurs konar annáll, þar sem hvers-
dagurinn er í forgrunni. Bókin hverfðist frekar
um röð atvika og uppákoma en hefðbundinn
söguþráð. Þennan efnivið unnu þeir Cantet og
samhandritshöfundur hans, Robin Campillo
með og drógu út það sem vakti athygli þeirra,
og notuðu bæði persónur og atvik sem grunn að
handriti sem hefur áþekkar áherslur og bók Bé-
gaudeau. Myndin virðist fyrst og fremst fylgja
hversdeginum, og bekknum sem heild, en
smám saman koma ólíkir persónuleikar nem-
endanna í ljós, og átök, jafnvel veikleikar í fari
kennarans. Slíkir veikleikar kalla fram ögrun
nemendanna og bresti í jafnaðargeði kenn-
arans.
Vinnustofa með unglingum
Stór hluti undirbúningtímans fyrir myndina og í
kringum tökur fór fram í gegnum vinnustofu
sem sett var upp með krökkunum sem fara með
hlutverk nemendanna í Bekknum. Fyrsta
skrefið var að finna leikara fyrir myndina, og
ákváðu Cantet og félagar að heimsækja nokkra
gagnfræðaskóla í París til að leita að þeim rétta.
Fyrsti skólinn sem þeir bönkuðu upp á var
Dolto-gagnfræðaskólinn í tuttugasta hverfinu
og þar með voru samstarfsaðilarnir fundnir.
Allir nemendurnir sem leika í myndinni eru úr
Dolto og kennarar sem fara með aukahlutverk
sömuleiðis. Þá eru þeir foreldrar sem koma fyr-
ir í myndinni raunverulegir foreldrar krakk-
anna. Vinnan með nemendunum hófst í nóv-
ember 2006 og stóð út það skólaár. Haldnar
voru opnar vinnustofur á miðvikudagseft-
irmiðdögum og þeir nemendur sem áhuga
höfðu gátu mætt. Smám saman myndaðist sá
hópur sem átti eftir að fara með hlutverk í
myndinni, og segir Cantet það fyrst og fremst
hafa ráðist af því hvaða nemendur höfðu nægi-
legan áhuga til að halda vinnunni áfram og
fundu sig í þeim persónum sem þeir voru að
þróa. Cantet og Bégaudeau segja suma nem-
endur vinna með persónuleika áþekka þeirra
eigin, á meðan aðrar persónur, einkum innflytj-
andinn Souleymane séu uppdiktaðar frá grunni,
en sú síðastnefnda er eina persónan í myndinni
sem ekki ber sama nafn og leikarinn.
Útkoman af spunavinnunni með krökkunum
úr Dolto-skólanum er ótrúleg, og er erfitt að
ímynda sér að allir nemendurnir séu í raun
óreyndir leikarar. heida@mbl.is
Bekkurinn (Entre les murs) | Laurent Cantet
MYNDIR VIKUNNAR
EFTIR HEIÐU JÓHANNSDÓTTUR
Innan veggja skólans
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 2008
6 LesbókKVIKMYNDIR
E
ins og frægt er orðið sagðist Richard Nixon
„ekki vera krimmi“ þegar hann hrökklaðist
úr embætti, en ekki voru allir sammála
honum um það. Margir álitu að eina leiðin til að
kveða niður þá tortryggni í garð stjórnvalda sem
hegðun forsetans hafði skapað væru réttarhöld.
Í kvikmyndinni Frost/Nixon eftir
Ron Howard er langt og ítarlegt
sjónvarpsviðtal Davids Frosts við
forsetann árið 1977 framsett sem
síðbúið tækifæri til að halda slík
réttarhöld og knýja fram játningu
um sekt. Myndin er byggð á leik-
riti eftir
Peter Morgan, þann sama og
skrifaði The Queen, og kunna ein-
hverjir að sjá hliðstæður milli
spillingarmála áttunda áratug-
arins og þeirra sem dunið hafa háttsettum
bandarískum embættismönnum síðustu árin.
Drifkrafturinn hér er þó ísköld keppni mannanna
tveggja, og viðtalið verður eins konar vígvöllur
þar sem stríðandi fylkingar mætast, en bæði Nix-
on og Frost hafa her aðstoðarmanna að baki sér.
Frost hættir ferli sínum fyrir von
um heimsfrægð en Nixon lítur á
viðtalið sem tækifæri til pólitískr-
ar endurlausnar, fyrsta skrefið í
átt endurkomu til Washington.
Frank Langella á stórleik í hlut-
verki Nixons og Michael Sheen er
sömuleiðis fínn sem Frost. Frost/
Nixon var opnunarmynd Kvik-
myndahátíðarinnar í London og
verður tekin til almennra sýninga
í Evrópu í upphafi næsta árs.
Frost/Nixon | Ron Howard
Pólitísk endurlausn
Þ
að er ekki laust við að vefurinn opensec-
rets.org hafi haldið fyrir mér vöku að
undanförnu. Leyndarmálin sem þar
liggja á lausu eru svo sem ekkert til að
smjatta á og sökkva sér í, aðalatriðið er að þau
eru þarna, og ég get kíkt á þau þegar mér þykir
þurfa.
Opensectrets.org er vefur, þar sem hver sem
er, getur skoðað allt um opinber fjármál í
Bandaríkjunum. Og hvað þýðir það? Jú, það er
að sjálfsögðu hægt að skoða fjárhag stjórn-
málaflokka, hvernig þeir eru fjármagnaðir,
hverjir greiða í sjóði þeirra og í hvað þeir eyða.
Þarna eru líka allar upplýsingar um fjárhag
stjórnmálamanna. Það er með öðrum orðum
hægt að komast að því hvað stjórmálamaður á
mikla peninga, hvaðan hann fær tekjur, og
hvernig hann ver opinberu fé.
Tökum sem dæmi Nancy Pelosi, forseta full-
trúadeildar Bandaríkjaþings.
Hún á sæti í PAC-nefnd, PAC-stendur fyrir
Political Action committee, og slík nefnd hefur
það hlutverk að styrkja kosningasjóði frambjóð-
enda. Á þessum dásamlega vef má skoða ná-
kvæmlega hvaða frambjóðendur hún styrkir og
með hve háum upphæðum. Sjálf þiggur hún
auðvitað líka fé frá PAC-nefndum til að tryggja
eigið sæti á þingi og það er hreint ekkert laun-
ungamál hverjir leggja það fé til. Það er að sjálf-
sögðu hægt að sjá hverjir aðrir greiða í kosn-
ingasjóði hennar og úr hvaða greinum
atvinnulífsins hún fær mest.
Ef við höldum áfram með Pelosi, þá er líka
hægt sjá á opensecrets.org hvað hún á sjálf
mikla peninga, hvað hún á af eignum og hvað
hún skuldar mikið – og hverjum hún skuldar,
hvað af því eru veðskuldir, hvað eru banka-
skuldir, og hvað eru aðrar skuldir. Þá er ekki
síður forvitnilegt að skoða eignir þessarar konu,
í hverju hún fjárfestir – aha, Nancy Pelosi er þá
hluthafi í Alcoa. Gott að vita það.
Á sama hátt er hægt að skoða flokka, fyr-
irtæki og stofnanir á þessum undursamlega vef,
félagasamtök, t.d. stéttarfélög og ekki síst fyr-
irgreiðslufólkið, svokallaða lobbýista, og upp-
flettimöguleikarnir eru gríðarmargir.
Á bak við vefinn stendur Center for Respon-
sive Politics, sem ég held að best væri að kalla
Miðstöð gagnsærra stjórnmála, og það eru eins
konar neytendasamtök stjórnmálanna með það
eitt að markmiði að safna þessum upplýsingum
og viðhalda gagnsæju stjórnkerfi. En hverjum
kemur þetta við og hvaðan kemur leyfið til að
hnýsast í fjármál annarra?
Jú, á sama vef er lagabálkurinn sem gerir
Miðstöð gagnsærra stjórnmála þetta kleift.
Öfugt við það sem líðst í íslenskum stjórn-
málum er þingmömmum, starfsmönnum þings-
ins, forsvarsmönnum ríkisstofnana og öllum
þeim sem hyggja á forsetastóla stórfyrirtækja,
forseta, varaforseta, hæstaréttardómurum og
fleirum SKYLT, að hafa fjárreiður sínar op-
inberar, samkvæmt siðalögum þingsins frá
1978. Þeir sem lögin ná til verða að skila árs-
skýrslu þar að lútandi, rétt eins og fyrirtæki,
stofnanir og félagasamtök þurfa að gera. Siða-
nefnd þingsins fer yfir allar skýrslur nema for-
stjóraskýrslurnar, þær sér siðanefnd rík-
isstjórnarinnar um. Allt skal upp talið, skuldir,
eignir, fjárhagur, gjafir, styrkir, ferðalög – bæði
einstaklingsins, maka og barna undir lögaldri.
Allt tal um gagnsæi í íslenskum stjórnmálum er
hjóm í þessum samanburði. Þetta er ekki
hnýsni, heldur forsenda trausts sem stjórn-
málin á Íslandi sárvantar. begga@mbl.is
Hvernig Nancy Pelosi tengist Reyðarfirði
Fjármál stjórnmála, stjórnmálamanna, stjórnsýslu og dómskerfis eiga að vera öllum opin og aðgengileg
NETIÐ
BERGÞÓRA JÓNSDÓTTIR
Engin leynd Opensecrets.org hefur það eitt að mark-
miði að gera fjármál stjórnkerfisins aðgengileg.
M
ark Hartley hefur gert ljómandi
skemmtilega heimildarmynd um svo-
kallað „ozploitation“, ástralskar
svínarísmyndir sem lögðu til beinnar atlögu
við góðan smekk og siðgæði. Not Quite Holly-
wood: The Wild, Untold Story of Ozploitation!
fjallar um hvernig afnám rit-
skoðunarlaga í Ástralíu á önd-
verðum áttunda áratugnum
hleypti nýju blóði í kynslóð
kvikmyndagerðarmanna
sem voru með kynlíf og
ofbeldi á heilanum, og
reyndar líka húmor, svo
úr varð kvikmyndateg-
und sem lengi vel þótti
smánarblettur á þjóðinni.
„Ozploitation“ hefur hins
vegar gengið í endurnýjun lífdaga og tengist
það að sumu leyti áköfum talsmönnum á borð
við Quentin Tarantino, en hann er í raun eins
konar sögumaður myndar Hartleys, svo oft og
ítarlega er spjallað við hann í framrás verks-
ins. Enda getur Tarantino ekki hamið fögnuð
sinn og hrifningu á þessari
kvikmyndaframleiðslu Ástr-
ala, og staldrar þá ekki
bara við þekktustu dæmi
tegundarinnar, líkt og
Mad Max, heldur kaf-
ar í undirdjúpin.
Þetta er vel gerð
og sniðug mynd
og villta og
tryllta kvikmynda-
hefð.
Not Quite Hollywood | Mark Hartley
Ekki alveg Hollywood
Spuni
Útkoman úr spuna-
vinnunni er ótrúleg.