Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.2008, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 2008 Lesbók 7KVIKMYNDIR
N
orska svartmálmssveitin Darkthrone á
vísan stað í hjarta veðurbarinna unn-
enda málmsins þunga. Og það er ekki
svo, ekki lengur a.m.k., að maður hrífist af
þessari einstöku sveit sökum hreinna tónlist-
arlega gæða heldur frekar vegna þrautseigju
og ja … áreiðanleika. Allt síðan 1990 hafa plöt-
urnar komið reglulega út og útgáfutíðnin hefur
reyndar aukist nokkuð hin síðustu ár. Ný
Darkthroneplata er að verða einn af föstu
punktum lífsins, maður er farinn að taka nýj-
um skammti úr þeim ranni jafn sjálfsögð-
um og að sólin komi upp á
morgun.
Darkthrone var í forvígi fyrstu
bylgju svartþungarokksins og
stimplaði sig þar inn af miklum
krafti með hinni áhrifamiklu A
Blaze in the Northern Sky (1992).
Áður hafði sveitin gefið út dauða-
rokksplötu, Soulside Journey (1990).
Hljómsveitin, leidd af fóstbræðrunum Noct-
urno Culto og Fenriz dældi svo út plötum
næstu árin; hrímköldum, grimmúðlegum og
stingandi meistarastykkjum á borð við Tran-
silvanian Hunger og Panzerfaust. Frá og með
The Cult Is Alive (2006) breytti sveitin svo um
stefnu, fór að rokka og róla meira og lagði sig
eftir hinu nett hippíska „crust“ pönki. Þessari
stefnu var svo aftur framfylgt á síðustu plötu,
F.O.A.D. (2007) og aftur á þessari nýjustu
plötu (og er undirstrikuð með um-
slagshönnuninni). Hvað veldur veit
enginn en tónlistin er „mýkri“, ef
það er hægt að nota slíka lýsingu
um þessa hljómsveit og afslappaðri
einhvern veginn. Á milli þess sem
Nocturno Culto hendir í eina plötu
starfar hann sem grunnskóla-
kennari og er auk þess tveggja
barna faðir. Líf og list þarf ekki
endilega að fara saman greinilega.
Dark Thrones and Black Flags | Darkthrone
Meistararnir
M
örgum er í fersku minni allsvakaleg
innkoma frönsku öfgarokksveitar-
innar Gojira á Airwaves 2006. Tækni-
legt rokkið, samfara hugmyndaríkri,
framþróaðri og vel melódískri lagaframvindu
heillaði áhorfendur upp úr skónum um leið og
þeim var þrykkt upp að vegg, slíkur var kraft-
urinn. Þessi samleiðing á þáttum sem við fyrstu
sýn virðast eiga fátt sameiginlegt – í tilfelli Goj-
ira hárnákvæm tæknivinnsla en um leið skyn-
bragð á melódíur og fagurfræði – er oft og tíð-
um það sem skýtur hljómsveitum upp í
meistaradeildina, ef ekki vinsældalega þá a.m.k.
hvað listræn heilindi og vigt að því leytinu til
varðar. Gojira rúlla svo öllu sínu dóti inn í stór-
brotinn dramatískan pakka og því ekki að undra
að stjörnunum hafi rignt yfir síðustu plötu sveit-
arinnar, From Mars to Sirius (2005), en hún ber
með sér skýrustu útfærsluna á þeim blæbrigð-
um sem nefnd eru að ofan til þessa. Ráin hefur
þó verið hækkuð enn frekar á nýjustu plötu
sveitarinnar, The Way of All Flesh, sem út kom
fyrir stuttu.
Gojira kemur frá borginni Ba-
yonne í Suðvestur-Frakklandi,
en hún tilheyrir Baskahéruðum
landsins. Borgin verður að teljast
ólíklegasta útungunarstöð heims
hvað öfgarokk áhrærir en Frakk-
land almennt hefur reyndar alla tíð
verið uppburðalítið í þeim fræðunum.
Ekki nema sá sprengikraftur sem býr
í Böskum sé að hafa sín áhrif? En hvort sem þið
trúið því eða ekki er í gangi æði lífleg sena í
frönsku öfgarokki um þessar mundir, og þá er
ekki meðtalin franska svartþungarokkssenan
sem hefur verið giska öflug um allnokkra hríð.
Þessi „almennari“ sena er leidd af Gojira (all-
tént er það þekktasta nafnið) en önnur bönd eru
t.a.m. Scarve og Hacride.
The Way of All Flesh er fjórða breiðskífa
sveitarinnar en tvær þær fyrstu eru Terra In-
cognita (2001) og The Link (2003). Allar plötur
sveitarinnar hafa fengið framúrskarandi dóma
en með hverri plötu hafa verið tekin ákveðin
skref fram á við. Stílsamsuða Gojira er nokkuð
einstök og gagnrýnendur eiga iðulega erfitt með
að fóta sig í lýsingum á sveitinni þó ofsahrifnir
séu. Í kvörninni eru dauðarokk, þrass, progg,
ambientsprettir og „metalcore“ og einstök lög
geta sveiflast frá nokkuð afstrakt og stuttum
sérhljómandi tónum yfir í grúvandi þungarokk
af NWOAHM-skólanum (New Wave Of Am-
erican Heavy Metal). Söngvari slíkrar sveitar,
hinnar vel kynntu Lamb of God syngur enda ba-
krödd í einu laginu á The Way of All Flesh.
Platan er temabundin, líkt og fyrri verk Goj-
ira. Textar Joe Duplantier, gítarleikara og
söngvara, hafa mikið til fjallað um umhverfið og
þá ógn sem steðjar að móður jörð en í
þetta sinnið lítur hann sér nær og
fjallar um dauðann sjálfan og hlut-
verk mannssálarinnar í regluverki
lífsins. Platan ber því með sér mun
dekkri tóna en fyrri verk sveit-
arinnar, hvort heldur í tónlist eða
textum, enda viðurkennir Dupl-
antier að hann sé ekkert sér-
staklega bjartsýnn á komandi tíð.
arnar t@mbl.is
The Way of All Flesh | Gojira
PLÖTUR VIKUNNAR
ARNAR EGGERT THORODDSEN
Í KVÖRNINNI
Hin franska Gojira leitar víða
fanga í vel ofnu öfgarokkinu.
Milli skinns og hörunds
U
ndanfarin ár hefur gamalt rokk geng-
ið ljósum logum meðal tónlistar-
þyrstra ungmenna og þess sér stað í
þeirri músík sem ómar út úr bíl-
skúrum landsmanna. Nánar tiltekið þá er sú
rokkvofa, og raftónlist líka, ættuð frá Þýska-
landi sjöunda áratugarins þegar fyrsta kyn-
slóð frá stríðslokum er að reyna að átta sig á
arfleifð voðaverka og reyndi fyrir vikið að
skapa eitthvað nýtt á rústum menningar sem
var henni ógeðfelld.
Þýsk ungmenni, mörg menntuð í klass-
ískum fræðum, hrifust af því sem prófess-
orum þeirra fannst ljótt og úrkynjað, og
beittu nýrri tækni sem gaf fyrirheit um nýjan
heim og fundu sig í bræðingi af rokki, djassi
og óhljóðum; innbyrtu strauma úr öllum átt-
um og sköpuðu eitthvað nýtt; nýja gerð af
rokki sem við erum enn að reyna að skilja.
Haustið 1972 er mér eftirminnilegt um
margt og þegar ég rifja upp þá tíma er und-
irspilið ævinlega Can, nánar tiltekið platan
Monster Movie með klifunarkenndu sýrðu
rokki og geggjuðum raddspuna Malcolms
Mooney (heyr til að mynda lagið „Yoo Doo
Right“ sem klippt var niður á eina plötuhlið
(um 20 mínútur) úr margra klukkutíma
geggjun).
Monster Movie var fyrsta plata Can og
ekki alveg ný þegar þetta var, kom út 1969,
en hljómaði vissulega nýstárlegri en nokkuð
annað sem í boði var á Íslandi á þeim tíma.
Síðar þetta ár komst ég svo yfir aðra
Can-plötu, Ege Bamyasi, sem
var þá nýkomin út og svei mér
þá ef ekki var hér komin enn
magnaðri skífa en Monster Mo-
vie.
Can varð til í Köln, stofnuð af
þeim Holger Czukay bassaleikara,
Irmin Schmidt hljómborðsleikara,
Michael Karoli gítarleikara og Jaki
Liebezeit trommuleikara. Þeir komu
hver úr sinni áttinni, Czukay og
Schmidt meðal lærisveina Stockhausens en
Karoli spilaði dægurtónlist og djass og
Liebezeit var djasstrommari fyrst og fremst.
Þeir voru aðalvélar Can-eimreiðarinnar, en
söngvarar voru tveir á blómaskeiði sveit-
arinnar, áðurnefndur Malcolm Mooney, sem
hætti í sveitinni geðheilsu sinnar vegna og er
þar með úr sögunni, og í hans stað kom jap-
anskur flækingur, Kenji „Damo“ Suzuki, sem
þeir Czukay og Liebezeit rákust á á kaffi-
húsi. Hann gat lítið sungið og kunni lítið fyrir
sér í tónlist, en smellpassaði að því sem
sveitin var að gera eins og
heyra má á Tago Mago, sem
kom út 1971, og ekki síður á
Ege Bamyasi.
1972 lagði Can til lag,
„Spoon“, í sjónvarpsþátt-
inn Hnífurinn sem var síð-
an gefið út á smáskífu og
sló í gegn. Fyrir vikið
gat sveitin komið sér
upp almennilegu hljóð-
veri og þar var platan
tekin upp. Upptökur gengu
þó brösuglega og sveitarmenn hafa lýst því
svo að skífan hafi nánast verið tekin upp á
hlaupum þegar á reyndi, sum laganna að
mestu hreinn spuni, og fyrir vikið hafi Spoon
ratað inn á skífuna, en það stóð ekki til í upp-
hafi.
Að mínu viti eru þær þrjár Can-skífur sem
hér hafa verið nefndar, Monster Movie, Tago
Mago og Ege Bamyasi, það besta sem liggur
eftir Can og um leið með því besta sem gefið
var út á þessum tíma; Monster Movie hrá og
skemmtileg, Tago Mago með bestu mús-
íkkeyrsluna og svo poppplatan Ege Bamyasi.
Sveitin lagði þó ekki upp laupana strax, sendi
frá sér nokkrar plötur til, helstar eru Future
Days og Soon Over Babaluma, en undir lok
áttunda áratugarins lagðist sveitin í dvala þó
hún hafi komið saman öðru hverju í gegnum
tíðina.
Varla þarf að taka það fram að Ege Ba-
myasi hljómar best í upprunalegri útgáfu á
tvöföldum vínyl, en reyndar er líka til fram-
úrskarandi SACD-útgáfa haustið 2004 með
mjög ítarlegum bæklingi og fullt af fínum
myndum. arnim@mbl.is
Poppuð framúrstefna
POPPKLASSÍK
ÁRNI MATTHÍASSON
Fyrir fjórum áratugum sköpuðu þýsk ungmenni nýja gerð af tónlist sem við erum enn að reyna að skilja
M
argoft hef ég stungið niður penna um
svartþungarokkið svokallaða, enda sá
geiri öfgarokks sem hefur borið með
sér hvað mest af framsækni og tilrauna-
mennsku síðustu árin. Enginn endir á þessari
gríðarlegu grósku sem þar þrífst er fyrirsjáan-
legur og formið eflist frekar með hverju árinu.
Svartþungarokkssenur eru farnar að planta sér
niður á ólíklegustu stöðum, tónlist sem var í
eina tíð nær eingöngu bundin við Norðurlöndin
hefur nú teygt sig til staða eins og Frakklands,
Spánar, Seattle, Texas, San Francisco (en
þar er mjög sterk sena) og Chi-
cago en þaðan er viðfang þessa
pistils.
Vefritið Pitchfork heldur úti
mjög skemmtilegum dálki sem kall-
ast Show No Mercy. Þar er að finna
glúrin gæðaskrif um allra handa öfg-
arokk með áherslu á avant-garde-
skotnari hluta þess. Umsjónarmaður
skrifanna setti nýjustu plötu Nachtmystium, As-
sassins: Black Meddle Pt. 1, í efsta sæti lista
sem tekur yfir bestu öfgarokksskífur ársins sem
er að líða. Hljómsveitin er ein af forvígissveitum
amerísks svartþungarokks og hefur lagt drjúgan
skerf til þróunarvinnu í þeim geiranum. Líkt og í
tilfelli Gojira vantar ekki hugmyndaflugið og
sköpunarmáttinn en helsta einkenni hennar er
nösk notkun á sýruskotnu rokki eins og reyndar
er gefið til kynna í titlinum, „Meddle“, sem vísar
auðvitað í plötu Pink Floyd frá 1971 og
upphafslagið, „One Of These Nights“,
er útgáfa af upphafslagi Meddle, „One
of These Days“. Nachtmystium er
ekkert heilagt (nema hvað! eru þetta
ekki kirkjubrennandi satanistar!) og
dúndra inn gítarsólóum og píanó-
um eins og ekkert sé. Þá lætur
saxófónn aukinheldur á sér kræla.
Verðugt skoðunar, svo sann-
arlega.
Assassins: Black Meddle Pt. 1 | Nachtmystium
Árás