Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.2008, Side 8
Eftir Aðalstein
Ingólfsson
adalart@mmedia.is
Þ
að kæmi mér ekki á óvart þó
annað hver Íslendingur hefði
óafvitandi notað eða keypt
vöru sem gengið hefði í gegn-
um hreinsunareld hönn-
unarstofu í Mílanó sem nefnist
Design Group Italia, til dæmis
stóla frá fyrirtækinu Magis,
tannbursta frá Unilver, ungbarnavörur frá
Chicco, reiðhjólahjálma frá Etto, lyftur frá
Kone, skrúfjárn og tangir frá Beta, vörur frá
Scotch og Post-It að ógleymdum brauð-
stöngum frá Barilla. Raunar má bæta við
þennan lista framleiðslu tveggja fyrirtækja
hér á Íslandi, 66° Norður og Bláa lónsins.
Ástæða þess að við Íslendingar erum hér á
blaði er einvörðungu því að þakka að einn af
fimm eigendum DGI til margra ára heitir Sig-
urður Þorsteinsson, en ferill hans innan hönn-
unargeirans er ævintýri líkastur. Sigurður er
Reykvíkingur að ætt, hafði upprunalega
áhuga á sagnfræði og landafræði, en ákvað
síðan að leggja fyrir sig iðnhönnun. Að loknu
stúdentsprófi frá MR 1986 hélt hann til Míl-
anó. Hann lauk þar námi 1992 á föstudegi og
var strax á mánudegi kominn í læri á hönn-
unarstofunni Design Group Italia. Árið 1993-4
hannaði hann meðal annars barstólinn Lyra
fyrir Magis, sem allar götur síðan hefur verið
ein af vinsælustu vörum fyrirtækisins. Stuttu
síðar fengu Sigurður og tveir félagar hans
tækifæri til að kaupa stofuna þegar stofnand-
inn dró sig í hlé.
Til þessa hefur DGI hlotið hátt í fimmtíu
viðurkenningar á alþjóðlegum vettvangi fyrir
úrlausnir sínar, þar á meðal ítalska Gullsirk-
ilinn (Compasso d́Oro) og þýska „rauða punkt-
inn“ (red dot) svokallaða, hvort tveggja í sex
skipti. Í dag vinna um þrjátíu hönnuðir og
ímyndarfræðingar á vegum Design Group
Italia við yfirhalningu á ýmiss konar fram-
leiðsluvöru, í því augnamiði að „auka á sér-
stakt og frumlegt svipmót hennar eða vöru-
merkisins (brand) og virkja til fullnustu og
með sannfærandi hætti þá kosti sem hún býr
yfir,“ svo vitnað sé í vefsíðu stofunnar
(www.designgroupitalia.it) . Segir þar einnig
að markmið DGI sé umfram allt að tryggja að
„framleiðsluvörur og vörumerki (brönd) fái að
tala eigin máli“.
Á undanförnum árum hafa Sigurður og
kona hans, bandarísk-ítalski hönnuðurinn Ca-
rol Tayar, varið æ meiri tíma til vettvangs-
rannsókna og ímyndarmótunar fyrir íslenska
aðila, og má m.a. sjá árangur þeirrar vinnu í
þeim breytingum sem urðu á framleiðsluvör-
um og ímynd 66° Norður á árunum 1998 til
2004 og síðan Bláa lóninu. Þær breytingar
hafa haft mikil áhrif, því bæði þessi fyrirtæki
eða „brönd“ hafa í framhaldinu aukið mark-
aðshlutdeild sína stórlega, sérstaklega erlend-
is. Á allra síðustu misserum hefur Sigurður
unnið með söngkonunni Björk og fleirum að
mótun nýrrar framtíðarsýnar fyrir Ísland. Um
leið hefur hann fylgst náið með vexti og við-
Sigurður Þorsteinsson er vöru- og ímyndar-
hönnuður í Mílanó. Sennilega þekkja hann fáir
en nánast allir hafa keypt vörur sem hann hefur
átt þátt í að hanna. Sigurður telur að mögu-
leikar Íslands liggi ekki síst í hönnun.
Andinn, landið og bra
S
igurður Þorsteinsson hefur unnið með Björk Guðm
framtíðarmöguleika í atvinnumálum Íslendinga.
„Þetta er hugsjónavinna fyrir áhugafólk um „n
og ráðagerða,“ segir Sigurður, „fólk sem trúir því að hæ
sem margir aðhyllast og finna lausnir, einhvers konar gu
er ég í tveimur vinnuhópum, ann
og framtíð, en sumt af því sem
Í hnotskurn ganga tillögur h
víða um land, efla samsta
og samvinnu allra þessar
um heilsulandið Ísland ú
verkefni hvað markmið s
með mikla reynslu, kr
Þar fyrir utan hef
íslenska hönnunarg
stofnana um framþ
Nýsköpunarmiðs
byggja brú yf
lendis. Við h
þjálfa íslen
framarleg
arfræði.
skotgraf
þarf á s
Hönnun framtíðarl
Samstarf við Björk
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 2008
8 LesbókHÖNNUN