Morgunblaðið - 29.06.2008, Page 4

Morgunblaðið - 29.06.2008, Page 4
4 SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FRÉTTASKÝRING Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is SAMEINING Kennaraháskóla Ís- lands og Háskóla Íslands undir nýju menntavísindasviði HÍ geng- ur formlega í gegn á þriðjudag. Undirbúningur hefur staðið yfir af fullum krafti síðan í lok mars á síðasta ári, þegar Alþingi sam- þykkti lög um sameininguna, en aðdragandinn er lengri. Frumkvæðið að sameiningu kom upphaflega frá Ólafi Proppé, rektor KHÍ, árið 2001 og strax ár- ið eftir var sameining lögð til í skýrslu sem skólarnir létu vinna. Í kjölfarið lét menntamálaráðuneyti kanna fýsileika sameiningarinnar og lagði niðurstöður þeirrar könn- unar fram með frumvarpi um sameiningu árið 2006. Kristín Ingólfsdóttir, rektor HÍ, segir sameininguna hafa gengið vel. Yfirhöfuð séu starfsmenn mjög jákvæðir gagnvart henni, rétt eins og skipulagsbreyting- unum sem eiga sér stað innan há- skólans. „Þetta er mjög stór stofn- un. Kannski er óhjákvæmilegt að einhverjir séu bangnir við breyt- ingar, en við höfum náð góðum sáttum í skólunum báðum og fólk hefur séð vaxandi tækifæri með sameiningu. Það er góður sókn- arhugur í okkur,“ segir Kristín. Margar hugmyndir hafi sprottið upp með nýjum kynnum. Íþrótta- fræði, sem kennd er í KHÍ á Laugarvatni, þykir t.a.m. eiga samstarfsfleti við næringarfræði, sjúkraþjálfun, hjúkrunarfræði og lýðheilsuvísindi sem verið hafa í boði hjá Háskóla Íslands. Nemendur finna fyrir félagslegum breytingum Það eru helst slík atriði sem nemendur menntavísindasviðs munu finna fyrir strax á næstu önn, að sögn Kristínar. Aukið framboð á valnámskeiðum í öðr- um deildum og meiri möguleikar til að dýpka sérhæfingu sína í kennaranáminu, auk breytinga í félagslegu umhverfi þeirra. Hinn eiginlegi flutningur KHÍ inn á skólalóð HÍ verður enda ekki alveg á næstunni, en er ráðgerður innan fimm ára. Háskólinn á nokkrar deiliskipu- lagðar lóðir vestan Suðurgötu og er sú líklegasta til að verða fyrir valinu fyrir menntavísindasvið á horni Hjarðarhaga og Suðurgötu. Þeir sem verið hafa í KHÍ síð- ustu vetur verða því strax sýni- legri við Suðurgötuna þegar þeir ferðast þangað í valáfanga og til að sækja þjónustu. Kristín vonar að samgöngur þar á milli gangi vel, ekki síst að fólk verði duglegt að hjóla og ganga á milli. Tilfærslur og breytt verkefni en ekki uppsagnir Tilefni sameiningarinnar var ekki að ná fram hagræðingu, heldur að efla rannsóknir og auka gæði kennaramenntunar. Kristín kveðst viss um að tækifæri gefist til betri nýtingar fjármuna en seg- ir uppsagnir t.d. ekki á dagskrá. „Hér koma saman tvö verkefni, sameining háskólanna og end- urskipulagning Háskóla Íslands í fimm fræðasvið. Þar með breytast ákveðnar starfsskyldur einstakra starfsmanna og tilfærslur verða á verkefnum. Það á við um báða há- skólana eftir 1. júlí,“ segir hún. Ákveðnir starfsmenn úr KHÍ komi t.d. yfir í miðlæga stjórn- sýslu háskólans. Þar að auki verða til nýjar stöður. T.d. er búið að auglýsa fimm störf forseta fræða- sviðanna og á hverju sviði er gert ráð fyrir rekstrarstjóra og fólki sem sinnir starfsmannamálum og fleiru. Kristín segir starfsmenntun mikilvægan hluta af kennaranám- inu og hvergi eigi að slaka á þeim kröfum við sameininguna, hins vegar eigi að efla rannsóknir. „Ég sé þetta ekki sem annaðhvort eða.“ „Þetta eru spennandi tímar fyr- ir öll skólastig í landinu. Nýverið hafa tekið gildi ný lög um öll skólastig í landinu og lög um rík- ari kröfur til menntunar kennara. Ég sé í þessari sameiningu tæki- færi til að efla öll skólastigin, í gegnum kennarana og í gegnum samstarf milli skólastiga.“ „Góður sóknarhugur í okkur“  Háskóli Íslands og Kennaraháskólinn sameinast formlega um mánaðamótin  Með sameiningu á að efla rannsóknir og auka gæði kennaramenntunar Morgunblaðið/Kristinn Nám Sonja Sif Jóhannsdóttir, meistaranemi við KHÍ, gerir grein fyrir rannsókn sinni á heilsufari sjómanna. SÉRA Bjarni Karlsson, Böðvar Björnsson og félaga- samtökin Siðmennt voru heiðruð með Mannréttinda- verðlaunum Samtakanna ’78 en verðlaunin voru veitt í annað sinn á 30 ára afmælishátíð í Hafnarhúsinu í fyrrakvöld. Verðlaunin eru hugsuð sem viðurkenning fyrir eft- irtektarvert framlag í þágu jafnréttis og mannréttinda. Samtökin segja að á þeim 30 árum sem liðin séu frá stofnun þeirra hafi margt áunnist á Íslandi í málefnum hinsegin fólks og fjölmargir einstaklingar hafi lagt þar hönd á plóg. Við afhendinguna var þess getið að Böðvar Björns- son hefði verið burðarás í starfsemi Samtakanna ’78 á fyrstu árum félagsins, sinnt fræðslustarfi og verið ötull í skrifum. Hann hefði verið einn þeirra sem gengið hefði fram fyrir skjöldu og rofið þagnarmúrinn sem hefði umlukið tilvist hinsegin fólks. Fram kom að séra Bjarni Karlsson hefði gert sér far um að opna umræðuna um hinsegin fólk innan kirkj- unnar og skrifað meistaraprófsritgerð í fyrra þar sem hann rökstyðji að hjónabandið skuli standa opið öllum fullveðja einstaklingum. Um Siðmennt var sagt að félagið hefði stutt Sam- tökin ’78 dyggilega og staðið vörð um réttindi þeirra. Morgunblaðið/Kristinn Verðlaunahafar Hope Knútsson, formaður Siðmenntar, Böðvar Björnsson og séra Bjarni Karlsson með viðurkenn- ingarnar sem þau fengu, þegar kunngjört var að þau hefðu hlotið Mannréttindaverðlaun Samtakanna ’78. Þrjár heiðursveitingar Mannréttindaverðlaun Samtakanna ’78 veitt í annað sinn Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is „FARÞEGAFJÖLDI hefur dregist saman um 50% yfir sumarið árum saman. Ekki aðeins vegna skólaslita heldur einnig vegna þess að sumar- leyfi eru tiltölulega löng hjá vinnandi fólki,“ segir Einar Kristjánsson, sviðsstjóri þjónustusviðs hjá Strætó bs. Fyrirtækið tók nýlega 32 stræt- isvagna af númerum og breytti ferðatíðni leiða 1, 2, 3, 4 og 6 og 11, 12, 14 og 15 úr 15 í 30 mínútur. Er sú aðgerð hluti af sumaráætlun fyrirtækisins. Síðasta sumar var slík áætlun fyrst tekin upp og vögnum fækkað jafnt hjá undirverktaka og fyrirtækinu sjálfu en þeir samningar sem Strætó hefur við verktaka núna eru þannig að það er hagkvæmara að fyrirtækið beri þungann af fækkun- inni, að sögn Einars. Þríþættar ástæður Hann segir ástæðurnar þríþættar. Í fyrsta lagi fækkun farþega og í öðru lagi skili fækkun vagna 80-90 milljóna króna sparnaði sem er nýtt- ur til rekstrarins að vetri til. Þriðja skýringin felist í því að erfitt sé að ráða sumarstarfsfólk með tilskilin réttindi, þ.e. meirapróf. „Á liðnum árum hefur kostnaður vegna meiraprófs hækkað upp úr öllu valdi. Áður fyrr réðum við til okkar skólafólk sem tók meirapróf og ók strætisvögnum yfir sumartím- ann,“ segir Einar. Hann segir enn- fremur að fyrirtækið vilji taka þátt í kostnaði við meirapróf ef það sjái fram á að viðkomandi starfsmenn verði áfram hjá fyrirtækinu en ekki aðeins yfir sumartímann. Strætó fækkar vögnunum um 32 Farþegum fækkar um 50% á sumrin Í HNOTSKURN »Farþegum Strætós bs.fækkar það mikið á sumrin að fyrirtækið verður að taka vagna úr umferð. »Alls verða teknir 32 vagn-ar úr umferð og ferðatíðni breytt á níu leiðum. Þar aka vagnar á hálftíma fresti. Morgunblaðið/Eggert Strætó Farþegum fækkar það mik- ið í sumar að fjöldi vagna fer í frí. EKKI er annað að heyra á starfsfólki KHÍ en stemning fyrir sameiningu sé já- kvæð. Skoðanir eru þó skiptar, en greinilega skipti miklu að tryggja starfsöryggi fólks. Gígja Árnadóttir, formaður starfsmannafélags KHÍ, segir að farið hafi verið ákaflega vel að mál- inu, það útskýrt og starfsfólk fengið að fylgjast með allan tímann. Hún hrósar Steinunni Halldórsdóttur, verkefnis- stjóra sameiningarinnar, fyrir hennar starf. Hún segir aðlögunartíma nauðsyn- legan. „Af því að við verðum land- fræðilega sér á parti enn um sinn fáum við kannski að halda okkar sjálfstæði að hluta á meðan,“ segir Gígja. Hún skynj- ar ekki sama óróleika og ótta nú eins og fyrst gætti. Bjartsýni ríkjandi Gunnar E. Finnbogason prófessor seg- ir bjartsýni ríkja. „Fólk horfir auðvitað til þess að kennaramenntunin eflist við þetta. Ekki síður að Háskóli Íslands geti lært eitthvað af okkur, t.d. í fjarnámi, sem við höfum þróað lengi. Ég sé mjög sterka möguleika í stöðunni, t.d. í aukn- um rannsóknum og samvinnu,“ segir Gunnar. Hann kveður ekki skipta máli úr hvaða skóla forseti menntavísinda- sviðs HÍ komi. „Við viljum bara fá góða manneskju í það starf.“ Í sama streng tekur Ólafur Páll Jóns- son lektor. „Það er mismunandi eftir sviðum hverju sameiningin breytir. Fólk vissi alltaf að það yrðu einhver vanda- mál á leiðinni, en það eru líka tæki- færi,“ segir hann og vonar að kenn- aramenntunin eflist við sameininguna. „En líka að þetta efli kennsluaðferð- irnar í HÍ, smiti út frá sér í aðrar grein- ar, kennsluaðferðir þar, nálgun við nám og menntun. Auðvitað geta þeir lært sitthvað af okkur þar.“ Ákaflega vel farið að málinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.