Morgunblaðið - 29.06.2008, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 29.06.2008, Qupperneq 28
28 SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ M enn eru almennt á því að Han- cock verði tímamótamynd, ekki aðeins á ferli Smiths held- ur í kvikmyndasögunni. Ef svo fer sem horfir og Hancock skilar áætluðum aðgangseyri í kassann, hefur nýtt og illviðráðanlegt met verið slegið. Mark- aðsfræðingarnir telja að myndin taki inn einar 120-150 milljónir dala á „þjóðhátíðardagshelg- inni“, frá frumsýningardeginum 2. júlí, til mánudagsins 7. júlí. Þar með yrði hún áttunda kassastykki Smiths í röð, sem halar inn meira en 100 millur. Þar með slær hann öðrum stór- stjörnum við og er tímasetningin ákjósanleg, þegar teikn eru á lofti um að næsti forseti Bandaríkjanna verði blökkumaður. Enn þá hefur lítið spurst út um innihald og gæði Hancocks, en sýnishornið lofar góðu. Í sjálfu sér þarf hún ekki að vera ýkjamerkileg til að aðsóknin rjúki upp í hæstu hæðir nokkrar sumarhelgar, slíkar eru vinsældir Smiths. Afreksmaðurinn Smith Eina, haldbæra útskýringin á átta mynda meti Smiths eru persónulegar vinsældir þessa geðþekka náunga sem gefur sig af líkama og sál í hvert hlutverk. Vörumerki hans er svalt yfirbragð orðheppins töffara sem hefur jafnan betur, hvort sem hann er að fást við ófélegustu afstyrmi utan úr geimnum, kyntröll á pinna- hælum og pínupilsum, og allt þar á milli. Auk- inheldur er Smith einstaklega viðfelldinn náungi, bíógestinum líður vel í návist hans. Hann nær föstu taki á körlum og konum, svört- um sem hvítum; það kallast persónutöfrar og hefur ekkert að gera með efni myndanna, sem eru fjarri því að vera snilldarverk upp til hópa. Gleymum því ekki að Snith er annt um að vernda einkalíf sitt og forðast sviðsljósið eins og heitan eldinn. Öll auglýsingamennska er honum lítið að skapi, Smith kýs frekar að dvelja með konu sinni, Jödu Pinkett Smith, og þremur börnum á milli þess sem hann vinnur eins og hamhleypa. Afleiðingin er sú að hinn almenni bíógestur treystir Will Smith betur en öðrum. Útsmogið myndaval kemur líka við sögu og það hjálpar að hann var virtur rappari áður en hann hélt til Hollywood og náði langt sem slíkur, vinsælasta platan hans seldist í einum sjö milljónum ein- taka. Smith hefur það fram yfir marga keppi- nauta sína, þ. á m. Eddie Murphy, að hann er jafnvígur á nánast hvaða hlutverk sem er, eins og verkin sýna, á meðan Murphy er nánast al- farið gamanleikari sem bregður sér stöku sinn- um í spennumyndir. Um þessar mundir er Smith nálægt því að teljast einstakur. Í heimi kvikmyndanna snýst allt um peninga og meginkostur leikara og ann- arra listamanna er að vera „bankable“, hægt sé að reiða sig á hlutdeild hans í kvikmynd eins og bankainnistæðu. Allt verður að gulli sem hann kemur nálægt. Myndirnar átta eru sannkall- aður hrærigrautur, blanda rómantískra gam- anmynda, framhaldsmynda, vísindaskáld- sögulegra spennumynda, teiknimynda, glæpatrylla og dramatískra verka. Öll flóran. Byrjaði í tónlistinni Smith, sem verður fertugur í september, fæddist í Fíladelfíu þar sem foreldrar hans voru vel sett millistéttarfólk. Will þótti efnileg- ur námsmaður og vakti snemma athygli fyrir gott skopskyn og heillandi framkomu. Hún bjargaði stráksa út úr mörgum vanda og varð til þess að hann fékk snemma uppnefnið „Prince“, sem hefur loðað við hann allar götur síðan. Upphaflega stóð til að pilturinn gengi menntaveginn og settist í M.I.T., en Smith kaus frekar að leita hófanna í tónlistarheim- inum. Hann var aðeins 12 ára þegar ferillinn hófst eftir kynni við rapparann DJ Jazzy Jeff og rétt tvítugur hlaut hann Grammy- verðlaunin fyrir diskinn He’s the DJ, I’m the Rapper, en á honum var m.a. smellurinn Pa- rent Just Don’t Understand. Diskurinn náði feikivinsældum meðal unglinga undir lok 9. áratugarins, ekki síst sakir kímninnar sem var áberandi í texta og flutningi. Smith varð með þessum áherslum, tímamótamaður í rappheim- inum, notaði hvorki klúrt orðbragð eða ofbeld- isfrasa til að skemmta áheyrendum. Þessi óvenjulega stefnumótun varð til þess að Smith fékk aðalhlutverkið í sjónvarpsþáttunum The Fresh Prince of Bel-Air. Þeir fjölluðu um efna- lítinn ungan mann sem býr hjá vellauðugri fjöl- skyldu í Beverly Hills. Er skemmst frá því að segja að þættirnir urðu geysivinsælir og gengu í 6 ár. Aðdáendahópur Smiths tútnaði út og kvikmyndirnar biðu, hinum megin við hornið. Hraður uppgangur á hvíta tjaldinu Fyrstu hlutverk rapparans og sjónvarpsleik- arans á tjaldinu eru auðgleymd, eins og geng- ur. Hann vakti fyrst umtalsverða athygli sem samkynhneigður götustrákur sem kjaftar sig inn á fjölskyldu undir því yfirskini að hann sé sonur Sidneys Poitiers. Six Degrees of Sepera- tion (’93), nefnist þessi frábæra mynd eftir Fred Schepisi, og er byggð á leikriti Johns Guare. Hún var frumsýnd hérlendis á mynd- bandi. Öllu fleiri sáu næstu mynd Smiths, Bad Boys (’94), fyrsti ofursmellurinn á ferlinum var orð- inn að veruleika. Hann lét ekki þar við standa því næst kom á markaðinn vísindagamanhroll- urinn Independence Day og reyndist afþreying sem féll jarðarbúum vel í geð. Smith fer á kost- um sem geimverubani og varð nánast óforva- rendis ofurstjarna því myndin halaði inn hátt í milljarð dala á heimsvísu og er ein ábatasam- asta mynd sögunnar. Áfram hélt myllan að mala gullið. Smith lék á móti Tommy Lee Jones í gaman- og geimveruf- antasíunni Men in Black (’97), sem fékk frá- bærar móttökur. Fáeinir skellir og fleiri smellir Skellirnir á stjörnuferli Smiths eru fáir, og komu um og eftir aldamótin. Enemy of the State (’98) og Wild, Wild West (’99), fengu að vísu þokkalega aðsókn, að öðru leyti er ekki hátt á þeim risið. Þá er röðin komin að The Legend of Bagger Vance (’00), slappri mynd eftir Robert Redford, sem jafnvel þátttaka Smiths dugði ekki til að hún stæði undir kostn- aði. Svipaða sögu er að segja af Ali (’01), mynd um hnefaleikagoðsögnina, gerð af hinum snjalla og virta Michael Mann, með toppmann- skap í öllum störfum. Þrátt fyrir svimandi framleiðslukostnað og einvala mannskap, létu áhorfendur ekki sjá sig. Á þessum tímapunkti gæti Smith hafa sagt sem svo, „hingað og ekki lengra“, því allar göt- ur frá mistökunum Ali, hefur ferill hans verið óslitin sigurganga átta mynda. Gullnáman Smith er langt frá því að vera þurrausin. Að lokum má geta þess að fátt er í spilunum sem bendir til þess að Smith slái vindhögg í bráð. Næstu myndirnar hans eru Seven Po- unds, sem er leikstýrt af Gabriele Muccino, hin- um sama og stjórnaði The Pursuit of Happy- ness, með firna góðum árangri. Hún verður frumsýnd fyrir jólin, en hin myndin sem er komin í gang hjá Smith er The Trial of the Chi- cago Seven, sem er áætlað að sýna 2010. Þar er sjálfur Steven Spielberg við stjórnvölinn, hann ætlar greinilega að reka af sér slyðruorðið og kljást við veigameira og pólitískara viðfangs- efni en afþreyingarmyndir undanfarinna ára. Lukkist það er eins víst að myndin um mála- ferlin í Chicago verði tíunda 100 milljónamynd Smiths í röð, og hver veit nema að hún færi honum einnig Óskarinn. Herra Smith fer til Hollywood Hancock, nýjasta mynd Wills Smiths, hefur göngu sína eftir helgina. Ef hún tekur yfir 100 milljónir dala er leikarinn orð- inn sá vinsælasti í bransanum, stingur körlum eins og Tomm- unum Hanks og Cruise, aftur fyrir sig. Sæbjörn Valdimarsson skoðaði málið nánar. Reuters Á rauða teppinu Will Smith og Charlize Theron stilla sér upp á rauða teppinu fyrir frumsýningu Hancock í Berlín. Leikarar sem eiga flestar myndir yfir 100 milljón dala markinu Tom Hanks: 15 Tom Cruise: 14 Eddie Murphy: 13 Will Smith og Harrison Ford: 12 (Hancock meðtalin) Jim Carrey og Robin Williams: 11 Mel Gibson og Matt Damon: 9 Bruce Willis og Jack Nicholson: 8 Smith er hins vegar að setja nýtt met með því að leika í 8 myndum í röð sem ná þessu 100 milljón dala myndaröð Toms Cruises 2000: Mission: Impossible II; $215.4 m. 2001: Vanilla Sky; $100.6 m. 2002: Minority Report; $132.0 m. 2003: The Last Samurai; $111.1 m. 2004: Collateral; $101.0 m. 2005: War of the Worlds; $234.2 m. 2006: Mission: Impossible III; $134.0 m. 100 milljón dala myndaröð Toms Hanks 1998: Saving Private Ryan ; $216.5 m. 1998: You’ve Got Mail; $115.8 m. 1999: Toy Story 2; $ 245.8 m. 1999: The Green Mile; $ 136.8 m. 2000: Cast Away; $233.6 m. 2002: Road To Perdition; $104.4 m. 2002: Catch Me If You Can; $164.6 m. eftirsótta marki, sem eru : 2002: Men in Black II; $190.4 m. 2003: Bad Boys II; $138.6 m. 2004: I, Robot; $144.8 m. 2004: Shark Tale; $160.8 m. 2005: Hitch; $179.4 m. 2006: The Pursuit of Happyness; $163.5 m. 2007: I Am Legend; $256.3 m. 2008: Hancock $ ???

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.