Morgunblaðið - 29.06.2008, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 29.06.2008, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Elsku mamma mín, nú ertu búin að kveðja þennan heim og farin til hans pabba. Það er til margs að minnast í gegnum tíðina en stiklað á stóru. Þú varst alltaf svo dugleg og dríf- andi og ég man þegar ég var stelpa að margar ferðir fórum við labb- Jónína Símonardóttir ✝ Jónína Sím-onardóttir fæddist í svæði á Ufsaströnd 19. októ- ber 1916. Hún lést á dvalarheimilinu Hlíð 23. júní síðast- liðinn og var jarð- sungin frá Akureyr- arkirkju 27. júní. andi á sumrin ásamt fleirum úr fjölskyld- unni út á túnið hans pabba sem var í Gler- árhverfi. Þar heyjuð- um við því þið voruð bæði með kindur og hesta. Það var alltaf ljómi yfir þessum stundum, því þegar búið var að snúa og raka var sest niður með kaffibolla og kakó handa krökkun- um og svo var hlegið og hent gaman því þú varst alltaf svo léttlynd. Þú hafðir óskaplega gaman af því að fara í berjamó og búa til sultur og saft. Oft fylgdu skemmtilegar uppákomur þessum berjaferðum, þú kútveltist í einhverri brekkunni með tilheyrandi hlátursköllum og svo fengum við að heyra sögurnar þegar heim kom og hlógum við okk- ur máttlausar. Þú varst mikil slát- urgerðarkona og var oft setið á haustin í vaskahúsinu í Eyraveg- inum og saumaðar vambir og þú að hræra slátrið, það var sko búið að setja í marga keppi þar. Þú varst líka alltaf tilbúin að hjálpa okkur við þess háttar iðju og mörg hand- tökin áttir þú þar. Grímsey átti allaf mikil ítök í þér því þar varstu alin upp. Þegar þú fékkst sendingar frá ættingjum í Grímsey eins og egg og fugl varstu fljót að hóa í okkur systkinin til þess að gefa okkur að smakka, þú vildir alltaf vera að gefa með þér. Þú vildir alltaf hafa fjölskylduna nálægt þér og fylgjast með öllum börnunum. Ég flutti austur á Eskifjörð en þegar ég kom og heimsótti þig norður, kvaddir þú mig alltaf með tárum, því kannski fannst þér ég vera langt í burtu frá þér. Bænir þínar fylgdu mér alltaf alla leið, því þú varst bænheit kona. Síðustu árin dvaldir þú á Hlíð og fékkst oft heimsóknir ættingja og vina en þér fannst gaman að fá fréttir af fólkinu þínu. Heilsu þinni hrakaði síðustu árin og svo kom að því að tími þinn var komin og þú kvaddir þennan heim södd þinna lífsdaga. Elsku mamma mín megi Guð vaka yfir þér. Hafðu þökk fyrir allt. Þín dóttir, Þóra. Englasteinar Helluhrauni 10 Sími 565 2566 - www.englasteinar.is Fallegir legsteinar á góðu verði Það er skrítið þetta líf. Núna þegar allt er að vakna til lífsins kveður þú okkur, elsku Hjölli frændi minn. Það hefur verið yndislegt að alast upp í kringum þig og fá að kynnast þér. Það er svo mikils virði fyrir hverja fjölskyldu að hafa mann eins og þig innan handar. Þú varst alltaf hress og kátur og smitaði glaðlyndi þitt út frá sér. Hver man ekki jólaboðin hjá ömmu Lovísu þar sem þið kallarnir voruð að metast um hver borðaði mest. Ferðirnar sem við fórum í sumarbústað og þú varst alltaf til í að taka þátt í leikj- um og gantast við okkur. Ég sé þig alveg fyrir mér standandi við ána að veiða og njóta þess að vera úti í náttúrunni, það held ég að þú hafir fengið frá afa Þórði. Börnin mín nutu þeirrar ánægju að kynnast þér og það verð ég að segja að þér tókst að finna þér stað í hjörtum þeirra. Elsku frændi, þín verður sárt sakn- að en ég er þakklát fyrir að þú þurftir ekki að finna til lengur fyrst svona var komið. Gott að þú ert kominn á góðan stað í tilverunni. Stundum er dauðinn líkn og í þá setningu kýs ég að halda núna. Takk fyrir allar góðu stundirnar í gegnum árin og þann heiður að fá að kynnast þér. Það mun verða tak- mark mitt í lífinu að reyna að feta í fótspor þín, það er að vera heið- arleg, kát, hjartahlý og traust. Fjölskylda þín á eftir að minnast þín með virðingu og söknuði. Elsku Lillý og fjölskylda, standið þétt saman og huggið hvert annað, það mun létta ykkar mikla missi. Megi góður guð styrkja ykkur og styðja. Minningin um góðan eiginmann, föður, tengdaföður og afa lifir ávallt í sálu ykkar. Ég kveð þig með mikl- um söknuði og tár á kinn en veit að við munum hittast síðar þegar minn tími kemur. Guðrún Ísleifsdóttir. Elsku Hjölli frændi. Þegar mér var boðið í veiði með ömmu og afa í Laxárdalinn forðum daga varst það þú sem kenndir mér að kasta flugu og mun ég minnast þín við þá iðju í framtíðinni. Þessar ferðir urðu svo til þess að við Unnur kynntumst og erum gift í dag. Við eigum ykkur Lillý því mikið að þakka að tengja fjölskyldur okkar saman. Einnig geymi ég minningar um skíðaferðirnar í Hamragilið þar sem ég var upp á náð og miskunn ykkar. Tóti og Dísa kenndu frænda sínum að það er hægt að skíða niður brekkur án þess að vera skjálfandi Hjörleifur Þórðarson ✝ Hjörleifur Þórð-arson fæddist í Reykjavík 5. maí 1938. Hann lést á Landspítalaunum 4. maí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Bústaðakirkju 15. maí. á beinunum í plóg. Með þér lýkur þeirri hefð að þeir sem bera nafnið Þórð- ur gerist sveinar í raf- virkjun undir þinni styrku leiðsögn, verð- ur því Þórður okkar að leita til nafna síns kjósi hann rafvirkjun í framtíðinni Hugur okkar er hjá Lillý, Tóta, Dísu og fjölskyldum þeirra, missirinn er mikill. Hjölli mun alltaf eiga sérstakan stað í hjörtum okkar. Vertu sæll frændi, minningarnar lifa að eilífu. Bergur Þórðarson, Unnur Dóra Einarsdóttir. Mig langar til að skrifa nokkrar línur um góðan vin minn og yf- irmann hann Hjörleif eða Hjölla eins og hann var alltaf kallaður. Það er svo sorglegt að þurfa að setjast niður og skrifa minningagrein um góðan mann sem naut þess að lifa lífinu og átti svo mikið eftir. Ég kynntist Hjölla þegar ég hóf störf hjá honum árið 1995 og ég sá að þarna var góður maður á ferð með sterkan persónuleika sem fólk laðaðist að, Einnig var hann maður með mikinn reynslubrunn sem nýtt- ist mér þegar ég hóf að starfa sem rafvirki. Hjölli var alltaf vinamargur mað- ur og var í öllu sem vakti áhuga hans og gleði. Þeir feðgar voru mik- ið í golfi og vöktu þeir áhuga minn á því sporti.Við fórum stundum sam- an vinnufélagarnir einn og einn hring jafnvel á miðjum vinnudegi. Það er mér einnig mjög minnistætt þegar við vinnufélagarnir fórum fyrir nokkrum árum í veiðiferð þar sem ég veiddi minn fyrsta lax, hvað Hjölli var ánægður fyrir mína hönd. Það eru forréttindi að hafa fengið að kynnast manni eins og Hjölla. Ég vil þakka fyrir þau ár sem ég fékk að njóta með honum. Hjölli er einn af þeim mönnum sem skilja eftir sig djúp spor í lífi mínu og ég var heppinn að fá að kynnast hon- um. Elsku Lillý og fjölskylda, ég vil votta ykkur mína dýpstu samúð. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni veki þig með sól að morgni Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldir og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens.) Þinn vinur, Ívar. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýnt hafa okkur hlýhug og samúð við andlát og útför ástkærrar eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu, dóttur, tengdadóttur og systur, JÓNÍNA BJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR, Álakvísl 10, Reykjavík, lést föstudaginn 13. júní á krabbameinsdeild Landspítalans. Hnikarr Antonsson, Ýr Hnikarsdóttir, Arnar Már Bergmann, Arnór Hnikarsson, Anna Kristín Höskuldsdóttir, Rebekka Hnikarsdóttir, Hnikarr Örn Arnarsson Bergmann, Guðmundur S. Magnússon, Kristín Gunnarsdóttir, Jóhanna Guðjónsdóttir, systkini og aðrir aðstandendur. Þegar ég gekk út í garð í sólskininu dag- inn sem þú kvaddir varð mér litið á hostuna sem þú gafst mér. Mér varð ljóst að ég mun ávallt geta minnst þín þegar ég lít fallegu plönturnar sem röt- uðu til mín sem afleggjarar úr gróskumiklum garði ykkar Einars í Hvannhólmanum. Margar góðar minningar tengj- ast þér, sérstaklega úr hestaferð- unum – í Borgarfirði, á Snæfells- nesi og fyrir austan fjall. Við náttúrlega að kokka ofan í hina, á Arnarstapa að töfra fram dýrind- isrétti á pælupönnu og að elda ofan í Svía á Uxahryggjarleið í kulda og trekki. Það voru ófáar ánægju- stundirnar í hestaferðum á þeim árum er við vorum mágkonur. Það var gaman að fá nýlega tækifæri til að skoða myndir saman og rifja upp góðar minningar. Seinni árin snerust samræðurn- ar gjarnan um Ingólf – þú sakn- aðir sárt bróður þíns. Taugin á milli ykkar var sterk og kærleikur og umhyggja á báða bóga á meðan hann lifði. Þann tíma sem þú háðir baráttu við krabbameinið sýndir þú æðru- leysi og þrautseigju sem ég hélt ekki að hægt væri að sýna við slík- ar aðstæður. Þú meira að segja reddaðir þér flottri íbúð og fluttir inn nokkrum vikum áður en þú kvaddir! Þú áttir þann draum að koma þér fyrir á eigin heimili með þínum munum til að geta tekið al- mennilega á móti Höllu Sigrúnu dóttur þinni frá Ameríku – og það tókst! Þú varst full bjartsýni þegar við röðuðum fötunum í skápinn – þessi flík væri fín í góða veðrinu í sumar, þykka flíspeysan næsta vetur og þessi færi í Rauða kross- Valgerður Margrjet Guðnadóttir ✝ ValgerðurMargrjet Guðnadóttir fædd- ist í Reykjavík 31. janúar 1947. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 12. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 20. júní. inn. Því miður varð tíminn í íbúðinni bara þrjár vikur því þú varst orðin of veik til að geta búið ein þeg- ar Halla Sigrún fór aftur til Ameríku. Reyndar var engan bilbug á þér að finna eftir að þú fórst á líknardeildina. Þar gekkstu um teinrétt í bláum silkijakka og hvítum leggings (þín orð yfir spítalanær- urnar) staðráðin í að fara aftur í íbúðina þína og varst alvar- lega að leggja drög að því í vikunni áður en kallið kom. Þú ætlaðir sko ekkert að hanga á líknardeildinni – ekki beint skemmtilegt að hafa ekkert annað að gera en sofa og horfa á sjónvarpið – þú áttir eftir að setja gardínur fyrir stofuna og þig langaði að sitja í sólinni á svöl- unum þínum. Þú varst bjartsýn í tali þegar við áttum síðasta samtal okkar á laugardeginum – ég á leið í sveitina og þú að bíða eftir að pabbi þinn kæmi að sækja þig – þú varst þess fullviss að í næstu viku færir þú heim. Svo frétti ég að þú hefðir meira að segja hrist fram úr erminni veislumat fyrir foreldra þína um kvöldið. Síðustu kraftana notaðir þú til að fara á minning- artónleika um þinn fyrrverandi. Þú varst búin að hlakka til að fara á tónleikana með fólkinu þínu. Elsku Margrjet, ég mun ævin- lega þakka fyrir ferðalag okkar saman á þessari jörð og ekki síst fyrir að fá að kynnast bjartsýni þinni, þrautseigju og æðruleysi eft- ir að þú veiktist. Mínar innilegustu samúðarkveðjur til barna þinna og barnabarna sem þú varst svo hreykin af, foreldra þinna og Ein- ars sem þér þótti svo vænt um og annarra ástvina. Það var notalegt að heyra að þínir nánustu voru hjá þér þegar þú kvaddir. Sjöfn. Elsku Magga frænka. Nú ertu farin frá okkur eftir stranga baráttu við illvígan sjúk- dóm sem tók þig allt of fljótt frá börnum þínum, barnabörnum og fjölskyldu. Eftir sitja minningar um margar góðar og ljúfar stundir sem við áttum með þér og viljum við minnast nokkurra þeirra hér. Fyrst má nefna hestaferðina góðu upp á Arnarvatnsheiði þar sem þú eldaðir lúxus spænska paellu upp úr engu í hráum gangnamanna- kofa. Ferðin endaði í vel heppnaðri fjölskylduútilegu í Húsafelli sem var öllum ógleymanleg. Notalegar stundir áttum við með þér á Maj- orka þar sem þú naust lífsins til hins ýtrasta og svo má ekki gleyma öllum veislunum, heim- sóknunum og fjölskylduboðunum sem haldin hafa verið í gegnum ár- in. Sammerkt með öllum þessum ferðum og viðburðum er minning um frábæran ferðafélaga, skemmtilega, notalega og glaða frænku. Það var alltaf gaman og svolítið spennandi að koma í heimsókn til þín þegar við vorum börn, hvort sem var í Barmahlíðina eða Hólana. Þú tókst alltaf vel á móti okkur systkinunum og gafst þér tíma til að spjalla við okkur og sýna okkur áhuga. Sama áhuga sýndir þú Marteini og Daníel, fyrstu barnabörnum fjölskyldunn- ar. Daníel gleymir aldrei afasystur sinni sem var eina manneskjan sem hugsaði fyrir því að gefa hon- um gjöf þegar bróðir hans fermd- ist. Elsku Magga, minningarnar um þig eru margar. Þú varst tvíbura- systir hans pabba sem okkur fannst mjög sérstakt. Þú bjóst yfir svo ótal mörgum hæfileikum og kostum sem þú nýttir kannski ekki alltaf til fulls. Þú varst einstaklega glæsileg og tignarleg kona, fag- urkeri, frábær kokkur og gast töfrað fram ótrúlegar kræsingar úr litlum hráefnum. Þetta eru minningarnar sem við viljum eiga um þig. Það er sárt að kveðja þig elsku frænka. Okkar innilegustu samúðar- kveðjur fara til barna þinna, barnabarna og foreldra sem þurfa nú í annað sinn að horfa á eftir barni sínu kveðja þennan heim. Að lokum viljum við minnast þín eins og þú minntist hans Ingólfs bróður þíns fyrir tæpum sjö árum: Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Vald. Briem) Sigrún og Unndór.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.