Morgunblaðið - 29.06.2008, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 29.06.2008, Qupperneq 46
46 SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ dagbók Í dag er sunnudagur 29. júní, 181. dag- ur ársins 2008 Orð dagsins: Þú hefur breytt eftir mér í kenningu, hegðun, ásetningi, trú, lang- lyndi, kærleika, þolgæði. (Tím. 3, 10.) Einn kunningi Víkverja er sér-lega vel skrifandi og greind- ur maður sem reynt hefur fyrir sér með góðum árangri á ritvell- inum. Sá galli er á ráði þessa hæfi- leikaríka kunningja að hann er orðinn bloggfangi. Hann við- urkennir að eyða allt að þremur tímum á dag í að leita uppi skrif á bloggheimum. Skýring hans er sú að hann vilji vita hvað sé að gerast. Víkverji gefur lítið fyrir skýr- +ingar sem þessar. Ef Víkverji þyrfti að eyða þremur tímum á dag á netinu til að komast að hvað sé að gerast í umheiminum þá get- ur varla verið mikið á seyði. x x x Víkverji sér ansi oft vitnaði íblogg í fjölmiðlum. Hann get- ur ekki séð að menn hafi þar ýkja mikið fram að færa. Mest eru þetta skammir eða raus á fremur illa skrifaðri íslensku. Það er eitt- hvað sérlega dapurlegt við það að fólk sé farið að eyða mörgum tím- um á dag í að kynna sér þessi ómerkilegu skrif. Fólk ætti að taka sér góða bók í hönd eða horfa á fugla himinsins, fremur að eyða þeim í leit að vitleysislegum og síst mannbætandi skrifum á netinu. x x x Talandi um bækur þá er Vík-verji ansi ánægður með líf- lega kiljuútgáfu hér á landi. Um daginn keypti hann sér Glæp og refsingu eftir Dostójevskí á litlar 2.000 krónur og er nú staddur í miðri bók þar sem Raskolnikov er kvalinn vegna morðanna sem hann framdi. Víkverji á ekki í neinum vandræðum með að lifa sig inn í þessa sögu. Þetta er bók sem mun rata upp í hillu en það verður ekki sagt um allar bækur sem Víkverji les. Hann hefur hent ófáum bók- um í ruslið eftir lestur. Víkverji er snyrtipinni og safnar ekki drasli. Hann telur sumar bækur best geymdar á ruslahaugum þar sem flestar ónýtar vörur lenda að lok- um. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 skálma, 4 rófa, 7 vistir, 8 trylltur, 9 bjargbrún, 11 svara, 13 fall, 14 snáði,15 gína við, 17 þekkt, 20 nöldur, 22 fim, 23 örlagagyðja, 24 dýrin, 25 skólagengna. Lóðrétt | 1 bresta, 2 ræf- ils, 3 lengdareining, 4 flasa, 5 snákur, 6 ljósið, 10 forsjón,12 herma eft- ir, 13 töf, 15 þenjast út, 16 giftast aldrei, 18 hyl- ur grjóti, 19 kroppa,20 reiða, 21 málmur. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 notadrjúg, 8 gætna, 9 fífan, 10 nót, 11 raupa, 13 aumur, 15 basla,18 halar, 21 far, 22 ólæst, 23 æstar, 24 nafnkunna. Lóðrétt: 2 ostru, 3 afana, 4 rifta, 5 úlfum, 6 Ægir, 7 knár, 12 pól, 14 una,15 brók, 16 skæla, 17 aftan, 18 hræðu, 19 látin, 20 rýrt. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3- reit birtist tölurnar 1-9. Það verð- ur að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Lausn síðustu Sudoki. www.sudoku.com © Puzzles by Pappocom Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. Db3 dxc4 5. Dxc4 Bg4 6. Rc3 Rbd7 7. e4 Bxf3 8. gxf3 e5 9. Be3 exd4 10. Bxd4 Bd6 11. O–O–O Dc7 12. h4 O–O 13. Re2 Had8 14. Dc2 Rh5 15. Bh3 Rdf6 16. Dc3 c5 17. Be3 Be5 18. Dc2 Rf4 19. Rxf4 Bxf4 20. Hdg1 c4 21. Kb1 b5 22. Dc1 Rh5 23. Hg4 Bxe3 24. Dxe3 Hd3 25. Dg5 c3 26. Hc1g6 27. Dxh5 Staðan kom upp á öflugu atskákmóti sem lauk fyrir skömmu í Yerevan í Armeníu. Boris Gelfand (2723) frá Ísr- ael hafði svart gegn Kínverjanum Xi- anghzhi Bu (2708). 27… c2+! 28. Ka1 Hd1 29. Dg5 Hfd8 30. Hg1 Dh2! 31. Hf1 Dxh3 og hvítur gafst upp. Svartur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Þræðingur Aðalsteins. Norður ♠ÁK83 ♥DG94 ♦KD3 ♣D3 Vestur Austur ♠D10976 ♠G42 ♥1072 ♥K8 ♦107 ♦862 ♣K72 ♣G10965 Suður ♠5 ♥Á653 ♦ÁG954 ♣Á94 Suður spilar 6♦. Sverrir Ármannsson og Aðalsteinn Jörgensen voru á hraðri siglingu í 6♥ með norður sem sagnhafa þegar Þjóð- verjinn Smirnov setti strik í reikning- inn með dobli fyrirstöðusögn suðurs á 4♣. Sverrir breytti þá um stefnu og lét Aðalstein stýra sókninni í 6♦ úr suð- ursætinu. En rétt eins og hjarta- slemman virðast 6♦ ráðast af íferðinni í hjartað. Smirnov kom út með ♠10, sem Að- alsteinn tók á ♠Á og spilaði strax ♥D. Piekrek í austur gerði vel í því að dúkka og drottningin átti slaginn. Að- alsteinn trompaði þá spaða, tók ♦G, spilaði tígli á drottningu og reyndi að negla ♥10 með gosanum – kóngur og ás, en engin tía. Tapað spil? Ekki enn. Aðalsteinn tók ♦K, henti laufi í ♠K og trompaði síðasta spaðann. Sendi svo vestur inn á ♥10 og lét hann spila frá ♣K! (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Himintunglin gefa í skyn að þú sért göfuglyndur. Það kostar fyrirhöfn. Ef þú gerir eitthvað sem þig langar ekki til á hverjum degi, verður það að skyldu. (20. apríl - 20. maí)  Naut Vöggugjöf nautsins frá stjörnukerf- inu er getan til þess að þekkja gullið tæki- færi þegar það skýtur upp kollinum. Þú fagnar líka dýrð hversdagslegrar tilveru. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þér fylgir einstök byrj- endaheppni, þess vegna áttu að byrja upp á nýtt í stað þess að eyða tímanum í miðju og endi. Verk þín í dag hafa áhrif á fram- ann á komandi árum. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Rómantískt samband þarfnast smávegis innspýtingar – vertu hvatvís og djarfur. Ekki eyða mínútu í áhyggjur af hvort einhver elskar þig eða ekki. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Himintunglin hjálpa þér til að vera meðvitaðri um áhrifin sem þú hefur á aðra. Það fer best á því að beita ekki sömu aðferðum í einkalífinu og í vinnunni. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þú ræður ferðinni í eigin lífi – auktu hraðann. Það er allt í lagi að gera mistök annað veifið, svo fremi að maður læri af þeim. Seinni partinn logarðu hreinlega. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Smámunir geta af sér viðameiri verk- efni. Ekki vera hræddur við að skemmta þér við eitthvað sem virðist ómerkilegt í upphafi. Gerðu samt bara það sem er skemmtilegt. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Veltirðu vöngum yfir sömu spurningunni aftur og aftur? Verður allt í lagi eftir breytingar? Styrktu þig í trúnni. Náðu sambandi við skapandamátt þinn. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Sumu fólki tekst ævinlega að ýta þér út á ystu nöf. Það virðist vera því eiginlegt. Ef einhver fer yfir strikið, áttu að spyrna við fótum og segja nei, takk! (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þú ert fullur af rausnarskap, hvatvísi og hreinskilni þessa dagana, sem gæti endað í bræðikasti. Skrifaðu það á reikning skapgerðarlistamannsins í þér. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Ástin er það síðasta sem þú veltir fyrir þér núna. Rómantíkin þarfn- ast bæði svigrúms og umönnunar. Of mik- ið af öðru hvoru raskar jafnvæginu. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Í dag væri gaman að leika lausum hala þar sem reglurnar eru frjálslegar, jafnvel óskilgreindar. Þú getur búið til þínar eigin viðmiðunarreglur. Stjörnuspá Holiday Mathis 29. júní 1198 Páll Jónsson biskup lýsti því yfir á Alþingi að landsmönnum væri leyfilegt að heita á Þor- lák biskup Þórhallsson sem helgur maður væri. Þremur vikum síðar voru jarðneskar leifar hans teknar upp. 29. júní 1941 Þýski kafbáturinn U-564 sökkti flutningaskipinu Heklu suður af Grænlandi en skipið var á leið frá Íslandi til Banda- ríkjanna. 13 fórust en sjö var bjargað af fleka eftir rúma tíu sólarhringa. 29. júní 1951 Ríkarður Jónsson skoraði fjögur mörk í landsleik gegn Svíum. Íslendingar munu „sjaldan eða aldrei hafa sýnt betri leik“, að mati Morg- unblaðsins, og unnu með fjór- um mörkum gegn þremur. Slík markaskorun var ekki leikin eftir fyrr en 40 árum síðar. 29. júní 1952 Ásgeir Ásgeirsson, 58 ára bankastjóri, var kjörinn for- seti Íslands. Ásgeir gegndi embættinu í 16 ár. 29. júní 1980 Vigdís Finnbogadóttir, 50 ára leikhússtjóri, var kjörin for- seti Íslands. Hún var fyrsta konan í heiminum sem kosin var þjóðhöfðingi í lýðræð- islegum kosningum. Hún var forseti í 16 ár. Heimild: Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist þá… Frú Guðrún Stefánsdóttir frá Skuld í Vest- mannaeyjum verður 100 ára á morgun, 30. júní. Í tilefni þess verður móttaka í sal á jarðhæð elli- og hjúkr- unarheimilisins Eirar í Reykjavík mánudaginn 30. júní frá kl. 16 til 18. 100 ára „Ég mun halda veislu lengst upp í sveit og bjóða þar góðum vinum upp á gómsætt heilgrillað lamb,“ segir Hermann Hermannsson, slökkviliðs- maður og afmælisbarn, glaður í bragði þegar hann er inntur eftir því hvernig hann mun eyða deginum. Hermann er búsettur á Ísafirði með eiginkonu sinni og tveimur dætrum. Hann er fertugur í dag. Hermann segir afmælisdaga alltaf eft- irminnilega og stórskemmtilega daga og segir að dagurinn í dag mun eflaust skilja eftir sig ljúfar minningar. Í sumar ætlar Hermann að skoða Vestfirði. „Ég er í sumarfríi þessa daganna og ætla að njóta þess hér heima. Ég mun fara norð- ur á Hornstrandir og inn í djúp svo eitthvað sé nefnt. Hér er svo fallegt og nóg af stöðum til að skoða,“ segir Hermann sem hefur engan áhuga á utanlandsferðum í sumar. „Það er alltaf best að vera heima. Maður uppgötvar alltaf eitthvað nýtt við heimahag- anna.“ Hermann segir veiðir af ýmsu tagi vera sín aðaláhugamál. „Ég stunda bæði stangveiði og skotveiði, skýt gæs og ýmsan sjófugl.“ Hermann skýtur þó enga ísbirni. gudrunhulda@mbl.is Hermann Hermannsson er fertugur í dag Heima er best ;) Nýbakaðir foreldrar?Sendið mynd af nýja ríkisborgaranum ásamtupplýsingum um fæðingarstað og stund,þyngd, lengd og nöfn nýbakaðra foreldra,á netfangið barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.