Morgunblaðið - 30.06.2008, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.06.2008, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Heimsferðir bjóða nú allra síðustu sætin til Mallorca 2. júlí á einstökum kjörum í viku. Mallorca er ein perla Miðjarðar- hafsins og hér nýtur þú sumarsins til hins ítrasta í sólinni. Þú kaupir 2 flugsæti en greiðir aðeins fyrir 1. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Mallorca Ótrúlegt verð - aðeins 11 sæti í boði! Verð kr. 19.990 Netverð á mann. Flugsæti báðar leiðir með sköttum, m.v. 2 fyrir 1 tilboð 2.-9. júlí. Munið Mastercard ferðaávísunina Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. frá kr. 19.990 2. júlí 2 fyrir 1 til Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is FUNDUR ungra og efnilegra vísindamanna í eðlis- fræði með nóbelsverðlaunahöfum hófst í Lindau í Þýskalandi í gær og stendur til 4. júlí. Síðan 1951 hafa meira en 25.000 vísindamenn hist á þessari ár- legu ráðstefnu og 557 vísindamönnum var boðið á fundinn í ár sem er númer 58 í röðinni. Þar á meðal er Kjartan Thor Wikfeldt og segir hann að hann sé fyrsti Íslendingurinn til að fá boð á fundinn. Mikill heiður „Þetta er mikill heiður,“ segir Kjartan, sem er í doktorsnámi við Stokkhólmsháskóla, en hann er sænskur í föðurætt. Hann bætir við að á fundinum gefist mönnum tækifæri til að ræða hugðarefni sín við nóbelsverðaunahafa og mun færri komist að en vilji. Kjartan tók stúdentspróf frá MH í árslok 2000 og hefur undanfarin sex ár verið í háskólanámi í Stokk- hólmi. Hann hefur verið að rannsaka vatn og eigin- leika þess og ætlar meira út í orkurannsóknir á næstu árum. Hann segir að rannsóknarhópur sinn hafi verið mjög umdeildur á nýliðnum árum vegna þess að nið- urstöður hans kollvarpi fyrri hugmyndum um hvern- ig sameindir í vatni bindist hver annarri. Hefð- bundna myndin sé að vatn sé svipað og ís en hópurinn hafi sýnt fram á annað. William Röntgen hafi bent á þetta í fyrstu greininni um vatn 1892, en hugmyndinnni hafi ekki verið haldið á lofti í hálfa öld. Kjartan segir að skilningur á vatni sé mjög mikil- vægur, meðal annars í þróun á lyfjum. Öll efnahvörf í líkamanum gerist í vatni og því skipti miklu máli að hafa réttan skilning á samsetningunni. Auk þess hafi þessi skilningur mikið að segja í sambandi við hreinsun á drykkjarvatni. Morgunblaðið/Kristinn Vísindamaður Kjartan Thor Wikfeldt, doktorsnemi við Stokkhólmsháskóla, er mættur til Lindau þar sem hann hittir og ræðir við nóbelsverðlaunahafa í eðlisfræði fram á föstudag. Fyrstur í Lindau Kjartan Thor Wikfeldt á fundi ungra og efnilegra vísindamanna með nóbelsverðlaunahöfum í eðlisfræði Í HNOTSKURN » Fundir með nóbelsverðlaunahöfum í efna-fræði, lífeðlisfræði, læknisfræði og eðlis- fræði hafa verið haldnir til skiptis í Lindau í Þýskalandi síðan 1951. » Ungir og efnilegir vísindamenn um allanheim fá þarna tækifæri til að ræða hugðar- efni sín við virta fræðimenn. » Meira en 25.000 ungum og efnilegum vís-indamönnum hefur verið boðið til Lindau vegna þessara funda og að þessu sinni voru 557 manns valdir úr fjölda umsækjenda. STÆRSTI steinninn sem féll úr Ing- ólfsfjalli í jarðskjálftanum 29. maí sl. reyndist vera 50 rúmmetrar og hafa skoppað rúmlega 370 metra frá brot- stálinu í sunnanverðu Ingólfsfjalli. Þetta kom fram í mælingu starfs- manna Veðurstofunnar, sem héldu í Ölfus um helgina til að kanna um- merki skjálftans. Tóku þeir niður staðsetningarhnit stærstu hnullung- anna og áætluðu stærð þeirra. Sá stærsti skildi eftir sig mjög djúpt og áberandi far í grasinu og var heppni að bíll átti ekki leið um veginn sem hann fór yfir, en hann fór létt með að komast í gegnum grind- verk á leiðinni. Jarðhræringarnar áttu sér stað undir Ingólfsfjalli vestanverðu svo sem kunnugt er. Mældist stærsti skjálftinn 6,3 á Richter. andresth@mbl.is Ljósmynd/Veðurstofan Hnullungur Stærsti steinninn skoppaði 370 metra leið. Sá stærsti fimmtíu rúmmetrar Hnullungar eftir jarð- skjálftann skoðaðir LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæð- inu þurfti síðdegis í gær að hafa af- skipti af ökumanni sem tilkynnt hafði verið um að væri drukkinn. Reyndist maðurinn ofurölvi undir stýri og próflaus í þokkabót. Mað- urinn var færður í blóðsýnatöku og látinn laus að því loknu en bíllykl- arnir voru gerðir upptækir . Svartur af ölv- un undir stýri NOKKUR snjókoma var á Öxna- dalsheiði í fyrrinótt og voru fjöll í nágrenninu hvít niður í miðjar hlíðar. Verður það að teljast nokkuð sjaldgæft miðað við árs- tíma. Frekar kalt hefur verið fyrir norðan síðan um miðja nýliðna viku og hitastigið nálgast frost- mark á nóttunni. Krapasnjór var á Öxnadalsheiði og lögreglan á Ak- ureyri ráðleggur ökumönnum að fara varlega, því hálka geti verið á fjallvegum þó nú sé hásumar. Veðurstofan spáir norðlægri átt í dag og rigningu eða súld með köflum norðan- og austanlands. Spáð er stöku skúrum sunnantil, en bjartviðri að mestu vestan- lands. Gert er ráð fyrir 5 til 15 stiga hita og sagt að hlýjast yrði á Suðurlandi. steinthor@mbl.is Snjókoma á Öxnadalsheiði Morgunblaðið/ÞÖK TÍMARITIÐ The Economist hefur sett á vefsíðu sína viðtal við Geir H. Haarde forsætisráð- herra. Þar svar- ar Geir spurn- ingum um íslenskt efna- hagslíf, fjármála- geirann á Íslandi og afstöðu hans til Evrópusam- bandsins. Viðtalið er undir dálki á vefnum er nefnist Certain Ideas of Europe. Economist ræddi við Geir Geir H. Haarde Hólmavík | Gleði og glaumur var á Hólmavík um helgina en þá stóðu yfir Hamingjudagar í bænum. Þetta er í fjórða sinn sem fólk höndlar hamingjuna og gleðst saman með þessum hætti á Hólmavík. Á dag- skránni núna var m.a. kassabílarall, litbolti, ljós- myndasýning, gönguferð um bæinn og „Drekktu bet- ur“, spurningakeppni með bjórívafi, svo fátt eitt sé nefnt. Sigfríð Berglind Thorlacius og Kristjana Ey- steinsdóttir voru meðal þeirra sem fengu verðlaun fyr- ir glæsilegar hnallþórur á kökuhlaðborðinu. Fjölmenni var í bænum og heppnaðist hátíðin almennt mjög vel þrátt fyrir norðankulda. thorbjorn@mbl.is Morgunblaðið/Kristín Sigurrós Einarsdóttir Gleðibakstur á Hamingjudögum BENEDIKT S. Lafleur stefnir að því að hefja sund yfir Ermasund árla í dag, en áætlaður sundtími er frá um 16 klukkustundum upp í einn sólarhring. Í gærkvöldi fékk Benedikt stað- festingu á að lagt yrði af stað frá Dover á Englandi klukkan 7 árdeg- is í dag og gera má ráð fyrir að hann hafi hafið sundið um hálftíma síðar. Hann ætlaði að byrja sundið frá Shakespeare-strönd og stefna að því að ljúka sundinu við Cap- de-gris-nez. Bátur fylgir Benedikt eftir og ætlar Jón Karl Helgason að kvikmynda sundið fyrir mynd þeirra Benedikts um sjósund Ís- lendinga. Þetta er önnur tilraun Benedikts og í þriðja skipti sem hann fer til Dover til að reyna að synda yfir Ermasund. Stefnt að Ermasundi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.