Morgunblaðið - 30.06.2008, Page 6

Morgunblaðið - 30.06.2008, Page 6
6 MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is ÞÓRÓLFUR Þórlindsson, forstjóri Lýðheilsu- stöðvar, segir ekki vænlegt til árangurs að dreifa starfi Lýðheilsustöðvar út um allt. Þvert á móti væri betra að efla tengslin milli þátta og auka samstarfið milli þeirra sem vinna að heilsueflingu og forvörnum. Þórólfur Þórlindsson segir mikilvægt að ræða hvernig forvarnastarfi verði best fyrir komið og með hvaða hætti megi vinna að heilsueflingu þannig að hún skili sem mestum árangri. Skipu- leggja megi starfið á fleiri en einn veg, en í viðtali við Herdísi Storgaard í Morgunblaðinu á laugardag og í Staksteinum Morgunblaðsins á sunnudag gæti bæði misskilnings og auk þess sé beinlínis farið rangt með nokkur atriði. Engin yfirbygging „Það er engin yfirbygging á Lýðheilsustöð,“ segir Þórólfur. Hann bætir við að allir sérfræðingarnir séu á kafi í samstarfi við grasrótarsamtök eins og til dæmis íþróttafélög, sveitarstjórnir og skóla. Grasrótar- starfið skipti miklu máli og það megi alltaf efla. Í áratugi hafi hann unnið mikið að forvarnamálum með grasrótarsamtökum og mikilvægt sé að gera sér grein fyrir því að forvarnastarf hefur byggst á þessum frjálsu félaga- og grasrótarsamtökum í langan tíma og fimm til sex milljarðar liggi til dæmis í sjálfboðaliðastarfi íþróttahreyfingarinnar árlega. Allt þetta starf sé fyrst og fremst unnið af hugsjón og vangaveltur um það að betra sé að vinna þessi mál út frá beinhörðum peningasjón- armiðum eru úr lausu lofti gripin. Þvert á móti megi segja að ákveðið einkenni á heilsueflingu og forvarnastarfi á Íslandi sé hvað félagasamtök eins og t.d. Krabbameinsfélagið og Hjartavernd séu öflug. Einnig megi nefna stórmerkilegan og mikil- vægan hlut bindindishreyfingarinnar í forvarna- starfi í tengslum við áfengismál og minna jafn- framt á að hið mikilvæga starf SÁÁ sé rekið af frjálsum félagasamtökum. Enginn sé í starfi fyrir þessi samtök peninganna vegna og það sé styrkur Íslands. „Brýnasta verkefnið í sambandi við heilsuefl- ingu er að efla heilsugæsluna,“ segir Þórólfur. Ekki dreifa starfi Lýðheilsustöðvar Félagasamtök öflug og samstarf í heilsueflingu og forvörnum mikilvægt Þórólfur Þórlindsson ÞÓRÓLFUR Þórlindsson, for- stjóri Lýðheilsustöðvar, segir að vangaveltur um það að betra sé að vinna forvarnamál út frá beinhörðum peninga- sjónarmiðum séu úr lausu lofti gripin. Herdís Storgaard, forstöðu- maður Sjóvár Forvarnahúss, segir að einkafyrirtæki geti unnið verkefni Lýðheilsu- stöðvar betur en hún geri og á ódýrari hátt fyrir skattgreið- endur. Með og á móti HINN ameríski Cocker Spaniel-hundur Lance sést hér ásamt eiganda sínum, Bryndísi Péturs- dóttur. Bæði hafa fulla ástæðu til að vera kát á myndinni, en Lance var valinn besti hundur vel heppnaðrar sumarsýningar Hundaræktarfélags Íslands sem haldin var í Víðidal um helgina. Amerískir Cocker Spaniel-hundar eru yfirleitt glaðlyndir, elskulegir og félagslyndir. Þá þykja þeir auk þess afar barngóðir. Vel heppnaðri sýningu Hundaræktarfélags Íslands lokið í Víðidal Ljósmynd/Jón Svavarsson Lance er besti hundurinn ÁSTA Möller, formaður heil- brigðisnefndar Alþingis, segir að full ástæða sé til að horfa á heildarmyndina í forvörnum. Það sé þeim til fram- dráttar að nýta sem flesta og stjórnvöld eigi að styðja við einka- framtak í þessum efnum. Haft var eftir Herdísi Storgaard, forstöðumanni Sjóvár Forvarna- húss, að einkafyrirtæki gætu unnið verkefni Lýðheilsustöðvar betur en hún og á ódýrari hátt fyrir skatt- greiðendur. Ásta Möller segir að Herdís hafi töluvert til síns máls. Þegar Lýð- heilsustöð hafi verið stofnuð hafi ýmis verkefni á vegum frjálsra fé- lagasamtaka en með stuðningi rík- isins verið sett undir hana. Þá hafi hún sagt að það væri alger for- senda að Lýðheilsustöð myndi virkja grasrótina áfram og jafnvel enn betur en stjórnvöld hefðu gert fram að þeim tíma. Frjáls félaga- samtök hafi gert mjög marga góða hluti og viti hvar skórinn kreppi. Ástæða sé til að endurskoða rekst- ur Lýðheilsustövar og huga að því að virkja betur einkarekstur og frjáls félagasamtök til að halda uppi þessu forvarnastarfi. Það hafi sýnt sig að frumkvöðlar og eld- hugar eins og Herdís Storgaard hafa náð verulega góðum árangri og stjórnvöld eigi að styðja við slíkt framtak. steinthor@mbl.is Stjórnvöld styðji einka- framtak Ásta Möller RÁÐHERRAR Norðurlandanna eru sammála um rétt neytenda til að geta treyst því að fiskafurðir sem þeir kaupa séu unnar úr stofnum sem nýttir eru á sjálfbæran hátt og hvetja til merkinga og rekjanleika í þessum efnum. Í síðustu viku sótti Einar K. Guðfinnsson, sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra, sumarfund matvælaráðherra Norð- urlandanna sem lauk í Vaxjö í Sví- þjóð á föstudag. Miklar umræður hafa átt sér stað í Svíþjóð þar sem náttúruverndarsamtök hafa gefið út bæklinga þar sem lagst er gegn kaupum á þorski. Mun Einar hafa bent á að því fylgdi mikil ábyrgð þegar náttúruverndarsamtök hvettu kaupendur til að sniðganga fisktegundir á grunni ófullnægj- andi upplýsinga. Þá var lögð fram yfirlýsing á fundinum um sjálfbæra nýtingu sela þar sem lýst var áhyggjum af fyrirhuguðu banni Evrópusambandsins við viðskiptum með selskinn. thorbjorn@mbl.is Ráðherrar vilja bættar merkingar Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is MAÐURINN sem sérsveitarmenn lögreglunnar handtóku í Grímsey sl. laugardag var yfirheyrður af lögregl- unni á Akureyri í gær. Maðurinn, sem er rétt rúmlega tvítugur, hafði haft í hótunum við fólk á staðnum og gert misheppnaða tilraun til þess að stinga mann með hnífi sem hann varð sér úti um í fiskvinnsluhúsnæði á staðnum. Á næstunni verða teknar skýrslur af vitnum og í kjölfarið tekin ákvörðun um hvort gefin verður út ákæra. „Þetta er ekki stórvægilegt brot. Hann meiðir engan þótt þarna hafi auðvitað skapast alvarlegt ástand,“ segir Jóhann Olsen, varðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri. Engin lög- gæsla er í Grímsey að staðaldri. Maðurinn var ekki yfirheyrður strax þar sem hann var ölvaður og líklega undir áhrifum fíkniefna. Gisti hann fangageymslur aðfaranótt sunnudags en nýtur núna aðstoðar fagfólks sem reynir að „koma honum á réttan kjöl.“ Var einn á ferð í Grímsey Áður en sérsveitarmenn lögregl- unnar handtóku manninn hafði óbreyttum borgara í Grímsey tekist að róa hann mikið niður og ræða við hann. Var maðurinn því „þokkalega rólegur“ og hættuástand yfirstaðið þegar sérsveitin kom á vettvang, samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu. Maðurinn, sem var einn á ferð í Grímsey, var dæmdur í 20 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra í upphafi þessa mánaðar fyrir ýmis hegningarlagabrot, þar á meðal þrjár hnífstungur, líkamsárás og fíkniefnabrot. Samkvæmt upplýsing- um frá lögreglunni á Akureyri er „mikil gremja í fólki“ fyrir norðan yf- ir því að maðurinn gangi laus og hafi embættinu borist mörg símtöl þess efnis. Bæði sakborningur og ákæru- vald hafa lögum samkvæmt áfrýjun- arfrest sem lengir þann tíma sem líð- ur að fullnustu dómsins. Flugvél með sjúkraflutningamönn- um var aftur send til Grímseyjar seinna sama kvöld vegna annars ungs manns sem var þar í annarlegu ástandi og voru nokkrir sérsveitar- menn þá einnig með í för en ekkert hættuástand skapaðist. Var maður- inn veikur vegna áfengis- og vímu- efnaneyslu og þurfti að komast á sjúkrahús til aðhlynningar. Mennirn- ir tveir þekkjast en ekki er vitað um frekari tengsl á milli þeirra. Hættuástand í Grímsey Handtekinn Hættuástand var yfirstaðið þegar sérsveitin kom á vettvang. Flogið var með manninn til Akureyrar þar sem hann gisti fangageymslur. Í HNOTSKURN »Misheppnaða tilraun tilþess að stinga annan mann má flokka sem tilraun til stór- felldrar líkamsárásar á grund- velli 218. gr. almennra hegn- ingarlaga og 20. gr. sömu laga þar sem notuð er hættuleg að- ferð. »Vopnaburður á almanna-færi er bannaður. Í 30. gr. kemur fram að heimilt er að bera á sér bitvopn þar sem eðlilegt og sjálfsagt getur tal- ist, svo sem við vinnu eða veið- ar eða þegar engin hætta er því samfara.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.