Morgunblaðið - 30.06.2008, Side 8

Morgunblaðið - 30.06.2008, Side 8
8 MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „VANDAMÁL mansals er mikið í umræðunni hjá soroptimistum víða um heim og þess vegna var ákveðið að vinna sameiginlega í þessu á Norðurlöndunum,“ segir Ásgerður Kjartansdóttir, forseti Soroptimista- sambands Íslands, en á norrænni ráðstefnu soroptimista sem haldin var hérlendis fyrir skemmstu undirrituðu forsetar allra norrænu soroptimistasambandanna viljayfirlýsingar þar sem ríkisstjórnir Norðurlandanna eru hvattar til að beita sér til að berjast gegn mansali. Ásgerður bendir á að öll Norðurlöndin eru bæði viðtöku- og gegnumstreymislönd, en í mörgum tilfellum eru Eystrasaltsríkin upp- runalöndin og því vilji soroptimistar á Norð- urlöndunum og Eystrasaltsríkjunum taka höndum saman og gera sitt til að berjast gegn mansali. Áskorun til yfirvalda Í fyrrgreindri yfirlýsingu eru norræn yfir- völd m.a. hvött til að efla vitundarvakningu um mansal á öllum stigum samfélagsins, styrkja og endurhæfa fórnarlömb mansals með því að veita þeim húsaskjól, læknishjálp og sálfræðilega ráðgjöf, auk upplýsinga um lagalegan rétt þeirra, veita fórnarlömbum að- stoð við að leita réttar síns gagnvart þeim sem á þeim brjóta og beita þá sem uppvísir eru að mansali hörðum refsingum. Norrænir soroptimistar hvetja ríkisstjórnir jafnframt til að undirrita og fullgilda samninga og inn- leiða allar aðgerðir sem beinast gegn mansali innan kynlífsiðnaðarins og mansali til nauð- ungarvinnu. Aðspurð segir Ásgerður yfirlýsingunni þegar hafa verið komið til Geirs H. Haarde forsætisráðherra og Jóhönnu Sigurðardóttur félags- og tryggingamálaráðherra. Unnið verði að vitundarvakningu Spurð um næstu skref segir Ásgerður ís- lenska soroptimista munu fylgjast vel með því hverju vinna við aðgerðaráætlun íslenskra stjórnvalda gegn mansali skili og hvort áætl- uninni fylgi fjármagn til framkvæmda. „Í samvinnu við zontakonur viljum við síðan vinna að vitundarvakningu um mansal, því lengst af hefur verið mikil þöggun um þetta málefni hérlendis,“ segir Ásgerður og tekur fram að vonandi standi það til bóta. Ein þeirra hugmynda sem soroptimistar og zonta- konur séu með á teikniborðinu sé að útbúa fræðsluefni um mansal þannig að upplýsa megi framhaldsskólanemendur um málið. Hafa áhyggjur af mansali Soroptimistasambönd á Norðurlöndunum hvetja þarlend stjórnvöld til að berjast gegn mansali Mansal Sænska kvikmyndin Lilja að eilífu fjallaði m.a. um mansal á konum og börnum. Í HNOTSKURN »Soroptimistar eru alþjóðasamtökfyrir nútímakonur í stjórnun og öðr- um sérhæfðum störfum. »Alls eru soroptimistar um 95.000 ogstarfa í 3.000 klúbbum í 120 löndum um allan heim. »Soroptimistar héldu ráðstefnu hér álandi á dögunum. »Soroptimistar stuðla að heimsmyndþar sem konur og stúlkur ná í sam- einingu fram því besta sem völ er á. SKÓGARÞRÖSTURINN góði sem skáldið Jónas Hallgrímsson ávarpaði svo innilega í eina tíð er svo sannarlega ennþá mannelskur. Það mætti að minnsta kosti lesa út úr atferli þrastarhjóna sem gerðu sig svo heimakomin á garðpalli fjöl- skyldu einnar á Fáskrúðsfirði að töluverða vinnu þurfti til að ónæði skapaðist ekki af návíginu við mannfólkið. Katla Boghildur Ólafsdóttir sem er á þrettánda ári hefur fylgst með skógarþrestinum í garði fjölskyldu sinnar og sendi Morgunblaðinu söguna. Fjölskyldan tók dag einn eftir því að þröstur hafði gert sér hreiður í blómakörfu á garðpallinum og var eitt egg í því. Vegna ónæðisins sem af því hefði skapast sáu þau sér ekki annað fært en að færa körfuna út í tré en þá vildi ekki betur til en að fuglinn verpti tveimur eggjum í næsta blómapotti án þess að nokkurt hreiður væri þar að finna. Þau egg fluttu þau yfir í hreiðrið. „Fuglinn fylgdi með og hélt áfram að verpa. Við þurftum enn og aftur að flytja körfuna vegna ónæðis af okkur og fylgdi fuglinn en það skondna var að alltaf bætti fuglinn við eggjum,“ segir Katla. Eggin voru loks orðin sjö talsins og nú eru sjö stórir ungar í hreiðrinu og því óvenjumargir í einu hreiðri. Katla segir enda þröngt á þingi hjá þrastarungunum en einn þeirra sitji yfirleitt ofan á hinum og því nokkuð séður. Chihuahua-hundur Kötlu er svo einkar forvitinn vegna þess- ara óvenjulegu heimilisvina. Ung stúlka á Fáskrúðsfirði hefur fylgst með þrastarhreiðri í blómakörfu á garðpallinum Ljósmynd/Katla Boghildur Ólafsdóttir Þröngt á þingi hjá sjö þrastarungum Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is GUÐMUNDUR Bjarnason, fram- kvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs, segir að niður- stöður ESA, eftir- litsstofnunar EFTA, þess efnis að starfsemi Íbúðalánasjóðs gangi gegn ríkis- styrkjareglum EES-samnings- ins, komi ekki á óvart og boltinn sé hjá stjórnvöldum. Íbúðalánasjóður greiðir ekkert rík- isábyrgðargjald en samkvæmt ríkis- styrkjareglunum er það ekki heimilt. Guðmundur segir að niðurstöður ESA hafi áhrif á Íbúðalánasjóð til frambúðar en ekki á dagleg störf sjóðsins að öðru óbreyttu. Stjórnvöld hafi lýst því yfir, að þegar álitsgerð frá ESA lægi fyrir yrði horft til þess hvað þyrfti að gera og félagsmálaráð- herra og fjármálaráðherra hefðu ný- lega sagt að reglum um sjóðinn yrði ef til vill breytt á næsta þingi. Málið byrjaði 2004, dómur féll 2006 og álit ESA kemur um tveimur árum síðar. Guðmundur segir að hluti af niðurstöðunni sé að setja í gang nýja rannsókn á því hvað ríkisstyrkir geti verið háir og með hliðsjón af tímanum sem málið hafi verið í vinnslu líði sjálfsagt nokkur ár þar til niðurstaða fáist. Verði Íbúðalánasjóði gert að borga fyrir ríkisábyrgðina fer sú greiðsla til ríkisins. Guðmundur bendir á að sjóð- urinn hafi ekki hagnast á núverandi fyrirkomulagi heldur viðskiptavinirn- ir, því hægt hafi verið að bjóða þeim betri kjör. Með ríkisábyrgðargjaldi hækki vextirnir en þurfi að borga aft- ur í tímann verði það fé væntanlega tekið af eigin fé sjóðsins. Boltinn hjá stjórnvöldum Guðmundur Bjarnason Í HNOTSKURN »Eftirlitsstofnun EFTA ermeð mál Íbúðalánasjóðs áfram til rannsóknar. »Forstjóri sjóðsins segirþetta ekki hafa áhrif á dagleg störf. OFT hefur verið talað um þýska stálið í sambandi við landslið Þýskalands í knattspyrnu. Eftir slaka frammi- stöðu í leik liðsins við Spán á EM í gær er þó óhætt að fullyrða að eitthvað sé málmurinn farinn að mýkjast og hugsanlega er nú hægt að tala um þýska álið. Nokkrir íslenskir stuðningsmenn þýska landsliðsins komu saman til að horfa á leikinn. „Hún var náttúrlega góð fyrstu 20 mínúturnar,“ segir Gunnar Már Sig- urfinnsson Þýskalandsaðdáandi um stemninguna. „Við áttum alveg séns þangað til leiknum lauk. Besta liðið í keppninni vann.“ Á myndinni má sjá frá vinstri Lindu Hængsdóttur, Berglindi Magnúsdóttur, Heimi Jónasson og Gunnar Má Sigurfinnsson. andresth@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Er hægt að tala um þýska álið?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.