Morgunblaðið - 30.06.2008, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 30.06.2008, Qupperneq 14
14 MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „ÉG gleymi þessu aldrei,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigð- isráherra um för sína til Winnipeg og Nýja Íslands í Manitoba á dög- unum. Hann segist hafa ferðast víða en aldrei fundið fyrir þeirri tilfinn- ingu fyrr að vera í annarri heimsálfu en hafa samt fundist hann vera heima á Íslandi. Guðlaugur Þór Þórðarson flutti hátíðarræðu á árlegum hátíðarhöld- um í Winnipeg 17. júní sl. og var henni vel tekið. Félag Jóns Sigurðs- sonar og Íslendingafélagið Frón í Winnipeg sjá um framkvæmdina og undanfarin ár með dyggilegum stuðningi Atla Ásmundssonar, að- alræðismanns Íslands í Winnipeg. Hann flutti ávarp sem og John Har- vard fylkisstjóri, Alma Sigurdson fjallkona, Peter Bjornson mennta- málaráðherra Manitoba og Grant Nordman borgarfulltrúi í Winnipeg, en þau eru öll af íslenskum ættum. Kór Digraneskirkju söng við athöfn- ina við styttu Jóns Sigurðssonar í garðinum við þinghúsið í Winnipeg og hélt síðan vel sótta tónleika í Westminsterkirkjunni um kvöldið. Treysta böndin Í ræðu sinni minnti heilbrigðis- ráðherra meðal annars á umsókn Ís- lands að Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og áréttaði mikilvægi Ís- lands sem sjálfstæðrar þjóðar. Hann sagði það sérstaka tilfinningu að skoða Safn íslenskrar menningar- arfleifðrar á Gimli (the New Iceland Heritage Museum), ganga í gegnum kirkjugarð íslensku landnemanna á Gimli og heimsækja aðra íslenska staði í Nýja Íslandi. Guðlaugur Þór flutti kveðjur frá íslensku forsætis- ráðherrahjónunum og áréttaði þakklæti íslensku ríkisstjórnarinnar til Kanadamanna af íslenskum ætt- um fyrir framlag þeirra til verndar íslenskrar menningarafleifðar. Enn- fremur gat hann þess að það væri skylda Íslands að halda öflugu sam- bandi við sveitir og félög, sem vildu efla og treysta böndin. Ógleymanlegt Guðlaugur Þór segir að það sé ótrúlegt að sitja inni í stofu hjá fólki eins og Rósalind og Einari Vigfús- syni rétt utan við Árborg í Mani- toba, spjalla á íslensku og hlusta á bóndann Davíð Gíslason fara með ís- lensk ljóð, ræða málin fram og aftur og komast fljótlega að því að við- mælendur eiga sameiginlega kunn- ingja og vini á Íslandi. „Maður gleymir því að maður er staddur í annarri heimsálfu,“ segir hann og bætir við að andrúmsloftið á sveita- bæjum í Nýja Íslandi sé eins og á sambærilegum bæjum á Íslandi. „Þetta er ógleymanlegt og ótrúleg upplifun.“ Heilbrigðisráðherra segir athygl- isvert hvað Kanadamenn af íslensk- um ættum, sem hann hafi hitt, séu miklir Íslendingar í sér og stoltir af landi og þjóð. „Við eigum að rækta þessa vini okkar,“ segir hann og bætir við að augljóst sé að Atli Ás- mundsson og Þrúður Helgadóttir, eiginkona hans, hafi unnið stórkost- legt starf enda hafi forystumenn samfélagsins lagt áherslu á að hafa þau sem allra lengst, því þau hefðu gert mjög góða hluti í sambandi við að efla tengsl Íslands og Kanada á hinum ýmsu sviðum. Eins og á Íslandi  Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra segir Nýja Ísland ógleymanlegt  Athygli vakin á miklu og öflugu starfi íslensku ræðismannshjónanna í Winnipeg Ljósmynd/Sarah Kearney Hátíðarræða Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra við styttu Jóns Sigurðssonar í Winnipeg. Í HNOTSKURN » Blómsveigur var lagðurað styttu Jóns Sigurðs- sonar í Winnipeg 26. árið í röð. » Undanfarin ár hafa ís-lenskir ráðamenn eða at- hafnamenn flutt hátíðarræðu í Winnipeg og hafa heimamenn fagnað því sérstaklega. » Heilbrigðisráðherra áttifundi með nokkrum ráð- herrum Manitobastjórnar. KAREN og Ed Anderson, sem and- aðist í nóvember sl., og Kathleen Reilly voru heiðruð fyrir góð störf í þágu íslenska samfélagsins í Utah á Íslandsdögum í Spanish Fork. Íslandsdagarnir fara fram á þrem- ur dögum og var hátíðin um liðna helgi sú 111. í röðinni. Að vanda var fjölbreytt dagskrá sem tengdist að miklu leyti samskiptum við Ísland og íslensku efni auk þess sem boðið var upp á ýmislegt matarkyns frá Ís- landi. Devon Koyle var kjörinn nýr forseti Félags Íslendinga í Utah. Heiðraðar á hátíð í Utah Viðurkenning Karen Anderson og Kathleen Reilly verðlaunahafar. HRUND Skúla- son er sennilega elsti íbúi Kanada sem fæðst hefur á Íslandi. Hún fagnaði 100 ára afmælisdegi sín- um 16. júní sl. á Betelstöðum í Winnipeg. Hrund flutti ung með foreldrum sínum til Vest- urheims. Hún var mjög virk í ís- lenska samfélaginu í Geysisbyggð- inni, en flutti til Winnipeg eftir að eiginmaðurinn Jónas Skúlason dó og vann lengi á íslenska bókasafninu við Manitobaháskóla. Hrund Skúla- son 100 ára Hrund Skúlason ÚR VESTURHEIMI FRÉTTASKÝRING Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is Í BYRJUN síðustu viku lagði John McCain, væntanlegur for- setaframbjóðandi repúblikana, það til að komið verði á 300 millj- óna Bandaríkjadala (andvirði um 25 milljarða króna) hvatningar- verðlaunum fyrir þann sem fyrst- ur hannar betri rafhlöðu í tvinn- eða rafmagnsbifreiðar. Almennt er talið að áður en slíkar bifreið- ar verði raunhæfur valkostur fyr- ir neytendur þurfi að auka geymslugetu rafhlaðna og finna leiðir til að gera framleiðslu þeirra ódýrari. Tillaga McCains hefur verið gagnrýnd fyrir að vera ekki nógu vel útfærð. Þannig er ekki að finna í henni nein viðmið sem mætti nota til að ákveða hvenær nógu góð rafhlaða hefði verið fundin upp. Þá hefur vænt- anlegur forsetaframbjóðandi Demókrata, Barack Obama, gagnrýnt tillögurnar og bent á að John F. Kennedy hefði ekki lofað verðlaunum fyrir þann sem fyrst- ur hefði stigið á tunglið, heldur hefði alríkisstjórnin staðið straum af þeim kostnaði og séð um geimferðaáætlunina sjálf. McCain verður að fyrirgefast að hafa ekki sett fram fullkomna og ýtarlega verðlaunaáætlun, enda er þetta ein hugmynd af mörgum til að draga úr notkun Bandaríkjamanna á erlendri olíu, nokkuð sem þarlendum stjórn- völdum er umhugað um. Ýta undir samkeppni Verðlaun sem þessi hafa verið notuð af samtökum og ríkis- stjórnum til að ýta undir tækni- framþróun og hafa þau þann kost fram yfir beina ríkisstyrki að í stað þess að velja einn hönnuð eða framleiðanda til að styrkja ýta verðlaunin undir samkeppni þeirra í millum. Verðlaunin fela einnig í sér ákveðinn heiður, umfram pen- ingaupphæðina sem um ræðir. Það eitt að fá verðlaun getur ver- ið afar hvetjandi. Þá hafa þau þann augljósa kost annan að pen- ingarnir koma náttúrlega ekki til greiðslu nema skilyrðum verð- launanna sé náð. Hugmyndin um hvatningar- verðlaun er að sjálfsögðu ekki ný, en slík verðlaun eiga sér langa sögu. Eitt þekktasta dæmið eru Orteig-verðlaunin, 25.000 dollara verðlaun, sem bandaríski hót- elrekandinn Raymond Orteig lof- aði hverjum þeim sem fyrstur flygi í einni ferð milli New York og Parísar. Átta ár liðu frá yfir- lýsingu Orteig árið 1919 þar til Charles Lindbergh flaug sína frægu ferð og í kjölfarið jókst til muna áhugi almennings á flugi og hlutabréfaverð flugvélafram- leiðenda hækkaði mjög. Ofurnýtinn bensínbíll Verðlaun McCains yrðu heldur ekki einu hvatningarverðlaunin í bílaiðnaðinum í dag, en X PRIZE-stofnunin hefur heitið háum fjárhæðum til þeirra sem fyrst hanna og smíða bifreið sem fer 42,6 kílómetra á einum bens- ínlítra (100 mílur á gallon), en auk þess verður bifreiðin að upp- fylla skilyrði um útblástur koltví- sýrings og einnig verður hún að vera til þess fallin að fara í fjöldaframleiðslu. Það má vel vera að tillaga McCains um hvatningarverðlaun hafi aðeins verið kosningabrella, eins og talsmenn Demókrata hafa haldið fram, en vinni hann kosningarnar og standi við lof- orðið er auðvelt að ímynda sér verri not fyrir 300 milljónir doll- ara en þau sem hann hefur lagt til. Hvatningarverðlaun ýta undir samkeppni og greiða veginn fyrir tækniframfarir Reuters Rafhlaða John McCain hefur lagt til að veitt verði 300 milljóna dala verðlaun fyrir hönnun og smíði betri rafhlöðu í tvinn- eða rafbíla. Milljarðar í verðlaunafé ÞRÁTT fyrir að hafa náð gríðarlegum árangri og fangað ímyndunarafl heillar kynslóðar á sjöunda og áttunda áratugnum hefur lítið nýtt gerst innan veggja geimferðastöðvar Banda- ríkjanna, NASA, undanfarin ár. Enginn hefur stigið fæti á annan hnött en jörðina síðan um miðjan áttunda áratuginn og ef fram heldur sem horfir verða allir lesendur þessarar greinar komnir undir græna torfu áður en manneskja gengur á Mars. Ekki eru þó allir jafn svartsýnir á framtíð geimferða og geimkönnunar. Einkafyrirtæki eru í auknum mæli farin að láta til sín taka í geimferðum og hafa hvatningarverðlaun leik- ið þar mikilvægt hlutverk. X PRIZE-stofnunin greiddi eigendum geimskipsins SpaceShipOne tíu milljónir dala fyrir að fara tvisvar sinnum út fyrir gufuhvolf jarðarinnar á tveimur vikum árið 2004. Þá hef- ur stórfyrirtækið Google lofað hverjum þeim 30 milljónum dala sem lendir á tunglinu og keyrir þar um á tunglbíl. Tilgangurinn með verðlaunum X Prize og Google er ekki aðeins sú rómantíska hugsun að koma manneskjum aftur út í geim og á tunglið heldur að hraða þróun á ýmsum sviðum vísinda og verkfræði eins og t.d. lausnum til að vernda geimfara fyrir hættulegum geislum og nýjum og betri drifum fyrir geimskip. Reuters Geimskip Brian Binnie, flugmaður Space- ShipOne, að lokinni geimferð 2004. Einkareknar geimskutlur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.