Morgunblaðið - 30.06.2008, Page 18

Morgunblaðið - 30.06.2008, Page 18
18 MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Einar Krist-inn Guð-finnsson sjávarútvegs- ráðherra er undir miklum þrýstingi þessa dagana að fara ekki eftir ráðgjöf Haf- rannsóknastofnunar um afla á Íslandsmiðum á næsta fisk- veiðiári. Tvö lítil dæmi hafa skotizt upp á yfirborðið hér í Morgunblaðinu síðustu daga. Annars vegar hvatti Gunn- þór Ingvason, framkvæmda- stjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, ráðherrann til að hugsa sig tvisvar um áður en hann ákvæði að halda sig við fyrirhugaðan niðurskurð á þorski. Þetta var sagt í því samhengi að olíuverð er nú orðið svo hátt, að útgerðar- menn þurfa að hugsa sig vel um áður en þeir stunda dýrar veiðar á ódýrum tegundum á borð við karfa og kolmunna. Á Reykjaneshrygg hafa ís- lenzk skip verið að hætta veiðum vegna dræms afla og hás olíukostnaðar. Hins vegar skrifaði Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeig- enda, grein í Morgunblaðið í gær, undir fyrirsögninni „þorskstofninn er ekki í hættu“. Hann skorar á ráð- herra að taka tillit til sjónar- miða hagsmunaaðila í sjávar- útvegi, um að gott ástand sé á þorskstofninum og engin vá fyrir dyrum. Þetta eru óskynsamlegar áskoranir á sjávar- útvegsráðherra, byggðar á skammtímasjón- armiðum. Það er rétt að þorsk- stofninn er ekki í hættu. Hafrann- sóknastofnun heldur því ekki fram. Stofnunin hefur hins vegar fært fyrir því skyn- samleg rök að með hóflegri sókn megi byggja upp þorsk- stofninn til lengri tíma litið. Allt frá aldamótum hafa allir árgangar þorsks verið slakir. Það þýðir að takmarka verð- ur sóknina svo stofninn nái sér á strik. Skynsamleg uppbygging þorskstofnsins felur einmitt í sér að fiskurinn verður veið- anlegri, auðveldara verður að ná í hann og olía sparast hjá útgerðinni. Í þessum efnum þýðir ekki annað en að hugsa til langs tíma. Fátt bendir til að olíuverð lækki í bráð. Að leggja til að veitt verði um- fram ráðgjöf Hafró í ár, af því að olíuverðið sé hátt og dýrt að sækja í ódýrar fisk- tegundir, er ábyrgðarleysi. Væri farið í einu og öllu að tillögum Hafrannsóknastofn- unar yrði þorskaflinn á næsta fiskveiðiári 124.000 tonn. Sjávarútvegsráðherra sagði í fyrra að ekki yrði farið niður fyrir 130.000 tonn á þessu ári. Hann á að halda sig við þá tölu. Einar Kristinn sýndi í fyrra að hann hefur kjark til að taka erfiðar ákvarðanir. Vafalaust mun hann sýna þann kjark á ný. Einar Kristinn sýndi í fyrra að hann hefur kjark til að taka erf- iðar ákvarðanir.} Áfram ráðherra Morgunblaðiðflutti síðast- liðinn laugardag frétt af áhyggjum íbúa í Grindavík af frágangi á bygging- arsvæði í bænum. Þar er engin girðing umhverf- is svæðið, steypustyrktarjárn standa upp úr veggjum og byggingarefni liggur á víð og dreif. Móðir ungra barna í hverfinu gagnrýnir frágang- inn og óttast að börn geti farið sér að voða. Svör þeirra, sem eiga að bera ábyrgð á því að svæðið sé öruggt, koma sízt á óvart. Byggingarfulltrúinn í bænum segist hafa „rætt við“ verktak- ann um „hvort ekki væri ráð- legt“ að girða svæðið af. Verktakinn sjálfur gefur lít- ið fyrir slíkt, segist ekki skyld- ugur að girða svæðið af. „Ef menn skoða önnur bygging- arsvæði [til dæmis] í Reykja- vík þá sjá þeir strax að frá- gangurinn hér er ekkert frábrugðinn því sem gerist annars staðar,“ segir verktak- inn. Þar stendur líklega hnífurinn í kúnni. Það er lenzka á Íslandi að verktakar standa sig alveg hreint hörmulega við að tryggja öryggi við fram- kvæmdir. Allir þekkja hversu oft vant- ar upp á að vegaframkvæmdir séu almennilega merktar, bent á hjáleiðir og ökumenn varaðir við í tíma. Afleiðingarnar hafa komið skýrlega í ljós, til dæm- is á Reykjanesbrautinni þar sem alltof mörg slys og óhöpp hafa orðið að undanförnu. Byggingaverktakar standa sig sízt betur. Það eru allt of mörg dæmi um ógirt fram- kvæmdasvæði, opna hús- grunna og annað af því tagi, sem skapar stórkostlega hættu, ekki sízt fyrir börn. Og þeir, sem eiga að hafa eftirlit með örygginu, „ræða“ gjarnan hvort öryggisráðstaf- anir væru ekki „ráðlegar“. Svona geta menn látið á meðan enginn slasast. Það er öllu verra ef slysin verða. Verktakar standa sig hörmulega við að tryggja öryggi framkvæmda.} Eins og allir hinir Í nýlegu sjónvarpsviðtali gagnrýndi breski sendiherrann Íslendinga fyrir að leyfa veiðar á fjörutíu hrefnum. Hann sagði magnið svo lítið að það skipti engu máli og spurði hvers vegna Íslendingar stæðu í þessu. En væri fráleitt að spyrja hvers vegna Bretar gera eitthvað, sem engu máli skiptir, að milliríkja- deilu? Og hvað sem líður verðmætamati sendi- herrans, þá skiptir það mig máli að eiga þess kost að snæða hrefnu, ekki síður en aðrar af- urðir hafsins. Ein rökin gegn hvalveiðum, sem heyrst hafa upp á síðkastið, lúta að því að hvalveiðar geti spillt fyrir framboði Íslands í Öryggisráð SÞ. Ég á erfitt með að trúa því að mönnum sé alvara með slíkri röksemdafærslu. Ef við eigum að teljast gjaldgeng þar inn, þurfum við þá ekki einmitt að sýna að við getum staðið við okkar sannfær- ingu? Hvalaskoðun var talsvert til umræðu á ársfundi vís- indanefndar Alþjóðahvalveiðiráðsins í Chile á dögunum. Fram kom að hvalaskoðun gæti haft truflandi áhrif á hegðun, útbreiðslu og jafnvel viðkomu hvalastofna. Kannski hvalaskoðun spilli fyrir framboði okkar í öryggisráðið? Ég neita að trúa því. Margir Íslendingar brostu út í annað þegar Keikó var fluttur á hafsvæði hvalveiðiþjóða í norðri með ærn- um tilkostnaði. En varð ekki svipað uppþot hér á landi þegar tveir sjúkir og soltnir hvítabirnir villtust hingað til lands? Það átti að kosta miklu til að fanga þá og flytja til Grænlands, þar sem kvóti er gefinn út á hvítabirni. Grænlendingar brostu að fjöl- miðlafárinu. En allt kom fyrir ekki, þrátt fyrir stórhuginn, og „morð“ var fyrirsögnin í dönskum fjölmiðli. Skyldi það hafa spillt fyrir framboði Ís- lands í öryggisráðið? Eftir stendur að engin vísindaleg rök eru fyrir því að hvalastofnar séu í hættu, allra síst hrefnustofninn. Hvers vegna vill hluti ís- lensku þjóðarinnar þá ekki veiða hvali? Sú andstaða hefur ekkert með umhverfisvernd að gera. Það er mikilvægt að við horfumst í augu við að þetta er fyrst og fremst ímyndarmál, en tínum ekki til falsrök. Þetta er spurn- ing um hversu vinsælir Íslendingar eru í útlöndum. Sú spurning er hinsvegar góð og gild, hvort við þurf- um ekki að veiða fleiri hrefnur, minnka hrefnustofninn og stuðla að meira jafnvægi í fæðukeðju hafsins. Á sama tíma og íslenska þjóðin hefur aldrei veitt minni þorsk, þá hafa sjaldan verið fleiri hrefnur um þorskana. Og samkvæmt frumniðurstöðum Hafró, sem kynntar voru í Chile, éta þær mun meiri þorsk en áður var talið. Er það ástand þolandi fyrir þjóð þar sem ein af grunn- stoðum atvinnulífsins eru fiskveiðar? pebl@mbl.is Pétur Blöndal Pistill Af hrefnuveiðum og öryggisráði FRÉTTASKÝRING Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is Útlitið var ekki gott.Lánsfjárkreppan var far-in að bíta og norski olíu-sjóðurinn tekinn að skreppa saman eftir því sem óveð- ursskýin hrönnuðust upp yfir mörk- uðunum. Hlutabréfin stefndu í eina átt, niður á við, og mál manna að það tæki markaðinn að minnsta kosti lungann úr árinu að rétta úr kútnum. Á sama tíma fór heimsmarkaðs- verðið á olíu stighækkandi, úr 68,83 Bandaríkjadölum tunnan í júní í fyrra í um 140 dali tunnan nú, og all- ar forsendur norska olíusjóðsins skyndilega gerbreyttar. Og ekki er verið að spara stóru orðin um olíu- vinnsluna á Norðursjó, upp sé runn- ið gullaldarskeið í vinnslunni og jafn- vel talið að vinnanlegar olíubirgðir séu fimmtungi meiri en talið hefur verið fram að þessu. Tölurnar tala sínu máli. Í síðasta mánuði skýrði Åslaug Haga, nokkrum vikum áður en hún lét af embætti ráðherra olíu- og orkumála í norsku stjórninni, frá því að heildartekjur ríkisins úr olíu- geiranum á þessu ári væru nú áætl- aðar rúmir 6.200 milljarðar króna. Jafngildir það hátt í sjöfaldri vergri landframleiðslu Íslands á liðnu ári. Þriðjungur tekna norska ríkisins í ár mun því koma úr olíunni og er út- litið óneitanlega bjart í því ljósi að talið er að Norðmenn hafi gengið á sem nemur þriðjung af vinnanlegum jarðefnaeldsneytisbirgðum við land- ið, þar af um helming olíunnar. Verðmætið tugföld landsframleiðsla Íslands Olíugróðinn kemur fram í verð- mæti olíusjóðsins, sem fór í apríl síð- astliðnum úr 1.947 billjónum norskra króna (þúsund milljörðum, milljón milljónum) í um 2.017 billj- ónir, samanborið við 2.093 billjónir norskra króna í ársbyrjun, ígildi um 37faldrar vergrar landsframleiðslu á Íslandi í fyrra, sem var þá um 914 milljarðar íslenskra króna. Olíusjóðurinn var settur á legg ár- ið 1990 og er almennt þekktur undir því nafni þótt hann hafi fyrir tveimur árum verið nefndur upp á nýtt, elli- lífeyrissjóðurinn Global. Hafa sér- fræðingar við eignastýringu sjóðsins spáð því að eignir hans verði orðnar ríflega 4,3 billjónir norskra króna í lok árs 2015 og verður heildar- upphæðin þá farin að slaga upp í átt- ugfalda verga landsframleiðslu ís- lenska hagkerfisins, miðað við 2007. Skoskir vilja olíusjóð Margir renna öfundaraugum til norska olíusjóðsins og var því nýlega slegið upp á forsíðu dagblaðsins Scots Independent, hressilegu mál- gagni skoskra sjálfstæðissinna, að ef Skotland sem sjálfstætt ríki fengi „aðeins“ 82,5 prósent af tekjum breska ríkisins af sölu á olíu og gasi úr Norðursjó myndi slíkur rík- issjóður skila sem svarar 713 millj- arða króna tekjuafgangi. Nokkuð hefur verið fjallað um þetta í bresku blöðunum að und- anförnu og á vefsíðu The Times er haft eftir Martin Skancke, sjóðs- stjóra eignastýringar í norska fjár- málaráðuneytinu að vegna fjár- lagahalla skoska ríkisins væri slíkt skref ekki heppilegt um þessar mundir. Af miklu er að taka. Breska út- varpið, BBC, og The Times greindu fyrir skömmu frá því að jarðfræð- ingar telja nú að hægt verði að vinna allt að fimmtungi meira af olíu í Norðursjó, þar sem hingað til hefur verið talið að megi vinna 30 milljarða tunna, en til samanburðar hafa verið unnir um 37 milljarðar tunna úr breska hafsvæðinu. Veldur hækkun olíuverðsins því að áður óarðbær vinnsla er nú orðin arðbær. Krefjandi Olíuvinnsla á Norðursjó er ekki hættulaus, enda veður oft válynd. Norski olíusjóðurinn tútnar út á nýjan leik Drjúgt hafsvæði Frá því olía var upp- götvuð í Norðursjó á sjöunda áratugnum hafa Norðmenn og Bretar unnið mest af olíunni á svæðinu og þeir fyrr- nefndu tekið forystu hin síðari ár. Hátt olíuverð hefur átt þátt í auk- inni fjárfestingu og áætla samtökin NOF Energy að 1.730 störf séu í boði í olíuiðnaðinum í Norðursjó. Í hálfa öld Norsk stjórnvöld stefna að því að halda olíuvinnslunni áfram í að minnsta kosti hálfa öld, en 36 ár eru nú liðin frá stofnun ríkisolíufyrirtækisins Statoil. Veigamikil Norðmenn hafa yfir að ráða um 50% af ol- íu- og gasbirgðum Vestur-Evrópu. Olían vegur þungt í þjóðarbúskapnum, árið 2005 sköpuðu tekjur af sölu á hráolíu og gasi 52% af heildar út- flutningstekjum Norðmanna. Gróði geymdur Norski olíusjóðurinn var stofnaður árið 1990 með það í huga að leggja til hliðar tekjur af óendurnýjanlegri orku- uppsprettu fyrir næstu kynslóðir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.