Morgunblaðið - 30.06.2008, Síða 24

Morgunblaðið - 30.06.2008, Síða 24
24 MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Þorbjörg Jóns-dóttir fæddist á Efri-Dálksstöðum á Svalbarðsströnd 16. ágúst 1928. Hún andaðist á Landspítalanum í Fossvogi 21. júní síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Jón Þorláks- son, þá bóndi á Efri-Dálksstöðum, síðar bókbindari á Akureyri, f. í Stafnsholti í Reykjadal í S.-Þing. 16. mars 1884, d. á Akureyri 25. febrúar 1951 og Elinbjörg Baldvinsdóttir frá Efri-Dálksstöðum, f. á Veiga- stöðum á Svalbarðsströnd 20. júlí 1889, d. í Reykjavík 29. desem- ber 1981. Þorbjörg var þriðja barn foreldra sinna. Þau eign- uðust fjögur börn, fyrst tvíbura 8. janúar 1926. Annar þeirra dó rétt eftir fæðingu óskírður; hinn hét Ingólfur, d. 18. maí 1927. Eftir lifir Baldur, prófessor em- eritus í Reykjavík f. 20.1. 1930. Þorbjörg giftist 28.9. 1957 Kristjáni H. Ingólfssyni frá Víðirhóli á Hólsfjöllum, síðar tannlækni í Reykjavík, f. 9.5. 1931. Þau skildu 1978. Synir stærðfræðinemi í Óslóarháskóla, f. 2.5. 1987. 3) Sigurður tölv- unarfræðingur, verkefnastjóri hjá Símanum, f. 3.5. 1965, kvænt- ur Ingibjörgu Birnu Ólafsdóttur viðskiptafræðingi, forstöðumanni hjá Glitni, f. 4.11. 1964. Börn þeirra eru þrjú: Katrín Birna, f. 24.12. 1992; Fannar, f. 1.6. 1997, og Sindri Snær, f. 25.2. 2004. Þorbjörg ólst upp á Akureyri. Hún lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Akureyrar 1945, gekk síðar í Húsmæðra- skóla Akureyrar og sótti hús- stjórnarskóla í Danmörku sumarið 1953. Hún var við ýmis störf á Akureyri fyrir giftingu, m.a. í Prentverki Odds Björns- sonar, en lengst á Skattstofu Akureyrar. Eftir giftingu bjuggu þau hjónin lengst af í Reykjavík, og móðir hennar var hjá þeim í heimili. Eftir skilnaðinn varð Þorbjörg ritari í dóms- og kirkjumálaráðuneyti og vann þar óslitið, uns hún lét af störfum fyrir aldurs sakir 1998. Hún bjó þá lengst af á Meistaravöllum 33. Fyrir rúmu ári fór hún að kenna sér meins sem síðar reyndist vera ólæknandi hrörnunar- sjúkdómur, venjulega nefndur MND. Síðustu mánuðina var hún á sjúkrahúsum og hjúkrunar- heimilum. Útför Þorbjargar fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. þeirra eru: 1) Ing- ólfur efnaverkfræð- ingur, framkvæmda- stjóri hjá Alcoa Fjarðaáli á Reyðar- firði, búsettur á Eg- ilsstöðum, f. 19.12. 1958, kvæntur Ólaf- íu Einarsdóttur hjúkrunarfræðingi, f. 18.5. 1958. Börn þeirra eru fjögur: a) María Huld, f. 10.6. 1980, er að ljúka meistaraprófi í sál- fræði frá Kaup- mannahafnarháskóla, fyrrver- andi sambýlismaður Hallur Hróarsson og dóttir þeirra Eva Rakel, f. 27.6. 2002; b) Einar Þór, byggingarverkfræðingur, doktorsnemi í verkfræði í Kaup- mannahöfn, f. 1.5. 1982, kvæntur Evu Dögg Guðmundsdóttur nema í menningar- og innflytj- endafræðum í háskólanum í Hró- arskeldu, f. 6.3. 1982; c) Ingólfur Örn framhaldsskólanemi á Egils- stöðum, f. 30.7. 1991; d) Bjarni Már, f. 7.5. 1997. 2) Jón Egill prófessor í veðurfræði í Ósló, f. 18.9. 1960. Kona hans er Rita Moi, veðurfræðingur frá Jaðri í Noregi, f. 14.5. 1955. Sonur þeirra er Kristian Jonsson Moi Elsku mamma. Það er með mikl- um trega að ég skrifa þessi orð til þín því þótt að ljóst væri hvert stefndi með veikindi þín þá hélt ég að við kæmum til með að eiga meiri tíma saman. Þetta gerðist allt svo hratt. Það er fjölmargt sem kemur upp í hugann þegar horft er til baka, yf- ir farinn veg. Það var einstaklega skemmtilegt að koma í óvæntar heimsóknir til þín. Þá voru ævin- lega teknir fram kaffi–eða teboll- arnir, jólakakan gjarna tekin úr frystinum og sótt „súkkulaði úr skáp“. Ég man sérstaklega eftir því þegar ég var á stjörnuskoðunar- námskeiðum vestur í bæ fyrir nokkrum árum síðan og kom þá gjarna í kvöldheimsókn til þín í kjölfar tímasetunnar. Þú sýndir áhuga mínum á stjörnufræðilegum málefnum ss. svartholum, ljósárum og massamiðjum mikinn áhuga og við áttum einstaklega skemmtileg samtöl um óravíddir alheimsins. Mér finnst þetta lýsa þínum per- sónuleika vel. Þú varst svo góður hlustandi og einhvern veginn hægt að ræða við þig um alla skapaða hluti. Þegar við bjuggum tvö saman í Eskihlíðinni tengdumst við mjög sterkum böndum. Þetta voru erfiðir tímar fyrir okkur bæði, sálarlífið með bresti og peningar af skornum skammti. Einhvern veginn náðum við að fleyta okkur yfir erfiðustu hjallana, helst með húmor og sprelli. Oft var stutt í hvella og smitandi hláturinn þinn og minni- stætt þegar við fengum hlátur- sköstin okkar saman, oft af litlu til- efni. Eftir sitja margar minningar um glaðar stundir og kátínu. Þú varst mjög barngóð og eft- irminnilegt hversu yngstu börnin höfðu gaman af að koma til þín og leika sér að gömlum leikföngum, skoða bækur og lita. Þar sem þú varst bíllaus gastu ekki boðið börn- um í bílferðir eða lengri ferðalög. Í staðinn voru farnar gönguferðir um vesturbæinn og strætisvagnaferðir ofan í miðbæ Reykjavíkur sem voru mjög spennandi fyrir litla krakka enda meiri nýnæmi í slíku en hefð- bundnum bílferðum. Börnin fundu líka öðrum fremur þá hlýju og væntumþykju sem frá þér streymdi. Trygglyndi þitt gangvart fólki sem kynntist þér var einstakt. Þetta kemur berlega fram í því að fjölmargir sem þú kynntist á lífs- leiðinni sleit aldrei tengslum við þig þrátt fyrir að ár og áratugir liðu. Dæmi um þetta eru fjölmörg td. vinir úr húsmæðraskólanum í Dan- mörku, barnaskólavinkonurnar frá Akureyri, samstarfsfólk úr dóms- og kirkjumálaráðuneytinu og ferða- félagar í mörgum skemmtilegum ferðalögum þínum um heiminn. Það er aðdáunarvert hvað þú tókst veik- indum þínum og baráttu við MND sjúkdóminn af mikilli yfirvegun og æðruleysi. Alltaf hélstu reisn þinni og virðugleika í þessari erfiðu bar- áttu þrátt fyrir að öllum væri ljóst hvert stefndi. Þegar ég lít yfir þennan tíma í dag er mér hulið hvernig þú gast verið svo sterk og yfirveguð á þessum erfiðu tímum. Elsku mamma mín, þakka þér fyrir þau góðu gildi sem þú hefur haldið að okkur afkomendum þín- um, bræðrunum þremur og barna- börnunum. Gott hjartalag, trygg- lyndi og heiðarleika sem var svo lýsandi fyrir tilveru þína og líf allt. Blessuð sé minning þín. Þinn Sigurður. Ég kynntist Þorbjörgu tengda- móður minni síðla árs 1977, þá 19 ára gömul, er við Ingólfur elsti son- ur hennar hófum okkar lífsgöngu saman. Þau Kristján tengdafaðir minn áttu heimili sitt í Hvassaleitinu þar sem oft var líf og fjör, enda þrír hressir strákar á heimilinu og í mörg horn að líta. Á þessum tíma bjó Elinbjörg móðir hennar hjá þeim og minnist ég þess hversu notalegt það var að sitja við eldhúsborðið að loknum kvöldverði, drekka kaffi og spjalla við þau hjónin og gömlu konuna. Þá var víða komið við, mikið hlegið og gantast, enda hafði Þorbjörg gam- an af tilsvörum okkar unga fólksins og rak upp miklar hlátursrokur þegar svo bar undir, en hláturinn hennar var mikill og smitandi. Hún lifði sig heilshugar inn í það sem strákarnir hennar voru að fást við hverju sinni og tók virkan þátt í umræðu um þau dægurmál sem þeim voru efst í huga. Þorbjörg vann ekki utan heimilis á þessum árum en húsmóðurstarfið var henni hugleikið og sinnti hún því af alúð. Eftir skilnað þeirra hjóna fór hún að vinna utan heimilis, en alltaf var hún sama mikla húsmóðirin. Við komum aldrei að tómum kof- anum hjá henni hvað mat og drykk varðaði, og það þýddi ekkert að skreppa í kaffi í 5 mínútur, því hún var alltaf búin að dekka borð og töfra fram alls kyns kræsingar. Þar sem við Ingólfur höfum flest okkar búskaparár verið búsett er- lendis eða úti á landi, hittum við Þorbjörgu óreglulega. En þegar hún átti von á okkur í heimsókn þá reiddi hún fram það besta sem hún átti og það eru ófá lambalærin eða jólakökurnar sem við höfum sporð- rennt við borðið hennar. Ósjaldan þáði ég þak yfir höfuðið hjá henni í þessum heimsóknum mínum. Þá skapaðist gjarnan næði til að spjalla fram eftir kvöldi og fram á nótt, velta steinum og vöng- um yfir lífinu og tilverunni. Við höfðum ekki alltaf sömu sýn á hlut- ina, og þá hrökk gjarnan upp úr henni, þegar hún var óskaplega hissa: Ja hérna manneskja. Og þar sem ég hafði gaman af þessari undrun, þá stríddi ég henni stund- um með því að ýkja aðeins. Þá varð hún ennþá meira hissa. Á þessum stundum kynntumst við vel, betur og betur eftir því sem árin liðu og gagnkvæm virðing óx og skilja þessi kynni eftir minningu um góða og fallega konu sem ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast. Þorbjörg var vönduð kona, og allt sem frá henni kom bar þess merki. Þegar barnabörnin tóku að fæðast eitt af öðru, þá prjónaði hún fallegar litlar peysur, sokka og húf- ur á þau. Fjölskyldan öll var Þor- björgu dýrmæt og hafði hún gaman af barnabörnunum sínum og uppá- tækjum þeirra og naut að vera samvistum við þau. Baldur bróðir hennar og öll hans fjölskylda voru henni kær, enda voru þau systkinin hvort öðru ná- komin og höfðu mikið og gott sam- band. Gat hún flutt okkur fréttir af þeim öllum þegar langt var á milli frænda. Að leiðarlokum þakka ég Þor- björgu samfylgdina, fyrir allar góðu stundirnar sem okkur hlotn- uðust, fyrir að vera amma barnanna minna og fyrir kærleiks- ríku orðin og góðar óskir okkur til handa. Guð geymi þig. Þín tengdadóttir Ólafía. Tengdamóðir mín kvaddi þennan heim með reisn á sólríkum júnídegi og er það í raun þakkarvert að fá að kveðja þannig. Sjúkdómurinn sem varð hennar banamein tók hana á skemmri tíma en nokkurt okkar hafði órað fyrir. En þó dauðinn sé sár þegar hann kemur þá er þakklæti ofarlega í huga fyrir að hún þurfti ekki að fara verr út úr baráttunni við MND. Fyrir rúmu ári var hún heil heilsu, farandi ferða sinna fótgang- andi og vikulega í sund en síðan um páska hafði hún ekki getað staðið í fæturnar og var bundin við hjóla- stól. Nú er hún horfin til annarra heimkynna og sjálfsagt farin að hlaupa þar við fót að nýju. Þegar við fjölskyldan héldum í tveggja vikna sumarfrí á sólar- strönd í júní hvarflaði ekki að okk- ur að við myndum ekki hitta tengdamömmu aftur á lífi en þetta sýnir okkur að vegir Guðs eru órannsakanlegir. Ég læt öðrum eftir að rekja ævi og ættir tengdamömmu en eftir að hafa verið tengdar í tæp tuttugu ár er það traust, tryggð og heiðarleiki sem kemur mér fyrst í hug þegar ég hugsa til hennar. Hún var gjaf- mild, rausnarleg og fjölskyldan hennar hafði forgang fram yfir flest annað og var okkur alltaf tekið fagnandi er við komum í heimsókn og veitt vel. Mig langar fyrir hönd fjölskyld- unnar að þakka öllu því góða fólki sem annaðist hana af mikilli alúð í veikindum hennar. Hún kynntist einnig vönduðu fólki sem glímdi við erfið veikindi og aðstandendum þeirra og þeim þökkum við líka fyr- ir hlýju og vinsemd í hennar garð og okkar. Við sjáum að dýrð á djúpið slær, þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin færist nær, og faðmi jörðina alla. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóst þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumarnótt, og svanur á bláan voginn. (Davíð Stefánsson.) Hvíl í friði, elsku tengdamamma mín, Ingibjörg Birna. Þegar ég var lítil stelpa, man ég eftir mér í eldhúsinu þínu í Eski- hlíðinni, hangandi fram á eldhús- bekkinn að dást að súkkulaðikök- unni þinni, hinni einu sönnu, sem þú bakaðir í hvert skipti sem von var á okkur Einari í heimsókn. Ég horfði á þykkt lag af súkku- laðikremi og velti fyrir mér hvernig í ósköpunum þú hefðir farið að því að búa til þessar hnífjöfnu öldur í kremið. Þetta hafði ég hvergi ann- ars staðar séð. Betri súkkulaðiköku var ekki hægt að hugsa sér. Þú hafðir gaman af því þegar ég bað þig um uppskriftina, um það bil 12 ára gömul. Það var í fyrsta skipti af mörgum sem ég fékk hjá þér upp- skrift, því allt sem þú snertir í eld- húsinu breyttist í hinar ljúffeng- ustu kræsingar. Vonbrigðin leyndu sér ekki þegar ég tók út úr ofninum eina klesstustu köku sem sögur fara af. Öldurnar í kreminu voru líka mjög langt frá því að gera kök- una að augnakonfekti. Mörgum ár- um og klessukökum síðar sann- færðist ég um að þú notaðir ömmu-töfra við baksturinn. Það er mér mjög minnisstætt hvað þú hlóst hátt og mikið þegar ég sagði þér frá þessari hugljómun minni. Þegar ég flutti til Íslands 19 ára gömul, urðum við nágrannar, ég á stúdentagörðunum og þú á Meist- aravöllunum. Ég skrapp oft til þín, t.d. ef það voru hlé á milli kennslu- stunda og hringdi þá á undan mér. Þegar ég kom skömmu síðar, stóðst þú í glugganum og beiðst eftir mér. Þú tókst síðan á móti mér í dyr- unum með orðunum; „Sæl, elsku Mæja mín“. Þú varst alltaf svo glöð að sjá mig og alltaf búin að dekka upp í eldhúsinu með penum kaffi- bollum með undirskálum. Jólakak- an góða og gerbollurnar voru ávallt á sínum stað á borðinu og jafnvel smákökur og annað góðgæti sem leyndist í skápum og skúffum. Mað- ur fór aldrei svangur frá ömmu og oftar en ekki fékk maður nesti með heim. Eftir að Eva Rakel fæddist labb- aði ég oft með vagninn til þín í kaffi. Eva Rakel lék sér þá með gamla dótið, á meðan við sátum í eldhúskróknum. Þú hafðir sjálf leikið þér með dúkkurúmið þegar þú varst lítil stelpa, síðan ég og mér þótti vænt um að sjá Evu Rakel leika með það líka. Þessi ár sem ég bjó á Íslandi, langt frá fjölskyldunni, fannst mér ég alltaf vera að koma heim þegar ég kom til þín. Við höfðum sér- staklega gaman af að tala um hversu mikið tímarnir hafa breyst. Ég hafði gaman af að hlusta á þig segja mér frá þínum yngri árum og þú hafðir gaman af að heyra hvern- ig ég upplifði heiminn með öðrum augum í nútímanum. Þá var mikið hlegið í eldhúskróknum á Meist- aravöllunum. Þú reyndist mér alltaf svo vel, meira að segja í fyrrasumar þegar þú varst að byrja að finna fyrir veikindunum. Þá komst þú til Eg- ilsstaða og passaðir Evu Rakel fyr- ir mig part úr degi í heila viku. Elsku amma, takk fyrir alla um- hyggjuna og góðu stundirnar okkar saman. Ég mun ávallt geyma fal- legu minningarnar um þig. Guð geymi þig. Þín, María Huld. Elskulega amma, njóttu eilíflega Guði hjá, umbunar þess, er við hlutum, ávallt þinni hendi frá; þú varst okkar ungu hjörtum, eins og þegar sólin hlý, vorblómin með vorsins geislum vefur sumarfegurð í. Hjartakær amma, far í friði, föðurlandið himneskt á, þúsundfaldar þakkir hljóttu þínum litlu vinum frá. Vertu sæl um allar aldir, alvaldshendi falin ver; inn á landið unaðsbjarta, englar Drottins fylgi þér. (Höf. ók.) Hvíl í friði, elsku amma. Kveðja frá barnabörnum, Katrín Birna Sigurðardóttir, Fannar Sigurðsson og Sindri Snær Sigurðsson. Þorbjörg mágkona mín hefur kvatt. Áratugasamfylgd er lokið og það varpar skugga á birtu sumars- ins. Kynni okkar hófust 1955 þegar við Baldur, bróðir hennar, rugluð- um saman reytum okkar. Vel var tekið á móti mér í Munkaþverár- stræti 6 á Akureyri þegar ég kom þangað fyrst. Þar bjuggu þær mæðgur, tengdamóðir mín, sem þá hafði verið ekkja í nokkur ár, og Þorbjörg, dóttir hennar. Tengda- föður minn hitti ég aldrei. Heimilið bar þess vitni að vel væri farið með og hirðusemi í heiðri höfð. Það hef- ur ugglaust reynst gott veganesti. Í stofunni í Munkaþverárstræti 6 var elsti sonur okkar Baldurs skírður og ber nafn föðurafa síns. Tveimur árum síðar giftist Þor- björg Kristjáni Ingólfssyni sem þá var í tannlæknanámi. Þau voru fyrstu árin búsett á Akureyri og þar fæddist elsti sonur þeirra, Ing- ólfur. Síðan fluttust þau til Reykja- víkur ásamt Elinbjörgu, tengda- móður minni. Næstu ár voru ár annríkis í námi og störfum. Fjölskyldurnar stækk- uðu. Þorbjörg og Kristján eignuð- ust Jón Egil og Sigurð, og við eign- uðumst Stefán og Ólaf. Það gladdi okkur öll að drengirnir náðu vel saman og þau vináttubönd haldast enn. Samgangur var greiður þó að samfundir yrðu með köflum strjálli þegar aðstæður breyttust og hver sneri sér að sínu eins og gengur. Eftir að Þorbjörg lauk gagn- fræðaprófi fór hún í húsmæðra- skóla. Að þessu bjó hún alla tíð í sínum heimilisrekstri sem var með miklum myndarbrag. Hún var hannyrðakona og listfeng eins og kom í ljós þegar hún fór að fást við postulínsmálun. Gullfallegir gripir bera þess vott, enda var hún vand- virk og nákvæm með afbrigðum. Á yngri árum á Akureyri vann Þorbjörg við skrifstofustörf, en um árabil helgaði hún krafta sína heim- Þorbjörg Jónsdóttir Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesú mæti. (Höf. ók.) Þín Eva Rakel, langömmu-stelpa. HINSTA KVEÐJA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.