Morgunblaðið - 28.07.2008, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.07.2008, Blaðsíða 1
mánudagur 28. 7. 2008 fasteignir mbl.is Sími 586 8080 Kjarna • Þverholti 2 • www.eignamidlun.is Einar Páll Kjærnested, löggiltur fasteignasali 10 ár í Mosfellsbæ Draghálsi 14-16 • 110 Reykjavík Sími 412 1200 • www.isleifur.is Stjórnstöðvar fyrir hitakerfi Fleiri Íslendingar vilja kæla sig og heimili sín » 10 fasteignir SPÁR greiningardeilda bankanna um kólnun á fasteignamarkaðinum með haustinu og vel fram á næsta ár eru ekki í takti við stöðuna, eins og hún birtist í auknum fyrirspurnum hjá fasteignasölum, að sögn Ingi- bjargar Þórðardóttur, formanns Fé- lags fasteignasala. Hún segir að svo virðist sem spár í þessa veruna séu settar fram til að stuðla að því að al- menningur verði látinn um að ná verðbólgunni niður í gegnum fast- eignamarkaðinn. „Greiningardeildir bankanna eru augljóslega að taka undir með Seðla- bankanum, sem spáði því fyrir nokkru að fasteignaverð myndi lækka um allt að 30% að raunvirði á næstu tveimur árum,“ segir Ingi- björg. „Ekki verður annað séð en þeir séu að leggja sitt af mörkum til að sú spá gangi eftir með því sífellt að tala verðið niður. Bankarnir eru nánast hættir að taka þátt í að fjár- magna kaup almennings í þessu landi á íbúðarhúsnæði, eins og ný- legar tölur um íbúðalán þeirra segja til um. Ætli það sé ekki einmitt líka liður í því að stuðla að því að hinar svartsýnu spár gangi eftir?“ Spá kólnun áfram Nýjasta spá greiningardeildar banka um kólnun á fasteignamark- aðinum var birt í Morgunkorni Greiningar Glitnis síðastliðinn fimmtudag. Þar sagði að líklegt væri að fasteignamarkaðurinn myndi kólna enn frekar en orðið er með haustinu og vel fram á næsta ár. Greining Glitnis vísar í mælingar Hagstofunnar máli sínu til stuðnings en samkvæmt þeim hefur íbúðaverð á landinu öllu lækkað um 0,5% frá byrjun árs en tólf mánaða hækkun nemur hins vegar 7,2%. Þá segir í Morgunkorninu: „Fasteignamark- aðurinn á erfitt uppdráttar um þess- ar mundir. Rýrnun kaupmáttar, aukinn lánsfjármögnunarkostnaður, versnandi horfur á vinnumarkaði, hækkandi byggingarkostnaður og brottflutningur erlends vinnuafls úr landi spilar þar stórt hlutverk og dregur úr spurn eftir húsnæði um þessar mundir.“ Hefur tekið vel við sér Ingibjörg segir að þó svo að við- skipti á fasteignamarkaði séu langt frá því að vera eins mikil og þau hafi verið á umliðnum árum, þá sé engu að síður greinilegt að markaðurinn sé að taka við sér nú í júlímánuði. Áhrifin af niðurfellingu stimpilgjald- anna að hluta og breytingar á út- lánareglum Íbúðalánasjóðs, þar sem viðmiðun við brunabótamat var af- lögð og hámarkslán voru hækkuð lít- illega, hafi greinilega haft jákvæð áhrif fyrir markaðinn. Hún segir að þó hefði vissulega mátt gera enn betur í þessum efnum. „Menn verða að gera sér grein fyrir því hvað það er mikilvægt að hér sé virkur fasteignamarkaður, þar sem sparnaður almennings ligg- ur. Það er ekki hægt að leyfa sér að ætla bara að frysta hann í tiltekinn tíma til að leiðrétta mistök sem gerð hafa verið í hagstjórninni. Það getur haft skelfilegar afleiðingar í för með sér fyrir stóran hóp fólks og þar með fyrir þjóðfélagið í heild. Þetta er því ljótur leikur, sem sérfræðingar á fjármálamarkaði eru að leika, þegar þeir reyna eftir fremsta megni að tala fasteignamarkaðinn niður, á sama tíma og hann virðist þrátt fyrir allt vera að ná sér á strik,“ segir Ingibjörg Þórðardótir. „Tala verðið niður“ Morgunblaðið/Júlíus Að ná sér Ingibjörg Þórðardóttir, formaður Félags fasteignasala, segir að svo virðist sem markaðurinn sé þrátt fyrir allt vera að ná sér á strik. Formaður Félags fasteignasala segir að svo virðist sem almenningur í landinu eigi að sjá um það að ná verðbólgunni niður í gegnum fasteignamarkaðinn Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is                                                                            ! "  #    $   $  $   $    %   %   %  %  !"                         &' ( )  ( *     # ##  $ #  $      +  +  +  +  + $  ! , - & .  / !! ! 0  + - &  ! !! 0 /, . !  %&   $ ' ' !" # # '# $  '      +    +  + 12 ) 0    '345 678'( 93 3 ( :45 03 ,3    ; < ()  * +&  ; < ()  * ,-.! / ; < ()  * ff.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.