Morgunblaðið - 28.07.2008, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.07.2008, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. JÚLÍ 2008 F 15 Óðinsstígur - Sumarbústaðalóðir Erum með í sölu tvær saml. eignarlóðir við Óðinsstíg í landi Ásgarðs í Grímsnesi. Önnur lóðin er 10.836 fm og hin er 8.991 fm. Þetta er fallegt sumarhúsasvæði með mikið útsýni yfir Sogið og að Búrfelli. V. 3,5 og 4,2 m. 3505 Markalækur - Sumarbústaður Sumarbústaðurinn Markalækur er ca 78 fm sumarhús ásamt 10 fm gestahúsi og 15 fm gróðurhúsi, á 2.852 fm eignarlandi, áður úr landi Hraðastaða í Mosfellsdal. Bústaðurinn skiptist í forstofu, stofu, eldhús, baðherbergi með sturtu og salerni og svefnherbergi, en yfir eldhúsi, baði og svefnherbergi er svefnloft. Úr stofu er gengið niður í sólskála sem breytt hefur verið í tvö herbergi. Rafmagn er í bústaðnum, sem og kalt vatn, en hitatúpa framleiðir heitt vatn. Bústaðurinn stendur á skógivaxinni lóð. Þetta er einstakur gróðurreitur í næsta nágrenni Reykjavíkur. v. 25,0 m. 3661 Sumarhús í Húsafelli Til sölu 22 fm sumarhús á fallegum stað við Klettsflöt 2 í Húsafelli. Svefnherbergi með svefnaðstöðu fyrir þrjá auk rislofts, stofa, eldhúskrókur og baðherbergi. Í húsinu er rafmagn og heitt og kalt vatn. Fín timburverönd með skjólgirðingu og heitum potti. Þetta er lítið og snoturt hús á draumastað. Lækkað verð V. 4.9 m. 3243 Við Hafravatn Til sölu 44,8 fm sumarhús á 2.040 fm eignarlóð í sumarhúsahverfi við Hafravatn. Húsið er byggt árið 1979 og þarfnast endurbóta, en samþykkt deiliskipulag gerir ráð fyrir allt að 70 fm frístundahúsi á lóðinni. Töluverður trjágróður er á lóðinni. Þetta er kjörið tækifæri fyrir þá sem vilja eignast húsnæði á þessum frábæra stað - þetta er sannarlega sveit við borg. V. 17.5 m. 3336 Herjólfsstígur - Ásgarðslandi Vorum að fá mjög flottan 112,8 fm sumarbústað í byggingu við Herjólfsstíg 18 í landi Ásgarðs í Grímsnesi. Húsið er fullfrágengið að utan, klætt með liggjandi viðarklæðningu. Stór timburverönd að sunnan og vestanverðu með heitum potti. Að innan er húsið fulleinangrað og rakavarið, hitalagnir eru komnar ísteyptar í plötu. Flott tækifæri fyrir laghentan einstakling að koma sér upp glæsilegum bústað í sumar. V. 21.9 m. 3504 STÓRIKRIKI - AUÐVELD KAUP Fallegt og vel skipulagt 219,5 fm endarað- hús á tveimur hæðum og með innb. bílskúr. Húsið skiptist í anddyri, stofur, eldhús, snyrtingu og innb. bílskúr. Á efri hæð eru þrjú svefnherb., baðherb. og sjónvarpsherb. (sem mætti auðveldlega nýta sem herbergi). Hagstæð fjármögnun. V. 55.9 m. 3555 KLAPPARHLÍÐ -AUÐVELD KAUP 4ra herb. 99,9 fm íbúð á 2. hæð með sér- inng. af svölum. Íbúðin er mjög rúmgóð og björt með fallegum mahogny innréttingum. Sér þvottahús. Möguleiki á að yfirtaka hag- stæð lán. V. 27,5 m. 3576 LITLIKRIKI - FJÖLBÝLISHÚS - NÝTT Á SKRÁ Vorum að fá sölu 7 íbúðir í mjög glæsilegu 3ja hæða lyftuhúsi sem nú er í byggingu við Litlakrika 2 í Mosfellsbæ. Íbúðirnar eru 3ja - 5 herbergja og fylgir sumum íbúðum BÍL- SKÚR í kjallara. Íbúðirnar verða með eikar- innréttingu frá EGG og afhendast fullbúnar, án gólfefna í nóvember 2008. Verð frá 25,2 m. 3514 BYGGINGARLÓÐIR TIL SÖLU Erum með í sölu nokkrar byggingarlóðir á mjög góðu verði: Laxatunga 19 - 650 fm lóð undir einbýli á einni hæð - verð 15,0 m. Laxatunga 99 - 650 fm lóð undir einbýli á einni hæð - verð 13,5 m. Laxatunga 67 - 967 fm jaðarlóð undir ein- býli á tveimur hæðum- verð 22,9 m. Laxatunga 205-207 - parhúsalóð á einni hæð - verð 33,5 m. Kvíslartunga 5 - 986 fm lóð undir einbýli á tveimur hæðum ásamt teikningum - verð 13,5 m. 3708 HLÍÐARÁS - GLÆSILEGT ÚTSÝNI LITLIKRIKI - 252 FM EINBÝLISHÚS Glæsilegt og vel skipulagt 252 fm einlyft einbýlishús með innbyggðum bílskúr, hannað af EON arkitektum. Húsið er staðsteypt og afhendist fokhelt skv. samkomulagi. Gott skipu- lag, þrjú stór svefnherbergi, mjög stór stofa/borðstofa, gott eldhús, tvö baðherbergi og rúmgóður bílskúr. Mikið gluggarými er á húsinu og er mikið lagt í hönnun þess. Stór hornlóð afhendist grófjöfnuð. V. 49,8 m. 3492 EINITEIGUR- GLÆSILEGT PARHÚS Vorum að fá í sölu mjög glæsilegt 164,4 fm parhús á einni hæð með glæsilegu útsýni að Esjunni. Húsið er allt mjög vandað og ekkert til sparað, mjög stórt alrými, en þar er eld- hús, borðstofa, stofa og sólstofa. Stórt hjónaherbergi með fataherbergi og gott húsbóndaherbergi. Fallegt baðherbergi, sér þvottahús og bílskúr með millilofti. Lóð er til fyrirmyndar - hellulagt bílaplan og stórar timburverandir með skjólgirðingu. Húsið er í litlum botnlanga á góðum stað, stutt í alla þjónustu og fallegar gönguleiðir. V 55,0 m. 3503 LEIRVOGSTUNGA - NÝTT EINBÝLI Nýtt og vandað 198 fm einbýli með innb. 34,0 fm bílskúr á góðum stað í nýju hverfi í Mosfellsbæ. Húsið er vel skipulagt, 4 svefnherb, stofa, eldhús, þvottahús og tvö baðherb. Húsið skilast með fullbúinni lýsingu frá Lumex, málað að innan og tilbúið til innréttinga og án gólfefna, þó eru flísar á bílskúr og þvottahúsi. V 43,7 m. 3500 BRATTHOLT - EINBÝLISHÚS Fallegt 153,9 fm einbýlishús á einni hæð með bílskúr við Brattholt í Mosfellsbæ. Í húsinu eru þrjú svefnherbergi, stofa, gott eldhús með borðkrók, þvottahús, geymsla, anddyri og baðherbergi með kari. Húsið stendur á endalóð og er garðurinn mjög fallegur með góðri timburverönd. Þetta er falleg og vel staðsett eign á vinsælum stað. V 40,9 m. 3717 Skorradalur-glæsilegt heilsárshús Vorum að fá í sölu einstakt heilsárshús á stórri VATNALÓÐ í landi Dagverðarness í Skorradal. Húsið er finnskt bjálkahús á steyptum sökkli. Fjögur herbergi, tvö baðh, stofa, borðstofa, eldhús og sjónvarpsstofa. Kjallari er undir öllu húsinu og mikið geymslupláss. Stórar timburverandir eru umhverfis húsið, heitur pottur og möguleiki á bátaskýli. Lóðin er 7.050 fm eignarlóð og ein glæsilegasta lóðin í dalnum. Þetta er tilvalin eign fyrir stóra og samhenta fjölskyldu sem vill njóta þess besta sem Skorradalurinn hefur upp á að bjóða. V. 58,0 m. 3566 Skorradalur- Fitjahlíð, Um er að ræða kjarrivaxna lóð framarlega í landi Fitja við Skorradalsvatn. Á lóðinni er 34,8 fm sumarbústaður frá árinu 1974 og undirstöður undir 23,8 fm bátaskýli o.fl. V. 13,9 m. 3564 Skorradalur-glæsilegt heilsárshús Glæsilegt heilsárshús á 8.000 fm eignarlóð við Dagverðarnes 74 með fallegu útsýni yfir Skorradalsvatn. Húsið er 64 fm, finnskt bjálkahús á einni hæð á steyptri plötu. Tvö til þrjú svefnh., baðherbergi með sturtu og tengi fyrir þvottavél, eldhús og stofa. Kalt vatn, hitatúpa, rafmagn og emax-internettenging. Góð timburverönd er við húsið og eignarlóðin er kjarrivaxin. V. 32.0 m. 3264 Tröllateigur - Góð staðsetning Vorum að fá mjög glæsilega 122,8 fm, 4ra herbergja íbúð á 2. hæð í litlu fjórbýlishúsi við Tröllateig 19 í Mosfellsbæ. Íbúðin er mjög rúmgóð og björt. Þrjú góð svefnherbergi og stór geymsla sem má nýta sem herbergi. Mjög góður staður, lítið leiksvæði rétt við húsið og stutt í alla þjónustu. V 31,5 m. 3720 Furubyggð - 112,4 fm raðhús Fallegt 112,4 fm endaraðhús á einni hæð á stórri hornlóð í grónu og fallegu hverfi í Mosfellsbæ. Þetta er vel skipulagt raðhús á tveimur pöllum, hannað af Ingimundi Sveinssyni, arkitekt. Í íbúðinni eru þrjú svefnherbergi, baðherbergi, sér þvottahús, eldhús með borðkrók og stór stofa/sólstofa. V. 34,9 m. 3459 Arnartangi - glæsilegt Mjög fallegt einnar hæðar einbýlishús sem er 219,6 fm að stærð. Húsið hefur verið töluvert endunýjað, m.a. þakkantur, eldhús, ofnar og gólfefni. 4 rúmgóð svefnherbergi. Glæsilegur garðskáli með kamínu. Góður 38 fm bílskúr og stór og breið innkeyrsla. Húsið er staðsett í lokuðum botnlanga í grónu hverfi og er stutt í alla þjónustu. V. 51,9 m. 3537 10 ár í Mosfellsbæ Einar Páll Kjærnested, lögg.fasteignasali Þorleifur St. Guðmundsson lögg.fasteignasali Hildur Ólafsdóttir Egilína S. Guðgeirsdóttir Stella Hrönn ÓlafsdóttirMosfellsbæ Kjarna • Þverholt i 2 • 270 Mosfel l sbær • S . 586 8080 • fax 586 8081 • www.fastmos. i s , www.eignamidlun. is • E inar Pál l Kjærnested, löggi ltur fasteignasal i Fallegt 163,4 fm parhús á 2 hæðum með innb. 27,8 fm bílskúr við Hlíðarás í Mosfellsbæ. Húsið er allt mjög vandað og stendur á fallegum útsýnisstað. Á neðri hæð er forstofa, forstofuherbergi/sjónvarpshol, þvottahús og innbyggður bílskúr. Á efri hæð eru 3 svefnherbergi, stór stofa, baðherbergi og eldhús. Stórar svalir eru út af stofunni. V. 44,9 m. 3653 GIMLI - EINSTÖK EIGN Fallegt 210,5 fm einbýli á stórri lóð á strjábýlu svæði rétt við Arnarholt á Kjalarnesi. Húsið skiptist í 3-4 herb., stofu og 2 baðh. og er glæsilegt í alla staði. Byggingarréttur á lóð, t.d. fyrir hesthús eða skemmu. Útsýni er gríðarlegt til allra átta og liggur höfuðborgin handan sjávar með öllu því stórkostlega útsýni úr stofum, eldhúsi og herbergjum. Öll þjónusta til staðar á svæðinu. SANNKÖLLUÐ SVEIT Í REYKJAVÍKURBORG V 53,0 m. 3654 Antík í nýjan búning ÞEIR gleðja sannarlega augað sófarnir sem breski húsgagnahönnuðurinn Squint framleiðir. Með hönnuninni vill Squint upphefja það besta í breskri húsgagnaframleiðslu og veita göml- um formum endurnýjun lífdaga með litríkum og óvenjulegum munstrum sem tekið er eftir. Það kemur varla á óvart að engir tveir hlutir frá Squint eru eins en hún framleiðir einnig lampa, spegla, rúmgafla og kommóður. Hér er dæmi um litríka hluti sem myndu eflaust breyta öllu yfirbragði á íslenskri stofu. http://www.squintlimited.com/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.