Morgunblaðið - 28.07.2008, Page 2

Morgunblaðið - 28.07.2008, Page 2
2 F MÁNUDAGUR 28. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Stórhöfða 27 // 110 Reykjavík akkurat@akkurat.is // www.akkurat.is Halla Unnur Helgadóttir, löggiltur fasteignasali 594 5000 F A S T E I G N A S A L A FJÖLDI NÝBYGGINGA Á SKRÁ ! WWW.AKKURAT.IS Sími 594 5000 • www.akkurat.is • Verðmetum samdægurs • Fjölbreytt úrval atvinnuhúsnæða á skrá! Halla Unnur Helgadóttir viðskiptafræðingur/lögg. fasteignasali lögg. leigumiðlari Viggó Sigursteinsson lögg. fasteignasali Bjarni Pétursson sölufulltrúi atvinnu- og iðnaðarhúsnæðis Ingvar Ragnarsson lögg. fasteignasali lögg. leigumiðlari Þóra Þrastardóttir lögg. fasteignasali lögg. leigumiðlari LAXATUNGA - 270 MOSF. Tilboð óskast. SKIPTI Á MINNI EIGN! Sérlega glæsilegt og vel hannað 5-6 herbergja einbýlishús í smíðum með 2 baðherbergjum á góðum útsýnisstað í Mosfellsbæ. Íbúðin er 225,2 fm ásamt inn- byggðum 41,1 fm jeppabílskúr með mikilli lofthæð, alls 266,3 fm LUNDUR 1-3 Glæsilegar vel útbúnar íbúðir í hjarta Höfuðborg- arsvæðisins. Svalir með glerskýlum, bílageymsla, fataherbergi innaf hjónaherbergi. FULLBÚIN SÝNINGARÍBÚÐ – BÓKAÐU SKOÐUN! STRIKIÐ 2-8 60 ára og eldri, Jónshús - Sjálandshverfi Garða- bæ. Vel staðsett og fallegt lyftuhús með mikilli þjónustu. Glæsilegur frágangur og einstakt útsýni úr flestum íbúðum. FULLBÚIN SÝNINGARÍBÚÐ – BÓKAÐU SKOÐUN! 17. JÚNÍ-TORG 1, 2, 5, OG 7 Fallegt fjölbýlishús með 66 íbúðum, ætlaðar 50 ára og eldri. Örfáar íbúðir eftir. Hagstæð lánakjör. FULLBÚIN SÝNINGARÍBÚÐ – BÓKAÐU SKOÐUN! LANGALÍNA 9 OG 11, VESTURBRÚ 1 Frábær staðsetning við sjávarsíðuna. Fullbúnar íbúðir án gólfefna. Grantítborðplötur, gólfhiti og vandaður frágangur. BÓKAÐUR SKOÐUN! HAGSTÆÐ LÁNAKJÖR. NAUSTABRYGGJA - 110 RVK. Sérlega glæsileg 115,9 fm íbúð á 1.hæð með stórum svölum út að sjó. Glæsilegar innréttingar og gólf- efni. Tvö baðherbergi í íbúð, þvottah. í íbúð og aukaherb. í kjall- ara úr íbúð. VERÐ 28,4 millj. RJÚPNASALIR - 201 KÓP. Falleg 3ja herbergja 104,6fm íbúð í lyftuhúsi. Eldhús með fallegri inn- réttingu og vönduðum tækjum. Með útsýni. Baðherbergi flísalagt hólf í gólf. Stofa rúmgóð og björt. Stutt í leikskóla. VERÐ: 25,8 millj. BERJARIMI - 112 RVK. Mjög góð 79,1 fm 3ja herb. enda- íbúð ásamt 25 fm afgirtri sérver- önd og 29 fm stæði í bílageymslu. Þvottahús í íbúð. Hagstæð lán 11 millj. VERÐ 23,1 millj. BRÆÐRABORGARSTÍGUR - 101 RVK. Sérlega fallegt og mikið endurnýjað 141,7 fm einbýli á rólegum og góð- um stað í gamla Vesturbænum. Mjög hlýlegt og góður andi í þessu húsi sem er hæð, ris og kjallari. VERÐ 40,5 millj. SUÐURGATA - 101 RVK. MÖGULEIKI Á AÐ TAKA MINNI EIGN UPP Í. LAUST VIÐ KAUP- SAMNING! Sérlega fallegt og skemmtilegt 195,2 fm einbýlishús á Suðurgötu í Reykjavík - eignarlóð. Möguleiki á aukaíbúð í kjallara. VERÐTILBOÐ BYGG - BYGGINGAFÉLAG GUNNARS OG GYLFA ERU TRAUSTIR OG VANDAÐIR BYGGINGARAÐILAR Akkurat .......................................... 2 Borgir .............................................. 7 Eignamiðlun Mosfellsbæjar ..... 15 Eignamiðlun .............................. 8-9 Fasteign.is ..................................... 5 Fasteignamarkaðurinn ............... 3 Fasteignamiðlun Grafarvogs .... 4 Fasteignamiðstöðin ................... 10 Fasteignasala Íslands ............... 12 Fasteignastofan ........................... 5 Fold ................................................. 11 Garður ............................................. 7 Gimli .............................................. 10 Hraunhamar ................................. 16 Hóll ................................................. 12 Höfði .............................................. 13 Remax senter ................................ 6 Remax Skeifan .............................. 6 Skeifan ............................................ 7 Efnisyfirlit Ífyrri hluta þessa pistils umóboðna gesti í garðinumfjallaði ég um einært illgresisem alla jafna er fremur auð- velt viðureignar, þótt þær við- ureignir verði oft æði margar og snarpar yfir sum- arið. Það er eitt að fá gesti sem er til- tölulega auðvelt að losna við en sýnu verri eru hinir sem sitja sem fastast, löngu eftir að veislan er búin og gestgjafarnir farnir að ryksuga og skúra. Fjölært illgresi er einmitt haldið þessum kvilla, að þekkja ekki sinn vitj- unartíma og bera ekkert skynbragð á það hvenær það er óvelkomið í veisluna. Fjölærar illgresisteg- undir eru reyndar á vissan hátt aðdáunarverðar, þær hafa náð að koma sér upp ýmiss konar leiðum til að sjá við garðeigendum og lifa þannig af lífshættulegar árásir og koma oft út sem sigurverarar, því miður fyrir garðræktandann. Þess- ar tegundir eiga það flestar sameig- inlegt að vera með mjög þróað róta- kerfi, ýmist eru þetta forðarætur sem ganga langt niður í jarðveginn eins og hjá njóla og fíflum eða plönturnar dreifa sér neðanjarðar með svokölluðum neðanjarð- arrenglum, ummynduðum stöngl- um sem geta farið djúpt niður í jarðveginn og ferðast þar um á ógn- arhraða að því er virðist. Í þessum flokki eru húsapuntur og hóffífill og í raun má flokka elftingu þarna líka, þótt hún sé ekki komin eins langt á þróunarbrautinni og blóm- plönturnar. Nógu er hún erfið við- ureignar. Skriðsóley dreifir sér með rótarskotum og þeir sem hafa lagt í að kljást við hana vita að það er eins og ræturnar haldi sér með kjafti og klóm í jarðveginn þegar reynt er að rífa plöntuna upp, við- námið er alveg hreint ótrúlegt. Ræturnar eru enn fremur þeirrar náttúru að hægt er að nota litla búta af rótum til að fá upp nýjar plöntur. Ef fífla- eða njólarót er skorin í bita kemur nýr fífill eða njóli upp af hverjum bita. Auk þess að hafa rótakerfi sem við fyrstu sýn virðist standast hvað sem er þá eru þessar tegundir ákaflega duglegar að blómstra og mynda fræ, auk þess sem fræin eru oft útbúin ýmiss konar útbúnaði sem auðveldar dreifingu þeirra sem víðast. Þannig eru fíflafræ með nokkurs konar fallhlífar og fræin á njólanum eru vængjuð og geta fræ þessara teg- unda borist langar leiðir með vindi. Fræmagn frá einni plöntu er gríð- arlegt, ein myndarleg illgresispl- anta getur framleitt fræ í þús- undatali. Fræin safnast upp í jarðveginum og mynda þar svokall- aðan fræbanka sem tryggir áfram- haldandi verkefni fyrir viðkomandi garðeigendur. Einhverjir gætu sagt að það sé gott að hafa næg verkefni, manni leiðist ekki á með- an en þeir voru þá örugglega ekki að meina stríð við skriðsóley eða grisjun á njólaskógi.Þegar kemur að aðgerðum gegn þessu fjölæra ill- gresi duga engin vettlingatök. Þetta er ekkert dúllerí einn eft- irmiðdag þar sem tekið er langt hlé til að drekka kælandi svaladrykk í sólinni. Nei, hér þarf að grípa til al- mennilegra aðgerða með þar til- gerðum áhöldum. Þegar lagt er til atlögu við njóla og fífla er mik- ilvægt að ná allri rótinni upp svo ekki fari að fjölga í hópnum. Til eru sérstök fíflajárn sem stungið er niður með rótinni og þannig hægt að ná allri rótinni upp í einu lagi en það er lykilatriði. Gagnvart skriðsóley, hóffífli, húsapunti og elftingu þarf stungugaffal til að stinga upp jarðveginn og góð gler- augu til að koma auga á alla rót- arbita í jarðveginum svo hægt sé að tína þá alla upp og farga. Þessar að- ferðir virka yfirleitt mjög vel og þjóna líka þeim tilgangi að koma garðeigandanum í gott líkamlegt form. Ef menn hafa ekki áhuga á slíku er hægt að fara í efnahernað en þá eru yfirleitt notuð kerfisvirk efni sem plönturnar taka upp og drepa bæði ofanjarðarhluta plönt- unnar og rótakerfið. Slík efni þurfa dálítinn tíma til að virka og því mik- ilvægt að fara snemma í svona að- gerðir til að illgresið nái ekki að fella fræ áður en það deyr. Í öllu falli þarf að hafa samráð við fag- menn áður en farið er út í svoleiðis verkefni. Óboðnir gestir í garðinum – seinni hluti BLÓM VIKUNNAR Guðríður Helgadóttir Höfundur er forstöðumaður starfs- og endurmenntunardeildar LbhÍ Ljósmynd/Guðríður Helgadóttir Blómstrandi túnfíflar Harðgerð fegurð eða bölvað illgresi? 668. þáttur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.