Fréttablaðið - 17.04.2009, Side 4

Fréttablaðið - 17.04.2009, Side 4
4 17. apríl 2009 FÖSTUDAGUR Í verðkönnun sem birtist í blaðinu í gær kom fram rangt verð á umfelg- un á jeppa með 29“ dekk hjá Vöku. Verðið á slíkri þjónustu er 6.500 krónur en ekki 8.800 krónur. LEIÐRÉTTING VIÐSKIPTI Skuldir Straums- Burðaráss fjárfestingarbanka umfram eignir nema 365,1 millj- ón evra, eða rúmlega 61,1 millj- arði króna, samkvæmt óendur- skoðuðuðu uppgjöri sem bankinn kynnir nú kröfuhöfum. Samkvæmt uppgjörinu námu heildareignir bankans 1.865,3 milljónum evra 31. mars síðast- liðinn, eða sem nemur rúmlega 312,3 milljörðum króna. Á móti koma skuldir upp á 2.230,4 millj- ónir evra, eða tæplega 373,5 milljarða króna. Forgangskröfur nema 16,2 milljónum evra, eða rúmlega 2,7 milljörðum króna. - óká Kröfuhöfum kynnt staðan: Halli Straums 61,1 milljarður DÓMSMÁL Rúmlega tvítugur maður, Frans Friðriksson, hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps á horni Smiðjustígs og Hverfisgötu í desember síð- astliðnum. Frans er gefið að sök að hafa stungið átján ára pilt í brjóstholið og skorið á úlnlið tví- tugs manns sem reyndi að forða hinum frá árásinni. Sá sem fékk hnífinn í brjóstið hlaut lífshættulega áverka, loft- brjóst og blóð í vinstra brjóst- hol, að því er segir í ákæru. Hinn hlaut opið sár á úlnlið. Ákæran var þingfest í Héraðs- dómi Reykjavíkur í gær. Frans er sem áður segir ákærður fyrir að reyna að ráða annan manninn af dögum, en til vara fyrir sérstak- lega hættulega líkamsárás. Þá er hann ákærður fyrir sérstaklega hættulega árás á hinn manninn. Frans neitaði sök. Verjandi hans hefur mánuð til að skila greinargerð þar sem afstaðan til sakarefnisins er útskýrð nánar. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst hefur maðurinn ekki neitað því við skýrslutökur hjá lögreglu að hafa verið á staðnum og átt þar í átökum. Sá sem stunginn var krefst þriggja milljóna króna í miska- bætur og sá skorni þrjú hundruð þúsund króna. - sh Ungur maður ákærður fyrir að stinga mann í brjóstholið og skera úlnlið annars: Neitar að hafa reynt að drepa mann VEÐURSPÁ HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. Alicante Amsterdam Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London New York Orlando Osló París Róm Stokkhólmur 20° 14° 16° 17° 14° 10° 15° 16° 15° 15° 22° 15° 19° 25° 10° 15° 21° 11° 4 10 10 5 10 6 8 6 10 9 7 3 1 1 2 2 2 2 8 5 3 4 14 Á MORGUN 3-8 m/s. SUNNUDAGUR 8-15 m/s sunnan og vestan til, annars hægari. HLÝINDAKAFLI Í dag næstu daga verður milt á öllu landinu. Reyndar er himinn nokkuð opinn þessa dagana og því víða hætt við að fryst geti að næturlagi og þá niðri við jarðar yfi rborð. Líkur á úrkomu aukast sunnan og vestan til á laugardag og á laugardagskvöld fer að rigna. Á sunnudag verður skúraveður sunnan og vestan til, annars þurrt en alls staðar milt. 8 10 8 89 9 13 12 810 Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur FRAKKLAND, AP Franskir fiskimenn opnuðu í gær aftur fyrir umferð um hafnir Calais og Dunkirk en héldu áfram að hindra umferð um þá þriðju, þriðja daginn í röð. Með aðgerðunum vilja þeir þrýsta á um að aflaheimildir til veiða í Norðursjó verði auknir. Ferjuumferð yfir Ermarsund til og frá Calais og Dunkirk hófst á ný í gærmorgun, á meðan fiski- mennirnir skutu á fundi til að ákveða hvernig bregðast skyldi við tilboði frá frönsku ríkisstjórn- inni um fjórar milljónir evra í við- bótaraðstoð við útgerðina. Framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins, sem annast fram- kvæmd sameiginlegrar fiskveiði- stefnu ESB, kvaðst myndu halda fast við áður ákveðna kvóta til að hlífa ofveiddum fiskistofnum. - aa Franskir fiskimenn ósáttir: Krefjast aukins fiskveiðikvóta KREFJAST KVÓTA Áhafnir togara í mót- mælaham í innsiglingunni í Boulogne- sur-mer í N-Frakklandi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP STJÓRNMÁL „Verði þetta niður- staðan sannast það sem ég og fleiri hafa sagt, að Alþingi virð- ist ekki fært um að breyta stjórn- arskránni. Ég dreg í efa að með sama vinnulagi verði stjórnar- skránni breytt í náinni framtíð,“ segir Eiríkur Tómasson, prófess- or í lögum við Háskólann í Reykja- vík. „Mér finnst þetta slæm nið- urstaða. Okkar stjórnskipan er verulega gölluð og þetta er frek- ar dapurleg niðurstaða.“ Breytingarákvæði stjórnar- skrárinnar verður ekki breytt fyrir kosningar og því gildir það sama um breytingar á stjórnar- skrá og áður; rjúfa þarf þing og boða til kosninga að lokinni sam- þykkt breytinga. Nýtt þing þarf síðan einnig að samþykkja breyt- inguna til að hún fái staðfest- ingu. Þetta þýðir að Ísland getur ekki orðið aðili að Evrópusambandinu næstu fjögur árin, nema þing verði rofið og boðað til kosninga. Hið sama gildir um stjórnlaga- þing, en stjórnarskrárbreytingu þarf til eigi það að hafa vald til breytinga. Ragnhildur Helgadóttir, próf- essor í lögum við Háskólann í Reykjavík, segist syrgja það að breytingarákvæðinu hafi ekki verið breytt. Þörf hafi verið á því. Með því hefði meðal annars verið hægt að setja inn opnunarákvæði um aðild að Evrópusambandinu á miðju kjörtímabili sem og stofnun stjórnlagaþings. „Ég hef minni áhyggjur af Evr- ópumálum; þau eru svo mikið stórmál að menn væru frekar tilbúnir til að rjúfa þing og boða til kosninga vegna þeirra. En almennt varðandi breytingar á stjórnarskránni sýnist mér þetta þýða að þær verði tæpast næstu fjögur árin.“ Ragnhildur segir reynslu sína að núverandi breyt- ingarákvæði sé hamlandi fyrir breytingar á stjórnarskránni. Eiríkur segir þetta gjörbreyta málum hvað varðar Evrópusam- bandið. „Þetta þýðir að við verð- um ekki aðilar að Evrópusamband- inu næstu fjögur árin, nema menn rjúfi þing og stytti kjörtímabilið.“ Hið sama gildi um stjórnlagaþing. Ef það eigi að hafa það vald sem því var ætlað í upprunalegu frum- varpi þýði það að rjúfa þurfi þing og stytta kjörtímabilið. „Auðvitað er hægt að setja slíkt stjórnlagaþing með lögum frá Alþingi, en það verður bara ráð- gefandi. Alþingi mun þá þurfa að samþykkja tillögur þess til breyt- ingar á stjórnarskrá.“ kolbeinn@frettabladid.is Alþingi ræður ekki við stjórnarskrána Lagaprófessor segir samkomulag um stjórnarskrármálið sýna að Alþingi sé ófært um að breyta stjórnarskránni. ESB aðild gæti tafist vegna málsins. Eigi stjórnlagaþing að hafa vald til breytinga þurfi að stytta næsta kjörtímabil. FÓLK „Salan gengur ljómandi vel. Við verðum alltaf vör við mik- inn kipp í kringum sumardag- inn fyrsta, og viðskiptavinirnir eru greinilega á þeirri skoðun að sumarið sé komið,“ segir Brynjar Bragason, starfsmaður reiðhjóla- verslunarinnar Marksins. Veðurblíða var á landinu í gær, enda innan við vika í sumardag- inn fyrsta. „Það er snúnings- punkturinn hjá mörgum í þess- um bransa. Þá fyllist allt, bæði í versluninni og á verkstæðinu. Líklega þurfum við að bæta við okkur starfsfólki nú þegar allt er farið á fullt,“ segir Brynjar. - kg Kippur í reiðhjólaverslun: Hjólavertíðin hafin í ár ÚTIVIST Nóg er að gera í reiðhjólaversl- unum og -verkstæðum þessa dagana. ÁRBORG Bæjarráð Árborgar hyggst kaupa þriggja milljóna króna búnað til að takmarka notkun á netinu í tölvum sveitarfélagsins. „Tilgangurinn er meðal annars að sía frá óæskilegar síður, svo semt klámsíður, og auka þannig öryggi barna og ungmenna sem nota tölvur sveitarfélagsins. Einnig að draga úr umferð á netinu vegna meðal annars „Facebook“ og „msn“ og verður aðgangur að þeim síðum lokaður nema þar sem um er að ræða starfstengda notkun,“ segir í greinargerð bæjarstjóra. Fulltrúi minnihluta Sjálfstæðis- flokks greiddi atkvæði á móti. - gar Klámsíður í tölvum Árborgar: Netaðgangur verður heftur EIRÍKUR TÓMASSON RAGNHILDUR HELGADÓTTIR ALÞINGI Eiríkur Tómasson segir Alþingi ófært um að breyta stjórnarskránni og henni verði varla breytt í náinni framtíð. Ragnhildur Helgadóttir segir niðurstöðu varðandi stjórnarskrána þýða að almennar breytingar á stjórnarskrá verði tæpast næstu fjögur ár. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA MIÐBORGIN Árásin átti sér stað á horni Smiðjustígs og Hverfisgötu í desember síðastliðnum. Ákærði neitaði sök fyrir dómi í gær. Myndin er úr safni og teng- ist ekki efni fréttarinnar beint. GENGIÐ 16.04.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 205,4618 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 126,83 127,43 188,69 189,61 166,97 167,91 22,414 22,546 18,889 19,001 15,291 15,381 1,2815 1,2889 189,17 190,29 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.