Fréttablaðið - 17.04.2009, Page 8
8 17. apríl 2009 FÖSTUDAGUR
1. Hversu margir voru hand-
teknir í aðgerðum lögreglu gegn
hústökufólki á miðvikudag?
2. Hvað heitir forseti Úkraínu?
3. Hvaða íslenski sjónvarps-
þáttur fer aftur í loftið í sumar
eftir nokkurra ára hlé?
SJÁ SVÖR Á SÍÐU 46
Auglýsingasími
– Mest lesið
4
10
4
0
0
0
|
l
an
d
sb
an
ki
nn
.is
L AU S N I R F Y R I R H E I M I L I Ð
Við vinnum með þér
að lausnum fyrir heimilið.
Greiðslujöfnun lána er
ein af þeim.
Pantaðu ráðgjöf á landsbankinn.is,
í útibúinu þínu eða í síma 410 4000
Landsbankinn býður upp á nokkur úrræði fyrir heimili sem eiga við greiðsluerfiðleika
að etja. Við aðstoðum þig við að velja lausn sem kemur til móts við þínar þarfir.
STJÓRNMÁL Rakel Sveinsdóttir,
framkvæmdastjóri Creditinfo á
Íslandi, segir það ekki rétt sem kom
fram í tilkynningu Vinstri grænna
að Creditinfo byggði athugun á
stjórnarsetu þingmanna í hlutafé-
lögum á „úreltum lista“.
Rakel segir að byggt hafi verið
á hlutafélagaskrá Ríkisskattstjóra.
„Skylt er að tilkynna breytingar til
hlutafélagaskrár, að jafnaði innan
mánaðar frá því að þær eiga sér
stað og hvílir sú skylda meðal ann-
ars á stjórnarmönnum, að viðlögðum
sektum. Creditinfo getur ekki gefið
skýringu á því hvers vegna þetta
hefur ekki verið gert í tilviki þeirra
þingmanna sem svar Vinstri hreyf-
ingarinnar græns framboðs vísaði
til en áréttar að allar upplýsingar í
skýrslu Creditinfo eru réttar,“ segir
í yfirlýsingu Rakelar, sem kveður
Creditinfo hafa haft samband við
skrifstofu VG þegar athugasemd-
ir Vinstri grænna birtust í frétt í
Fréttablaðinu og á vef flokksins.
Rakel segist meðal annars hafa
bent Vinstri grænum á að ummæli
varðandi „úreltan lista“ væru röng
og til þess fallin að varpa rýrð á
störf Creditinfo. „VG hét að leið-
rétta þetta á vef sínum. Það hefur
hins vegar ekki enn verið gert og er
þess því óskað að Fréttablaðið birti
þessa leiðréttingu,“ segir í yfirlýs-
ingu. - gar
Viðbrögð Vinstri grænna við upplýsingum úr hlutafélagaskrá gagnrýnd:
Segja VG varpa rýrð á Creditinfo
RAKEL SVEINSDÓTTIR Framkvæmdastjóri
Creditinfo segir Vinstra græn ekki hafa
staðið við fyrirheit um leiðréttingu.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
INDLAND, AP Tugmilljónir Ind-
verja gengu að kjörborðinu í gær,
í fyrsta áfanga þingkosninga sem
fram fara í fjölmennasta lýðræðis-
ríki heims næstu vikurnar.
Um 714 milljónir manna eru
á kjörskrá á Indlandi, en í þeim
hluta landsins þar sem kjörstað-
ir voru opnaðir í gær voru rúm-
lega 140 milljónir með rétt til að
kjósa. Íbúar Indlands eru alls um
1,2 milljarðar.
Það fréttist af fáeinum ofbeldis-
aðgerðum af hálfu maóískra upp-
reisnarmanna í Jarkhand-ríki á
Austur-Indlandi. Sex hermenn
voru sagðir hafa fallið í þeim
átökum og þrír kosningastarfs-
menn kváðu hafa verið teknir í
gíslingu.
„Fólkið vill að lýðræðið sigri,“
sagði Tarun Gogoi, einn hæst setti
kjörni fulltrúi Assam-ríkis í norð-
austurhorni Indlands, en það er
það ríki hins risavaxna sambands-
ríkis þar sem ófriðlegast hefur
verið á síðustu misserum. Aðal-
ástæðuna fyrir því er að rekja til
baráttu herskárrar aðskilnaðar-
hreyfingar Assama.
Fyrstu úrslita úr kosningunum,
sem fara fram á 828.804 kjörstöð-
um vítt og breitt um landið, er að
vænta 16. maí næstkomandi. - aa
GENGIÐ AÐ KJÖRBORÐI Punavasi Devi, níræður kjósandi í Mirsapur-sýslu í Uttar
Pradesh-ríki á Norður-Indlandi, greiðir atkvæði á kosningavél á kjörstað í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Kosningar hafnar í fjölmennasta lýðræðisríki heims:
714 milljónir manna
eru á kjörskránni
KÓREA, AP Eftirlitsmenn Alþjóða
kjarnorkumálastofnunarinnar
yfirgáfu Norður-Kóreu í gær, í
kjölfar þess að þarlend stjórnvöld
vísuðu þeim úr landi. Þar með er
bundinn endi á alþjóðlegt eftirlit
með kjarnorkuvinnslu í landinu.
Deilan um kjarnorkumál Norð-
ur-Kóreumanna hefur harðn-
að til muna eftir að þeir sendu
langdræga eldflaug á loft fyrr í
mánuðinum. Ráðamenn í Pyongy-
ang hafa viljað sýna að þeir væru
færir um að senda kjarnorku-
sprengjur um langan veg með
slíkri eldflaug. Brottrekstur eftir-
litsmannanna var fordæmdur af
öryggisráði SÞ. - aa
Kjarnorkumál N-Kóreu:
Eftirlitsmenn
yfirgefa landið
VEISTU SVARIÐ?