Fréttablaðið - 17.04.2009, Page 10

Fréttablaðið - 17.04.2009, Page 10
10 17. apríl 2009 FÖSTUDAGUR HERMAÐUR FÆR SÉR BLUND Hann mátti til að halla sér aðeins, með riffil í faðmi, þessi indverski heimavarnarliði í borginni Gaya á Indlandi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Skoðaðu Mín borg ferðablað Icelandair á www.icelandair.is – Lifið heil Lægra verð í Lyfju www.lyfja.is Gildir út apríl 2009 15% afsláttur VOLTAREN 11,6 mg/g Gel, 100 g. 15% afsláttur NICOTINELL tyggjó, Classic og Fruit. ÍS L E N S K A S IA .I S L Y F 4 58 28 0 4 /0 9 ÞÝSKALAND, AP Bandarískur her- réttur í Þýskalandi hefur dæmt bandaríska hermanninn John Hatley í ævilangt fangelsi fyrir morð á fjórum Írökum árið 2007. Hatley var yfirmaður her- deildar í Írak sem lenti í átökum við hóp Íraka vorið 2007. Banda- ríkjamennirnir náðu Írökunum fjórum á sitt vald. Írakarnir voru fjötraðir og með bundið fyrir augu þegar þeir voru skotnir til bana. Hatley sagði sér til afsökunar að sér þætti svo vænt um undir- menn sína í bandaríska hernum. Hann er fertugur og gæti losnað úr fangelsi eftir tuttugu ár. - gb Bandarískur hermaður: Dæmdur fyrir morð í Írak DÓMSMÁL Karlmaður á sjötugs- aldri, Þorsteinn H. Jónsson, hefur verið dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir alvarlegt kynferðis- brot gegn fjórtán ára þroskaheftri stúlku í febrúar í fyrra. Þorsteinn og félagi hans voru hins vegar sýknaðir af því að hafa sýnt stúlk- unni klámmynd og haft við hana samræði, þrátt fyrir staðfastan framburð stúlkunnar þess efnis. Þorsteinn villti á sér heimildir á samskiptaforritinu MSN og taldi stúlkuna á að hitta sig við bens- ínstöð í nágrenni heimilis henn- ar. Þangað sótti Þorsteinn hana og ók með hana heim til sín þar sem hann lét hana hafa við sig munn- mök, fitlaði við kynfæri hennar og sleikti þau. Hann sendi hana því næst út á strætóbiðstöð. Félagi Þorsteins á svipuðum aldri hafði skömmu síðar samband og fékk að vita hvað gerst hafði. Sá sótti þá stúlkuna út á biðstöð og kom aftur með hana heim til Þorsteins í því skyni að þeir gætu saman átt við hana kynmök. Stúlkan fullyrðir að þeir hafi sýnt henni klámmynd og síðan báðir haft við hana samræði. Mennirnir neituðu því hins vegar staðfastlega. Segir í dómi að þótt „framburðir ákærðu séu að sumu leyti á reiki og með innbyrðis mis- ræmi [dugi] það eitt og sér ekki til að telja sök á þá sannaða.“ Foreldr- ar stúlkunnar gerðu skipulega leit að dóttur sinni þær fimm klukku- stundir sem hún var í burtu. Hún fannst á bensínstöð þar sem hún hafði verið skilin eftir. Þorsteinn bar fyrir dómi að hann hafi haldið að stúlkan væri eldri og hafi enn fremur ekki vitað að stúlkan væri þroskaheft. Segir í dómnum að það standist ekki. Engum dyljist sem við stúlkuna ræðir að hún sé skert í þroska og greind. Þar að auki sé hún allt að því dvergvaxin. Þorsteinn var dæmdur til að greiða stúlkunni 700 þúsund krónur í miskabætur. - sh Fjölskipaður héraðsdómur dæmir eldri mann í fangelsi fyrir að misnota barn sem hann kynntist á Netinu: Misnotaði fjórtán ára þroskahefta stúlku Mennirnir sögðust báðir fyrir dómi hafa sýnt stúlkunni klámmynd eins og þeim er gefið að sök í ákæru. Þeir eru hins vegar ekki dæmdir fyrir það vegna þess að myndbandið sem fyrir liggur að stúlkunni var sýnt lá ekki fyrir í gögnum málsins og ekki heldur rannsókn lögreglu á myndbandinu sem leiðir í ljós hvort raunverulega hafi verið um myndefni að ræða sem fellur undir lögfræðilega skilgreiningu á klámi. KLÁMMYNDIN EKKI RANNSÖKUÐ Áskorun um skjálftaeftirlit Skipulags- og byggingafulltrúar í Hveragerði, Árborg og Ölfusi skora á bæjarstjórnirnar í sveitarfélögunum að stuðla að því með öllum ráðum að verkefni varðandi jarðskjálftaskemmd- irnar á Suðurlandi á síðasta ári á vegum Rannsóknarmiðstöðvar Háskóla Íslands fái brautargengi. Það muni koma öllum til góða í náinni framtíð. SUÐURLAND SJÁVARÚTVEGUR Rússneskir togar- ar eru nú búnir undir að leggja úr Hafnarfjarðarhöfn til veiða á Reykjaneshrygg. „Við erum búin að vera með fimm rússnesk skip í vetrarsetu hjá okkur sem voru geymd milli vertíða. Svo eru tvö önnur skip komin til að ná í veiðarfæri og annað. Þeir eru að undirbúa sig á Reykjaneshrygginn og ég reikna með að þeir fari að tínast þang- að í næstu viku. Karfavertíðin er að fara að stað,“ segir Már Svein- björnsson hafnarstjóri og upplýsir að sem betur fer hafi verið nóg að gera í Hafnarfjarðahöfn í vor. - gar Annir í Hafnarfjarðarhöfn: Rússatogarar á Reykjaneshrygg HAFNARFJARÐARHÖFN Þar er nú verið að búa rússneska togara til karfaveiða. ÍSRAEL, AP Verulegur ágreiningur virðist vera milli Ísraela og Banda- ríkjamanna um deilur Ísraela við Palestínumenn. Þetta kom greini- lega fram þegar George Mitchell, erindreki Baracks Obama Banda- ríkjaforseta, ræddi við ísraelska ráðamenn. Mitchell ítrekaði þá afstöðu Bandaríkjamanna, að þeir telji enn að stofnun sjálfstæðs ríkis Palest- ínumanna sé lykillinn að friði. Avigdor Lieberman, nýr utanríkis- ráðherra Ísraels, segir hins vegar að fara þurfi aðrar leiðir en hingað til í friðarsamningum. Miklar eftir- gjafir Ísraela hafi ekki dugað til. „Fyrri forsætisráðherrar hafa verið reiðubúnir til að veita víð- tækar eftirgjafir en árangurinn af ríkisstjórn Olmerts og Livni var annað stríð í Líbanon, hernaðurinn í Gaza, slit stjórnmálatengsla við Katar og Máritaníu, Gilad Schalit enn í haldi og friðarferlið í molum,“ sagði Lieberman. Lieberman hóf feril sinn sem utanríkisráðherra í síðasta mán- uði í nýrri ríkisstjórn Benjamins Netanjahús með yfirlýsingum um að fyrri samningaviðræður, sem Bandaríkjamenn hafa haft forystu um, skipti ekki lengur máli og eftir- gjafir leiði ekki annað en stríð af sér. Saeb Erekat, samningafulltrúi Palestínumanna, segir greini- legt að nýja hægristjórnin í Ísrael vilji ekki neinar friðarviðræður. „Það er augljóst að þessi stjórn hafnar tveggja ríkja lausn,“ segir Erekat. Mitchell átti að hitta Netanjahú í gærkvöld, en sá síðarnefndi hafði ekki gert grein fyrir stefnu stjórnar sinnar gagnvart Palestínu- mönnum. Mitchell hitti einnig í gær Shimon Peres forseta, sem vildi gera sem minnst úr ágreiningi Ísraela við Bandaríkjamenn. „Stefna Obama og starf hans í þágu friðar í þessum heims- hluta er í engu frábrugðið stefnu Ísraels,“ sagði Peres á fundi þeirra Mitchells. Peres reyndi jafnframt að draga úr áhyggjum Írana af hugsan- legum sprengjuárásum Ísraela á kjarnorkubúnað í Íran. Íranar hafa undan farið sagt hótanir Ísraela í þessa veru ólíðandi. „Tal um hugsanlegar árásir Ísra- els á Íran á ekki við rök að styðj- ast,“ sagði Peres við Mitchell. gudsteinn@frettabladid.is Lieberman hafnar fyrri friðarleiðum Ágreiningur Ísraels og Bandaríkjanna var áberandi á fundi utanríkisráðherra Ís- raels við erindreka Bandaríkjastjórnar. Avigdor Lieberman segir eftirgjafir Ísraela engum árangri hafa skilað. Forseti Ísraels reynir að gera lítið úr ágreiningnum. FÆR EKKI AÐ FARA INN Í MOSKUNA Palestínskur unglingspiltur deilir við ísraelskan landamæravörð sem meinar honum inn- göngu í Al Aksa moskuna í Jerúsalem. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.