Fréttablaðið - 17.04.2009, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 17.04.2009, Blaðsíða 12
12 17. apríl 2009 FÖSTUDAGUR nær og fjær „ORÐRÉTT“ Þau eru afar fjölbreytt störfin sem ungt fólk leggur fyrir sig á þessum síðustu tímum. Vilhjálmur Þór Gunnarsson hefur lagt fyrir sig áhættuleik og fékk Fréttablaðið að fylgjast með því þegar hann kveikti í sér við Kleifarvatn. „Sæll Biggi, ertu til í að koma að kveikja í mér í dag?“ Með þessum orðum fékk Vilhjálmur Þór félaga sinn Birgi Frey Sumarliðason til að aðstoða sig við æfingu í gær, en áhættuleikarar verða að halda sér við. Fleiri félagar komu með að Kleifarvatni þar sem áhættuleik- arinn lék í ljósum logum nokkra stund áður en hann henti sér ofan í vatnið. Ekki varð honum meint af en líklega fer hann í klippingu í dag því nokkur logi komst á kollinn. Fyrir fjórum árum fór hann í Kahana Stunt School í Flórída sem er skóli í áhættuleik. Fór síðan aftur ári síðar. En hvernig leist ættingjum hans á það? „Amma er ekki alveg að fíla þetta,“ segir Vilhjálmur. „Hún hefur miklar áhyggjur af þessu öllu svo ég segi henni sem minnst af því sem ég er að gera. Mamma var líka svona fyrst en nú er hún eiginlega orðin allt of kærulaus. Ég hringdi til dæmis í hana í dag og sagðist vera að fara að kveikja í mér og hún sagði bara: „Já, allt í lagi, góði“ og þar með var það útrætt. Hún veit líka sem er að þetta er allt afar vel undirbúið og ég veit fullkomlega hvað ég er að gera.“ En enginn verður óbarinn áhættuleikari. „Ég lenti stundum í því fyrst að fá kúlu eða lemstra mig eitthvað þegar ég var að láta mig detta fram af hæðum.“ Detta fram af hæðum? spyr blaðamaður forviða. „Já, svona sjö metra og með dýnu undir. En ef lendingin er ekki rétt getur maður meitt sig.“ Vilhjálmur hefur komið að nokkrum kvikmyndum erlend- is, bæði í áhættuleik og síðan til að aðstoða við áhættuleik. „Ég var líka að deyja með sviplegum hætti fyrir einn leikara í mynd- inni „Reykjavik Whale Watching Massacre“ en þar sem ekki er farið að sýna hana hérlendis segi ég ekki meir um það. Sömuleið- is komum við Valdimar Jóhanns- son, sem einnig er áhættuleikari, að myndbandi sem kanadíski tón- listarmaðurinn Patrick Watson var að gera.“ Vilhjálmur íhugar að hefja sýn- ingar í áhættuleik hér á landi. „Það er örugglega til hellingur af fólki sem vill sjá menn falla nokkra metra eða leika í ljósum logum.“ jse@frettabladid.is Amma fílar þetta ekki LEIKIÐ Í LJÓSUM LOGUM Vilhjálmur Þór er hér í ljósum logum við Kleifarvatn. Svo fólk andi léttar er rétt að taka það fram að hann er heill heilsu í dag og líklegur til að fara í klippingu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ■ Fyrstu línuskautarnir voru hannaðir af rússneskum skauta- hlaupara í þeim tilgangi að æfa skautahlaup á götum úti. Árið 1980 birti tímaritið Life myndir af bandaríska skautahlauparanum Eric Heiden við æfingar á línu- skautum, en hann var þá að búa sig undir Ólympíuleikana í Moskvu (sem Bandaríkin að lokum snið- gengu). Hjólaskautaframleiðand- inn Rollerblade Inc. í Minnesota í Bandaríkjunum tók þessa nýjung upp á sína arma og hóf fjöldaframleiðslu á línuskaut- um undir lok níunda áratugarins. LÍNUSKAUTAR HANNAÐIR Í RÚSSLANDI Útdráttur „Okkur fannst mjög, mjög óréttlátt að á meðan bank- arnir eru að draga fjölskyldur út af sínum heimilum vegna skulda eru yfir níu þúsund tómar íbúðir í Reykjavík.“ TÓMAS DAÐI HALLDÓRSSON VAR ÓSÁTTUR VIÐ AÐ HÚSTÖKUFÓLK FENGI EKKI AÐ VERA Í HÚSI VIÐ VATNSSTÍG Í REYKJAVÍK. Fréttablaðið 15. apríl Samanburður „Það væri gaman að ræða við Kjalnesinga hvort fleiri hafa dáið í bílslysum eða skotvopnaslysum á Kjalarnesi undanfarin ár.“ FANNAR BERGSSON, FORMAÐUR SKOTREYNAR, ER ÓSÁTTUR VIÐ KVARTANIR KJALNESINGA VEGNA SKOTÆFINGASVÆÐIS. Fréttablaðið 15. apríl „Ég var að koma úr mánaðarlangri ferð til Úganda í Afríku þar sem að ég var að skjóta heimildarmyndina Ísland-Úganda og fjallar um ungt fólk í löndunum tveimur,“ segir Garðar Stefánsson, kvikmyndagerðarmaður og nemi. „Þetta er samanburðarheimildarmynd sem ég er að gera með Rúnari Inga Einarssyni. Íslandshlutinn verður tek- inn upp í sumar. Hún fjallar í stuttu máli um ungt fólk í fyrrverandi nýlenduríkjum, það er Íslandi og Úganda, og við reynum svo að bera þetta unga fólk saman,“ segir Garðar. Stefnt er að frum- sýningu myndarinnar í haust. Í Úganda lenti Garðar í ýmsum ævintýrum. „Ég festist á miðju Viktoríuvatni, át fáránlega mikið af ávöxtum og banönum og meira að segja sushi, ég svitnaði eins og ég veit ekki hvað og „chillaði“ með fjallagórillum. Svo var ég með risastóra könguló á bakinu án þess að taka eftir því.“ Garðar er núna staddur í Árósum þar sem hann stundar skiptinám í alþjóðasamskipt- um. Hann verður á Íslandi í sumar, ætlar að vinna við kvikmyndahátíðina RIFF og ljúka tveimur heimildarmyndum. „Íslenska krónan er önnur heimildar- mynd sem ég er að vinna með Atla Bollasyni og stefni á að ljúka í sumar. Hún fjallar um sögu íslensku krónunnar og hver staða hennar er í dag. Í henni verður fjallað á skemmtilegan hátt um krónuna og flóknum hagfræðilegum hugtökum gerð skil. Enn frekar verður kafað í stöðu krónunnar í dag og hvaða skref verður hægt að taka í framhaldinu,“ segir Garðar. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? GARÐAR STEFÁNSSON, KVIKMYNDAGERÐARMAÐUR Svitnaði með risaköngulóm Kynntu þér málið hjá sölumönnum Eirvíkur Íslenskt stjórnborð - Stórt hurðarop Íslenskar leiðbeiningar - 20 ára ending Miele þvottavélar hafa verið framleiddar í yfir hundrað ár. Miele þvottavélar eru framleiddar til að endast. Þvottavélar - Verð frá kr. 154.995 Þurrkarar - Verð frá kr. 129.995 TILBOÐ Sparaðu með Miele Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is „Það misbýður réttlætiskennd minni að sjá lögregluna handtaka fólkið sem hefur komið sér fyrir í þessu húsi,“ segir Stefania Kromy- daki, grískur háskólanemi sem var við mótmælin á Vatnsstíg þegar lögreglan leiddi hústökufólkið burt í járnum. „Þetta hús er látið grotna niður til að þrýsta á leyfi til þess að rífa það. Þannig er það orðið lýti á Reykjavík og svo þegar fátækt, ungt fólk með góðar hugmynd- ir kemur til að gera eitthvað gott úr því þá er gripið til þessara aðgerða. Þetta fólk hefur engan stað til að halla höfði sínu, hvar ætlar lögreglan að láta það búa? Úti á götu?“ Mótmæli hafa sett svip sinn á sögu Grikklands. Það voru til dæmis mótmæli ungs fólks, sem síðar leitaði sér skjóls í Tæknihá- skólanum í Aþenu árið 1973, sem kom herforingjastjórn frá völdum það ár. Þeirrar byltingar er minnst af mikilli lotningu þar í landi allar götur síðan. „Það er ekki laust við að ég minnist þeirra atburða þegar ég sé þetta, það er margt af því sem hér er að gerast sem minnir á byltinguna í Grikklandi sem kennd er við Tækniháskólann.“ Stefania var á meðal þeirra sem sátu fyrir lögreglubílum sem fóru um Vatnsstíg og sá blaðamaður að hún lenti nærri staur þegar henni var hent af götunni. „Það eru nú bara smámunir miðað við það sem er að gerast hérna,“ segir hún aðspurð um það atvik. - jse Grískur háskólanemandi tekur þátt í mótmælum vegna handtöku hústökufólks: Minnir á grísku byltinguna STEFANIA VIÐ VATNSSTÍG Gríski nem- andinn hrópaði og kallaði á íslensku við mótmælin, en það sem var að gerast fékk hana til að hugsa til stóratburða frá sínum heimahögum árið 1973. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.