Fréttablaðið - 17.04.2009, Síða 16
16 17. apríl 2009 FÖSTUDAGUR
Tvö ný stjórnmálaöfl bjóða
fram til alþingiskosning-
anna 25. apríl næstkom-
andi; O-listi Borgarahreyf-
ingarinnar – þjóðin á þing,
og P-listi Lýðræðishreyf-
ingarinnar. Þótt gjörólík
séu stefna bæði framboðin
að því að færa ákvörðunar-
valdið, í víðasta skilningi,
nær fólkinu í landinu.
Þegar spurt er um tilurð Borgara-
hreyfingarinnar er stutta svarið:
hreyfingin er sprottin upp úr bús-
áhaldabyltingunni. Framboðið
gefur sig út fyrir að vilja hreinsa
út spillingu, koma á virkara lýð-
ræði og skýrri þrískiptingu valds-
ins. Einnig vill hreyfingin per-
sónukjör, ekki flokkskjör.
Eins er hægt að segja að for-
svarsmenn hreyfingarinnar hafi
verið að svara útbreiddum mis-
skilningi, eins og það er orðað við
blaðamann, að þrátt fyrir ástand-
ið í samfélaginu væri ekkert hægt
að gera. Þessu hafnaði hópur fólks
sem á sjö vikum hefur lagt nótt við
dag, drifið áfram af þeirri hug-
sjón að aðgerðaleysi komi ekki til
greina, og sett saman stjórnmála-
afl sem eftir er tekið.
Borgarahreyfingin er stjórn-
málaafl sem sinnir hagsmuna-
vörslu fyrir einn hóp – þjóðina – og
hefur eina meginreglu að leiðar-
ljósi: að færa völdin frá flokksræði
til lýðræðis sem er róttæk skyn-
semi, eins og má lesa í stefnu-
skrá.
Skýr markmið
Við lestur stefnuskrár Borgara-
hreyfingarinnar, sem sett er fram
undir yfirskriftinni réttlæti – sið-
ferði – jafnrétti, dylst engum hver
áherslan er: Grípa skal til neyðar-
ráðstafana í þágu heimila og fyrir-
tækja.
Megináhersla er lög á að alvar-
leg staða fjölmargra heimila verði
tafarlaust lagfærð með margvís-
legum aðgerðum; vísitala verð-
tryggingar verði færð handvirkt
aftur og hækkanir á höfuðstól lána
og afborganir verði líkt og þær
voru fyrir hrun hagkerfisins.
Í peningamálum þarf að leita
samstarfs við aðrar þjóðir í mynt-
bandalagi. Sé sá kostur ekki fyrir
hendi skuli taka upp annan gjald-
miðil einhliða. Hallarekstri ríkis-
sjóðs vill Borgarahreyfingin mæta
með endurskoðun skattkerfisins,
meðal annars með fjölgun skatt-
þrepa, hátekjuskatti og breyting-
um á virðisaukaskatti. Þessi leið
verði farin í stað þess að mæta
vandanum með niðurskurði í heil-
brigðis- og velferðarþjónustu. Það
er líka skýrt í stefnu hreyfingar-
innar að Alþjóðagjaldeyrissjóð-
urinn hafi ekki of mikil áhrif á
hvernig staða ríkissjóðs verður
bætt. Skuldir þjóðarinnar þarf að
meta af nákvæmni, og í framhald-
inu skal gert upp við lánardrottna,
en aðeins eftir bestu getu.
Rannsókn STRAX
Borgarahreyfingin leggur mikla
áherslu á að rannsókn á efnahags-
hruninu verði hleypt af stokkun-
um. Til þessa verks verði fengn-
ir erlendir sérfræðingar, óháðir.
Slík rannsókn verði unnin fyrir
opnum tjöldum og á meðan verði
eignir grunaðra auðmanna fryst-
ar. Samhliða verði sett aftur-
virk lög sem leyfa ógildingu allra
fjármálagerninga undanfarinna
tveggja ára.
Krafist er lögfestingar á fag-
legri, gegnsærri og réttlátri
stjórnsýslu. Í því markmiði má
nefna hugmynd um að tiltekinn
minnihluti þingmanna geti boðað
til þjóðaratkvæðagreiðslu um
lagafrumvörp sem Alþingi hefur
samþykkt. Eins að hæfismat
umsækjenda um störf hæstarétt-
ar- og héraðsdómara verði metin
af hlutlausri fagnefnd skipaðri af
Alþingi og eftir tilnefningu hæsta-
réttar.
Borgarahreyfingin vill að
fastanefndir þingsins verði efld-
ar, settar verði siðareglur fyrir
þingmenn, ráðherra og æðstu
embættismenn framkvæmda-
valdsins.
Pólitísk ábyrgð
Borgarahreyfingin vill innleiða
hugtakið „pólitísk ábyrgð“, og
hyggst leggja sjálfa sig niður
þegar markmiðum framboðsins
hefur verið náð; eða þegar augljóst
þykir að þeim verður ekki náð.
LÝÐRÆÐISHREYFINGIN
Lýðræðishreyfingin er ellefu ára
gömul samtök. Fólk tók að draga
sig saman í kjölfar forsetafram-
boðs Ástþórs Magnússonar árið
1996, sem hafði sett fram hug-
mynd um beint og milliliðalaust
lýðræði. Úr þessum jarðvegi
spratt Lýðræðishreyfingin, og var
horft til framboðs til alþingiskosn-
inganna árið 1999. Ekkert varð úr
þeim áætlunum, en þá taldi hreyf-
ingin ólíklegt að það væri hljóm-
grunnur fyrir róttækar hugmynd-
ir eins og beint lýðræði.
Fram hefur komið að tilurð
framboðs Lýðræðishreyfingar-
innar nú er sú að grundvallar-
breytingar hafa orðið á aðstæðum
í samfélaginu og fólk því móttæki-
legra fyrir grunnhugmynd fram-
boðsins, að mati hreyfingarinnar.
Sá hópur sem starfaði saman fyrir
rúmum áratug er að mestu kom-
inn saman aftur og skipar fram-
boðslistana sex. Margt af því
fólki hefur verið virkt á vettvangi
stjórnmálanna, en fundið kröftum
sínum farveg í öðrum stjórnmála-
hreyfingum til þessa.
Beint og milliliðalaust lýðræði
Málflutningur Lýðræðishreyfing-
arinnar hefur verið að málefnatil-
búningur stjórnmálaflokkanna
sem fyrir eru á þingi sé marklaus
loforð, sem í fæstum tilfellum séu
efnd. Þau benda á að við mála-
miðlun stjórnarmyndunar sé ekki
óalgengt að helmingur kosninga-
mála flokkanna sé strax settur til
hliðar. Fólk viti því í raun aldrei
hvað raunverulega er í boði og hafi
engin tök á því að hafa áhrif þar
á. Aðstæður á starfstíma stjórn-
ar séu einnig þannig í eðli sínu,
að önnur stefnumál víkja fyrir
aðkallandi málum líðandi stund-
ar. Hér kemur til hugmynd Lýð-
ræðishreyfingarinnar um beint
og milliliðalaust lýðræði.
Í stuttu máli gengur hún út á að
íslenskir ríkisborgarar geti sótt
rafrænt almannaþing. Þar gæti
fólk tekið þátt í að móta einstök
mál, jafnvel lagt fram lagafrum-
vörp og haft áhrif á forgangsröð-
un á ákvörðunartöku alþingis-
manna. Dæmi hefur verið tekið.
Ef Lýðræðishreyfingin kæmi
fulltrúa eða fulltrúum inn á þing
þá yrðu það raddir fólksins. Þing-
menn Lýðræðishreyfingarinnar
myndu í raun vera framlenging
á vilja fólksins; hver sem áhuga
hefur greiðir atkvæði á rafræna
þinginu og meirihlutavilji þeirra
stjórnar hvernig þingmaður Lýð-
ræðishreyfingarinnar beitir sér
á þinginu. Þetta sér hreyfingin
sem fyrsta skrefið að beinu lýð-
ræði. Framtíðarsýnin er róttæk,
þar sem kosningar framtíðarinnar
um einstök mál fara fram í gegn-
um hraðbanka.
Markaðsskrifstofa Íslands
Lýðræðishreyfingin leggur mikla
áherslu á eina sértæka lausn til
að leysa grunnvandann sem glímt
er við. Markaðsskrifstofa fyrir
Ísland er hugmynd þar sem 200
manna hópur yrði settur saman,
til dæmis með að leita uppi hæfa
einstaklinga sem nú eru á atvinnu-
leysisskrá, til að vinna að mark-
aðssetningu Íslands erlendis.
Markmiðið er að fá til landsins
nýja atvinnuvegi sem skapa fjöl-
mörg ný störf og nýja tekjustofna.
Lýðræðishreyfingin segir það
ómögulegt að leggja nýja skatta á
landsmenn; heimilin séu þrautpínd
fyrir. Eins er stefnt að því fölskva-
laust að sækja peninga útrásarvík-
inganna svokölluðu. Framboðið
heldur því fram að þessi yfirlýsta
stefna standi þeim fyrir þrifum
þar sem þeir sömu menn vinni að
því að knésetja framboðið.
Það kemur í ljós í dag hvort Lýð-
ræðishreyfingin býður fram lista
í öllum kjördæmum en landkjör-
stjórn tekur þá til umfjöllunar
meinta meinbugi á framboðslist-
um hreyfingarinnar.
FRÉTTASKÝRING: Alþingiskosningar 2009
Harðfiskur er hollur og góður, próteinríkur og fínn,
en hann er dýr lúxusvara, enda þarf að þurrka
um tíu kíló af fiski til að fá eitt kíló af harðfiski.
Algengt kílóverð á harðfiski (ýsu) er um sex þúsund
krónur. Þegar harðfiskur er seldur í litlum pakkn-
ingum þarf að vera vel með á nótunum, því verð á
litlum umbúðum vill rjúka upp. Nýjasta útspil Lata-
bæjar í virðingarverðri tilraun til að efla heilsu-
samlegt mataræði ungmenna er Latabæjar-harð-
fiskurinn. Valborg skrifar: „Okur er eitt af því
fyrsta sem mér datt í hug úti
í Samkaupum í gær. Við
kassann var búið að
stilla upp rekka með
pokum merktum
Latabæ sem ég fór
að skoða. Í þessum
pokum voru fáeinir
harðfiskbitar. Pokinn
viktaði 20 grömm og
kostaði 219 krónur,
já 219 krónur fyrir 20
grömm! Reiknið þið nú út
kílóverðið!“
Samkvæmt
minni vasatölvu
er það 10.950
krónur kíló-
ið!
Neytendur: Hátt kílóverð
Latibær kominn
í harðfiskinn
■ Sendið
umboðsmanni
neytenda
ábendingar eða
sparnaðarráð
á neytendur@
frettabladid.is
DR. GUNNI
neytendur@
frettabladid.is
Reykjavík norður
1. sæti Þráinn Bertelsson, rithöfundur
Reykjavík suður
1. sæti Birgitta Jónsdóttir, skáld
Suðvesturkjördæmi
1. sæti Þór Saari, hagfræðingur
Suðurkjördæmi
1. sæti Margrét Tryggvadóttir, myndritstjóri
Norðvesturkjördæmi
1. sæti Gunnar Sigurðsson, leikstjóri
Norðausturkjördæmi
1. sæti Herbert Sveinbjörnsson, kvikmyndagerðarmaður
BORGARAHREYFINGIN
FRÉTTASKÝRING
SVAVAR HÁVARÐSSON
svavar@frettabladid.is
Milliliðalaust lýðræði
Stepp ehf Ármúla 32 Sími 533 5060 www.stepp.is stepp@stepp.is
G
ra
fí
ka
2
0
0
8
GÓLFEFNI ÞEKKING ÞJÓNUSTA
TEPPI Á STIGAGANGINN
Vorsýning Myndlistaskólans í Reykjavík - laugardaginn 18. apríl.
Kl. 13:00 - Í Listasafni Íslands, Fríkirkjuvegi 7
• Opnun sýningar í Listasafni Íslands á verkum nemenda Myndlistaskólans
í Reykjavík. Verkin eru unnin í anda Magnúsar Pálssonar.
Kl. 14 - 18 Í Myndlistaskólanum í Rvk., Hringbraut 121
• Nemendur skólans, 610 talsins, á aldrinum 3 - 85 ára sýna verk sín.
• Nemendur á Myndlista- og hönnunarsviði sýna verkefni úr lokaáfanga.
• Fjölmenntarhópur Myndlistaskólans sýnir afrakstur vetrarins.
• Gestum boðið:
- að búa til arkitektahatta
- renna leir
- skoða tengsl myndlistar og stærðfræði
- og taka ljósmyndir með mörg hundruð ára gamalli aðferð.
• 2.tölublað skólans af myndasögublaðinu AAA!!!
með sögum eftir nemendur skólans.
• Námskynning: Mótun leir og tengd efni, nýtt 2ja ára nám á háskólastigi
Vorsýning
www.myndlistaskolinn.is
Hringbraut 121, (JL-Húsið) Reykjavík