Fréttablaðið - 17.04.2009, Qupperneq 18
18 17. apríl 2009 FÖSTUDAGUR
Umsjón: nánar á visir.is
KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf]
Fjöldi viðskipta: 39 Velta: 115 milljónir
OMX ÍSLAND 15 OMX ÍSLAND 6
223 -0,39% 655 -0,69%
MESTA HÆKKUN
MAREL FOOD SYST. 2,40%
ATLANTIC AIRWAYS 1,46%
MESTA LÆKKUN
BAKKAVÖR 3,39%
ÖSSUR 1,72%
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 3,30 +0,00% ... Atlantic
Airways 173,50 +1,46% ... Atlantic Petroleum 251,00 +0,00% ...
Bakkavör 1,14 -3,39% ... Eik Banki 91,50 +0,00 ... Eimskipafélagið
1,00 +0,00% ... Føroya Banki 124,50 +0,00% ... Icelandair Group
5,00 +0,00% ... Marel Food Systems 51,30 +2,40% ... Össur 91,60
-1,72%
Fullnaðarútgáfa úttektar á verð-
mati eigna sem fluttar voru úr
gömlu bönkunum í þá nýju og
úttekt á framkvæmd á vinnslu
verðmats eigna bankanna liggur
væntanlega fyrir í næstu viku,
samkvæmt upplýsingum frá Fjár-
málaeftirlitinu (FME).
„Deloitte LLP hefur lokið bráða-
birgðaverðmati þeirra eigna sem
fluttar voru út úr gömlu bönkun-
um til að mynda efnahag Nýja
Kaupþings banka, NBI og Íslands-
banka. Samhliða vinnslu verð-
matsins hefur Oliver Wyman
yfirfarið framkvæmd þess fyrir
hvern banka,“ segir í tilkynningu
FME, en skýrslurnar skiptast í tvo
hluta. „Í fyrri hluta er lýst aðferða-
fræði og forsendum og birtar nið-
urstöður sem lúta að því að verð-
mæti eignanna sem fluttar voru úr
bönkunum liggi á tilteknu verðbili.
Í síðari hluta er að finna mat á ein-
stökum eignum. Þessi hluti hefur
að geyma viðkvæmar upplýsingar
og er bundinn ríkum trúnaði.“
FME hefur jafnframt birt áætl-
un um kynningu á skýrslunum og
segir nauðsynlegt að upplýsing-
ar um verðmat séu fyrst birtar
samningsaðilum og þeim gefinn
kostur á að taka afstöðu til þeirra.
„Þegar samningar hafa náðst verð-
ur samantekt á efni skýrslnanna
gerð opinber. Í skýrslunum er
meðal annars að finna viðkvæm-
ar og verðmyndandi upplýsingar
og því er ekki unnt að birta þær
opinberlega að svo stöddu,“ segir
á vef FME. - óká
BANKARNIR Í apríllok funda samnings-
aðilar vegna eignaskipta gömlu og nýju
bankanna um tæknilega þætti í nýjum
skýrslum. FRÉTTABLAÐIÐ/SAMSETT MYND
Lokið við bráðabirgðaverðmat eignaHagnaður Nokia á fyrsta fjórð-ungi þessa árs nemur ekki nema
tíunda parti hagnaðar á sama
tíma í fyrra. Félagið kynnti upp-
gjör í gær, en tölurnar eru sagð-
ar endurspegla minnkandi eftir-
spurn eftir farsímum.
Samkvæmt upplýsingum Nokia
nemur hagnaður eftir skatta ekki
nema 122 milljónum evra (um 20,6
milljörðum króna) samanborið við
1,2 milljarða evra (tæpa 203 millj-
arða króna) á fyrsta fjórðungi
síðasta árs. Sala féll um 27 pró-
sent; fór úr 12,7 milljörðum evra í
fyrra í tæplega 9,3 milljarða evra
nú. Á uppgjörskynningu Nokia
í gær kom fram að farsímasala
hefði dregist saman um 33 pró-
sent milli ára.
Í tilkynningu Nokia um upp-
gjörið er haft eftir Olli-Pekka
Kallasvuo, forstjóra félagsins, að
rekstarumhverfið síðustu misseri
hafi verið með eindæmum erfitt.
„Við einbeitum okkur áfram að
hvers kyns netþjónustu sem í boði
verður á þeim fjölda þráðlausra
tækja sem við höfum að bjóða, en
þessar lausnir eru stoðirnar sem
framtíðarvöxtur byggir á,“ segir
hann.
Félaginu hefur þó farnast betur
en sumum samkeppnisfyrirtækj-
um í heimskreppunni að því er
fram kemur í frétt AP-frétta-
stofunnar, þótt Nokia hafi einnig
þurft að bregðast við minnkandi
eftirspurn. Í mars tilkynnti félag-
ið til dæmis um að 1.700 manns
hefði verið sagt upp á starfsstöðv-
um þess víða um heim. - óká
Hagnaður Nokia hrynur
Landic Property hf. hefur sótt
um greiðslustöðvun fyrir Héraðs-
dómi Reykjavíkur. Þá hafa nokkur
dótturfélög Landic í Danmörku sótt
um tímabundna greiðslustöðvun í
Kaupmannahöfn. Félagið tilkynnti
jafnframt í gær að sölu á dótturfé-
lögum þess í Finnlandi væri lokið
og skrifað hefði verið undir sam-
komulag um sölu á dótturfélögum
í Danmörku og Svíþjóð. Kaupandi
er Trackside Holdings.
Landic Property hf. var áður að
mestu í eigu Stoða.
Tekið er fram í tilkynningu á vef
Landic Property í gær að rekst-
ur dótturfélaga haldi áfram þrátt
fyrir greiðslustöðvunina og að hún
hafi ekki áhrif á leigutaka félags-
ins á Íslandi, Danmörku, Svíþjóð
og Finnlandi. „Sótt er um greiðslu-
stöðvun til þess að vernda hagsmuni
allra kröfuhafa Landic Property á
meðan lokið er við endurskipulagn-
ingu félagsins og gengið frá sölu á
eignum félagsins í Danmörku og
Svíþjóð,“ segir í tilkynningunni.
Að sölu lokinni einskorðast eignar-
hlutur félagsins á fasteignamarkaði
nær eingöngu við Ísland.
Fram kemur að hér á landi gildi
greiðslustöðvunin einungis fyrir
móðurfélagið, Landic Property, en
ekki dótturfélög. Í Danmörku hafa
Landic Property A/S, Keops Devel-
opment A/S, Landic Investment A/S
og Keops Bolig A/S, auk nokkurra
félaga sem stofnuð voru um einstök
þróunarverkefni, sótt um greiðslu-
stöðvun. - óká
Selja eignir og sækja
um greiðslustöðvun
HÖFUÐSTÖÐVAR KEOPS Keops Develop-
ment er meðal félaga sem sótt hafa um
greiðslustöðvun í Danmörku. MYND/KEOPS
Erlendis hafa tölvuþrjótar komist
í aðgangsupplýsingar netbanka-
notenda með notkun njósnaforrits
að nafni Nadebanker. Í tilkynn-
ingu Samtaka fjármálafyrirtækja
(SFF) segir að ekki sé vitað til þess
að hér á landi hafi orðið fjárhags-
tjón vegna þessa. „En reynslan
frá nágrannaríkjum Íslands kenn-
ir að mikilvægt er að gæta fyllsta
öryggis við netnotkun til að koma
í veg fyrir slíkt,“ segir í tilkynn-
ingunni.
Nadebanker-forritið er í flokki
svokallaðra Trójuhesta-forrita,
en þau eru í flokki spilliforrita
sem lauma sér gjarnan með
öðrum hugbúnaði á netinu, stund-
um sakleysislegum. . - óká
SFF vara við
NadebankerHverju hefði önnur mynt breytt?
Spurningunni hér að ofan er kastað fram í
nýjasta hefti Vísbendingar, vikurits um viðskipti
og efnahagsmál. Þar er bent á staðreynd sem
hefur viljað gleymast í umræðu um hrunið hér
og hvernig það er hluti af alþjóðlegu fjármála-
kreppunni. Nefnilega að kreppan sé dýpri hér
og komi verr við almenning vegna þess að hér
hrundi ekki bara fjármálakerfið, heldur krónan
líka. „Íslendingar hafa árum saman keppst við
að halda uppi sérstökum gjaldmiðli. Ekki er
ljóst hvers vegna þetta er mörgum kappsmál en
líklegast er þetta fyrst og fremst af þjóðernis-
kennd,“ segir í Vísbendingu. Bent er á
að tjónið af hruni krónunnar sé af
öðrum ástæðum og mun meira
en vegna falls bankanna. „Tjónið
vegna þess að gjaldmiðillinn
hrapaði er líklega nálægt þremur
þúsundum milljarða fyrir heimili
og fyrirtæki á árinu 2008.“
Samanburður við Finna
Spurningunni um hverju önnur mynt hefði breytt
segir Vísbending best svarað með því að bera
saman tjón Íslendinga og Finna. „Báðar þjóðir
verða fyrir áhrifum kreppunnar en tjón almenn-
ings á Íslandi vegna gjaldmiðilsins er líklega á
milli 70 og 80 prósent af heildartjóninu. Það
kemur ofan á tapið af hlutabréfaverðfalli, tapi
peningamarkaðssjóða, verðfalli á fasteignum
og lækkun lífeyrisréttinda.“ Í töflu er bent á að
í Finnlandi sé gengistjón ekkert en
um 1.700 milljarðar króna hjá
íslenskum fyrirtækjum og
350 milljarðar hjá heimilum
landsins. Þá sé vísitölutjón
finnskra heimila og fyrir-
tækja ekkert á móti tjóni
upp á 700 milljarða hér. Er
þá ótalinn munur á stýrivöxt-
um, 0,5 prósent þar, en 15,5
prósent hér, auk fleiri þátta.
Peningaskápurinn ...
KXF 250 2009
· Endurhannað stell, léttara og mjórra sem
gerir akstur mun betri fyrir ökumann
· Showa framdemparar með titanium-húðun
· Endurbættur afturgaffall
· Breiðari fótpedalar
· Stór hlífðarpanna undir mótor
KXF 450 2009
· Endurhannað stell, léttara og mjórra sem
gerir akstur mun betri fyrir ökumann
· 450cc mótor með beinni innspýtingu
· Nýir og endurbættir framdemparar með
demantshúðun
· Endurbættur afturgaffall
· Endurbættur afturdempari með 50mm stimpli
· Breiðari fótpedalar
· Stór hlífðarpanna undir mótorKROSSARARNIR
ERU KOMNIR
ÁRGER
Ð 200
9
FRUM
SÝND
Í DAG
Í NÍTRÓ
REYKJ
AVÍK
OG N1
AKUR
EYRI
VERSLUN BÍLDSHÖFÐA 9 REYKJAVÍK
SÍMI 440 1220 WWW.NITRO.IS
Akureyri, Egilsstöðum, Selfossi, Akranesi,
Hafnarfirði, Reykjanesbæ, Vestmannaeyjum
og Höfn í Hornafirði.
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
Dræm eftirspurn eftir áli
hefur orðið til þess að birgð-
ir hlaðast upp í heiminum.
Álfyrirtæki bregðast við
með því að draga úr fram-
leiðslu. Flest álver eru rekin
með tapi.
Álbirgðir aukast enn í heiminum,
að því er fram kemur í nýrri grein-
ingu IFG Greiningar sem út kom
í gær.
„Birgðir hjá London Metal
Exchange hafa aukist um nærri
50 prósent bara á þessu ári. Það
skýrist af mjög dræmri eftir-
spurn,“ segir í skýrslu greining-
arfyrirtækisins. Ekki er útlit
fyrir að eftirspurnin aukist fyrr
en í fyrsta lagi undir lok þessa árs,
segir þar jafnframt. „Til að birgða-
söfnun minnki er því ljóst að fram-
leiðendur þurfa enn að draga úr
framleiðslu en talið er að álfram-
leiðendur hafi dregið framleiðslu
saman um 15 prósent.“
Áætlað er að í heiminum séu til
birgðir af áli sem nægi til tveggja
mánaða framleiðslu. Líkur eru
taldar á að þetta sé varlegt mat því
birgðir endist lengur þegar eftir-
spurn er jafnlítil og nú. „Erlend-
ir greinendur hafa nefnt að allt
að 100 daga birgðir séu nú til, en
við teljum að sú áætlun sé í hærri
kantinum,“ segir í greiningunni.
Þá er bent á að kínversk stjórn-
völd hafi undanfarið keypt ál frá
innlendum framleiðendum langt
yfir markaðsverði og haldið þar
með framleiðslu uppi, en mikl-
ar birgðir muni hins vegar halda
aftur af mögulegum verðhækkun-
um á næstu mánuðum.
Vitnað er til talna frá ráðgjafa-
fyrirtækinu CRU um að meðal-
framleiðslukostnaður áls sé um
1.450 Bandaríkjadalir hvert tonn
og því ljóst að stór hluti álvera sé
rekinn með tapi. „Reyndar hafa
erlendir greinendur talað um að
allt að 75 prósent álvera í heimin-
um séu rekin með tapi miðað við
núverandi verð.“
IFS Greining segir álverð nú
undir verðinu um aldamótin, en
verð á hráolíu hafi aftur á móti
tvöfaldast. olikr@markadurinn .is
Álbirgðir heimsins
í sögulegu hámarki
Í ÁLVERI ALCOA FJARÐAÁLS Á þessu ári er
útlit fyrir fimm til tíu prósenta samdrátt
eftirspurnar eftir áli í heiminum sam-
kvæmt nýrri umfjöllun IFS Greiningar.
MYND/HREINN MAGNÚSSON