Fréttablaðið - 17.04.2009, Side 26

Fréttablaðið - 17.04.2009, Side 26
 17. apríl 2009 FÖSTUDAGUR2 SNYRTIVESKIÐ er gott að fara í gegnum reglulega og henda því sem er orðið gamalt og ónýtt. Þannig skapast pláss fyrir nýja og spennandi liti sem til- valið er að prófa sig áfram með heima við þegar ekki er ætlunin að fara neitt. Túnis er höfuðborg túníska lýðveldisins. Tískuvika hefur verið haldin í borginni í nokkur ár sem hefur þar með stimplað sig inn í tískuheiminum. Einnig hefur þessi stórviðburður orðið til þess að breyta ímynd margra á landinu þar sem mikill meirihluti íbúa eru múslimar. Tískuvikan í Túnis 2009 var haldin 8. til 11. apríl síðast- liðinn. Þar sýndu átta túnískir hönnuðir og fjórir erlendir tískulínur sínar. Hið vestræna kallaðist á við hið þjóð- lega austræna í fötum hönnuðanna á sýningunni þar sem sjá mátti slæður og búrkur í bland við efnislitla kjóla og leggings. solveig@ Austrið og vestrið kallast á í Túnis Tískuvika var haldin í Túnis á dögunum. Þar mátti glöggt sjá skír- skotun í arabísk klæði og nútímalegar vestrænar flíkur. Skrúðbúin fyrirsæta í kjól eftir palest- ínska hönn- uðinn Mahdi Hindi. Slæða og blúnd- ur yfir svörtum kjól eftir palest- ínska hönnuðinn Mahdi Hindi. Austræn andlitsslæða eftir túníska hönnuðinn Esmond Scool. Stórglæsilegur kjóll eftir palestínska hönnuðinn Mahdi Hindi. Austrið og vestrið í einni flík eftir túníska hönnuðinn Esmond Scool. Silfurlit og glans- andi föt að hætta gríska hönnuðar- ins Ioannis Guia. N O R D IC PH O TO S/ A FP

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.