Fréttablaðið - 17.04.2009, Page 30
4 föstudagur 17. apríl
núna
✽ alltaf á brettinu
HVAR ER BEST AÐ FÁ SÉR MORG-
UNMAT? Við Bondi Beach eru fjöldi
kaffihúsa og veitingastaða sem
opna snemma og loka seint. Klár-
lega einn besti staðurinn til að dást
að ströndinni og fylgjast með mann-
lífinu.
UPPÁHALDSVERSLUNIN? Oxford
Street í Paddington-hverfinu er ein
helsta verslunargata í borginni. Þá
er Paddington-markað-
urinn í sama hverfi
en hann er alltaf
á laugardög-
um. Á Oxford
Street eru líka
margir skemmti-
staðir og barir þar
sem tilvalið er
að gæða sér á bjór eða kokteil að
verslunarleiðangri loknum.
FÍNT ÚT AÐ BORÐA? Víða má
finna góða veitingastaði í borginni.
Þeir sem þora ættu að gæða sér á
krókódílapitsu sem er alveg merki-
lega góð. Slíka pitsu er meðal ann-
ars hægt að fá á Australian Herit-
age Hotel.
BEST VIÐ BORGINA? Borgin er
ótrúlega falleg og víða eru göngu-
stígar og almenningsgarðar sem er
gaman að sækja á góðviðrisdögum
og þeir eru nú margir í borginni. Óp-
eruhúsið og Sydney-brúin eru
helstu kennileiti borgarinnar og
hægt er að dást að þeim frá mörg-
um stöðum.
BEST AÐ EYÐA DEGINUM? Það
er góð dagsferð að keyra upp
til Blue Mountains sem er
þjóðgarður utan borg-
arinnar. Þá er tilvalið
að kíkja í útibíó um
kvöldið í St. George-
útíbíóið en þaðan sést
vel í átt að Óperuhús-
inu og Sydney-brúnni.
Bíóið er í Fleet Steps,
Mrs Macquaries Point.
Munið eftir teppi og
veitingum.
SYDNEY
Brynja Dögg Friðriksdóttir blaðamaður
Getur þú lýst þínum stíl?
Minn stíll er hefðbundinn og stíl-
hreinn en ég er mikið í dökkum
fötum.
Hvað dreymir þig um að
eignast í sumar? Ég þarf
að eignast fína strigaskó
og þunnar ljósar kvart-
buxur. Mér er alltaf heitt
svo ég get ekki verið í
svörtu í sólinni.
Hvað keyptir þú þér síð-
ast? Svartan Volcom-leður-
jakka í New York. Annars fer
ég ekki mikið til útlanda til að
kaupa mér föt. Ég læt mömmu
frekar um það þegar hún skellir
sér í sína árlegu verslunarferð til
Glasgow. Gamla er með þetta.
Uppáhaldsverslun? Svenni
vinur minn er verslunarstjóri í
Dressmann svo ég versla mikið
þar. Eins versla ég í Herragarð-
inum og Jack&Jones
og alls staðar svo lengi
sem flíkin er flott.
Uppáhaldsfata-
merki? Ég á mér
ekki eitthvert eitt
uppáhalds. Ef fötin
eru flott, fara mér og ég
á pening þá kaupi ég þau. En
merkin skipta máli ef spáð er í
gæði.
Eru einhver tískuslys í fatasa-
kápnum þínum? Ekki lengur
því ég var að henda afskaplega
ljótum, hvítum Gap-jakka.
Í hvað myndir þú aldrei
fara? Spandexgalla.
Notarðu skart? Eina skartið
sem ég er með er Diesel-úr
sem ég fékk í jólagjöf. Ég er
með göt í báðum eyrum og var
með mikið bling bling en ekki
lengur. Eina skartið í framtíðinni
verður líklega giftingarhringur-
inn.
Af hvaða líkamsparti ertu
stoltastur og hvernig undir-
strikar þú það með klæða-
burði? Þá erum við aftur komin
að spandexgallanum.
Hvert er skuggalegasta
fatatímabilið þitt? Í tíunda
bekk í Árbæjarskóla þegar ég
og Árni vinur minn tókum KISS-
æði. Ég safnaði hári, var í rifn-
um gallabuxum, hettupeysu og
gallavesti yfir og geystist um
Árbæinn á hlaupahjóli.
1 „Amma mín á Selfossi, Guðmunda Ólafsdóttir, prjónaði þessa
eðalpeysu handa mér.“ 2 „Ég var staddur á Flórida þar sem þessi
Armani-skyrta æpti á mig.“ 3 „Kúrekastígvélin hafa fylgt mér
síðan árið 2003 og hafa ávallt staðið fyrir sínu, enda alltaf í
tísku. Keypti þau ódýrt en þau hafa reynst hin besta fjárfest-
ing.“ 4 „Ég nota belti við öll betri tækifæri.“ 5 „Diesel-úrið
fékk ég í jólagjöf frá Friðriki Ómari og Ármanni og hefur það
verið fast við mig síðan. Armani-úrið fékk ég frá foreldrum
mínum fyrir að vera yndislegur sonur og Guess-úrið keypti ég
af götusala í New York.“ 6 „Ég hringi inn jólin með bindinu.
Ég set það upp á aðfangadag og tek það ekki niður fyrr en
á þrettándanum.“ 7 „Ég vildi endilega fermast með glitrandi
hanska eins og Michael Jackson gekk með en mamma þver-
tók fyrir það. Ég keypti mér því þennan búning og lét á sama
tíma aflita á mér hárið.“
21
3
5
7
4
Arnar Jónsson söngvari:
Færi ekki í
spandexgalla
6
TÓNLEIKAR Á GRAND ROKKI Sprengjuhöllin er nýkomin úr ferðalagi um
Norður-Ameríku þar sem hljómsveitin vakti mikla athygli. Hún kemur nú fram á tón-
leikum ásamt hljómsveitinni Sin Fang Bous á Grand Rokki í kvöld. Tónleikarnir eru
haldnir undir merkjum Grapevine og Gogoyoko og hefjast kl. 22.00.
„Það er mjög mikið að gera hjá okkur og ég
les það þannig að fólk er farið að meta og
rækta heilsuna meira,“ segir Hafdís Jóns-
dóttir eða Dísa í World Class eins og hún
er oftast kölluð. Dísa telur að fólk spari
heldur við sig í helgarferðum til útlanda
og leyfi sér frekar að láta dekra við sig
hér heima.
„Viðskiptin eru að færast hingað heim
og það er mjög mikið að gera hvort sem
það er í einkaþjálfun, heilsurækt
eða hvers kyns dekri. Fólk er að
forgangsraða upp á nýtt og í
staðinn fyrir að eyða pening-
um í hluti hugsa nú fleiri
um sjálfan sig og heilsuna
enda mikilvæg á þessum
tímum.” -iáh
Hafdís Jónsdóttir í World Class:
Líkamsræktaræði
í kreppunni
Mikið að gera „Ég les
það þannig að fólk er farið
að meta og rækta heilsuna
meira,“ segir Dísa.