Fréttablaðið - 17.04.2009, Page 33
17. apríl föstudagur 7
Stjörnumerki:
Krabbi.
Besti tími dagsins:
Morguninn og nóttin.
Draumafríið?
Indland.
Uppáhaldsversl-
unin:
Í augnablikinu
eru það Nakti
apinn og
Tónastöðin.
Áhrifavaldurinn?
Náttúran, ástin,
og lífið.
Líkamsræktin:
Jóga og hlaup.
Ég lít mest upp til:
Mömmu minnar og
pabba.
Uppáhaldsmat-
urinn:
Ræstur fiskur
og garnatálg.
Það er
svipað
og sig-
inn fiskur
og hamsatólg,
en bragð-
sterkara.
Geisladiskurinn í spil-
aranum:
Raising sand, Robert
Plant & Alison Krauss.
Hverju myndirðu
sleppa ef þú yrðir að
spara?
Ég mundi sleppa fata-
kaupum og að fara út
að borða dýran mat.
ELPA
lands og fer í fjögurra vikna tón-
leikaferðalag um Kanada. Eivör
ferðast þó ekki aðeins um heim-
inn í tengslum við tónlistina því
hún stundar jóga og í fyrra fór
hún til Indlands með íslenskum
jógahóp.
„Mig langaði að fara í ein-
hverja svona ferð því mér finnst
svo gott að stunda jóga. Við
vorum í rúman mánuð, bjugg-
um á hugleiðslusetri í litlum bæ
og vorum á námskeiðum allan
tímann svo þetta var engin túr-
istaferð. Þetta var svona friðar-
ferð sem var mjög góð fyrir sál-
ina og mig langar mikið að fara
aftur,“ segir Eivör sem undirbýr
nú sína sjöttu plötu sem kemur
út í október.
„Ég er komin mjög stutt með
plötuna og er að vinna hana með
bandinu mínu. Hún er öðruvísi
en það sem ég hef verið að gera
hingað til, miklu hrárri. Ég vil
samt ekki segja of mikið því ég
veit að allt getur gerst í stúdíó-
inu. Ég er svo dreymin að ég er
alltaf að fá fullt af hugmyndum
sem breytast svo daginn eftir,“
segir hún og brosir. „Ég ætla að
taka upp í Færeyjum því ég hef
aldrei tekið upp þar áður og ætla
jafnvel að taka upp heima í hús-
inu mínu því mig langar að hafa
svona „læf-fíling“ í góðu rými og
góðri stemningu,“ bætir hún við.
Í bandi Eivarar er meðal annars
kærasti hennar til tveggja ára,
en hann er færeyskur og heitir
Benjamin Petersen. „Við búum
ekki saman, allavega ekki enn
þá, en við kynntumst í gegnum
tónlistina og hann spilar á gítar
í bandinu mínu,“ útskýrir Eivör
og vill lítið segja um framtíðar-
áform sín þegar talið berst að
fjölskyldu og barneignum.
„Ég er mikið fyrir að lifa fyrir
einn dag í einu og er rosalega
ánægð með það sem ég hef. Ég á
mjög erfitt með að plana fram-
tíðina eða skipuleggja of langt
fram í tímann, en ég get ímynd-
að mér að það komi sá tími
að maður vilji eignast börn og
stofna fjölskyldu. Það er allavega
ekki komið yfir mig enn og mér
líður mjög vel með líf mitt eins
og það er núna,“ segir Eivör og
kveður með bros á vör.
✽
b
ak
v
ið
tj
öl
di
n
Frábært að hægt sé
að bæta ástand liðanna
með náttúrulegu efni
Hvað getur NutriLenk
gert fyrir þig?
Með árunum rýrnar brjóskvefurinn sem veldur því að
liðirnir slitna. Þetta er náttúrulegt ferli. Mjög margir
finna fyrir miklum óþægindum þegar beinin byrja að
núast saman, sérstaklega í stóru liðamótum eins og
í mjöðmum, hryggjar-og hnjáliðum. Þess vegna er allt
tilvinnandi að styrkja liðbrjóskið á náttúrulegan hátt.
Náttúrulegt byggingarefni
fyrir liðbrjóskið
NutriLenk inniheldur náttúrulegt byggingarefni fyrir
brjóskvefinn og er mjög góður valkostur fyrir þá sem
þjást af minnkuðu liðbrjóski. Unnið úr sérvöldum
fiskibeinum úr hafinu sem hefur sýnt fram á að vera
fyrsta flokks byggingarefni til að styðja við brjóskvefinn
og viðhalda honum.
Vara ársins!
NutriLenk hefur hjálpað fjölmörgu fólki.
NutriLenk var valið heilsuvara ársins 2004 í Noregi.
NutriLenk er 100% náttúruleg vara sem er mjög
gagnleg þeim sem þjást af brjóskvefsrýrnun.
Prófið sjálf-upplifðu breytinguna!
NutriLenk er fáanlegt í flestum apótekum,
heilsubúðum, Fræinu Fjarðarkaupum og
stærri Hagkaupsverslunum.
Liður með slitnum
brjóskvef
Heilbrigður liður
Ég þurfti að fara í skurðaðgerð 1991, þar
sem ég var með of löng liðbönd og var að
smella úr lið í tíma og ótíma. Þannig að
farið var að kvarnast upp úr liðbrjóskinu.
Eftir aðgerðina minnkuðu verkirnir en
hurfu ekki. Að ganga niður stiga og langar
stöður ollu sárum verkjum. Starf mitt krefst
þess að ég þarf að standa mikið og var
það ekki auðvelt.
Reyndi margt
Ég hef reynt margar leiðir til að minnka
verkina án þess að nota verkjalyf sem því
miður dugðu ekki. Með árunum jukust
verkirnir og útlitið var ekki bjart.
NutriLenk til sölu á Íslandi
Fyrir tæpu ári frétti ég af nýju bætiefni,
NutriLenk, sem er vinsælt efni í Noregi og
Svíþjóð, hjá fólki sem er með slitna og
auma liði. Satt að segja var ég ekkert
sérlega jákvæð á að NutriLenk gæti hjálpað
mér frekar en margt annað en sló til, enda
allt tilvinnandi. Byrjaðiá að taka inn 6 töflur
á dag í tvær vikur samkvæmt ráðleggingum
og eftir það 2 töflur á dag.
Eftir 2-3 vikur fann ég
greinilegan mun
Já, það ótrúlega gerðist, ég fann greini-
legan mun eftir 2-3 vikur á NutriLenk
Nú tæpu ári seinna er ég nánast verkja-
laus og einnig eru verkir vegna slits í
fingrum horfnir.
Ég tek nú inn 2 töflur af NutriLenk á dag
og ég get sannarlega sagt að NutriLenk
hefur gert kraftaverk fyrir mig.
Það að standa við afgreiðslu, ganga niður
brekkur og stiga er ekki stórmál lengur ...
Ég horfi bjartsýn til framtíðar, NutriLenk
er himnasending fyrir mig og frábært að
það skuli vera hægt að bæta liðheilsuna
með náttúrulegu efni segir Margrét að
lokum.
Mikilvægt er að annast sig vel allt lífið.
Mjög nauðsynlegt er að neyta góðs kalks með D-vítamíni
fyrir beinin. KOLOS er t.d. góður kostur, öflugt D-vítamín
með kalki. 1 glas af KOLOS inniheldur 180 töflur sem er
6 mánaða skammtur og á góðu verði.
Umboðsaðili: Gengur vel ehf.,
Fann mikinn
mun innan
3ja vikna
Margrét Óskarsdóttir
NÁTTÚRULEGT
FYRIR LIÐINA