Fréttablaðið - 17.04.2009, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 17.04.2009, Blaðsíða 34
8 föstudagur 17. apríl ✽ sæt í sumar útlit V innandi kona í kreppunni þarf ekki að hafa mikið fyrir hár- inu í vor og sumar,“ svarar Herdís Sigurðardóttir hárgreiðslumeist- ari spurð um hártískuna í vor og sumar. Herdís starfaði í Sassoon- hárakademíunni um árabil, en á og rekur nú hárgreiðslustofuna Sprey í Mosfellsbæ. „Kærulaust viðmót er einkenn- andi fyrir vor- og sumarlínu Sass- oon sem kom út í febrúar og heitir Blithe. Það er svolítið eins og þeir hafi séð hrunið fyrir langt á undan fólkinu í bönkunum því þeir hönn- uðu línuna síðasta sumar og útlit- ið á að virka fyrirhafnarlítið,“ út- skýrir Herdís sem mun sjá um hár og förðun fyrir Grease í Loftkast- alanum í sumar, en fer til Parísar í haust þar sem henni hefur verið boðið að vinna á tískuvikunni þar í borg. „Sassoon leitaði mikið í klass- ík eins og hönnuðina Calvin Klein og Donnu Karan fyrir sumarlín- una, en litir verða ekki áberandi heldur fal- legir og hreinir og allar línur mjög hefðbundn- ar, hvort sem hárið er sítt eða stutt,“. - ag V ið erum sex manna hópur sem höfum saman þróað þessa hug- mynd í nokkurn tíma. Hugmyndin kviknaði hjá Einari Thor þegar hann velti fyrir sér hvað þyrfti til að ís- lenskir hönnuðir ættu auðveldara með að koma sér á framfæri á er- lendum vettvangi, en Einar Thor er hönnuður og starfrækir fyrirtæk- ið Thors Hammer wristbands,“ segir Supriya Sunneva Kolandavelu, al- mannatengill Icelandic-Collection. com. „Markmið Icelandic-collection. com er að safna saman íslenskum hönnuðum og listamönnum og búa til kraftmikla sölusíðu fyrir erlend- an markað. Í stað þess að kaupa vörur inn í heildsölu og eiga það á hættu að sitja uppi með stóran lager af vörum, þá höfum ákveðið að taka 15 prósent fyrir hverja selda vöru og er sú upphæð notuð til frekari markaðssetningar á vörum viðkomandi,“ segir Supriya. Hópur út- skriftarnema í margmiðlunarhönnun við Cop- enhagen Technical Academy í Kaupmanna- höfn vinnur nú að síðunni sem lokaverkefni og gefa allir vinnu sína. „Síðan verður opnuð formlega í maí og við erum komin með góðan hóp af hönnuðum, svo sem Emami, Volcano Design, Lykkjufall og Heba-clothing, en á síð- unni verða bæði föt, skart og alls konar aukahlutir. Sölusíðan er ekki hugs- uð sem gróðamaskína fyrir eig- endur hennar heldur er mark- mið okkar að kynna íslenska hönnun fyrir heiminum og gera Ísland best í heimi enn og aftur. Við látum ekki kreppuna stoppa okkur í því og erum ákveðin í að gera síðuna að stærstu sölusíðu sinnar tegundar sem hefur komið frá Íslandi,“ segir Supriya. „Allar ábendingar um efnilega hönn- uði sem hafa áhuga á að taka þátt í þessu spennandi verkefni með okkur eru vel þegnar á sales@icelandic-coll- ection.com,“ Alternative care línan frá Sea Of Spa er byggð á vísindalegri blöndu náttúrulegra steinefna, A og B vítamína, jurta „extract“ og ilmolía. Þessi blanda skapar fullkomið jafnvægi, verndar húðina gegn hverskyns umhverfisáhrifum og gefur hraustlegt útlit. Black Pearl vörurnar sporna við öldrun húðarinnar og viðhalda teygjanleika hennar, en þær innihalda meðal annars steinefni og sjávarþang úr Dauðahafinu sem eru lykil- atriði. Alternative care og Black Pearl kremin og húðvörurnar henta öllum, ekki síst þeim sem fást við þurrk, exem eða önnur húðvandamál. Andlitskremin gefa mjög góðan raka og því er gott að nota þau undir farða. Kremin hafa verið ófáanleg um þó nokk- urt skeið, en eru nýkomin aftur svo nú er um að gera að prófa gæðakrem á góðu verði í Pier. Snyrtivörur úr Dauðahafinu í Pier NEGLURNAR Í LAG Ef þér leiðist hvað naglalakkið endist illa og flagnar fljótt af nöglunum er Chip Skip frá OPI lausnin. Berðu eina umferð á áður en þú lakkar neglurnar með þínum uppá- haldslit og naglalakkið mun endast miklu lengur. Maintenance Nail Envy er önnur sniðug for- múla frá OPI sem hentar þeim vel sem vilja viðhalda styrkleika naglanna svo þær brotni ekki við minnsta álag. Það nýjasta í hártískunni í vor og sumar: FYRIRHAFNA RLÍTIÐ OG KÆRULEYSISLEGT Kæruleysislegt Her- dís segir kæruleysislegt útlit einkenna hártísk- una í vor og sumar. Koma íslenskri hönnun á framfæri erlendis: Stofna sölusíðu Hefðbundið Allar línur verða mjög hefðbundnar í vor og sumar að sögn Her- dísar. Stutt Herdís segir hefð- bundnar línur og hreina liti verða vinsælt í vor og haust. Flott Vörur frá Volcano Design munu fást á sölusíðunni. Fjölbreytt Hönn- un Emami mun meðal annars fást á iceland- ic-collection.com Rökkvið Hönnun Söru Berndsen verður meðal annars til sölu á síðunni. - ag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.