Fréttablaðið - 17.04.2009, Page 38

Fréttablaðið - 17.04.2009, Page 38
föstudagur FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS 2 5 17. APRÍL 2009 Get leyft mér að sleppa næstum því öllum fréttum þann daginn, sem er afar hollt á þessum tímum. FRÁBÆR FÖSTUDAGUR Kolbrún Björnsdóttir útvarpskona „Heiðrún Lind Marteinsdóttir lög- fræðingur ef fædd 03.07.1979 sem hefur útkomuna 36 sem gera níu. Talan níu er ein besta talan að mínu mati í talnaspek- inni og ef ég ætti að óska mér að vera einhver sérstök tala yrði níu fyrir valinu. Þeir sem eru það heppnir að hafa þessa tölu í kortinu sínu hafa þann hæfileika að geta lagað sig að öllum aðstæðum sem koma upp hverju sinni. Níurnar eru sérstaklega val fallnar til þess að hugsa um, vernda og bjarga fólki og þar fer Heiðrún Lind fremst í flokki. Heiðrún er ábyrgðarfull par excellence og vinnuþjarkur mikill. Sá sem er undir hennar umsjón getur andað rólega og hver sá sem ræður hana í vinnu getur hvílt sig. Heiðrún er að fara á árstöluna 3 sem segir að hún á að taka meiri áhættu og vera eins sýni- leg og mögulegt er því þá munu ótrúlegustu hlutir ger- ast í hennar lífi. Ég get ekki betur séð en að næstu sautján mánuðir breyti gjörsamlega lífi Heiðarúnar en hún á eftir að vera mikið í umræðunni og taka afgerandi afstöðu til mikilvægra mála. Heiðrún hefur allt til að bera og er kvenljómi Íslands og langfærasti kvenlögfræðingur þessa lands. Karlmenn eiga eftir að dansa í kring- um hana en mér sýnist að Heiðrún verði dálít- ið vandlát þetta árið svo það verða ekki margir sem smjúga inn um nálaraugað og að hjartastað heimasætunnar. Í framtíðinni sé ég Heiðrúnu búa á fallegum stað í Vesturbænum með tvö hress og kát börn og ljúfan, skemmtilegan og listfengan mann sér við hlið. Til hamingju Heiðrún Lind, þetta er hamingjulíf. KLINGENBERG SPÁIR Heiðrún Lind Marteinsdóttir lögfræðingur Ég fæ yfirleitt uppáhalds- pitsuna mína á föstudögum, gerða í eldhúsinu af Árna mínum. Ég fer yfirleitt skellihlæjandi úr útsendingu á föstudags- morgnum eftir fíflaskap með strákunum. Það er magnað hvað það að hlæja kallar fram góðar tilfinningar. 1 Vissan um það að ég geti sofið út daginn eftir. Ofboðs- lega notalegt að vakna ekki við vekjaraklukkuna þó svo ég sofi aldrei lengi. 4 3Vissan um að geta farið seint að sofa án samviskubits. Sam-viskubitið gerir það að verkum að ég er lengur að sofna.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.