Fréttablaðið - 17.04.2009, Blaðsíða 43
FÖSTUDAGUR 17. apríl 2009 27
UMRÆÐAN
Stefán Benediktsson
skrifar um Evrópumál
Kynþokki krónunnar er orðinn álíka mik-
ill og ósoðins sláturs og
því fær ekkert breytt.
Samfélag okkar á ekki að
þurfa að færa þær fórnir
sem það kostar að vera
með eigin mynt. Þessar
fórnir munu verða enn
meiri nú eftir að krónan hefur
misst mannorðið. Afturbatapíku-
krónur eiga aldrei eftir að freista
nokkurs manns.
Undanfarið hefur bergmálað í
eyrum okkar að innganga í Evr-
ópusambandið og myntbandalag
Evrópu sé engin lausn af því að
hún geti ekki virkað nógu hratt,
sé „ekki skyndilausn“. Ekki veit
ég hvernig fólk sem talar svona
lifir lífinu eða hefur
samskipti. Hafnar það
öllum lausnum, nema
skyndilausnum? Pantar
það aldrei flugmiða,
leikhúsmiða eða steypu?
Hefur það aldrei skap-
að nýja framtíð, verið á
leiðinni í leikhús, ferða-
lag eða steypuvinnu, í
stað þess að gera ekki
neitt? Skyndilausnir eiga
við í matargerð en ekki
til að reka samfélag.
„Viltu krónu, manni?“ eða „viltu
evru, manni?“ Menn eiga ekki
erfitt að velja í dag og mér segir
svo hugur að fáir sjái fram á að
þeir velji einhvern tíma krónu
fram yfir evru. Kannski finn-
ast svo þjóðhollir menn í dag að
þeir taki frekar krónuna en jafn-
vel þeir hljóta að gera sér grein
fyrir því að öngvir munu vilja
skipta á henni og evru nema á
undirmálsverði því það er krón-
an orðin; undirmálsgjald miðill.
Við munum aldrei aftur geta sagt
„viltu jöklabréf manni“ því krón-
an mun aldrei öðlast traust aftur
í alþjóðaviðskiptum. Hún getur
styrkst en hún verður alltaf lögð
í einelti á einn veg eða annan.
Hún verður alltaf veikburða leik-
soppur, keypt eða seld eftir því
hvernig gengið er þennan eða
hinn daginn. Hún mun bara við-
halda óstöðugleika. Viljum við
ekki búa við lægra verðlag, hærri
laun, lægri skatta, lægri vexti og
hærra þjónustustig en við búum
við núna? Að ég tali nú ekki um líf
án verðbólgu. Á fjölskylda okkar
það ekki skilið að geta notað laun
sín án þess að verðbólga skerði
þau um 25%? Þá er ég ekki farinn
að minnast á verðtrygginguna.
Innan fárra daga kjósum við
milli flokka sem vilja krónu með
háum vöxtum og verðlagi ásamt
lágum launum, lágu þjónustustigi,
verðbólgu, gjaldeyrishöftum og
þeirri afsiðun sem því fylgir eða
þeirra sem vilja vera aðili Evr-
ópusambandinu, nota evru, búa á
einu verðlags- og þjónustusvæði
án hafta í samstarfi við ríki sem
hafa gert það að markmiði sínu að
auka jöfnuð í sínum heimshluta í
þágu friðar. Það gleymist of oft
að ESB eru 500 milljón manna
friðarsamtök. Kæru stjórnmála-
menn! Ekki eyða tímanum í að
telja okkur trú um að krónan sé
okkar framtíðargjaldmiðill. Ekki
eyða tímanum í að telja okkur
trú um að Seðlabanki Íslands sé
betri vörn gegn sveiflum á pen-
ingamarkaði en Seðlabanki Evr-
ópu. Ekki eyða tímanum í að telja
okkur trú um að íslenskt lýðræði
sé betra en evrópskt lýðræði.
Fréttirnar segja okkur allt annað.
Ekki gera ekki neitt.
Höfundur er arkitekt.
Viltu krónu, manni?
STEFÁN
BENEDIKTSSON
www.eirberg.is • 569 3100
Stórhöfða 25
Í Prisma sameinast skólarnir
um fjölbreytt nám sem byggir á
skapandi og gagnrýninni hugsun
og nýtir sér aðferðafræði lista og
heimspeki.
Prisma er nýtt diplómanám sem
Listaháskóli Íslands og Háskólinn
á Bifröst hafa skipulagt í samvinnu
við Reykjavíkur Akademíuna.Hjálpaðu
umhverfinu
með
Blaðberanum
Þú færð Blaðberann þinn í
Skaftahlíð 24 alla virka daga
frá kl. 8-17.
...góðar fréttir fyrir umhverfið
Blaðberinn...